Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 1
MENNING USTIR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 BLAÐ Imogen Cunningham: „Form blóms“, 1925. — œvistarf i Ijósmyndun YFIRLITSSYNING á verkum bandaríska ljósmyndarans Imog- en Cunningham verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Mynd- irnar spanna fulla sjö áratugi, sú elsta er tekin 1906 og sú yngsta 1976, en síðar það sama ár lést listakonan, ní'tíu og þriggja ára gömul. Imogen Cunningham gekk í gegnum mörg skeið á listferli sínum og upplifði gífurlegar breytingar í heimi ljósmyndunarinnar. Hún var vel skóluð, nam meðal annars í Þýskalandi. Við upphaf ferils síns einbeitti hún sér aðallega að mannamyndum en ljóðrænn stíll hennar og næm formræn tilfinning leiddu hana einnig inn á tilraunakenndari og form- rænni brautir. A háskólaárum sínum ákvað Imogen Cunningham að verða ljósmyndari og frá því hvikaði hún ekki, sama á hveiju gekk. Elsta mynd hennar er frá námsárunum í Washington- háskólanum, viðkvæmnisleg mynd af henni sjálfri liggjandi í grasi, frá 1906. Hún dáðist af myndum og tækni Edwards Curtis og hafði einnig kynnst verkum Þjóðveijans Gertrude Kásebier, ljóðrænum og björtum stemmingum af fólki, og hrifist af. Því kemur ekki á óvart að Imogen hafi kosið að stunda framhaldsnám í Þýskalandi. Ljóð- ræn og næm formskynjun hennar féll mun betur að þeim straumum sem þá voru kraftmestir í Evrópu, meðan kaldari og harðari stíll réð lögum og lofum í heimalandi henn- ar. Við heimkomuna árið 1910 sett- ist hún að í Seattle og kom sér upp ljósmyndastofu sem var einstæð á þeim tíma. Hún einbeitti sér að mannamyndum þar sem hún reyndi að túlka persónuleika fyrirsætanna, þekktra sem óþekktra, og meðvitað reyndi hún að sigrast á öllu því sem hefðbundið mátti kallast. Um miðj- an annan áratug aldarinnar giftist Imogen Cunn- ingham: „Sjálfsmynd", 1974. Imogen grafíklistamanninum Roi Patridge og nokkru síðar fluttu þau til San Francisco. Barnauppeldi og amstur á heimilinu tók sinn tíma, en 1921 var hún aftur farin að vinna. Nú rýndi hún í það smáa í náttúrunni og gerði einnig tilraunir með samsettar ljósmyndir og yfir- stækkanir. Hún myndaði likams- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.