Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 B 3 Imogen Cunningham: ljósmyndari", 1934. „Alfred Stieglitz, hluta, skugga hluta af plöntum og þá tók hún ljóðrænar nektarmyndir af eiginmanni sínum, og vakti með því töluverða hneykslan hjá við- kvæmum og siðprúðum sálum. Næstu árin voru tími frum- leika og mikillar vinnu. Myndavélar þessa tíma voru stórar og þungar, filmustærðin var 8x10 tommur og þær voru hinar erfið- ustu í meðförum. Imogen hélt ótrauð áfram, rhyndaflokkar af verksmiðjum og magnolíutrjám litu dagsins Ijós og í kjölfar vaxandi frægðar tók hún þátt í mikilli ljós- myndasýningu í Þýskalandi 1929. Nokkru seinna gekk hún í hinn þekkta ljósmyndahóp F:64, og varð einn af höfuðpaurum hans, ásamt Edward Weston og Ansel Adams. F:64-hópurinn varð mjög áhrifa- mikill, þau héldu sýningar og höfðu ákveðin markmið: meðlimimir skyldu aðeins nota ljósop 64, en það þýddi minnsta ljósop, sem til var á stórum myndavélum, og mjög skarpa mynd. Þrátt fyrir að starfa áfram innan hópsins gat Imogen ekki látið einhveijar reglur binda sig niður við sköpunina, hún leitaði sífellt eftir að þroska sinn stíl og í New York 1934 byijaði hún að taka svokallaðar „stolnar myndir", svip- myndir af mannlífi. Eftir síðari heimsstyijöld var Imogen Cunningham orðin þekktur listamaður og virðulegar liststofnanir kepptust við að sýna verk henn ar. Hún sjálf hafði feng- ið sér Rolleiflex-myndavél með 6x6 sentimetra filmustærð, sem var mun meðfærilegri en gömlu plötu- vélarnar. Hún ferðaðist um heiminn á sínum efri árum, alltaf var myndavélin með í för, og af ástríðu skrásetti hún það sem bar fyrir augu. Myndir hennar eru hreinar og tærar í forminu, á fletinum er það eitt sem á þar heima. Á níræðis- aldri vann Imogen sinn síðasta myndaflokk, Ijósmyndir af gömlu fólki; vinum og kunningjum sem lifðu í hárri elli. Eftir að Imogen Cunningham lést 1976 var stofnaður sjóður til að hafa umsjón með filmum hennar og dreifmgu á myndum. Sýningin sem nú verður opnuð á Kjarvals- stöðum er sett saman af þessari stofnun og kemur hingað fyrir milli- göngu Menningarstofnunar Banda- ríkjanna. efi ÞÓRHALLUR HEIMISSON SKRIFAR Hátíðarvika Arósa Á austurströnd Jótlands stendur borgin Árósar. Borgin, er upphaflega var byggð við mynni árinnar sem hún er kennd við, er sannkallaður unaðsreitur. Stórir garðar er prýða borgina, skógar og svo aðvitað drifhvít ströndin, allt sameinast þetta um að gera staðhætti vistlega, frjáls- lega og jafnvel dulítið sveitarómantíska. Samt er Árósar með 250.000 íbúum næststærsta borg Danmerkur og því óumdeild höfuðborg dreifbýlisins. N ýkga er lokið magnaðri listahátíð í Árósum. Það hefur verið hefð fyrir því í fjölda ára að halda slíka hátíð fyrstu vikuna í september. Hver hátíð hefur haft sín sér- kenni. í ár var hátíðin kennd við þá umbyltingu er átt hefur sér stað í Austur-Evrópu að undan- fömu. „Gluggi í austur" voru ein- kennisorð hátíðarinnar. Og hvílíkur gluggi. Til borgarinnar streymdi listafólk frá öllum lönd- um austan hins gamla járntjalds og úr öllum geirum listarinnar. Á listasöfnum gat að líta krýningar- djásn rússnesku keisaranna og fjársjóði stórhertoga og konunga landa er nú teljast til Asíulýðvelda Sovétríkjanna. Á dansfjölunum dunaði ballett Györi-balletthópsins frá Búdapest, listamanna er í 11 ár hafa háð baráttu við skilnings- vana harðstjóra en fá nú loks að „leika lausum hala“. Rússneskir málarar, búlgarski þjóðarkórinn, tékknesku „harðhausarnir" sem eru hópur fjölbreyttra formlista- manna frá Prag, altsaxófónistinn Zbigniev Namyslowskij frá Póll- andi, tvö látbragðsleikhús frá Rússlandi og um 300 aðrir listvið- burðir opnuðu svo sannarlega gluggann upp á víða gátt í austur eins og ætlast var til. Ekki skorti heldur kvikmyndir því sýndar voru kvikmyndir frá Austur-Evrópu undir berum himni. Tímanna tákn voru rokk- hljómsveitir Sovétríkjanna er hristu ærlega upp í dansglöðum Jótunum. Það var líka tímanna tákn að fræg asta „poppgrúppa“ hátíðarinnar, Pop Mekhanika frá Leníngrað, kom til Árósa beint úr hljómleikaferð í Bandaríkjunum. Slíkt hefði vart getað gerst fyrir ári. Hvað þá heldur fímm. Árósa-hátíðarvikan hófst á gríðar- legu sjónspili fyrir framan dóm- kirkju bæjarins. Flutt var verkið „Bæn fyrir Evrópu“. 700 lista- menn hvaðanæva úr Evrópu tóku þátt í sýningunni undirstjórn pólska leikstjórans Wojtek Krukowski. Undir glampandi leysi-geislum, flugeldum, ljósa- „showi“ og reyksprengjum dró sýningin 10.000 áhorfendur, dóm- kirkjuna og öll nærliggjandi hús inn í það sem fram fór. Allur mið- bærinn varð eitt leiksvið. Ekki minnkaði það áhrifin að á meðan á sýningunni stóð réðust „öryggis- lögreglumenn“ á útvalda áhorf- endur og heimtuðu skilríki. Að sjálfsögðu klæddir í einkennisbún- inga hinnar austur-þýsku Stasi — lögreglu og rúmensku Securitate. Svona rétttil að minna áhorfendur á hvemig staðan var fyrir ári. Sýningin endaði með því að engill frelsisins sveif niður á torgið (úr krana) á meðan 300 manna kór flutti bæn fyrir Evrópu, og kveikt var í rauðri stjörnu á þaki leikhúss Árósa er stendur andspænis dóm- kirkjunni. En allt þetta er aðeins brot af hátíðarviku Árósa. Það sem er enn mikilvægara í hugum innfæddra en allir listviðburðirnir, að þeim ólöst- uðum, er að hitta kunningjana á góðri stundu. Því Árósahátíðin er einskonar sambland af listahátíð Reykjavíkur og þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. „Að hitta kunn- ingjana“ fer þannig fram að menn rölta um miðbæinn með ölkrús í hendi, rölta þangað til þeir hitta kunningja á næsta götuhorni. Þá er sest niður til þess að hlusta á jass, rokk, popp eða fiðluleik. Því hátíðarvikuna fyllist allur miðbær- inn af litlum og stórum listamönn- um er leika listir sínar á hveiju götuhorni eða á tugum örsmárra leiksviða er komið hefur verið fyr- Frá setningu hátíðarviku í Árósum: Leikhúsið. „Bæn fyrir Evrópu". ir á víð og dreif um göngugöturn- ar. Að ekki sé talað um götusal- ana. Allir flakkarar Danaveldis hafa nefnilega uppgötvað að allt er leyfilegt á hátíðarvikunni. Ef menn nenna ekki að sitja á sama stað er rölt áfram. Á næsta götu- horni er verið að sýna látbragðs- leik frá Sovét. Ef til vill dunar sveitatónlistin frá Bandaríkjunum. Eða einhver býður þér leðurhatt fyrir slikk um leið og rússneskir sjóliðar af skólaskipi, sem er í heimsókn í tilefni hátíðarinnar, troðast hjá með bros á vör, til þess að ná sér í ijómaís. Auðvitað er einnig hægt að skreppa á tékkneska kirkjutón- leika. Ef ekki getur þú rölt örlítið lengra. Enginn veit hvað gerist næst. Trúðar, skrúðgöngur, gam- aldags útimarkaðir, lírukassakall- ar, súkkulaðihjúpaðir bananar og risaístoppar standa til boða. Á meðan bömin stara á trúðinn tek- ur pabbi óvæntan mjaðmahnykk í takt við sígaunatóna frá Krímskaganum. Síðan eru íþróttir í boði fyrir alla fjölskylduna. Vilt þú skokka ásamt 12.000 öðrum í maraþonhlaupi? Vilt þú horfa á kappsiglingar á segl og vélbátum? Kannski vilt þú aðeins sitja á þægilegu kaffihúsi og horfa á hjól- reiðakappa þenja sig um miðbæ- inn? Allt þetta er í boði fyrir íþróttaáhugafólk og fleira og fleira. Hvernig tókst svo til? „Glugginn í austur" er svo sannar- lega opinn. Enda láta flestir Evr- ópubúar sig dreyma um sameinaða Evrópu frá Uralfjöllum til Atlant- sála. Að vísu kvörtuðu skipuleggj- endur hátíðarinnar yfir því að illa hafí gengið að selja miða á marga af listviðburðunum. En Árósabúar láta sér það í léttu rúmi liggja. Því í Árósum hafa menn alltaf, að sögn innbyggja, notað menning- una sem afsökun fyrir því að skemmta sér. Höfundur er við framhaldsnám í guðfræði við Arósarháskóla. Legg áherslu á íslenska tónlist — segir Pétur Jónasson sem er á tónleika- ferð um Nýja Sjáland ogAstralíu PETUR Jónasson gítarleikari er um þessar mundir í tónleikaferð hinum megin á hnettinum. Hann hefur leikið í öllum helstu borgum Nýja Sjálands, ferðast nú í mánuð um Ástralíu þar sem hann tekur meðal annars þátt í fyrstu alþjóðlegu hátíðinni fyrir klassiska gítar- leikara í Melbourne og að Ástralíuferðinni lokinni taka við tónleikar i Singapúr. Dagskráin er ströng, tónleikar, fyrirlestrar, útvarpsupp- tökur, og efnisskráin er blönduð, bæði islensk nútímatónlist og hefð- bundin gítarverk. Móttökur hafa verið góðar og gagnrýnendur hafa birt lofsamleg ummæli í nýsjálenskum dagblöðum. Skyldi ekki vera mikið ævin- týri fyrir íslenskan tónlistar- mannn að halda yfir háifan hnöttinn í tveggja mánaða tónleika- ferð? „Ég er nú orðinn nokkuð vanur því, þetta er þriðja tónleikaferð mín til Nýja Sjálands og ég hef einnig verið áður í Ástralíu og Singapúr,“ sagði Pétur þar sem náðist í hann í borginni Nelson á Nýja Sjálandi, en þá voru að hefjast síðustu tón- leikar hans þar í landi. En skyldi þetta ekki vera stíf dagskrá fyrir einleikara? „Það er nóg að gera allan tímann. Hér hef ég spilað í fímm stærstu borgunum: Oackland, Wellington, Cristchurch, Dunedin og nú í Nel- son. Ég hef verið hér í þijár vikur og fer nú til Ástralíu. Þar tek ég fyrst þátt í alþjóðlegri hátíð fyrir klassíska gítarleikara í Melbourne, er einn af fimm einleikurum sem koma þar fram, og að því loknu tekur við fjögurra vikna ferð með viðkomu í öllum helstu borgum landsins. Þá verð ég fimm daga í Singapúr og spila, kem heim í viku, og held svo í byrjun nóvember til Bretlands í tónleikaferð og verð þar fram í desember.“ H eru á efnis- vaða verk skránni? „Það er gaman að segja frá því að á fyrstu tónleikunum, sem voru í Oackland, frumflutti ég verkið Rímur eftir Eyþór Þorláksson, en hann skrifaði það fyrir mig í fyrra. Það er byggt á gömlum íslenskum rímnalögum, mjög gott verk og fell- ur vel í kramið. Eg legg áherslu á íslenska tónlist á þessum tónleikum mínum. Til dæmis hef ég alltaf flutt verkið Veglaust haf, en Atli Heimir samdi það við samnefnt Ijóð Matt- híasar Johannessens. Marshall Brement þýddi ljóðið afskaplega vel Pétur Jónasson á ensku og ég hef fengið fólk á hveijum stað til að lesa upp með mér, það er alveg sérstaklega skemmtilegt. Svo er ég líka með verk eftir Kjartan Ólafsson og Haf- liða Hallgrímsson, hefðbundna spænska gítartónlist og verk eftir tvö bresk tónskáld, Benjamin Britt- en og William Walton. Ég reyni að hafa ákveðið þema í þessu hjá mér, en allt er þetta tónlist sem tengist ljóði eða leiklist á einn hátt eða annan. í því samhengi nota ég til dæmis tónlist þeirra Eyþórs og Atla Heimis og verk sem ég spilaði í Húsi Bernöðu Alba á Akureyri í fyrra; það eru spænsk þjóðlög og verk eftir Manuel de Falla. Svo nota ég öll verkin sem ég tók upp fyrir Ég er meistarinn, leikrit Hrafnhildar Hagalín Guðmunds- dóttur. Ég hef afskaplega gaman af því að hafa svona þema í þessu.“ Þú hefur gert fleira en að spila á tónleikum, ekki satt? ]ú, ég hef haldið nokkra fyrir- lestra við tónlistardeildir há óla. Annars vegar um gítartónlist og svo um íslenska tónlist. Þá hef ég skyggnur og myndbönd, kem með tóndæmi af bandi og spila sjálf- ur. Ég tala um þróun íslenskrar tónlistar almennt og beini því svo inn á umfjöllun um íslenska nútíma- Morgunblaðið/Einar Falur tónlist fyrir gítar. Ég hef svo einn- ig tekið upp nokkuð af efni fyrir klassíska tónlistarrás hjá nýsjá- lenka ríkisútvarpinu." Er ekki einmanalegt að vera einn á svona langri ferð? „Það er nú sjaldan, það er svo mikið að gera. Ég er ýmist á leið á tónleika eða að fara milli staða. Ef einhver tími er laus reyni ég að undirbúa mig fyrir ferðina um Eng- land og svo á ég orðið svo marga vini hérna, er alltaf að hitta fólk. Það á mjög vel við mig að vera á hreyfingu, ég næ upp takti og held mér í gangi eins lengi og þarf.“ Viðtal/Einar Falur Ingólfsson Tónlistarkeppni ungra norrænna ein- leikara og einsöngvara Spjallað við Jón Nordal um tilhögun keppninnar TÓNLISTARHÁTÍÐ ungra norrænna einleikara og einsöngvara verður næst lialdin í Tammerfors í Finnlandi, dagana 9.-12. október 1991, en eins og menn rekur eflaust minni til var þessi hátíð haldin hér á landi 25-29. október 1988. Með henni lauk hringferð hát- íðarinnar um höfuðborgir Norðurlanda. Tónlistarháskólaráð Norðurlanda hefur staðið fyrir hátíðinni til þessa og er þetta stærsta sameiginlega átakið sem ráðið hefur staðið fyrir. Meira en sjö tugir ungra ein- leikara og einsöngvara hafa komið þar fram frá upphafi og margir þeirra síðan hlotið alþjóð- lega frægð á sínu sviði. Hátíðirnar eru haldnar á tveggja ára fresti, sú fyrsta í Kaupmannahöfn 1980 og síðan í Stokkhólmi, Osló, Hels- inki og Reykjavík. Þátttakendur hafa verið valdir af mikilli kost- gæfni úr hópi frá öllum Norðurlönd- unum að undangenginni keppni í hveiju landi fyrir sig. Sá háttur er hafður á í undan- keppnum, sem haldnar eru í heima- löndum þátttakenda, að þátttak- endur verða að sækja um að kom- ast í keppnina og er aldurstakmark 25 ár fyrir hljóðfæraleikara og 30 ár fyrir söngvara. Jón Nordal, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, hefur haft veg og vanda að skipulagi forvals hér heima og þar sem nú er verið að auglýsa umsóknarfrest í undankeppnina, til 15 nóvember, sneri blaðamaður Morgunblaðsins sér til hans og spurði hvort keppnin færi fram með sama hætti í framtíðinni. Nei, ekki alveg,“ svaraði Jón. „í þetta skipti verður aðeins einn þátttakandi frá hverju landi, svo það liggur í augum uppi að samkeppnin verður mjög hörð. Hingað til hefur tilhögunin verið sú, að við höfum valið nokkra þátt- takendur til keppninnar hér heim, sem síðan hafa komið fram fyrir samnorræna dómnefnd, sem hefur valið endanlega þátttakendur. Annað er að hingað til hefur Tónlistarháskólaráð Norðurlanda haldið keppnina, en nú verða það hljómsveitirnar á Norðurlöndum sem standa að henni.“ Dómnefndin hér heima hefur þegar verið skipuð og í henni eiga sæti þeir Guðmundur Emilsson, Gunnar Kvaran og Jónas Ingimund- arson, en hvar sækir fólk um þátt- töku? „Umsóknareyðublöð liggja frammi hér í Tónlistarskólanum í Reykjavik og ég vil ítreka það að hljóðfæraleikarar fæddir 1965 og síðar og söngvarar fæddir 1960 og síðar geta sótt um þátttöku.“ Jón Nordal Hvaða kröfur eru gerðar? „Ég held nú að það fólk sem tekið hefur þátt í hátíðinni hingað til sé besta svarið við því, en það eru Manuela Wiesler, flautu- leikari, og Einar Jóhannesson, klarinettuleikari, sem tóku þátt i hátíðinni 1980, Sigríður Vilhjálms- dóttir, óbóleikari, sem var fulltrúi okkar 1982. Árið 1984 var Þor- steinn Gauti Sigurðsson, píanóleik- ari, fulltrúi íslendinga og árið 1986 var það Sigrún Eðvaldsdóttir. Á. hátíðinni hér heima, árið 1988, var Áshildur Haraldsdóttir, flautuleik- ari, fulltrúi okkar. Allt er þetta fólk sem hefur haldið áfram að skapa sér nafn og getið sér gott orð sem hljóðfæraleikarar — og við getum verið stolt af.“ — ssv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.