Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 Brasílíski sellóleikar- innPinto Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Matias de Oliveira Pinto og Guðni Franzson. Morgunbiaðið/Einar Faiur HÉR á landi er staddur bras- ilíski sellóleikarinn Matias de Oliveira Pinto. Hann er þrítug- ur að aldri, og hefur þegar getið sér gott orð fyrir list sína. Eftir sigur í suður-amerískri tónlistarsamkeppni bauðst Pinto að nema í Evrópu; hann var meðal annars við Tónlistar- háskólann í Búdapest og Karajan-akademíið í Berlín, en í síðarnefndu borginni býr hann nú og starfar. Hluta úr árinu dvelur hann í heimalandi sínu, Brasilíu, og stjórnar kammersveit í borginni Cu- ritiba. Pinto og Guðni Franzson klarinettuleikari kynntust í Berlín, æfðu saman og ræddu um að leika saman ef færi gæfist. í vor sem leið héldu Guðni og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari svo í tónleikaferð til Italíu. í leiðinni æfðu þeir með Pinto í Berlín; nú eru þeir allir staddir hér á landi og ætla að halda tvenna tónleika, í Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar annað kvöld, sunnudag. Pinto segir að kona sín, Sandra Geirharðsdóttir, sé fædd á Siglu- firði, og þau hafí lengi langað til að koma hingað til að kynnast landi og þjóð. Hann heyrði Guðna leika á tónleikum og hreifst af, og við nánari kynni ákváðu þeir að reyna, að leika saman. Þegar Þorsteinn Gauti kom svo til Berlínar í vor, hafí þeir lagt gi-unninn að þessum tónleikum á Islandi. „Ég er fæddur í Brasilíu og lærði þar á selló,“ segir Pintp. „Ég var svo að byrja að vinna við tón- listardeild í háskóla einum, þegar ég vann suður-ameríska sam- keppni og fékk tækifæri til þess að mennta mig frekar í Berlín, við Karajan-akademíið meðal annars. Það var góð reynsla, ég fékk tækifæri til að starfa með frábærum tónlistarmönnum í Fílharmóníuhljómsveit Berlínar. Síðan hef ég búið og starfað mest- megnis í Berlín, en ég ferðast þó mikið, held tónleika, og svo leiði ég kammerhljómsveit heima í Brasilíu, er þar tvo til fimm mán- uði á ári.“ Þú bæði kennir og spilar opin- berlega. „Já, ég hef nemendur og held námskeið. Það er gaman að kenna og mér finnst það mikilvægt. Svo leik ég með hljómsveitum og með smærri hópum tónlistarmanna; ég er alltaf að snúa mér meira og meira að samtímatónlist, verkum eftir menn sem eru að semja í dag. Vandamálið er að það er frekar lítið til af verkum fyrir sellóeinleikara, það er nauðsyn- legt að hvetja tónskáld til að semja fleiri, það reyni ég að gera, ég útset verk líka, tek upp og gef út.“ Svo sellóeinleikarar hafa ekki úr mörgum verkum að velja. „Nei, því miður. Baeh samdi sex frábærar svítur fyrir selló, en svo liðu heil tvöhundruð ár þar sem sellóið var lítið áberandi. Píanóið var stóra hljóðfærið í ró- mantík, svo flest tónverk voru samin fyrir það.“ Hvað getur þú sagt mér um efnisskrá tónleikanna hérna. „Við leikum ólík verk eftir þýska og brasilíska höfunda. Með- al annars sónötu eftir Brahms og tríó fyrir píanó, selló og klarinett eftir Zemlinsky; en hann er höf- undur sem uppi var um aldamótin síðustu og er nú að öðlast þann sess sem honum ber. Þá flyt ég einleiksverk, svítu fyrir selló eftir Jaime Zenamon. Þarna verða bar- okk, rómantík og samtímaverk. Ég hlakka til, þetta ætti að vera áhugaverður samsetningur“, seg- ir sellóleikarinn Matias de Oliveira Pinto um tónleikana. efi — leikur á tvennum tónleikum hér um helgina Pétur Tryggvi Hjálmarsson, gullsmiður: Fjórar sýningar erlend- is og ein hér heima Á SAMA tíma og bókamessan var haldin í Gautaborg í septem- ber, opnaði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sýningu í Röh- sska-museet þar í borg á verkum eftir Leó Jóhannsson húsgagna- hönnuð í Stokkhólmi, og Pétur Tryggva Hjálmarsson gulismið. Pétur sýndi þar silfursmíði, skartgripi og skúlptúra úr járni og steinsteypu. Hann Iætur ekki þar við sitja því á næstunni verða opnaðar sýningar á verkum hans í Stokkhólmi, Los Angeles, Wies- baden og Reykjavík. Pétur lærði gullsmíði hjá föður sínum, Hjálmari Torfasyni gullsmið, hélt þá til Kaupmanna- hafnar og nam þar við Gullsmíða- há skólann. 1985 stofnaði hann eigin verslun í Reykjavík og rak hana til 1988, en þá fluttist hann búferlum aftur til Kaupmanna- hafnar. „Þetta er meira miðsvæðis, það er styttra í allar áttir og hér eiga fleiri leið um en í Reykjavík,“ seg- ir Pétur. „Ég hefði ekki fengið tækifæri til að halda þessar sýn- ingar sem nú standa til ef ég hefði verið staðsettur á íslandi. Svo er samkeppnin hér hörð og skemmti- leg, í henni eru engin landamæri, þetta er Evrópa sem er við að eiga. Hér er markaðurinn allt öðruvísi, ég er með verkstæði heim hjá mér og hef ekki verslun sjálfur. Ég get því einbeitt mér að verkefnum við vinnuborðið, en aðilar í Þýskalandi kaupa af mér mikinn hluta þess sem ég srníða." að eru margar sýningar á döfinni. „18. október opnar sýning í Epal í Reykjavík, en fyrir hana verður sett upp sérstakt umhverfi í versluninni. Þar sýni ég aðallega skartgripi. 8. nóvemb- er verður opnuð önnur sýning i Nutidiga Svenska Silver í Stokk- hólmi, en það er annar af tveimur stöðum þar í borg sem eru leið- andi á þessu sviði, og það er gam- an að fá tækifæri til að sýna þar. í Los Angeles opnar sýning 17. nóvember og enn ein í Wiesbaden í byijun desember. Ég sýni á þess- um stöðum skúlptúra úr járni og steinsteypu, silfurmuni og svo skartgripi, en í þá nota ég blandað efni; hefðbundna steina, en líka ryðgað járn og steinsteypu, og átján karata gull,“ segir Pétur. „Þetta eru hlutir sem ég hef verið að undirbúa síðustu tvö ár, og vinnan hefur verið mikil. En ég ætti að geta leyft mér að anda rólegar fyrir jólin, og það er til- breyting frá því að vinna heima; þar er jólavertíðin lang erfiðust.“ efi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.