Morgunblaðið - 09.10.1990, Side 2

Morgunblaðið - 09.10.1990, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Morgunblaðið/RAX IR-ingar fengu fyrstu stig sín í 1. deildinni (VÍS-keppninni) um helgina, er þeir lögðu Vestmannaeyinga að velli í Seljaskóla í jöfnum leik. Á myndinni býr Ólafur Gylfason (nr. 9) sig undir að stökkva upp og skjóta en Magnús Ólafsson bíður inni á línunni. Til vamar eru, frá vinstri: Guðfinnur Kristmannsson, Sigbjörn Óskarsson og Gylfi Birgisson. Víkingar sigruðu um helgina á Selfossi, Haukar unnu Gróttu á Seltjarnarnesi, Valsmenn mörðu sigur á KA-mönnum, Stjarnan sigraði Fram örugglega og FH og KR gerðu jafntefli. ■ IMánar um leiki helgarinnar / B9 ISLENDINGAR OG SPÆNSKA KNATTSPYRNAN Santander Magnús Bergs lék meö | Santander 1984-'85 HM- keppnin 1985 : 2:1 Guðmundur Þorbjörnsson Áhorfendur: 55.000 Átta leikmenn sem nú eru í landsliðs- hópnum léku fyrir framan mesta áhorfendafjölda sem hefur séö ísland leika: Bjarni Sigurösson, Þorgrímur Þráinsson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson og Sigurður Grétarsson (Ólalur Þoröarson og Guðni Bergsson voru varamenn). Tveir leikmenn í spænska landsliðs- hópnum léku þá: Zubizarreta og Butragueno. Evrópukeppni meistaraliöa 1972 Real Madrid:Keflavík3:0 Evrópukeppni bikarhafa 1974 Real Madrid:Fram 6:0 Barcelona ii 7 MADRÍD 1 * r Evrópukeppni b ikarhaf a '79 '88 | Barcelona:Akranes 5:0 Barcelona:Fram 5:0 ® Badajoz r Mbl./KG & SOS <s>Huelva 21 árs liöiö \®Cádiz EM- keppnin 1982 1 Fimm landsliösmenn nú léku f Malaga '82. Sævar Jónsson, Pétur Pétursson, 1:0,1985 1:0 * Áhorfendur: 25.000 Arnór Guðjohnsen, Atli Eðvaldsson og Sigurður Grétarsson. íslenska landsliðið á æfingu síðast þegar það var í Se- villa;fyrir 1:2 tapið 1985 í undankeppni heimsmeist- aramótsins. Tony Knapp messar yfir mönnum sínum. BJARTSYNI Gífurleg íþróttavakning á sér stað um víða veröld. Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir gildi íþróttaiðkunar og líkamsræktar. Heilsan er fyr- ir öllu — heilbrigði og hreyfing auka vellíðan. Fólk, sem var áður óvirkt, tekur nú þátt af full- um krafti. íslend- ingar eru ekki eftir- bátar annarra nema síður sé. Samkvæmt iðkendatölum íþróttasambands ís- lands (sem eru að vísu rangar, allt of. háar og því út í hött) liggur nærri að hálf þjóðin sé á íþróttaferðinni. Hvergi er hægt að þverfóta fyr- ir áhugasömum trimmurum — nema helst á keppnisvöllum. Þar leika þeir bestu hver í sinni grein, en víðast fækkar stöðugt á pöllunum. Framboð á keppni er mun meira en eftirspum áhorfenda. Almennt dregur keppni hinna bestu — séu þeir nógu góðir — að sér áhorfendur. Fólk greinir hismið frá kjarnanum. Þeir bestu fá athyglina en hinir eru látnir lönd og leið. Unnendur körfubolta flykktust að Hlíðar- enda ( fyrrakvöld til að sjá Pétur Guðmundsson, en fámenni var á öðrum stöðum. Áhugamenn um knattspymu fjölmenntu á leiki þriggja efstu liða 1. deild- ar, á heimaleiki Fram, ÍBV og KR, í síðustu umferð íslands- mótsins, en aðeins nokkrir tugir létu sig hafa það að fylgjast með neðstu liðunum. Keppnisíþróttir eiga alls stað- ar undir högg að sækja. Líka á íslandi. Áhorfendur verða æ kröfuharðari, vilja aðeins sjá það besta við bestu aðstæður. Sófinn í stofunni eða hægindastóllinn fyrir framan sjónvarpstækið njóta stöðugt meiri vinsælda. Dæmi er um að íþróttamennim- ir sjálfir nenni ekki að mæta til keppnr samanber lokakeppni stigamóta FRÍ í síðasta mánuði. Með þetta í huga var bjartsýni handknattleiksforystunnar ótrú- leg, þegar hún lagði á borð úr- slitakeppni sex liða um fall tveggja í 2. deild karla, sem á að fara fram í vor. Óþarfi er að amast út í fleiri leiki, ef þeir, sem taka beint þátt, telja fjölgunina sér og sínum tii framdráttar. Ef keppn- ismenn hafa gaman af að sýna listir sínar fyrir tómu húsi og telja slíkt auka breidd og getu, er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir hinum sömu. Bjart- sýni er dyggð, sem síst ber að lasta, en er ekki full langt geng- ið að stofna til aukakeppni hinna lökustu? Steinþór Guðbjartsson „Erekki full langf gengid aðstofna til aukakeppni hinna lökustu?"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.