Morgunblaðið - 09.10.1990, Side 5
MORGUNBIAÐIÐ
IÞROTTIR ÞRRMUDAGUR
9. OKTOBER 1990
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Erfiðara að
sigra með
hverjum leik“
- sagði Peter Beardsley, besti mað-
ur Liverpool í 2:0 sigri gegn Derby
LIVERPOOL átti í meiri erf ið-
leikum með að sigra Derby en
f lestir gerðu ráð fyrir — Peter
Beardsley innsiglaði 2:0 sigur
fimm mínútum fyrir leikslok.
fatim
FOLK
■ ERIC Cantona, sem gerði
síðara mark Frakklands gegn ís-
landi á Laugardalsvelli í haust,
skoraði tvívegis fyrir Marseille í
3:1 sigri gegn St. Etienne á laug-
ardag — á fyrstu mín. hvors hálf-
leiks.
■ MARSEILLE hefur 20 stig en
Auxerre , sem tapaði óvænt stigi
í Nice, hefur 17.
■ LYON náði þriggja marka for-
skoti gegn Montpellier, en gestirn-
ir jöfnuðu, 3:3, á síðustu 15 mín.
Varnarmaðurinn Laurent Blanc
skaust fram í sóknina og skoraði á
88. og 89. mín.! ■ BORDEAUX
náði sér loks á strik; sigraði París
SG 3:0 með mörkum Ferreris,
Dugarrys og Deschamps. Það
virðist ljóst að Gerard Gili, fyrrum
þjálfari Marseille, sé strax að gera
góðu hluti hjá Bordeaux.
■ PATXI Salinas, fyrirliði
Bilbao, gerði tvö sjálfsmörk er
Barcelona sigraði lið hans, 4:1, I
spönsku 1. deildinni á laugardag-
inn. Barcelona hefur því sigrað í
sex fyrstu leikjum vetrarins; og er
það besta byijun liðsins í deildinni
í 61 ár.
■ DANSKI framheijinn Michael
Laudrup, sem virðist í frábærri
æfingu þrátt fyrir að hafa ekki leik-
ið síðustu þijár vikur vegna meiðsli,
Serði hin tvö mörkin.
I ERNESTO Valverde, sem var
í herbúðum Barcelona í fyrra en
fékk aldrei tækifæri, gerði eina
mark Bilbao.
■ ATLETICO Madrid verður
áfram með í spönsku 1. deildinni í
knattspymu. Jesus Gil y Gil, for-
seti félagsins, hótaði um fyrri helgi
að draga liðið úr kepþni, þar sem
dómarar væru svo mikið á móti
því! En meira en 1.000 áhangendur
liðsins greiddu atkvæði um hug-
mynd forsetans um helgina, og
meirihlutinn vildi halda áfram.
■ BRASILÍUMAÐ URINN
Baltazar hefur verið rekinn frá
Atletico Madrid. Bernd Sehuster,
sem hefur ekki komist í lið Real
Madrid, mun að öllum líkindum
taka stöðu hans.
■ MARCO van Basten gerði
bæði mörk AC Milan í 2:0 sigri
gegn Cagliary í ítölsku deildinni.
Italir héldu vart vatni yfir fyrra
markinu og sjálfur Pele, sem var
á vellinum, sagði að þetta væri
ekki knattspyrna, heldur tónlist.
■ HENRIK Andresen, sem Köln
keypti frá Anderlecht, vermir nú
bekkinn hjá Köln. Anderson er
dýrasti leikmaðurinn sem Köln hef-
ur keypt, en félagið borgaði 3,5
millj. marka fyrir hann. Sérfræð-
ingar segja að enn einu sinni hafi
forráðamenn félagsins kastað pen-
ingum út um gluggan í sambandi
við kaup á leikmönnum, sem nýtt-
ust ekki.
Frá Bob
Hennessy
í Englandi
„Það er erfiðara að sigra með
hverjum leik," sagði Beardsley,
sem var kjörinn maður leiksins.
Beardsley lagðu upp lyrra mark-
ið, sem Ray Houghton skor-
aði. „Hann var frábær og það er
ekki veijanlegt að halda honum
utan við enska
landsliðið,“ sagði
Mick Harford, mið-
herji Derby. Þetta
var áttundi sigur
meistaranna í jafn mörgum leikjum,
en Kenny Dalglish sagði að liðið
hefði verið frá sínu besta og Hough-
ton bætti við að vindurinn hefði
sett strik í reikninginn.
Paul Davis hetja Arsenal
Paul Davis, sem hefur átt við
meiðsl að striða undanfarin tvö ár,
var í byijunarliði Arsenal, gerði
bæði mörkin í 2:0 sigri gegn Nor-
wich, fór ekki 'eftir skipunum þjálf-
arans og var nálægt því að bæta
þriðja markinu við. „Ég sagði hon-
um hvað eftir annað að koma aftur
til að loka svæði, en hann hélt sig
inni í teignum,“ sagði George Gra-
ham. Sigurður Jónsson lék allan
leikinn og fékk 7 í einkunn.
Guðni út
Guðni Bergsson var ekki í leik-
mannahópi Tottenham, sem gerði
markalaust jafntefli við QPR. Paul
Walsh kom inn í lið Spurs, en her-
bragðið heppnaðist ekki. Tony Ro-
berts, markvörður QPR, var maður
leiksins. „Hann átti frábæran leik,
en því miður verður hann að víkja
í næsta leik,“ sagði Don Howe, sem
hefur keypt tékkneska markvörðinn
Jan Stejskal frá Sparta Prag.
Crystal Palace varð að sætta sig
við 1:1 jafntefli gegn Leeds. Ian
SVIÞJOÐ
Paul Davis var hetja Arsenal gegn Norwich — skoraði bæði mörk liðsins.
Wright óð í fænim, en lánið lék
ekki við enska landsliðsmanninn.
Wimbledon vann Sheffield
United 2:1, en sigurinn féll í skugg-
ann vegna brottreksturs Johns Gay-
les. „Það er alveg sama hvað ég
geri — mín verður ávallt minnst sem
mannsins, sem byggði upp „ófreskj-
ur“ Wimbledon," sagði Dave
Bassett hjá Sheffield, sem var áður
við stjórnvölinn hjá Wimbledon.
John Fashanu innsiglaði sigurinn
með glæsilegu skoti utan teigs. „Ef
John Barnes hefði gert þetta mark,
hefði það verið sýnt í sjónvarpinu
í allan vetur,“ sagði Ray Harford.
Urslit/B9
Frá Bob
Hennessy
i Englandi
íÞfúm
FOLK
■ GUÐMUNDUR Torfason lék
á ný með ST. Mirren um helgina,
en liðið mátti þola 1:0 tap gegn
Hibernian. Guðmundur var
greinilega ekki í
leikæfingu, en skap-
aði engu að síður
mestu hættuna.
Hann átti skot beint
úr aukaspyrnu, sem fór rétt yfir
markið og skalla í slá.
I PAUL Davis kom, sá og sigr-
aði hjá Arsenal um helgina. „Eg
hef misst úr tvö ár og það er ekki
gott á þessum aldri,“ sagði Davis,
sem verður 29 ára í desember.
Hann var átta sinnum í byijunarlið-
inu í fyrra, en byggði sig upp í
rólegheitum í sumar og lék með
Eskilstuna í 2. deild í Sviþjóð.
■ PAÚL Gascoigne fékk fyrstu
áminningu sína á keppnistímabilinu
á laugardag.
■ KENNY Dalglish var kjörinn
þjálfari síðasta mánaðar. Þetta er
í 10. sinn á fimm árum, sem
Dalglish er valinn þjálfari tnánað-
arins, en þrisvar hefur hann verið
kjörinn þjálfari ársins.
■ TOTTENHAM lék 11 sigur-
leiki í röð keppnistímabilið 1960 til
1961. Liverpool hefur nú unnið
átta leiki í röð, en mætir næst'
Norwich, síðan Chelsea og svo
Tottenham. „Við hugsum ekki um
að slá metið,“ sagði Peter Beards-
ley.
■ JOHN Gayle hefur staðlð í
ströngu í lekjum Wimbledon að'
undanfömu. Hann hefur fimm sinn-
um verið bókaður og einu sinni
fengið rauða spjaldið í sjö leikjum.
■ STEVE Arcibald er laus allra
mála hjá spænska félaginu Espan-
ol og gengur sennilega til liðs við
Dundee United.
■ THEO Snelders, markvörður
Aberdeen, lenti í samstuði við Ally
McCoist hjá Rangers og var borinn
meðvitundarlaus af velli. Hann
kinnbeinsbrotnaði og verður frá í
þijá mánuði.
■ DUNDEE United var 2:1 yfir
gegn Dunfermline, þegar dómar-
inn sleit leiknum, en þá voru 64
mínútur liðnar. Mikil rigning var í
Skotlandi og völlurinn var líkari
sundlaug en knattspyrnuvelli.
IFK Gautaborg
deildarmeistarí
Leikurtil úrslita um meistaratitilinn
ásamt Norrköping, Örebro og Öster
| FK Gautaborg, Norrköping,
Þorsteinn
Gunnqrsson
skrifarfrá
Svíþjóð
Örebro og Öster taka þátt í úr-
slitakeppninni um sænska meist-
aratitilinn í knattspyrnu. í síðustu
umferðinni í deildar-
keppninni á sunnu-
daginn tryggði IFK
Gautaborg sér sigur
í deildinni, með 1:0
sigri á Norrköping og verður full-
trúi Svía í Evrópukeppni meistara-
liða næsta vetur. Uppgjörið um
sjálfan meistaratitilinn er þó eftir,
þar sem fjögur efstu liðin í deildar-
keppnni leika með útsláttarfyrir-
komulagi.
í undanúrslitunum mætast ann-
arsvegar IFK Gautaborg og Örebro
og hinsvegar Norrköping og Öster.
Fyrir síðustu umferðina stóð bar-
átta milli Öster og Djurgárden um
fjórða og síðasta úrslitasætið. Öster
tryggði sér úrslitasætið með sigri á
GAIS á meðan Djurgarden gerði
jafntefli 2:2 gegn Malmö.
Brage, Örgryte og Hammarby
falla í 1. deild en aðeins eitt lið
kemur upp í úrvalsdeildina í ár,
þarsem fækka á i deildinni úr 12
liðum í 10 og breyta fyrirkomulag-
inu í efstu deildunum. Nýja fyrir-
komulagið er býsna flókið en til-
gangurinn er að lokka fleiri á völl-
inn, en undanfarin ár hefur áhorf-
endum fækkað verulega.
Með athygliverðustu nýjungun-
um í þessu fyrirkomulagi er að sig-
urvegarinn í 2. deild getur farið
beint upp í úrvalsdeildina á einu
keppnistímabili'og hoppað yfir 1.
deildina.
Hácken, ljð Gunnars Gíslasonar,
stendur með pálmann í höndunum
fyrir síðustu umferðina í 1. deild-
inni. Liðið sigraði Gunnilse 2:0 um
helgina en Helsingborg, sem er í
öðru sæti, tapaði óvænt fyrir Odde-
volt. Hacken er í efsta sæti með
50 stig en Helsingborg með 49.
Sigurvegarinn í þessum riðli mætir
GIF Sundsvall í tveimur leikjum um
sæti í úrvalsdeildinni.
Liðspeysur |j|
Ítalíu-og
mmjF
manna
utiuf
Glæsibæ - Sími 82922