Morgunblaðið - 09.10.1990, Side 3
MORGUNBLAÐED
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990
B 3
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
„Ætlum ekki að
leggjast í vöm'*
- sagði BoJohansson, landsliðsþjálfari
Valur
Jónatansson
skrifar
frá Spáni
BO Johansson, landsliðsþjálf-
ari, er bjartsýnn fyrir leikinn
og segir að íslenska liðið geti
vel staðið í því spænska á góð-
um degi. „Við berum enga virð-
ingu fyrir Spánverjum og get-
um náð hagstæðum úrslitum
ef allir gefa sig fullkomlega í
leikinn. Við ætlum ekki að
leggjast í vörn. Það þýðir þó
ekki að við munum sækja stíft
gegn Spánverjum, það væri
ekki raunhæft. Við reynum að
leika skynsamlega og sækja að
þeim.“
Bo Johansson segir það mikið
atriði að fá ekki á sig pressu
í byrjun leiks eins og gegn Tékkum.
„Við bökkuðum of mikið gegn
Tékkum í fyrri hálf-
leik í stað þess að
koma framar og fá
þannig meira rými á
miðjunni. Spánverj-
Mm
FOLK
■ STEINAR Guðgeirsson, úr
Fram, sem er með U-21 árs liðinu,
meiddist á fyrstu æfingunni í Se-
villa á laugardaginn. Hann fékk
spark í kálfa og hefur verið haltur
síðan. í gær var ekki reiknað með
að hann gæti leikið með gegn Spán-
verjum í kvöld.
■ LANDSLIÐUM íslands var
boðið að fylgjast með leik Sevilla
og Real Vallodolid í 1. deildinni á
sunnudaginn. Heimaliðið Sevilla,
sem er í 3. sæti í deildinni, sigraði
með einu marki gegn engu og mátti
þakka fyrir bæði stigin í heldur
daufum leik.
■ RAFA Paz er eini leikmaðurinn
frá Sevilla sem er í spænska lands-
liðshópnum. Hann lék með liðinu
gegn Valladolid en var skipt útaf
snemma í síðari hálfleik.
■ LEIKUR íslands og Spánar
fer fram á Benito Villamarin leik-
vanginum í Sevilla. Völlurinn, sem
tekur 45.000 áhorfendur í sæti, er
heimavöllur Real Betis. Upphaf-
lega átti að leika á heimavelli Se-
villa, Sanchez Fizjuan-vellinum,
sem tekur um 80.000 áhorfendur
en hann var ekki talinn í nógu góðu
ástandi.
■ LEIKUR A-liðanna fer fram
kl. 20.30 að staðartíma eða kl.
19.30 að íslenskum tíma. Leikurinn
fer að sjálfsögðu fram við flóðljós.
■ ALBERT Guðmundsson,
sendiherra íslands í Frakklandi
og á Sþáni, er kominn til Sevilla
frá París til að vera viðstaddur leik-
ina.
■ U-21 árs liðið leikur í Cadiz,
sem er í um 120 km frá Sevilla.
Leikurinn hefst kl. 21.00 að stað-
artíma.
■ SIGURJÓN Sigurðsson, lækn-
ir landsliðsins, hefur verið oftast
hjá Einari Gíslasyni, sjúkraþjálf-
ara landsliðsins í meðhöndlun. Sig-
urjón fékk verk í bakið og hefur
verið á láta nudda sig fyrir slaginn
gegn Spánverjum annað kvöld.
■ ÍSLENSKA liðið hafði með sér
drykkjarvatn frá íslandi til Spán-
ar. íslenska Gvendarbrunnavatnið
frá Sól hf hefur vakið athygli hér
á Spáni, bæði fyrir smekklegar
umbúðir og bragð.
ar eru með mjög gott lið þar sem
allir leikmenn liðsins ráða yfir mik-
illi knatttækni og hraða, en það er
það sem þeir hafa framyfir okkur.
Nokkrir leikmenn íslenska liðsins
hafa hraða og tækni en ekki allir
eins og hjá Spánverjum. En við
erum sterkari líkamlega og baráttu-
glaðari og nýtum okkur það. Við
verðum með einn frammi þegar við
veijumst en í sóknaraðgerðum verð-
um við með þijá frammi.
Ég hef skoðað leik Spánveija
gegn Brasilíu á myndbandi, sem
þeir unnu með þremur mörkum
gegn engu. Brasilíumenn voru ekki
með sitt sterkasta lið, hálfgert ungl-
ingalið og það vantaði einnig
nokkra fastamenn í spænska liðið.
Það er því ekki hægt að ákvarða
styrk spænska liðsins út frá þeim
leik. En ég þekki nokkuð vel til
spænska liðsins og hef fylgst með
því lengi. Við sýndum það í seinni
hálfleik bæði gegn Frökkum og
Tékkum að við getum gert ýmislegt
ef hugarfarið er í lagi.“
Bo sagði að þetta yrði mjög erfið-
ur leikur. Hann sagðist ekki velja
byijunarliðið fyrr en á leikdag. „Ég
hef lagt það upp í vana minn að
velja liðið ekki fyrr en rétt fyrir
leik því ég á eftir að sjá hvernig
leikmennirnir komast frá æfíngun-
um fram að leik,“ sagði Johansson.
Johansson hefur fimm sinnum
áður verið á Spáni, sem leikmaður
eða þjálfari. Hann var hér í æfinga-
búðum með Kamar í Torremolinos
1970 og síðan hefur hann komið
fjórum sinnum með sænska lands-
liðinu. „Það er mjög gott að æfa
hér á Spáni því maður getur verið
öruggur með veðrið-. Strákarnir
hafa haft mjög gott af því að vera
hér þessa daga og aðlagast hitanum
fyrir leikinn."
Spánverjar hafa aldrei
tapað í Sevilla
Spánveijar leika alla sína mikilvægustu leiki hér i Sevilla þar sem
áhorfendur eru sagðir þeir bestu í Iandinu.
Spánveijar hafa aldrei tapað f' Sevilla og stæra borgarbúar sig mjög
af því. Fólk á fömum vegi sem veit að við erum Islendingar réttir
upp fjóra til fingur til merkis um það hve mörg mörk Spánveijar skora
gegn íslendingum á morgun.
Sigurður Jónsson og Atli Eðvaldsson beijast um knöttinn í landsleik gegn
Austurríki.
/erð bara að
b líða og s já“
- sagði Guðni Bergsson, sem var ekki í leikmannahópi Tottenham gegn QPR
GUÐNI Bergsson var ekki í liði
Tottenham gegn QPR um helg-
ina. „Terry Venables ákvað að
breyta leikaðferðinni eftir leik-
inn gegn Aston Villa og leika
3-5-2 þannig að ég datt út.“
Guðni var ekki á varamanna-
bekknum og'því ekki sáttur
við hlutskipti sitt. Paul Walsh kom
inn í liðið fyrir Guðna. „Mér finnst
þessi breyting skjóta skökku við.
Liðinu gekk mjög vel í fyrstu leikj-
unum. Þegar leið á leikinn gegn
QPR var Paul Allen farinn að detta
aftur í mína stöðu. Nú verð ég bara
að bíða og sjá.“
Guðni var spurður að því hvort
það hafi haft áhrif að hann lék
landsleikinn gegn Tékkum og varð
því að gefa sæti sitt eftir í bikar-
leik Tottenham, sem fram fór sama
dag. „Nei, það held ég ekki. Hann
hefði alveg eins getað gert þetta
þó ég hefði leikið með í bikarleikn-
um.“
„Mjög erfiður leikur“
- segir Marteinn Geirsson, þjálfari 21 árs landsliðsins
„STRÁKARNIR eru kvíðnir, en
ákveðnir að láta martröðina
frá Tékkóslóvakíu ekki endur-
taka sig,“ sagði Marteinn
Geirsson, þjálfari 21 ára
landsliðsins, sem leikur gegn
Spáni í Cadiz í kvöld kl. 20.
„Spánverjar vita um úrsiitin í
Tékkóslóvakíu og reyna þeir
eflaust að keyra yf ir okkur í
byrjun."
Það verður tekið vel á móti
þeim. Við munum leika vam-
arleik og freista þess að skjótast
fram í skyndisóknir þegar við á,“
sagði Marteinn. „Strákarnir verða
að halda knettinum betur en í
Tékkóslókavíu og vamarmenn
verða að vera fljótir fram þegar
við náum knettinum."
Ólafur Pétursson, markvörður
frá Keflavík, meiddist á æfíngu í
gær og er óvíst hvort að hann og
Steinar Guðgeirsson geti leikið,
en það kemur í ljós í kvöld.
Byijunarlið marteins verður
þannig skipað að öllu óbreyttu.
Ólafur Pétursson, Þormóður Eg-
ilsson, Kristján Halldórsson, Helgi
Björgvinsson, Bjarni Benedikts-
son, Steinar Adolfsson, Anton
Björn Markússon, Valdimar Kri-
stófersson og Ríkharður Daðason.
Ef Ólafur getur ekki leikið fer
Kristján Finnbogason í markið og
ef Steinar Guðgeirsson getur ekki
leikið mun Þórmóður Egilsson
taka stöðu hans, en Jóhann Lapas
fer þá í stöðu bakvarðar.'
Mm
FOLK
■ GUÐMUNDUR Pétursson,
formaður landsliðsnefndar, sem er
með liðinu hér í Sevilla, stóð í
marki íslendinga í fyrsta landsleik
þjóðanna 1967, sem endaði með
jafntefli 1:1. Hann lék einnig í
markinu í Madrid, þar sem ísland
tapaði, 3:5.
■ SKIPULAGNING Spánverja
hefur ekki verið upp á það allra
besta. Tveimur æfingum, liðanna
hefur verið klúðrað. A-landsliðið
átti að æfa á stórum velli skammt
frá Sevilla á laugardag en er liðið
mætti var völlurinn harð læstur og
ekkert varð úr æfíngu. U-21 árs
liðið varð einnig af æfingu á laugar-
dag. Þá var þvi boðið að æfa á
malarvelli, en Marteinn Geirsson,
þjálfari sagði nei takk!
■ VEÐRIÐ hér á Spáni hefur
verið eins og það gerist best um
hásumarið, 25 til 30 stiga hiti og
sól. íslensku strákarnir láta vel af
dvölinni hér.
■ FRAMARARNIR í íslenska
A-landsliðinu hafa verið töluvert í
sviðsljósinu hér og eru spænskir
íþróttafréttamenn mjög áhugasam-
ir um hagi þeirra. Viðtöl hafa verið
tekin viðþá og mikið spurt og spek-
úlerað. Astæðan er sú að Fram
dróst gegn spænsku bikarmeistur-
unum frá Barcelona í 2. umferð í
Evrópukeppni bikarhafa.
■ BJARNI Sigurðsson, lands-
liðsmarkvörður fann til í nára eftir
æfinguna í gærmorgun. Sigurjón,
læknir liðsins, sagðist þó ekki eiga
von á þvi að þetta mundi há Bjarna
og morgun.