Morgunblaðið - 20.10.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 20.10.1990, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Einar Falur Siguróur Pólsson og sonur hans, Jóhannes Páll. Ljóðlistertangó hugsunarinnar segir Sigurður Pálsson og hyllir skáldbræður sína LJÓÐSKÁLDIÐ er námuverka- maður. Náman er þó ekki svört af kolasalla, hrun í göngunum ógnar sem betur fer sjaldnast lífi skáldsins; verkamenn í ljóð- námunni geta leyft sér að vinna skartklæddir í hlýjum herbergj- um, en göngin eru engu að síður dimm og löng og ómæld tonn af gijóti þarf að sprengja úr veggj- unum til að finna örfá brot af ljóði. Ljóð námu völd nefnist ný ljóðabók, sú sjötta sem höfundur- inn, Sigurður Pálsson, sendir frá sér. Jafnframt er þetta þriðja og síðasta verkið í Ijóðnámuþrílógíu hans, bók þar sem Sigurður sýn- ir sínar bestu hliðar sem ljóð- skáld; myndvísi hans, skopskyn og þekking á heiminum njóta sín hið besta, hvort sem hann vottar umbótum í heiminum hrifningu sína, telur mánuðina eða gengur inn á Alþingi og óskar eftir við- tali við Lilla klifurmús. Ljóð námu völd virðist eiga margt sameiginlegt með næstu bók þar á undan, Ljóð námu menn. Kannski er þetta nokkuð rök- rétt framhald, en ég held að nýir fletir komi upp, ég stefni að því,“ segir Sigurður. „Ég reyni að staðna ekki, mér er ákaflega illa við stöðnun, og held að hrein aftur- för sé þá illskárri. Vonandi er þessi bók, Ljóð námu völd, þó skref framá- við. Já, titillinn; menn fára nú hvað úr hveiju að venjast nöfnunum á þessum bókum mínum, og ég get glatt lesendur með því að ég hef nú þegar uppi áform um næstu trílógíu og að sjálfsögðu munu þær bækur heita nöfnum sem eru tólf stafír,“ segir Sigurður og hlær.“Ég segi eins og skáldið: Maður skiptir ekki um hest á miðju vaði! En þetta er þriðja og síðasta bindið í Ljóðnámu-safn- inu.“ — Það virðist henta þér vel að taka fyrir eitthvert þema, skapa heildarmynd, og ljúka því alveg. „Ég held ég verði að taka undir það, þetta er eitthvað sem ég legg mig eftir og hef lagt áherslu á.“ — Þetta tengist þinni vinnuað- ferð. „Já, ætli þetta sé ekki þessi mynd- listarlega hugsun sem mér finnst ég vera tengdur á einhvern hátt; það eru vinnubrögð og hugsun sem mér finnst ég skilja vel, og ég get vel endurtekið það sem ég hef sagt þúsund sinnum áður, að ég tel að myndlist og tónlist hafi kennt mér meira um ljóðlist en nokkuð annað. Ég segi þetta alltaf þegar ég er spurður þessarar eilífu spurningar um áhrif; hvaða skáld ég lesi mest, og undir hvaða áhrifum ég sé. Ég hef bara aldrei áttað mig á því. Þeg- ar ég var að byija voru ýmsir hlutir hjá hinum og þessum sem höfðuðu til mín, en alls ekki bara áhrif frá ritlist, ég varð alveg eins mikið fyrir áhrifum frá myndlist." — Þetta hefur kannski eitthvað með formskyn þitt að gera. „Já, mér finnst ljóðlistin hafa meiri myndlistareiginleika en flestar aðrar greinar ritlistar." — Nú eru nokkur prósaljóð í nýju bókinni, rétt eins og í þeirri á undan. „Það er talsvert af prósaljóðum. Ég lofa nú engu um það hvort ég komi með prósaverk fyrr eða síðar, en það er vel hugsanlegt," segir Sig- urður íbygginn. „Ég hef hingaðtil verið hræddur við of mikla tvístrun, hefur þótt meira en nóg að fást við ljóðlist og leikritun, auk þess að hafa öðru hveiju unnið sem leik- stjóri; enda leikhúsfræðingur og leikstjóri að mennt." — Þetta hlýtur nú að blandast eitthvað saman. „Já, já, þetta eru nú sjálfsagt allt greinar á sama stofni, og það hentai mér mjög vel að hanga ekki bara á einni grein.“ — Með því að gefa þessi fyrir- heit, þá lítur út fyrir að síðasta vígi ljóðsins sé fallið í þeim hópi sem kallaði sig Listaskáldin vondu, þau hin byijuðu í ljóðagerð en eru öll komin í prósann meira og minna. „Það getur verið að síðasti móh- íkaninn sé fallinn, svo fremi sem þetta verði eitthvað sem ég sætti mig við, en hingað til hafa allar prósatilraunir míhar endað í ljóði eða leikriti. Á vissan hátt hef ég alltaf mjög háar hugmyndir um ljóðlist og hæfni hennar til að segja hvað sem er; til að segja hiutina betur en nokk- ur önnur grein ritlistar. Enda hef ég alltaf leitað í lýríkina. En nútíma- skáldsagan er ákaflega fijálst og skemmtilegt form og það er mjög ánægjulegur og sterkur hópur prósa- höfunda sem við eigum í dag ... en þeir erú aldrei of margir." — Það er áberandi að margir þeir prósahöfundar sem hafa komið fram nú á síðustu árum eru ljóð- skáld að upplagi. „Já, þetta eru einmitt meira og minna ljóðskáld að upplagi og sú staðreynd hefur gert ákaflega mikið fyrir vissa endurnýjun skáldsögunn- ar. Ég er þó ákafur talsmaður þess að ekki séu allir að gera það sama og við verðum að eiga margskonar grósaskáldskap, ljóðlist og hvaðeina. Ég hef aldrei getað sett mig í þær stellingar að halda fram einhverri einni aðferð, og þá kannski „minni eigin“ aðferð og farið í einhverskon- ar heilagt stríð gegn öðrum sem eru að gera aðra hluti. Nei, aðalatriðið er að menn geri hluti innan síns ramma eins vel, og helst betur, en þeir geta. Mér fínnst að þetta við- horf sé almennt í sókn, ekki bara hér, heldur í heiminum. Þær eru hættar þéssar helvítis einstefnuakst- urs, heiftúðugu ofstækisdeilur í list- greinunum. Það er kannski mest áberandi í myndlistinni þar sem þær voru svo einstrengingslegar; tóm vitleysa að það komi eitthvað út úr svona deilum. Menn eiga frekar að vera harðsnúnir yfir því að menn geri ekki eins vel innan síns ramma og ætlast var til af þeim, eða eins og þyrfti. Ég hef ekkert á móti hefð- bundinni skáldsögu ef hún er al- mennilega skrifuð, og svo framveg- is, né heldur ljóðagerð sem reynir að nota eiginleika hefðarinnar sem menn hafa nú gert með góðum árangri, Þórarinn Eldjárn er gott dæmi um það. Við megum heldur ekki gleyma því hvað við erum með óskaplega stóra hluti í höndunum; sem er íslenskur menningararfur. Við erum að rækta og ávaxta arf, og með það í huga stöndum við höllum fæti þrátt fyrir góða spretti og harðsnúinn kjarna af nýju fólki í ljóðlist og skáld- sagnagerð. Svo fínnst mér alls ekki vera lögð nógu mikil rækt við eldri höfunda, við að koma þeim á fram- færi“, segir Sigurður og kveður fast að; „það er unglingsleg nýjungagirni í íslenskri menningarumræðu. Að vera „nýr“ þykir kostur! Það þykir fréttnæmt. En það þykir ekki frétt- næmt á sama hátt ef það kemur gott verk frá atvinnumanni sem hefur lagt þetta starf á sig 1 mörg ár eða áratugi. Þetta er einhverskon- ar neikvæð hlið á dagblaðamennsku, ekki blaðamennsku, heldur lita eig- inleikar dagblaðs alla menningarum- ræðu of mikið. Allir vilja uppgvöta nýjungar, vera fyrstir með þær; ég held það sé hvergi jafn mikið fylgst með bytjendum eins og á íslandi. Nýr listamaður þykir gríðarleg frétt, en það er svo lítii frétt annars stað- ar að varla er sagt frá því! Þegar fer svo að reyna á menn og þeir senda frá sér nothæfa þriðju eða fjórðu bók, eða halda sína þriðju eða fjórðu sýningu, þá gleymast menn á Islandi. Þetta er viðhorf dagblaða- mennsku, samanber að ekkert er jafn skelfílega gamalt og dagblaðið frá því í gær. Það er visst gleymsku- viðhorf og skortur á einhveiju langtímasamhengi." — Hverfum aftur að Ljóð námu völd. Ljóð taka völd: Þú tekur mjög skýra pólitíska, og húmaníska af- stoðu í tveimur ljóðum, breytingar undanfarinna missera í Austur-Evr- ópu eru hylltar í titilljóðinu og svo í þessu; Dansinn sigrar: Myndastytt- ur kunna ekki að dansa Heil öld fór í að reisa þéssar styttur og brjóta þær niður aftur Nú er loksins verið að ljúka við að bijóta styttur blóð- bræðranna jósefs og adólfs og allra hinna litlu bræðranna Dans! Þú sigr- aðir! Dynjandi dansinn leitar að nýju jafnvægi að nýjum dansi Stöðugt nýtt jafnvægi! Dans! Þú sigraðir og sigrar þínir eru hverfulir nýir og nýir og nýir „Já, þetta ljóð er ásamt titilljóðinu hugmyndafræðilegt flaggskip bók- aririnar. í því er teflt fram síbreyti- Jegri jafnvægisleit dansins, gegn óbifanleika styttanna sem nú er ver- ið að taka niður. Styttumar eru tákn fyrir „endanlegan sannleika“ alræð- isins, þennan beiska kaleik tuttug- ustu aldarinnar. Dansinn er fyrir- bæri sem ég hef mikið hugsað um undanfarið; hann er táknmynd síbreytileika og ákaflega falleg leit að' nýjum sannleika. Dansinn nota ég sem einhVerskonar tákn fyrir mannshugann og fyrir skriftir, það er; skriftir í tvímerkingu þess orðs. Dansinn er táknmynd fyrir þessa stöðugu og munúðarfullu, erótísku leit að nýju og nýju jafnvægi. Ljóð- list er tangó hugsunarinnar ... og gott ef ekki bara Iambada hugans. í titilljóðinu, Ljóð námu völd, er Havel hylltur. Núna eru það skáldin sem eru að taka völdin og kominn tími til. Ljóðið tekur yfir, og það er tákn fyrir hinn fijálsa mannshuga sem aldrei verður hlekkjaður, þó svo að líkaminn sé færður í bönd og settur inn í fangaklefa." — Það eru ekki bara samtíma- menn sem eru hylltir, Borges fær eitt ljóð og svo nefnist þetta Dylan Thomas: Gullnum bjarma slær á myndarlega röð af viskíflöskum á White Horse Tavern þar sem Dylan Thomas hneig til viðar Það stendur eitt núll fyrir okkur segja þær dig- rum karlarómi Þær vita ekki að hann er löngu farinn loksins kominn út úr Ijóðnámugöngunum Þar beið hans hvítur hestur úr ljósi „Já, það var nú svo að ég kom inn á White Horse Tavem í New York í fyrra, þann merka stað þar sem Dyian Thomas drakk í síðasta sinn; þótt hann hafi reyndar ekki gefíð upp andann þar, þá var sú drykkja allt að því sjálfsmorð. Ég varð fyrir vissri hugljómun þarna á staðnum. Ljóðlistarferill hans er ein- hverskonar leit út í ljósið, tilraun til að bijótast út úr ljóðnámugöngun- um. Það er þessi trúhneigða fegurð- arleit, þrá eftir ljósinu; í svona of- boðslega jarðneskum hömlum, þess- ari jarðbindingu mannsins. Þessi hugmynd um ljóðnámur tengist Majakovskí. í ljóðinu Talað við skattheimtumanninn segir: „eins orðs vegna er bruðlað og eytt/ þús- undum tonna af málmgrýti tungunn- ar.“ Mér finnst þetta vera svo merki- lega rétt mynd og táknræn fyrir eig- inleika ljóðlistar og ljóðagerðar. Það er alveg óskaplega mikið af málm- grýti tungunnar sem maður brýtur til að finna eitt gramm af ljóði.“ — Svo eru mánaðarljóð, eitt fyrir hvern mánuð ársins. Þar er brugðið upp myndum sem túlka það sem fylgir hveijum tíma. Til dæmis segir í Febrúarljóði: „Snjókoman:/ örsmáir hvítir fuglar/ í dauðateygjunum / safnast andvana í teppi,“ og í Sept- emberljóði: „Svipa norðanvindsins með sjö ólar/ reidd til höggs/ ba- kvið blindandi/ septembersól." „Já, og það er nú ekki í fyrsta skipti sem ég sest upp í svona hring- ekju. Nú er það árhringurinn, eitt ljóð fyrir hvern mánuð, þetta eru myndir úr sveit, þorpi og borg og það eru einhver náttúrutengsl. Þar grípur inn í viss stemmning sem er tengd þessum mánuðum, náttúruleg, veðurfarsleg og hugarfarsleg. Mað- ur hugsar öðruvísi í febrúar en í september. Við íslendingar erum í svo nánum tengslum við náttúruna, hún getur verið allsráðandi; líka í góðu veðri.“ — Þama eru líka kaflamir Von og óvon og Sveifla. „Mikið rétt. Eitt ljóðið heitir Café Hressó, og ég var ekki fyrr búinn að ganga frá því en búið var að breyta nafni staðarins! Það er stór- vandamál að vera ljóðskáld í Reykjavík, breytingarnar em svo örar,“ segir Sigurður og hlær; „fastir punktar í tilverunni alltof fáir og nýir. En svo heitir eitt ljóðið Sveifla, og það er ákveðin tegund af mælsku- ljóði sem ég hef ákaflega lengi verið að reyna að ná tökum á, og það tókst vonandi þama. Teflt er saman hrynjandi, endurtekrjngum og hraða; allt að því með andköfum, og það er mikill hraði í myndum og tengingum." — Þú hefur oft verið stimplaður sem fyndið skáld, og kemur ekki á óvart við lestur á nokkmm ljóðanna. „Sá stimpill var nú settur á hóp manna. Ég hef sjálfur aldrei reynt að vera fyndinn. Ég hef svosem ekki heldur forðast það skipulega. ’ Ekki nógu skipulega að minnsta kosti. Ég hef alltaf reynt að vera sá sem ég er: draumkenndur raun- sæismaður eða kannski frekar róm- antískur realisti. Annars er fyndni flókið mál. Húmor, fyndni, kímni- gáfa; þetta er mjög flókið. Til dæm- is er Þórbergur, frændi minn, Þórð- arson; hann er kannski einhver hú- morlausasti maður sem hefur ritað á íslenska tungu, en einmitt þess- vegna er hann svona rosalega fynd- inn! Einlægt viðhorf hans býr oft til húmorískan sprengikraft. Á sama hátt eru þeir sem vilja vera húmorist- ar oft leiðinlegir úr hófi.“ Viðtal/Einar Falur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.