Morgunblaðið - 23.10.1990, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRHDJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990
■ SVEINNBjörnsson, sem hefur
verið forseti ÍSI frá 1980, var kjör-
inn til næstu tveggja ára með dynj-
andi lófaklappi. Friðjón B. Frið-
jónsson fékk ámóta kosningu í
gj aldkeraembættið.
■ ELLERT B. Schram fékk 92
atkvæði í embætti varaforseta,
Július Hafstein 88 og Guðmundur
Kr. Jónsson 48 atkvæði. Eftir
kjörið tilkynnti Guðmundur að
hann gæfi ekki kost á sér áfram
sem meðstjórnandi.
■ HERMANN Sigtryggsson
fékk 205 atkvæði í kjöri sex með-
stjórnenda. Hannes Þ. Sigurðsson,
sem tilkynnti á laugardag að hann
gæfi ekki kost á sér áfram sem
varaforseti, fékk 201 atkvæði,
Lovísa Einarsdóttir 193, Jón Ár-
mann Héðinsson 162, Sigurður *
Jóakimsson 137 og Katrín Gunn-
arsdóttir 130 atkvæði. Fimm fyrst
töldu voru í fráfarandi stjórn. Auk
þess voru í kjöri Árni Þór Árnason
(128 atkv.), Hreggviður Þor-
steinsson, 96 atkv., og Pétur
Sveinbjarnarson, 76 atkvæði.
■ TILLAGA kjörstjórnar um
varastjórn var einróma samþykkt.
Hana skipa Árni Þór Árnason,
Unnur Stefánsdóttir, Hreggviður
Þorsteinsson, Sigurlaug Her-
mannsdóttir og Ingimundur Ingi-
mundarson.
■ ÁRNI H. Bjarnason og Sæ-
mundur Gíslason voru kjörnir end-
urskoðendur.
■ VICTOR Björnsson og
Tryggvi Geirsson voru kjörnir
varaendurskoðendur.
■ ÓLAFUR Eiríksson var sér-
staklega heiðraður af ÍSÍ í þingbyrj-
un — fékk bikar sem viðurkenningu
fyrir frábæran árangur á Heims-
leikum fatlaðra, sem fram fóru í
Hollandi í sumar, en þar setti hann
þijú heimsmet í sínum flokki.
■ 229 fulltrúar höfðu atkvæðis-
rétt á þessu 60. þingi ÍSÍ. Að auki
voru um 40 gestir.
■ FJÓRIR einstaklingar voru
kjörnior heiðursfélagar ÍSÍ: Baldur
Möller, Reykjavík, Einar Sæmunds-
son, Reykjavík, Jóhannes Sig-
mundsson, Syðra Langholti, Árnes-
sýslu, og Jón Egilsson, Hafnar-
firði.
■ FJÓRIR forystumenn í sveitar-
félögum voru sæmdir gullmerki
ISI; Guðmundur Árni Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, Páll
Guðjónsson, bæjarstjóri í Mosfells-
bæ, Ingimundur Sigurpálsson,
bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Logi
Krisljánsson, formaður UBK, en
sambandið varð 40 ára fyrir
skömmu.
Ríkharður Jónsson þakkar.
■ RÍKHARÐ UR Jónsson var
sæmdur heiðursorðu ÍSÍ á sunnu-
dag. Sömu viðurkenningu fengu
Davíð Oddsson, borgarstjóri, og
Svavar Gestsson, menntamálaráð-
herra, en þeir voru heiðraðir í
síðustu viku.
Þungt í vöfum
Dagskrá þingsins fór strax úr
skorðum og þótti mörgum of mikill
tími fara í skýrslu stjórnar og reikn-
inga, en fundarstjórn Hermanns
Guðmundssonar og Alfreðs Þor-
steinssonar var röggsöm. Sveinn
sagði að þing ÍSÍ hefði aldrei verið
eins fjölmennt, það væri skylda
framkvæmdastjórnar að afgreiða
öll mál og það tæki sinn tíma.
„Skipulagning þingsins var með
þessu móti, en nú var samþykkt
að senda öll gögn varðandi þingið
út til aðila ISI eigi síðar en tveimur
vikum fyrir þing og því ætti þetta
að ganga betur fyrir sig næst.“
Hann bætti við að þingin í Noregi
og Svíþjóð tæku þijá daga, en Dan-
ir afgreiddu sín mál á tveimur
tímum, enda sendu þeir út öll gögn
með góðum fyrirvara.
Sveinn sagði að hér eftir sem
hingað til yrði unnið að eflingu
íþrótta. Þingið hefði verið rólegt og
málefnalegt, en mörg verkefni
lægju fyrir og fyrst yrði gengið á
fund ljárveitingarvaldsins.
ÍÞRÓTTAÞING
ísL
°CUR 79-'
1990
Ellert B. Schram:
Hagsmunir
hreyfing-
arinnar
fyrir öllu
Ellert B. Schram, heiðursforseti
Knattspyrnusambands íslands
og stjórnarmaður í Knattspyrnu-
sambandi Evrópu, var kjörinn vara-
forseti ÍSÍ. „Ég hef áhuga á þessu
starfi,“ sagði hann m.a. þegar hann
tilkynnti að hann hefði ákveðið að
verða við tilmælum forystumanna
um að gefa kost á sér. „Ég fann
fýrir þing að ég hafði góðan með-
byr og maður fer í keppni til að
sigra,“ sagði hann við Morgunblað-
ið, þegar úrslit kosninganna lágu
fyrir.
Ellert sagði að íþróttir færu vax-
andi í nútíma þjóðfélagi og standa
þyrfti vörð um þær. Breytingar
ættu sér ávallt stað með nýjum
mönnum, „en ég læt alla hagsmuni
íþróttahreyfingarinnar ráða verkum
mínum. ÍSÍ á að vera vaxtarbrodd-
ur og bakhjarl, þetta er spumingin
um andlitið á okkur öllum og ég
vonast-til að geta orðið að Iiði.“
Ellert þakkaði mótframbjóðend-
um fyrir hlý orð í sinn garð. „Ég
veit að þeir hafa mikið fylgi og mun
taka tillit til þess.“
Morgunblaðið/KGA
Færeyingar
heiðruðu
Svein
Heðin Mortensen, formaður
íþróttasambands Færeyja,
Sverrir Midtjort, varaformaður, og
Torleif Sigurdsson, formaður
Knattspyrnusambands Færeyja,-
voru sérstakir gestir á íþróttaþing-
inu. í hádegisverðarboði mennta-
málaráðherra á sunnudag, þakkaði
Héðinn íslenskri íþróttaforystu fyrir
gott samstarf á liðnum árum og
sæmdi Svein Bjömsson, forseta
ÍSÍ, æðsta heiðursmerki íþrótta-
sambands Færeyja.
Morgunblaðið/KGA
Forystumenn Knattspyrnusambands íslands kampakátir að loknu kjöri varaforseta. Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, óskar Ellert B. Schram til hamingju með kjörið.
Ríkisframlag til íþrótta:
Stefnir í þúsundasta
hluta að öllu óbreyttu
- sagði Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. „Rólegt þing"
Morgunblaðið/KGA
Stjórn ÍSÍ. Fremri röð frá vinstri: Friðjón B. Friðjónsson gjaldkeri, Sveinn Björnsson forseti, og Ellert B. Schram
varaforseti. Aftari röð frá vinsti: Hannes Þ. Sigurðsson, Lovísa Einarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Jón Ármann Héðins-
son, Hermann Sigtryggsson og Sigurður Jóakimsson. #
Sveinn Björnsson, forseti
íþróttasambands íslands, gat
þess í setningarræðu sinni á 60.
íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fór i fé-
lagsheimili Kópa-
Eftir vogs um helgina, að
Steinþór rekstur íþrótta-
Guðbjartsson hreyfingarinnar
1989 hefði kostað
1.465 millj., áætlaður kostnaður á
þessu ári væri 1.850 millj. og á því
næsta tveir milljarðar og fjögur
hundruð þúsund. Fjárframlög skv.
fjárlögum Alþingis hafa á undan-
förnum árum numið um og innan
við 2% af rekstrarkostnaði hreyf-
ingarinnar „og ef heldur sem horfir
hættum við að tala um ríkisframlag
í prósentum en ræðum um það í
prómillum."
Fleiri tóku í sama streng og lýstu
yfir áhyggjum sínum með fram-
gang mála. Tryggvi Geirsson benti
meðal annars á að framlag ríkisins
árið 1985 hefði verið 18,2 millj. eða
um 60 millj. á núvirði, en væri 24
millj. á þessu ári.
Hannes Þ. Sigurðsson sagði að
hreyfingin hefði komið Getraunum
og Lottói á af eigin frumkvæði, en
þingmenn litu á þetta sem lögvernd-
aða tekjustofna og hækkuðu því
ekki ríkisframlagið, en starfið sýndi
að það verðskuldaði mikið meira
framlag.
„Einhugur"
Fjármálin eru ávallt efst á baugi
og var Sveinn ánægður með hvern-
ig tekið var á þeim, en tillaga um
skiptingu Lottóhagnaðar var ein-
róma samþykkt. „Lottóið hefur ver-
ið bitbein síðan 1986, en nú var
einhugur um skiptinguna. Fyrir
fjórum árum var rifist um Lottó —
sumir voru á því að það myndi ráða
hreyfingunni að fullu, en annað
hefur komið á daginn. Fyrir tveim-
ur árum var deilt um bygginga-
framkvæmdir, en nú voru þingfull-
trúar samstíga.“
Umtalsverðar breytingar voru
samþykktar á lögum sambandsins
og sagði Sveinn Björnsson að þetta
væru breytingar til batnaðar. „Upp-
bygging á sér stað á ýmsum sviðum
og ljóst er að á næstu árum fjölgar
íþróttasamböndum innan ISÍ.
Framkvæmdastjórn mun mjög fljót-
lega taka ákvörðun varðandi um-
sóknir til að mynda frá danssamtök-
um, vélhjólamönnum og félögum
akstursíþrótta.“
60. IÞROTTAÞING IÞROTTASAMBANDS ISLANDS