Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRKXJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 KNATTSPYRNA Gunnar Gíslason lék vel eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í sex vikur. Gunnar kom Hacken á bragðið Skoraði fyrsta markið þegar félagið vann fyrri úrslitaleikinn gegn Sundsvall, 4:2 GUNIMAR Gíslason kom, sá og sigraði þegar hann lék á ný með Hácken eftir að hafa meiðstá landsliðsæfingu 28. ágúst. Gunnar kom félaginu á bragðið þegar það vann, 4:2, GIF Sundsvall í fyrri úrslitaleik liðanna um sæti í úrvalsdeild- inni á næsta ári. Gunnar átti mjög góðan leik og skoraði hann fyrsta mark leiksins, sem var hans fimm'ta mark í fjórtán leikjum. ' Hacken gat loksins stillt upp sínu sterkasta liði, en nokkrir lykilmenn liðsins hafa verið meiddir að undanfömu. Gunnar og félagar hans voru betri aðil- inn í leiknum og voru komnir í, 4:1, um miðjan seinni hálfleik, en Sund- Þorsteinn Gunnarsson skritarfrá Sviþjóö Verður Teiti boðið lands- liðsþjálfarastarf IMoregs? Teitur Þórðarson er einn þeirra manna sem hefur verið nefndur í sambandi við landsliðs- þjálfarastarf Noregs. Landsliðs- þjálfarinn Ingvar Stadheims var látinn taka poka sinn í sl. viku og verður eftirmaður hans ráðinn 1. janúar. Teitur hefur verið nefndur eftir að hafa unnið gott starf hjá Brann, en blaðið Aftenposten seg- ir að það það geti skemmt fyrir Teiti að hann rauf samning sinn við Brann og gerðist þjálfari hjá Lyn. Aðrir þjálfarar sem hafa verið nefndir eru Benny Lennarts- son, Egil „Drillo" Olsen, Olle Nordin, sem var þjálfari sænska landsliðsins í HM á Ítalíu, Arne Larsen Ökland og Englendingur- inn Bob Houghton. svall náði að minnka muninn í 4:2. Liðin mætast aftur í Sundsvall á sunnudaginn. „Sigur okkar hefði hæglega get- að orðið stærri, en við fórum illa með mörg góð tækifæri," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Tveggja marka for- skot okkar ætti að duga. Það gæti þó sett strik í reikninginn ef það færi að snjóa í vikunni í Sundsvall. Þá yrði leikið á gervigrasi, en við höfum ekkert æft á gervigrasi.“ Gunnar var ánægður með að meiðslin tóku sig ekki upp eins og hann var hræddur um. „Eg er klár í slaginn í Sundsvall." Gunnar á nú eitt ár eftir á samn- ingi sínum hjá Hécken. „Það yrði gaman að ljúka verunni hér með því að leika eitt ár í úrvalsdeild- inni. Að öllu óbreyttu flyt ég síðan heim til Akureyrar og geng til liðs við mitt gamla félag, KA,“ sagði Gunnar. IFK Gautaborg og Norrköping leika til úrslita um sænska meistar- atitlinn. Gautaborgarliðið, sem er núverandi meistari, lagði Örebro að velli, 2:1, eftir að jafntefli, 1:1, varð í fyrri leik liðanna. Norrköping komst í úrslit á fleiri mörkum skor- uðum á útivelli, en félagið vann Öster heima, 2:1, um helgina, en aftur á móti vann Öster fyrri leik- inn, 4:3. Ruud Gullit skoraði sitt fyrsta mark fyrir AC Mílan í nítján mánuði.. Evrópuboltinn: „Mínir menn getaekki leikid betur“ - sagði Johann Cruyff, þjálfari Barcelona, sem heldur sínu striki á Spáni. Mílanóliðið efst á Ítalíu LEIKMENN Barcelona áttu mjög góðan leik þegar þeir lögðu Sporting Gijon að velli, 3:2. „Mínir menn geta ekki leik- ið betur en þeir gerðu í fyrri hálfleiknum," sagði Johann Cruyff, þjálfari Barcelona. 80 þús. áhorfendur sáu Gijon komast tvisvar yfir, en Amor jafnaði ítvígang og Ronald Koemans skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Barcelona er í efsta sæti á Spáni - hefur unn- ið sjö leiki, en gert eitt jafntefli. Barcelona er með fimmán stig, en Sevilla er með þrettán stig. Leik- menn Barcelona sögðu áður en þeir héldu til íslands - til að leika gegn Fram, að þeir óttuðust kuldann mest. „Gullit brosir," var fyrirsögnin á leik Napolí og AC Mílanó T'La Gaz- zetta deho Sport í gær - þegar blaðið sagði frá jafnteflisleik, 1:1, félaganna í Napolí. Gullit skoraði jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok - hans fyrsta mark fyrir AC Mílanó í nítján mánuði, en áður hafði Diego Maradona skorað fyrir Napolí úr vítaspyrnu. Brasilíu- maðurinn Cereca hjá Napolí meiddist og mun missa af Evrópuleik liðsins gegn Spartak Moskvu á morgun. AC Mílanó, sem hefur ekki tapað leik, er í efsta sæti á Ítalíu, en Inter Mílanó er í öðru sæti. Aldo Serena skoraði þijú mörk fyrir Inter sem vann Písa, 6:3. Marseille máttu þola sitt annað tap í flórum leikjum undir stjórn Franz Beckanbauer. Sochaux lagði Mar- seille, 2:1. „Við lékum alla ekki illa, en aftur á móti áttu leikmenn Sochaux frábæran leik,“ sagði Beckenbauer. Papin skoraði mgrk Marseille og er markahæstur í Frakklandi með tíu mörk. Belgíski leikmaðurinn Pascal de Wilde slasaðist alvarlega í bifreiða- slysi um helgina. Tveir dóu og tveir aðrir meiddust alvarlega. Jupp Heynckes herti á æfingum hjá leikmönnum Bayern Múnchen eftir tapið, 0:4, gegn Köln á dögunum og þá messaði hann yfir sínum mönnum. Það bar árangur því að Bayem vann stórsigur, 6:1, á Hamburger SV á laugardaginn. Bayern náði aftur efsta sætinu þar sem Kaiserslautern mátti þola tap, 2:4, fyrir Karlsruhe. ■ Úrslit / B7 ■ Staðan / B7 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 B 5 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Barátta, harkaog nöldur Það gekk mikið á íþróttaahúsi Vals á laugardaginn. Þar mættust Valur og Stjarnan í spenn- andi leik í 1. deildinni í handknatt- leik. Valsmenn sigruðu og eru efst- ir í deildinni ásamt Víkingum en Stjarnan hefur nú tapað þremur leikjum í röð. A myndunum hér í opnunni má sjá að ýmislegt gekk á, menn börð- ust af hörku inná vellinum og gáfu sér svo tíma til að nöldra við dómar- ana þegar mest gekk á. Víkingur sigraði KA á föstudags- kvöldið og er með fullt hús eins og Valur, KR og Fram gerðu jafntefli í Laugardalshöllinni, FH sigraði ÍR, Haukar unnu Selfyssinga og Vest- mannaeyingar sóttu tvö stig gegn Gróttu. ■ ÚRSLIT / B6 ■ STAÐAN / B6 MYNDIR: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON SVERRIR VILHELMSSON I stórum hring á móti sól Brynjar Harðarson framkvæmdi afskaplega athygliverða tilraun í leiknum. Hann lék inní hornið og sneri svo við inní teiginn; í stórum hring á móti sól. Því miður gekk þetta ekki upp og Brynjar Kvaran sá við honum. ■F' ■:■ / v.,v 4' Eyjólfur Bragason, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ýkja hress með sína menn. Þeg- ar hér var komið til sögu hafði hann enda ríka ástæðu til þess. Sigurður Bjarnason virðist ekki sáttur við faðmlög Inga Rafns Jónssonar og ætlar greinilega á eftir boltanum . . . Dómararnir, Guðmundarnir Stefáns- og Lárusson, voru býsna oft ósammála. En hér leikur enginn vafi á því Áhorfendur voru vel með á nótun- að vítakast er réttur dómur. um og létu heyra í sér . . . ... og það gerði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, einnig. Hér spjallar hann við Valdimar Grímsson, þungur á brún. í i I \ j j í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.