Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 8
 1990 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER BLAÐ -B KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA „Hlaupum okkur til hita^ - sagði Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, eftir kulda- lega æfingu á Laugardalsvellinum LEIKMENN Barcelona voru hálf kuldalegir á æfingu á Laugardals- vellinum í gær. Rok og rigning- arsuddi er nokkuð sem þeir eiga ekki að venjast og Johan Cruyff, þjálfari liðsins, sem einnig tók þátt í æfingunni til að halda á sér hita, sagðist vonast eftir logni, að öðru leyti væri hann sáttur við veður og aðstæður. „Þetta kemur okkur kannski til góða og við verðum að hlaupa okkur til hita," sagði Cruyff. Hann sagðist vera bjartsýnn fyrir veturinn enda Barcelona sjaldan bytjað svo vel. Liðið er í efsta sæti deild- arinnar og sigraði Sporting Gijon á heimavelli 3:2 um helgina. „Liðið lék ótrúlega vel og þetta var líklega besti fyrri hálfleikinn sem ég hef séð hjá því síðan ég kom til Barceiona. Við hefðum átt að gera sex eða sjö mörk en náðum aðeins einu. Það er líka heldur óvanalegt að áhorfendur klappi fyrir liðinu þegar Johan Cruyff Fæddur 25. apríl 1947 í Amsterdam. Lið: Ajax Amsterdam (Holl- andi 64-73), Barcelona (Spáni 73-78), Los Angeles Aztecs (Bandaríkjunum 78- 79), Washington Diplo- mats (Bandaríkjunum 79- 80), Levante (Spáni 81), Ajax Amsterdam (81-83), Feyenoord (Hollandi 83-84). Titlar: Atta sinnum hol- lenskur meistari með Ajax (66-68, 70-73, 82-83) og einu sinni með Feyenoord (84), þrisvar Evrópumeistari með Ajax (71-73) og sigraði með liðinu í heimsmeistara- keppni félagsliða (72). Spánskur meistari með Barc- elona (74) og bikarmeistari með liðinu (78). Titlar sem þjáífari: Meistari með Ajax (85), bikarmeistari með liðinu (86-87) og Evr- ópumeistari bikarhafa (87.) Bikarmeistari með Barcelona (88 og 90) og Evrópumeist- ari bikarhafa (89). Með iandsliði: Lék fyrsta landsleik sinn 19 ára gamall gegn Ungveijalandi 1966. Var í silfurliði Hollands í heimsmeistarakeppninni 1974. Gerði 33 mörk fyrir landsliðið. það gengur útaf í hálfleik án þess að vera yfir. En það er ómögulegt að segja um hvort við náum slíkum leik gegn Fram,“ sagði Cruyff. Hann sagðist hafa séð landsleik ís- lands og Spánar í Sevilla og fundist íslenska liðið leika mjög vel. „Spánveijar léku ekki eins og þeir hefðu átt að gera og voru alltof rólegir í sókninni. Enda var það yfirleitt svo að íslenska vörnin var tilbúinn þegar Spánveijar byrjuðu að sækja,“ sagði Cruyff. Verðum að skora Cruyff sagðist eiga von á sigri en vildi ekki segja hve stórum. „Við byijum á núlli og þurfum að skora, því fyrr því' betra. Það er ekki gott að segja hvernig mínir menn fara í leikinn og það er að vissu leyti erfítt að fara beint úr toppbar- áttunni á Spáni í Evrópuleik á íslandi," sagði Cruyff. Hann sagði að ein breyting yrði á lið- inu, búlgarski landsliðsmaðurinn Hristo Stoichkov kæmi að nýju inní liðið en hann var ekki í byrjunarliðinu gegn Sporting Gijon. „Hann lék með landslið- inu gegn Rúmenum og var nýkominn úr erfiðu ferðalagi. Mér fannst því betra að hvíla hann og hann verður með gegn Fram,“ sagði Cruyff. „Deilduímeðtíu" Barcelona er ekkert venjulegt félag og Cruyff tekur undir það. Hann segir það hinsvegar af og frá að líkja því við fyrirtæki: „Ef svo væri hefði liðið ekki náð svo langt. Það er sterkur andi hjá liðinú og auðvitað má búast við allskyns sögum um lið á borð við Barcelona. Það er ein góð regla við þessum sögum: Deildu í þær með tíu! Og það á við allt, jafnvel peninga," sagði Cruyff brosandi. Johann Cruyff á fullri ferð á Laugardalsveilinum í gær. Morgunblaðið/Sverrir FOLK ■ NIU landsliðsmenn eru í liði Barcelona. Sex leikmenn eru í spænska landsliðinu og síðan þrír útlendingar; Daninn Michael Laudrup, Hoilendingurinn Ron- ald Koeman og Búlgarinn Hristo Stoickov. ■ ALBERT Ferrer, sem lék með spænska U-21 ársliðinu gegn Is- lendingum á Spáni fyrir hálfum mánuði, leikur ekki með Barcelona í dag vegna meiðsla. Hann meiddist á ökkla í Ieiknum gegn Islending- um hefur ekki náð sér enn. ■ ROGER Gifford frá Wales verður dómari leiksins. Línuverðir verða John Loyd og John Holog- an. Loyd er þaulreyndur milliríkja- dómari og hefur áður dæmt hér á landi. Eftirlitsdómari verður Bent Nielsen frá Danmörku, en íslensk- ur umsjónardómari verður Guð- mundur Haraldsson. ■ FRAMARAR bjóða öllum börn- um, 14 ára'og yngri, frítt á leikinn. Miðaverð fyrir fullorðna er 900 krónur, sama í stæði og í stúku. M LEIKNUM verður sjónvarpað beint til Spánar. Leiknum verður einnig lýst beint í útvarpi á 10 stöðvum á Spáni, aðallega í Katal- óníu. Alls eru um 50 blaðamenn frá Spáni. ■ 120 stuðningsmenn Barcel- ona koma hingað til að fylgjast með leiknum. Auk þess að fara á völlinn, kynnir þetta fólk sér salt- fiskverkun á íslandi, fer í skoðun- arferð og útsýnisflug til Græn- lands. ■ VEÐURSTOFAN spáir suð- austan átt, skýjuðu og súld sunnan- lands og hiti 5 til 11 stig í dag. ■ BRUNS Slot, aðstoðarþjálfari Barcelona, fylgdist með leik U-21 árs liðsins í Santa María fyrir hálf- um mánuði. Hann var þar sérstak- lega til að líta á Framararna, Steinar Guðgeirsson, Anton Björn Markússon og Ríkharð Daðason. ■ Hristo Stoichov, búlgarski landsliðsmaðurinn í liði Barcelona, lék aðeins síðari hálfleikinn gegn Sporting Gion í Barcelona sl. laugardag. Mikið álag hefur verið á Stochov að undanförnu vegna þess að hann lék með búlgarska landsliðinu í síðustu viku og hefur því verið á ferða og flugi. Cruyff vildi því hvíla hann í síðasta leik fyrir leikinn gegn Fram í dag. H NIU leikmenn í liði Barcelona eru að koma til íslands í annað sinn. Þeir léku með liðinu gegn Fram í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum. Michael Lauprup er hins vegar að leika hér í þriðja sinn. Fyrst með U-21 árs liði Dana og síðast með Juventus gegn Val í Evrópukeppninni 1986, en þá gerði hann tvö marka Juventus í 4:0- sigri. ■ FRAM leikur í dag 31. leik sinn í Evrópukeppninni frá upphafi. Fram hefur leikið sex leiki í Evr- ópukeppni meistaraliða, einnig sex í UEFA-keppninni og 18 í Evrópu- keppni bikarhafa. ■ FRAM og Barcelona mætust einnig í Evrópukeppni bikarhafa fyrir tveimur árum. Barcelona vann báða leikina, 2:0 í Reykjavík og 5:0 í Barcelona. ■ FRAMARAR verða í dag án Péturs Ormslevs og Viðars Þor- kelssonar. Þeir taka báður út leik- bann hjá UEFA. Pétur fyrir brott- rekstur af leikvelli í Stokkhólmi gegn Djurgárden og Viðar fyrir tvö gul spjöld í 1. umferð keppninn- ar. ■ LEIKMENN Barcelona komu til landsins á sunnudagskvöld og tóku eina stutta æfingu á Laugar- dalsvelli í gær. Liðið heldur síðan utan til Spánar strax eftir leik í kvöld. GETRAUNIR: X 2 X X22 X11 X21 LOTTO: 20 21 24 33 37 + 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.