Morgunblaðið - 02.11.1990, Page 44
ÍLMN DSBOK
Landsbankl
íslands
Banki allra landsmanna
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Ríkisbankarnir:
Vaxtahækk-
un á döfinni
RÍKISBANKARNIR og spari-
sjóðirnir hækkuðu ekki vexti í
gær en Islandsbanki hækkaði
vexti á óverðtryggðum inn- og
útlánum um 0,5 til 2%. Banka-
stjórarnir segja þó að tilefni sé
til hækkunar og er búist við að
vextirnir hækki við næsta vaxta-
útreikning, þann 11. nóvember.
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri Landsbanka íslands,
sagði í gær að bankinn hefði iækk-
að vexti um síðustu mánaðamót í
samræmi við samræmda vinnureglu
bankanna um mat á verðbólgunni
á þriggja mánaða grundvelli. Sam-
kvæmt þeirri vinnureglu væri nú
tilefni til hækkunar á óverðtryggð-
um inn- og útlánum og sagði Brynj-
ólfur að tillaga um hækkun vaxta
frá og með 11. nóvember næstkom-
andi yrði væntanlega lögð fyrir
næsta bankaráðsfund.
Álverið á Keilisnesi:
Tlugmyndir
um að stytta
byggingar-
tímannumár
Höfði hinn nýi
Nákvæm eftirmynd Höfða í Reykjavík er nú risin í bænum Nasu,
skammt frá Tókýó í Japan. Eigandi hússins, auðkýfingurinn Mitsuo
Satoh, kom til Islands fyrir rúmum tveimur mánuðum og hét þá
að koma húsinu upp áður en Japansheimsókn forseta Islands, Vigdís-
bíður forsetans
ar Finnbogadóttur, hæfíst 14. nóvember. Allt útlit er fyrir að Satoh
takist ætlunarverk sitt. Fyrir rúmri viku, þegar Ólafur Egilsson,
sendiherra í Japan, og kona hans Ragna Ragnars komu að virða.
Höfða hinn nýja fyrir sér, var verið að ljúka frágangi að utan.
Dagsbrún og BSRB mótmæla vaxtahækkun Islandsbanka:
Tillaga um að Dagsbrún endur
skoði viðskipti og eignaraðild
Utlit fyrir frekari vaxtahækkun í desember, segir for-
maður Rafiðnaðarsambandsins sem situr í bankaráði
STJÓRN Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur ákveðið að leggja
fyrir félagsfund á sunnudag hvort ástæða sé til fyrir félagið að endur-
skoða afstöðu sína til íslandsbanka, bæði hvað varðar viðskipti og
eignaraðild, í kjölfar vaxtahækkunar bankans, frá og með 1. þessa
mánaðar. Stjórn BSRB hefur einnig mótmælt vaxtahækkuninni. Magn-
ús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sem situr í bankaráði
íslandsbanka, segir hins vegar, að vaxtalækkunin um síðustu mánaða-
mót hafi gert það að verkum, að eins víst sé að vextir hækki aftur í
desember vegna aukinnar verðbólgu.
Verkfræðifyrirtækið Bechtel,
sem vinnur að úttekt, á bygging-
aráætlunum um álver Atlants-
ál-hópsins á Keilisnesi, telur að
hægt verði að reisa það á tveim-
ur árum í stað þriggja, eins og
nú er gert ráð fyrir.
Oddur Einarsson, starfsmaður
starfshóps um stóriðjumál á Suður-
nesjum, sagði við Morgunblaðið, að
Bechtel hefði byggt samskonar ál-
ver í Kanada á tveimur árum. Því
væru hugmyndir nú uppi um að
stytta fyrirhugaðan byggingartíma
á Keilisnesi, en Oddur sagðist ekki
vita nánar hvað þær hugmyndir
væru langt komnar.
„Frá okkar sjónarhóli er þetta
ekki eins hagkvæmt, því það þýðir
að fleiri þurfa að starfa við bygg-
inguna í einu, en áður var ráð fyrir
gert. Við íslendingar getum ekki
að öllu leyti unnið þetta verk og
ef því verður þjappað saman þá
verður okkar mönnun lægra hlut-
r-fall en ella,“ sagði Oddur.
í fréttatilkynningu frá stjórn
Dagsbrúnar er lýst undrun og
hneykslun á þeirri ákvörðun íslands-
banka að hækka vextina, og að eng-
inn þurfi að efast um að vaxtahækk-
unin komi fram í hækkuðu verðlagi.
„íslandsbanki vinnur þvert gegn bar-
áttu verkalýðsfélaganna til lækkunar
verðlags og gegn efni þeirra kjara-
samninga sem gerðir voru 1. febrúar
síðastliðinn. Stjórn Dagsbrúnar mun
leggja fyrir félagsfund nk. sunnudag
4. nóv. hvort ekki sé ástæða til að
Verkamannafélagið Dagsbrún end-
urskoði afstöðu sína til banka er
þannig starfar, bæði hvað varðar
viðskipti og eignaraðild," segir í
fréttinni.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, segir félagið
eiga hlutabréf í íslandsbanka að
nafnvirði 35- milljónir króna, auk
þess eigi lífeyrissjóður Dagsbrúnar
og Framsóknar 100 milljóna króna
hlut.
Magnús Geirsson sagði að vextir
hefðu verið lækkaðir um síðustu
mánaðamót, vegna lækkandi verð-
bólgu, raunar meira en ástæða var
til. Síðan hefði verðbólgan tvöfaldast
og væri nú um 7%, en í staðinn fyr-
ir að hækka vextina nú í takt við
síðustu lækkun hefði hækkunin num-
ið tveimur þriðju. Magnús sagði að
eftir á að hyggja hefði jafnvel verið
skynsamlegra að breyta ekki vöxtun-
um 1. október sl. og reyna að halda
þeir vöxtum óbreyttum til áramóta.
„Eins og dæmið lítur út nú, þá er
eins víst að við verðum að breyta
vöxtunum aftur 1. desember," sagði
Magnús.
Hæstiréttur sakfellir flugstjóra og flugumferðarstjóra:
Dómurínn ógnar flugöryggi
segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
flugumferðarstjóra í 7 mánaða
skilorðsbundið varðhald og flug-
stjóra í 5 mánaða vegna þess
atburðar þegar nærri lét að tvær
Flugleiðaþotur rækjust saman í
flugtaki yfir Keflavíkurflugvelli
haustið 1984. Formaður Félags
íslenskra atvinnuflugmanna tel-
ur málshöfðun og dóm í slíkum
málum stefna flugöryggi í hættu
og það sé óþekkt annars staðar
í heiminum að höfðað sé refsi-
mál vegna slíkra atvika.
„Okkur er ekki kunnugt um áð
nokkurs staðar í heiminum þurfi
flugstjórar eða flugumferðarstjórar
að sæta slíkri málsmeðferð og
dómi, þó atvik á borð við þetta
verði,“ sagði Kristján Egilsson,
formaður Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna, í samtali við Morgun-
blaðið. „Flugmenn óttast að þessi
nýja stefna, að ákæra og dæma
menn í tilvikum sem þessum, komi
niður á flugöryggi. Rannsókna-
nefndir, sem rannsaka slys og flug-
umferðaratvik, fjalla um svona mál
og þá verður að vera’ hægt að
treysta því að menn tali opinskátt
og leyni engu. Sú hefur verið raun-
in hingað til. Ef menn eiga það
skyndilega yfir höfði sér að verða
dæmdir í fangelsi gæti svo farið
að þeir leyndu einhveiju, enda er
það aðeins mannlegt að bregðast
þannig við. Um leið og sú vérður
raunin stefnum við flugöryggi í
voða. Það eru til ýmsar leiðir til
að bregðast við mistökum flug-
manna og þær eru óspart notaðar.
Þar má nefna endurþjálfun, tíma-
bundinn réttindamissi og fleira.“
Kristján sagði að Alþjóðasamtök
flugmanna hafi fylgst grannt með
málaferlunum hér á landi og þar
þekki menn engin dæmi þess, að
menn séu dæmdir til refsingar með
dómi vegna atvika, sem ekki leiði
til slysa.
Arni Þ. Þorgrímsson, formaður
Félags flugumferðarstjóra', kvaðst
í gær ekki vilja tjá sig um málið,
þar sem hann hefði ekki séð for-
sendur dóms Hæstaréttar eða rætt
við lögmann félagsins um dóminn.
Sjá nánar um dóminn og við-
brögð flugmanna á miðopnu.
Hann benti einnig á, að innláns-
vextir hefðu hækkað nú um mánaða-
mótin. „Við hækkuðum vexti á spari-
sjóðsbókum úr 2% í 3%, en meðal
spariijáreigenda eru til dæmis marg-
ir fullorðnir félagar í verkalýðshreyf-
ingunni. Þessi vaxtahækkun er ekki
af mannvonsku við félaga okkar í
Dagsbrún og þeir verða að muna
eftir því að margir félagar í Dags-
brún hafa verið að safna fyrir útför-
inni sinni og það fólk á ekki síður
allt gott skilið og hinir sem bara
skulda," sagði Magnús.
„Okkur finnst þetta ögrun við
okkur. Við erum að beqast í þessu
nótt og dag með kostnaði og fyrir-
höfn og fáum svo þessi svör frá að-
ila sem við eigum mjög mikil við-
skipti við,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson í samtali við Morgunblað-
ið.