Morgunblaðið - 23.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1990, Blaðsíða 1
VIKUNA 24. — 30. NÓVEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 23. NOVEMBER 1990 BLAÐ Ragnhildur Jónasdóttir og Jónas Árnason á þeim tíma sem sagan var rituð. Undirfönn Á þriðjudaginn hefst lestur nýrrar útvarpssögu á Rás 1. Sagan heitir Undir fönn - um gleði og sorgir dýra og manna og er skráð af Jónasi Árnasyni. I bókinni segir frá ævi Ragnhildar Jónasdóttur sem var Vopnfirðingur að ætt og uppruna. Mestan part ævi sinnar bjó hún í Norðfirði, nánar tiltekið að Fannadal, sem er innsti bær í dalnum, en heiti bókarinnar er dregið af jökli nokkrum sem trónir yfir dalbotninum. [ bókinni segir Ragnhildur sögur af ýmsum dýrum og samferðamönnum sínum á óborganlegan hátt og einnig er þar að finna fjölda af vísum Ragnhildar. Lesar- ar eru Jónas Árnason og Sigríður Hagalín. Derrick Fyrsti þáttur í nýrri Derrick syrpu er á dagskrá Sjónvarps í kvöld. Mozart og dauðinn nefnist þessi þáttu og segir af Marion, 17 ára fiðluleikara sem verður fyrir fólskulegri árás sauðdrukkins illþýðis í neðanjarðarlestinni, þá er hún er á heimleið úr kennslustund. Vinur hennar og kennari, Justus Roth, sem er í för með henni, hreppir hinar verstu misþyrmingar af hendi árásarmannanna. Derrick kemst á snoðir um árásina og grunar að árásar- mennirnir tengist öðru máli og áþekku, þar sem fórnarlamb- ið beið bana af. Rannsóknin reynist honum þó erfiðari en haldið var í fyrstu. í aðalhlutverkum eru góðkunningjar okkar, Horst Tap- pert og Fritz Wepper. Hoover gegn Kennedy Framhaldsmynd í þremur hlutum, Hoover gegn Kennedy, er á dagskrá Stöðvar 2 25., 26. og 27. nóvember. J. Edgar Hoover var æðsti maður alríkislögreglunnar og sextíu og fimm ára gamall þegar John F. Kennedy varð forseti Banda- ríkjanna árið 1960. Eftir þrjátíu og sex ára starf í þágu fimm forseta heyrði hann undir hinn þrjátíu og fimm ára gamla dómsmálaráðherra Robert Kennedy. Það dró til tíðinda þegar Kennedyarnir þrýstu á alríkislögregluna að taka þátt í og viðurkenna mannréttindastefnu þeirra og sömuleiðis að halda mafíunni í skefjum. Hoover kemur sér hjá þessum skipunum, en lætur þess í stað njósna um einkalíf forsetans og annara frammá- manna. Þegar forsetinn ýtir á eftir Hoover hótar hann að koma upp um ástasambönd forsetans við Marilyn Monroe og Judith Campbell, en sú síðarnefnda var unnusta ill- ræmds mafíuforingja í Chicago. Samhliða þessu vinnur Hoover að því að eyðileggja mannorð og störf Martins Luthers King. Þegar Hoover fréttir að bandaríska leyniþjón- ustan hefur gert samning við mafíuna um að myrða Fidel Castro flettir hann ofan af leyndarmáli sem forsetinn hefur ekki einu sinni sagt bróður sínum frá. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6 Vinsælustu myndböndin 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.