Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 6
6 D MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 30. NÓVEMBER 1990 „Frásögnin um Helenu Keller er ætluð til að koma fólki f skilning um að ekki sé öllu lokið þótt mann vanti eitthvað. Eða eins og Helena orðaði það sjálf:„Mig vantar sjón og mig vantar heyrn, en ég hefi ýmislegt annað". Og að auki sýnir þessi bók fram á hve kennsla skiptir miklu máli. Það var hægt að ná Helenu Kell- er út úr slikum aðstæðum þegar lá við að hún yrði sett á fávita- hæli. Ævintýrið um Helenu Keller, blindu heyrnarlausu stúlkuna, er mótleikur við vonleysið". Það er Bryndfs Víglundsdóttir, skóla- stjóri Þroskaþjálfaskólans, sem svo mælir og bókinni sem hún hefur þýtt, bætt f og lagfært, hefur hún einmitt gefið heitið „Það var hægt“. Fyigir hérmeð stuttur kafli úr henni. En samtfmis hefur Bryndfs lesið textann inn á snældur, svo að sjónskertir geti fengið hana til afnota og við sitt hæfi jafn snemma öðrum og treglæsir jafnvel fylgst með á bók um leið og þeir hlusta. Helena Keller var 18 mán- aða gömul er hún fékk heilahimnubólgu og missti sjón og heyrn. Hún var sprækur og skynugur krakki og eins og Bryndís segir hefur maður lært heil- mikið á þessum fyrstu mánuðum. 18 mánaða gömul börn eru ekki eyðimörk. Þá er kominn grunnur að máli, búið að „prógrammera" máiið. Seinna skynjaði Helena óljósa minningu um hvernig hún hafði verið að reyna að móta orðið vatn. „Helena Keller var feikilega næm og greind", segir Bryndís.„ Og hún hafði Önnu Sullivan, sem var óhemju góður kennari. Við erum enn að moða úr og vinna með aðferðum henn- ar. Sagan um Helenu og Önnu er fagurt dæmi um hverju hæfur kennari getur áorkað. Alexander Graham Bell, sem kenndi heyrn- arskertum og var einmitt að reyna að búa til heyrnartæki þeg- ar hann datt niður á að finna upp símann, sagði að í skólanum væri mikið af börnum jafngreind- um Helenu, en þeir hefðu ekki haft kennara á borð við Önnu Sullivan." Bókina „Það var hægt“ skrifar dönsk kona, Hjördís Varmer, upp úr nótum Önnu og skrifum He- lenu. Þegar Bjallan fór þess á leit við Bryndísi Víglundsdóttur að hún þýddi þessa bók áskildi hún sér rétt til að bæta við og lagfæra, sem höfundurinn sam- þykkti. En þessi saga stendur henni mjög nærri, því hún lærði og kenndi við hinn fræga Perk- insskóla í Boston, þar sem Anna Sullivan var. „Þar kynntist ég Önnu“, segir hún. „Uppi á háa- lofti í skólanum eru öll plögg Önnu. Skólastjórinn lánaði mér lykilinn og þarna var ég löngum að grúska í þessum skrifum hennar. Læknirinn dr. How var skólastjóri í Perkins og kenndi Láru, sem skorti bæði sjón og heyrn, var sá fyrsti sem tókst að kenna svona fatlaðri manneskju. Hún var ekki eins greind og He- lena og hafði heldur ekki jafn góðan kennara sem Önnu. En það var Lára sem kenndi Önnu Sullivan fingramálið í skólanum. Og það var skólastjóri Perkins- skólans sem fékk hana til þess að fara til að kenna krakka í Alab- ama, sem bæði vantaði sjón og heyrn. Þessi krakki var Helena Keller". í Perkinsskólanum kynntist Bryndís semsagt frá fyrstu hendi starfi þessa fólks og viðureign Önnu við Helenu litlu. Bryndís fór fyrst 1961 utan á þennan skóla með Sólveigu litlu, sem fæddist eftir rauðuhunda faraldur án heyrnar og sjónar og með skad- dað miðtaugakerfi. I skólanum er deild fyrir blinda og önnur fyr- ir blinda heyrnleysingja. Eftir árið Viðtal við B var Bryndís þar í námi í tvö ár og kenndi þar síðan í 7 ár áður en hún kom heim til íslands, þar sem hún stjórnaði í eitt ár skóla ' fyrir fjölfatlaða. Síðan kenndi hún í Heyrnleysingjaskólanum og svo líka í almenna kerfinu, enda hefur hún áhuga á að sérkennararnir fari líka út í almenna kennslu, því fólki hætti svo til þess að festast á þröngu sviði og einangrast. Síðan 1976 hefur Bryndís verið skólastjóri Þroskaþjálfaskólans. Og hún heldur alltaf sambandi við Perkinsskólann, fer í fimmta sinn með nemendur sína þangað í námsferð í vor. Þetta er enn forustuskóli í heiminum á þessu sviði, sem marka má af því að Hilton hótelkeðjan hefur nýlega afhent þangað 15 milljón dollara í sjóð, sem á að nota til að bæta kennslu blindra heyrnleysingja um allan heim, fylgjast með ryndísi Vígl kennslu og bæta aðstöðu for- eldra til að hjálpa slíkum börnum sínum. í Perkinsskólanum kynntist Bryndís fólki sem hafði þekkt Önnu Sullivan þegar hún var að kenna Helenu. Anna hafði sjálf Jent hálfblind á fátækrahæli, það- an sem dr.Sadburn skólanefnd- armaður í Perkinsskólanum bjargaði henni. Og þar hófst stór kapituli í lífi þessarar 14 ára gömlu stúlku, sem sjálf var sköd- duð af umhverfinu og skildi því svo vel reiði Helenu þegar hún tók köstin. Bókin segir mikið frá þeirra fyrstu samskiptum. En Helena Keller náði því sem kunn- ugt er að verða rithöfundur og fyrirlesari. Hafði svo mikinn mál- skilning að málið varð henni ekki fjötur um fót og fór um allan heim og talaði máli blindra heyrn- leysingja. Hún var heimsfræg Emilía undsdóttuf persóna. Kom meðal annars til Islands 1957. Fordæmið sem hún setti var ómetanlegt. í seinni heimsstyrjöldinni þegar sjúkra- húsin fylltust af lemstruðum mönnum réði Bandaríkjastjórn hana til þess að fara í hersjúkra- húsin og tala kjark í hermennina. Hún hvatti þá til þess að gefast ekki upp og gaf þeim ráð til að leggjast ekki í sjálfsvorkunn. Lífið heldur áfram og erfiðleikar séu til að sigrast á þeim. „Þetta er ekki sorgarsaga, heldur saga árangurs. Gleðisaga, því þetta var hægt“, segir Bryndís.„Þessi bók flytur von og henni vil ég reyna að koma til fólks. Þótt áföll komi upp á, þá heldur maður áfram að lifa. Anna og Helena eru lýsandi dæmi um það.“ E.Pá. Frá reiói tií skilnings Hér er gripið niður í bókina „Það var hægt“, þar sem Anna Sullivan er komin til þess að reyna að kenna blinda og heyrnarlausa barninu Helenu Keller. Morgun einn gekk Helena um sem fyrri daginn og hrifsaði matinn frá hinum. Þegar hún kom til Önnu ætlaði hún líka að taka eítthvað af diskinum hennar en Anna færði hönd hennar burtu. Helena reyndi aft- ur að ná í það sem var á diskin- um hjá Önnu, en Anna færði hönd hennar aftur til. Helena upphóf öskur og fyrirgang. Mamma hennar opnaði munn- inn, en í stað þess að tala fór hún að gráta. Svo stóð hún upp og fór út. Helena henti sér á gólfið, pabbi hennar reyndi að róa hana en hún barði og bejt. Svo gekk hann dapur í bragði út á eftir konu sinni. Anna lok- aði dyrunum á eftjr þeim og settist. Henni leið afar illa og hún kom hreint ekki auga á hvernig hún gæti klórað sig fram úr þessu. Hún var alveg búin að missa matarlystina en beitti sig hörðu til að byrja aftur að borða. Henni lá við gráti en vildi ekki gefast upp. Það hlaut að vera hægt að finna einhverja leið til að hjálpa Helenu. Allt í einu var rykkt í stólinn sem hún sat á. Helena hafði skriðið bak við stólinn og var að reyna að rífa hann undan henni. En Anna streittist á móti. Helena stóð upp. Hún var nú orðin enn svengri en áður og fann lyktina af matnum. Fyrst gekk hún kringum borðið og tók af hinum diskunum. Þeir voru tómir. Og þessar góður hendur sem vanalega tóku í hana voru farnar. Hún var ein með ókunn- ugri manneskju. Hún hljóp að dyrunum og ætlaði að opna þær en þær voru læstar. Þá fór hún að berja Önnu. Anna var alveg viss um að hún myndi ekki geta kennt Helenu neitt ef hún færi með sigur af hólmi úr þessari orustu. Helena varð að læra að einhver var til sterkari en hún. Hún varð að átta sig á að hún var ekki ein í heiminum. Hún gat ekki alltaf fengið vilja sínum framgengt. Þetta var löng lota. Helena barðist til að losna en Anna hélt henni fastri. Þegar Helena róaðist fór Anna aftur að borða. Helena gekk til hennar og hrifs- aði matinn af diskinum en þá barði Anna á hendurnar á henni. Hún hrein hátt af því að hún fann til. Hún hafði aldrei fyrr verið slegin og vissi þess vegna ekki hvernig það var þegar hún var sjálf að berja fólk. Aftur teygði hún sig eftir matnum og aftur sló Anna til hennar. Helena stilltist og Anna fór með hana að stól hennar. Hún byrjaði að borða matinn sinn með fingrun- um. Anna lét hana fá skeið. Henni fannst óþolandi að sjá stúlku sem var orðin sex ára gömul róta í matnum með hönd- unum. Hún reyndi að setja skeiðina upp í Helenu en hún reif sig lausa og henti skeiðinni í gólfið. Anna tók hana úr stóln- um og fór með hana þangað sem skeiðin lá og lét hana taka hana upp. Aftur reyndi hún að fá Helenu til að nota skeiðina og lét hana hvað eftir annað upp að munninum á henni. Allt í einu fór Helena að brosa. Þetta var í fyrsta skipti sem Anna sá hana brosa. Hún skildi um hvað málið snerist og borðaði í hvelli það sem eftir var af matnum. En þá hljóp aftur snurða á þráðinn. Anna hafði lagt servíettuna hennar snyrti- lega á borðið. Helena fann hana og henti henni á gólfið. Anna tók hana upp og lét Helenu brjóta hana saman aftur. En um leið og servíettan var komin á borð- ið henti Helena henni aftur á gólfið. Anna lét hana taka servíettuna upp og brjóta hana sam- an aftur. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum. Að lokum var Anna orðin al- veg uppgefin við að berj- ast við þetta þrjóska barn. Hún leyfði henní að hlaupa út í sólina og fór sjálf upp í herbergið sitt og var alveg viss um að hún réði ekki við það sem hún hafði tekið að sér. Verkefnið væri of erfitt og hún vissi upp á hár að foreldrar Helenu samþykktu ekki að hún væri að berja barnið. Þau myndu áreið- anlega senda hana burtu. Hún var ekki rétti kennarinn handa Helenu. Þá var barið að dyrum og móðir Helenu kom inn. „Hvernig getum við hjálpað þér, Anna?“ spurði hún.„Okkur lang- ar auðvitað öll til að Helenu líði betur. Hvað eigum við að gera?“ Það var tiægt Astvjrtö un luy&u tstkr Uttíu cp h^tscrtcuw Mdíwo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.