Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 8
8 D MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 1 Spyrðu þig spurninga um húsbréf Þegar húsbréf eru annars vegar ber að sýna sömu varfærni og í öðrum fjármólum. Kynntu þér allar staðreyndir áður en af skuidbindingu kemur, svo ekkert komi þér og þínum á óvart seinna meir. Spyrðu sjálfa(n) þig: Hver er greiðslubyrði min? Munu tekjur heimilisins standa óbreyttar? Hvernig fylgist ég með útdrætti húsbréfa? Hver eru afföllin við sölu húsbréfanna? Er reiknað með afföllunum þegar samið er um íbúðarverðið? ÆTLARÞÚAÐBYGGJA, SPARA, KAUPA EÐA SELJA ÍBÚÐ? AÐ UNDANFÖRNU höfum við fjallað um nokkur grundvallaratriði í fjármálum fjölskyldunnar: um sparnað, áætlanir, og markmið í fjármálum. í síðasta þætti útskýrðum við nokkur fjármálahugtök sem oft koma fyrir í umræðunni um húsbréfakerfið. í þessum þætti höldum við áfram að fjalla um húsbréfakerfið og hvernig fólk snýr sér þegar það kaupir íbúð, selur íbúð byggir eða notar húsbréf f sparnað. Gott er að vera búin(n) að lesa síðasta þátt og hafa hann til hliðsjónar við lestur þessa þáttar. Þegar þú kaupir íbúð. Þegar þú kaupir íbúð skaltu at- hugað hvort afföll eru reiknuð inn í kaupverðið. Ef þú kaupir íbúð og borgar hana m.a. með húsbréfum gefur þú út fasteignaveðbréf — venjulega til 25 ára — þar sem þú ert skuldari. Nú eru þessir vextir 6% og eru það fastir vextir allan lánstímann umfram verðtryggingu. Svona bréf geta numið allt að 65% af kaupverðl íbúðarinnar. Seljand- inn fær þessi bréf og skiptir þeim í húsbréf en þú borgar áfram af fasteignaveðbréfinu fjórum sinn- um á ári til Húsnæðisstofnunar þ.e. í mars, júní, september og desember. Við kauptilboð er mik- ilvægt að athuga hvort íbúðin hafi hækkað í verði vegna þeirra affalla sem seljandinn telur sig verða fyrir ef hann ætlar að selja húsbréfin. aðra íbúð. 2. Geymt þau sem sparnað. 3. Selt þau á markaði með afföll- um. Efþú kaupir aöra íbúö Ef þú notar húsbréf til að kaupa aðra íbúð er mikilvægt að átta sig á því hvort gert hafi verið ráð fyrir Nokkrar leiðir eru færar í húsbréfakerfinu. Ab neðan er þeim lýst í grófum dróttum. ...þú getur útt húsbréfin sem hverja aðra fjúrfestingu. ...fær seljandinn húsbréf fyrir allt að 65% söluverðsins. ...getur pu notao húsbréfin til greiðslu upp í aðra íbuð. ...getur þú seit húsbréfin með afföllum ú verðbréfa- markoði. Hvað þolir þú aÖ taka hátt lán? Ef þú ætlar að nýta þér húsbréf til að kaupa íbúð þarftu að láta meta hve mikla greiðsiubyrði þú getur axlað. Miðað er við að greiðslubyrðin fari aldrei yfir 20% af heildartekjum. Miðað við það er greiðsluþyrðin af hverri milljón 6.333 kr. á mánuði, þannig að til að geta greitt af 4 milljóna króna láni þarf viðkomandi að hafa 126.660 í mánaðartekjur svo dæmi sé tekið. Lykilatriðið er aö meta stööuna raun- hceft Ef þú ert að hugsa um íbúðar- kaup geta úrslitin ráðist af því að þú metir stöðuna raunhæft. Hvað þolirðu háar afborganir? Gerðu þér grein fyrir því hverjir vextirnir eru t.d. af 4 millj. kr. láni, sem ber 6% raunvextir (Aðeins vextirnir eru um 230.000 kr. auk verðbóta.) Ef laun- in þín haldast ekki í takt við þróun lánskjaravísitölunnar verður greiðslubyrðin enn hærri. Á móti koma vaxtabætur sem greiddar eru til baka og eru þær hlutfalls- lega hærri til þeirra eigna- og tekju- minni. (Fullar vaxtabætur eru 174.000 kr. fyrir hjón, 140.000 kr fyrir einstæða foreldra og 107.000 kr. fyrir einstaklingaö Þegar þú seSur íbúó... Þegar þú selur íbúð getur þú skipt fasteignabréfunum í húsbréf hjá Veðdeild Landsbankans. Síðan getur þú: 1. Notað þau til að greiða fyrir kostnaði vegna affalla í íþúðar- verðinu. Ekkert er því til fyrirstöðu að húsbréfin gangi milli manna og verði tekin sem greiðsla án affalla. EJþú sparar meö hús- bréfum Húsbréfin bera 5,75% vexti umfram verðtryggingu (nýjasti flokkurinn ber 6% vexti) og tryggir ríkissjóður örugga greiðslu þeirra en lókagjalddagi þeirra er misjafn. Fjórum sinnum á ári eru dregin út ákveðin númer húsbréfa sem eru greidd út á útdráttardögum. Á þessum 25 árum er dregið 100 sinnum og hvert húsbréf getur eins verið dregið út á fyrsta fjórð- ungi sem hinum síðasta. Fylgstu meö útdrœtti ef þú átthúsbréf Eigendur bréfanna þurfa að vera vel á verði því húsbréfin bera hvorki vexti né verðbætur eftir að þau hafa verið dregin út og tíu árum eftir gjalddaga fyrnast 'þau. Því þarf að leggja vinnu í að fylgj- ast með útdrættinum og það kost- ar peninga. Sá kostnaður er met- inn á 0,2-0,5%. Á það hefur verið bent að ávöxtunarkrafa húsbréf- anna hækki sem þessu nemur. Efþú selur húsbréfin meö afföllum Ef þú vilt selja húsbréf til að fá reiðufé eru allmörg verðbréfafyrir- tæki sem annast kaup og sölu á húsbréfum. Vissulega getur skipt máli hvenær og jafnvel hvar bréfin eru seld, eins og komið hefur í Ijós, og því er mikilvægt að kanna kjör- in á markaðnum áður en þú selur bréfin. Nýlega hafa nokkur verð- bréfafyrirtæki boðið þá þjónustu að selja húsbréf í umboðssölu þar sem seljandinn ákveður á hvaða kjörum bréfin verða seld. Algengt er að þessi fyrirtæki kaupi húsbréfin um þessar mundir með ávöxtunarkröfunni 7,3% en selji þau til einstaklinga eða ann- arra sem vilja leggja fé til hliðar með ávöxtunarkröfunni 7,15%. Mismunurinn er þóknun. viðkom- andi verðþréfafyrirtækis . Kaupendur húsbréfa hafa fram að þessu að mestu verið lífeyris- sjóðir. Þeim bjóðast að sjálfsögðu ýmis kjör á markaðnum en er heimilt að kaupa ákveðið magn hafa batnað fyrir sparifjáreigendur, hafa einstaklingar bæst í hóp við- skiptavinanna í talsverðum mæli. Afföllin koma ekki til nema þú seljir bréfin Upphaflega voru afföllin á hús- bréfum um 7,5%, því ávöxtunar- krafa þéirra sem keyptu húsbréfin var 6,55%. (Afföllin hækka ef ávöxtunarkrafan hækkar) Þessi af- föll hafa farið hækkandi og náðu mest 15,3% af uppfærðu virði bréfanna (með söluþóknun innifal- inni) 16. nóvember sl. Þetta svarar til 7,45% ávöxtunarkröfu þeirra verðbréfafyrirtækja sem hafa keypt húsbréf. Þessi sömu bréf hafa verið til sölu fyrir fólk sem vill spara með því að kaupa þau með ávöxtunarkröfunni 7,15%. 16. nóv. sl. námu afföllin 624.876 kr. af bréfum sem voru uppfærð kr. 4.075.600 (flokkur 90). LykilatriÖi hvort „af- föllin séu reiknuÖ inn í íbúöarveröið“ En kjarni málsins er sá að kostn- aðurinn vegna affallanna lendir á kaupandanum eða seljandanum allt eftir því hvort reiknað er með afföllunum inni í kaupverðinu eða ekki. Skv. upplýsingum fasteigna- sala hefur verð á íbúðum almennt ekki hækkað hingað til vegna til- komu húsbréfakerfisins. Þó hefur borið á því síðustu dagaað„afföllin komi beint inn í kauptilboðið" t.d. þannig að seljandinn vill hækka verð íbúðarinnar sem nemur helm- ingi af afföllunum sem hann verður fyrir með sölu húsbréfanna. Því vaknar sú spurning hvort það borgi sig áð kaupa húsbréf með afföllum á markaði og nota þau áfram til að greiða íbúð og þá án affalla. Það fer allt eftir því hvort afföllin eru reiknuð inn í sölu- verðið eða ekki. Vertu því á varð- bergi 'i viðskiptum af þessu tagi og leitaðu þér ráðgjafar. Þegar þú byggir... 15. nóvember sl. tók húsbréfa- kerfið til nýbygginga. Eins og þeg- ar um notaðar íbúðir er að ræða sækir umsækjandi um mat á greiðslugetu sinni. Að því loknu er hægt að láta hanna húsið og gera sundurliðaða kostnaðaráætl- un. (I öðrum þætti fjármála fjöl- skyldunnar frá 26. októþer sl. fjöl- luðum við um áætlanir.) Eftir það getur.bygging hússins hafist.1 Þeg- ar húsið er fokhelt er gefið út fast- eignaveðbréf sem þinglýst er á eignina og er því skipt fyrir hús- bréf. (Upphæð húsbréfanna getur numið allt að 90% af kostnaðinum við að gera húsið fokhelt.) Hús- bréfin er síðan hægt að selja með afföllum á verðbréfamarkaði. Þeg- ar byggingunni er lokið geturðu gefið út annað fasteignaveðbréf með hluta viðbótarkostnaðarins og skipt því fyrir húsbréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.