Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 7

Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER 1990 D 7 „Gróíar genp“ / jókskapi Miðbær Reykjavíkur er nú óðum að fá á sig jólalegan blæ. Borgar- yfirvöld og þeir sem hagsmuna eiga að gæta svo sem verslunareig- endur o.fl. sameinast um að setja upp jólaljós og gera umhverfið allt hið jólalegasta. Ef að líkum lætur mun mannlífið verða fjöl- skrúðugt og ýmislegt um að vera víðsvegar í miðbænum þennan dimmasta mánuð ársins. Hlaðvarpinn nefnasteinu nafni þrjú gömul hús við Vesturgöt- una, sem hóp ur kvenna keypti fyrirfimm árum að undan genginni hlutafjár söfnun. Síðan þá hafa þessi hús verið nýttfyrirmargskonarfélags- og menningarstarfsemi, auk þess sem nokkurfyrirtæki hafa skotið þar rótum og haft listræna, íslenska sköpun í hávegum. „Grófar gengið" kalla þau sig hópurinn, sem rekurýmsar verslan- ir og verkstæði í Hlaðvarpanum og í nærliggjandi húsum. Þarna kennir margra grasa og má t.d. nefna List- markað Hlaðvarpans með han- dunnar íslenskar vörur og ýmis kon- ar listvarning eftir u.þ.b. 100 ís- lenskar konur og 5 karla, fataversl- un með „speisaðan" fatnað fyrir ungu kynslóðina, verslun með. gamla muni og þlómabúð. Þarna er líka gullsmiður og leirkerasmiður með verkstæði og verslanir. Öll þessi fyrirtæki eru rekin af konum, en nýverið hafa þrír herramenn hreiðrað um sig á svæðinu og opn- að smíðagallerí. „Grófar gengið" ætlar ekki að láta sitt eftir liggja til þess að lífga upp á lífið og tilveruna í miðþænum nú fyrir hátíðirnar. Þau hafa tekið höndum saman um tengja verslun- arkjarnann í Hlaðvarpanum og ná- grenni betur saman með skreyting- um, skemmtunum og óvæntum uppákomum á aðventunni. Brynhildur Þorgeirsdóttir var fengin til að sjá um framkvæmda- hliðina, reyndarsagði hópurinn að hún hefði ráðið sig sjálf, en það skipti engu máli, starfskraftar henn- arséu vel þegnirog lofi góðu. Miklar endurbætur hafa að und- anförnu verið gerðar umhverfis Hlaðvarpann og segir Brynhildur það hafi eflt alla til dáða að gera nú eitthvað skemmtilegt fyrir jólin. Þarna sé aðstaða öll hin ákjósan- legasta m.a. nýtt bílageymsluhús með góðri snyrtiaðstöðu og svo sé portið fyrir framan Vesturgötu 3 og verslunina Geysi kjörinn staðurtil að vera með hljómsveitir og alls konarskemmtanir. Brynhildur segir margt skemmti- legt vera í bígerð og markmiðið sé að nýta svæði sem áður hefur ver- ið ónotað og gefa fólki tækifæri til að koma sér og verkum sínum á framfæri t.d. munu rithöfundar, sem gefið hafa út bækur sínar sjálf- ir, árita og selja þær í sölubásum á jólamarkaðnum. Þar verða líka seld piparkökuhús, heimabökuð brauð og smákökur. Leikföng, handavinna og kerti eftir vistmenn á Sólheimum á Grímsnesi verða til söluog margtfleira. Áföstudögum og laugardögum verður rokkuð stemmning á svæð- inu, ýmsar hljómsveitirtroða upp og leika lög af nýútkomnum plötum sínum. Bubbi Mortens syngur lög af nýjustu plötu sinni ásamt því að árita ævisögu sína. Tvær ungar stúlkur spila jólalög á fiðlu og Hjálp- ræðisherinn mun væntanlega spila og syngja. Sérstökum kassa verður komið upp svo að gestir og gang- andi geti tjáð skoðanir sínar og tal- ið er næsta öruggt að Grýla verði frummælandi með sinn hugljúfa jólaboðskap. Jólasveinar verða á sveimi um leið og Grýla leyfir, en alls er enn óvíst með Leppalúða. Tískusýningar f rá verslunum á svæðinu verða í gangi og mun tískusýningarhópurinn spóka sig vítt og breitt um miðbæinn e.t.v. i fylgdjólasveinanna. Jólatréssala hefst þann 7. des- ember og getur fólk gætt sér á heitum eplasafa og kökum um leið og það velur sér jólatréð. Brynhildur segir að „Grófar gengið“ sé með ýmsar fleiri skemmtilegarhugmyndir, sem áreiðanlega verður hrint í fram- kvæmd og engum ætti að leiðast að gera jólainnkaupin í Hlaðvarpan- um. VÞJ Fyrirdrengi og stúlkur: Litrík blá/græn og raud náttfót úr mýkstu bórnull. Stæróir 70-160 sm. Verðfrákr. 2.400,- Hvítur bómullarfrotté náttsloppur. Stcerðir 90-160 sm. Verð frá kr. 3.200,- Einnig eru til náttkjólar ogfeiri gerðir af náttfótum í verslun Polam & Pyret í Kringlunni. Allurfatnaður er hannaður af Polam &‘Pyret í 'Svíþjóð ogfcest aöeins í Polam & Pyret verslunum. „Grófar gengið" glaðbeitt á svip. Polarn&Pyreí KRINGLUNNI 8—12, SÍMl 681822, OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00, OG LAUGARD. KL. 10:00-16:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.