Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNIR sÚNNúbÍGÚR2
DESEMBER 1990
Hagstæðast að láta hús-
bréf ganga upp í aðra cign
-— §egir Árni Haraldsson
I fa§tcigna§ölunni Fa§teign.
NOKKUR deyfð virðist vera yfir fasteignamarkaðinum nú. Svipt-
ingarnar vegna húsbréfanna í fyrri viku hafa valdið nokkurri
óvissu og þegar svo er, þá heldur fólk gjarnan að sér höndum.
Oft dregur líka úr fasteignasölu, þegar nær dregur jólum. — Ég
tel, að húsbréfakerfið verði farið að virka betur eftir áramótin
en verið hefur að undanförnu og að reikna megi með að markaður-
inn verði þá búinn að jafna sig, sagði Arni Haraldsson, löggiltur
fasteignasali í fasteignasölunni Fasteign, í viðtali við Morgunblaðið.
Arni Haraldsson og Hilmar Baldursson hdl., löggiltir fasteignasalar
i fasteignasölunni Fasteign, sem stofnuð var fyrir skömmu og hefur
aðsetur að Armúla 8 í Reykjavík.
Húsbréfin eru uppistaðan í
kaupverði íbúðarhúsnæðis nú,
sagði Árni ennfremur. — Utan
húsbréfakerfisins er varla nokkur
markaður til. Húsbréfakerfið hef-
ur virkað svo illa, sem raun ber
vitni af mörgum ástæðum. Ein
ástæðan er sú, að ávöxtunar-
krafan hefur verið á stöðugri upp-
leið. Önnur að markaðsverð bréf-
anna var ekki viðurkennt til
skamms tíma og í þriðja lagi hefur
framkvæmdin ekki verið nógu
góð. Nú er þetta vonandi að breyt-
ast.
— Hugmyndin að baki hús-
bréfakerfinu er mjög góð en fram-
kvæmdin virðist vera vandamálið.
Framkvæmdin getur virkað vel
einn daginn en illa þann næsta.
Ávöxtunarkrafan var fyrst 6,55%,
en er nú 7,30%. Þegar hún var
6,55%, samsvaraði hún innbyggð-
um afföllum markaðarins. Þar af
leiðandi gekk allt vel. Síðar þegar
afföllin á húsbréfunumn fara
hærra en innbyggt er í markaðs-
verð eigna, segir markaðurinn
hingað og ekki lengra. Einhver
verður að greiða þennan mismun
og það hlýtur að verða kaupand-
inn.
Sú spurning vaknar, hvort sé
eðlilegra að kaupandinn eða selj-
andinn taki afföllunum í nýbygg-
ingum. — Það er óeðlilegt, að
kaupandinn taki öll afföllin, sagði
Ámi. — í fyrsta lagi fær bygginga-
meistarinn ríkistryggt skuldabréf
og í öðru lagi fær hann greiðslur
mun hraðar en ella og losnar þann-
ig við fjármagnskostnað. Þess
vegna er eðlilegt að hann taki á
sig hluta af afföllunum. Spurning-
in er bara hve mikið? Ég hef heyrt
nokkur dæmi þess að seljandi og
kaupandi mætist þar á miðri leið.
Ég reikna þó með, að markaðurinn
muni haga sér þannig, að kaup-
andinn taki 60-70% affallanna
vegna húsbréfa út af nýsmíði en
byggingameistarinn það sem eftir
er. Byggingameistarar geta vel
gert samþykkt um að þeir ætli
ekki að taka neinum afföllum. Þá
er það bara spurninginn, hvort
fasteignamarkaðurinn sættir sig
við það og hvort þeir sitji þá ekki
uppi með eignirnar.
— Sá sem eignast húsbréf, fær
mikil afföll á þau með því að selja
þau en með því að láta þau ganga
áfram upp í kaup á annarri fas-
teign, fær hann lítil afföll en þó
einhver, sagði Árni Haraldsson að
lokum. — Það besta, sem eigandi
húsbréfa gerir við bréfin er því
að láta þau upp í aðra eign. Þó
að hann geri það ekki strax, held-'
ur þurfi bíða eitthvað, kemur það
ekki að sök, vegna þess að í fyrsta
lagi fær hann verðbætur og vexti,
í öðru lagi hefur hann möguleika
á gengishagnaði, vegna þess að
ávöxtunarkrafan er á niðurleið og
hann fær þá meira fyrir bréfin ef
henn selur þau seinna. í þriðja
lagi fækkar gjalddögum sem eftir
eru á bréfunum og gengi þeirra
hækkar vegna þess og í fjórða
lagi eru húsbréf eignarskattsfijáls
og ríkistryggð. í fimmta lagi fær
hann tekjur af bréfunum á þriggja
mánaða fresti, ef bréfin eru í
mörgum smáum einingum.
Síðasta atriðið er mjög þýðing-
armikið. Fyrir fólk sem er að fara
að taka húsbréfatilboði, en ætlar
ekki að kaupa áfram, þá er mjög
æskilegt, að fá húsbréfin í mörg-
um smáum einingum. Þessu veldur
útdráttarfyrirkomulagið. Tökum
sem dæmi að seljandi að 8 millj.
kr. eign fái af uppreiknuðu verði
5,2 millj. kr. í húsbréfum í mörgum
smáum einingum. Þá fengi hann
að jafnaði útdregin um 100.000
kr. á þriggja mánaða fresti.
JÓIAGJÖF
HVERNIG líst þér á að smíða nú jólagjafir og gefa þær góðum vin-
um? Jólafastan er að hefjast með fyrsta sunnudegi í aðventu. Mér
þykir því sennilegt að enn sé nægur tími til stefnu til að búa til
einn eða tvo hluti sem glatt gætu vin á jólum, barn eða fullorðinn.
Margir eru þannig gerðir, að þeir gleðjast jafnvel við þá hugsun
eina að hugur gefandans var hjá þeim við undirbúning og gerð jóla-
gjafar fyrir jólin.
Lítið rúm fyrir brúðu
að kann að skipta máli hvort
barn fær brúðurúm eða vöggu til
að leika sér með. Rúmið er fyrst
og fremst til að búa um brúðuna
í, breiða yfir hana o.s.frv., en vagg-
an gefur baminu
lengri leiktíma við
að svæfa brúðuna.
Ég valdi því að
láta fylgja teikn-
ingu af brúðu-
vöggu með þessari
smiðjugrein. Það
er þá líka auðvelt
að taka bogann
neðan af göflunum og smíða þann-
ig rúm í staðinn.
Efnið:
Fallegast er að nota þunn furu-
leikföng. Best er að kaupa hefluð
borð um 10 mm þykk og 100 til
200 mm breið.
Gaflarnir: 210 210 mm, 2 stk.
Stokkarnir: 50 360 mm, 2 stk.
Botninn: 110 162 mm, 3 stk.
í gaflana þarf að líma saman
tvær borðbreiddir og er best að láta
liggja þversum í þeim, þ.e. iárétt.
Smíðin:
Enda þótt þessi teikning af göfl-
um fylgi hérna með, þá er hún fyrst
og fremst til þess að gefa mönnum
hugmynd. Hér er t.d. ekki stíll sem
hæfir hinum svokölluðu „barbí“-
brúðum.
Auðvelt er að saga út lögun gafl-
anna með útsögunarsög (laufsög).
Síðan þarf auðvitað að tálga, hefla,
sverfa og pússa. Vel má skrúfa
stokkana við gaflana með tveimur
koparskrúfum í hvorn enda. Til
þess að síður springi út frá skrúfun-
um þarf að bora fyrir þeim og einn-
ig að láta enda stokkanna koma svo
sem 2-3 mm út fyrir gaflana. Það
er bæði sterkara og fallegra. Botn-
fjalirnar má síðan líma og negla
eftir Bjarna
Olafsson
undir stokkana. Munið að pússa vel
hvert stykki fyrir sig og gera brún-
ir svolítið ávalar. Notið sandpappír
nr. 80 og 120.
Sendibíll, — vörubíll
Það er ljóst að „stóru bömin“
vilja eiga sportbíla eða jeppa. Á
starfsaldri litlu barnanna þurfa bíl-
ar helst að hafa eitthvert starfrænt
hlutverk. Þurfa að geta flutt eitt-
hvað, verið lögreglubílar, slökkvibíl-
ar eða vörubílar o.s.frv.
Hversu stór leikföngin eiga að
vera ákvarðast einnig mikið af aldri
barnsins sem eignast hlutinn. Lítil
börn, eins og hálfs árs til tveggja
ára, vilja draga eða ýta stórum hlut-
um. Þriggja til fimm ára vilja einn-
ig oft hafa fremur stór leikföng og
fer þá að bera á löngun til að prófa
alskonar takka, Ijósrofa, takka á
útvarpstækjum, eldavélum o.s.frv.
Við getum nefnt það að börnin
stundi „takkafræði“.
Efnið: Lýsingin á við pallbíl.
Hjóla undir bíl eða kerru er
stundum erfitt að afla ér, einkum
ef enginn kostur er á að komast í
rennibekk. í vélaverslunum er þó
nokkurt úrval lítilla hjóla, einnig í
sumum byggingavöruverslunum.
Svo er auðvitað hugsanlegt að sum-
ir smiðjugestir þekki einhvern sem
getur rennt fyrir þá hjól undir bíl.
Eins og í vögguna, legg ég til
að notuð verði þunn furuborð í bíl-
inn.
Botninn má vera 16-20 mm
þykkur, 145 mm breiður og 250
mm langur.
Bak í stýrishús: Hæð 102 mm,
breidd 165 mm og þykkt 10 mm.
Þak á stýrishúsi: Lengd 63 mm,
breidd 165 mm og þykkt 10 mm.
Hliðar stýrishúss: 2 stk. 119 mm á
hæð, 30 mm breið og 10 mm þykk.
Framstykki stýrishúss: Lengd 145
mm, breidd 43 mm og þykkt 10
mm. Hliðar utan á vörupall: 2 stk.
SMIÐJAN
160 mm langar, 50 mm breiðar og
10 mm þykkar. Hurðir. 2 stk. hæð
60 mm 45 mm og 10 mm þykkar.
Öxlar: 2 stk. dýlaefni 170 mm 45
mm og 10 mm.
Smíðin:
í efnislistanum er botninn nefnd-
ur fyrst, smíðin hefst líka með því
að sníða til og pússa botnplötuna.
Það er hægðarleikur að lengja
þennan bíl með því að bæta t.d. 50
mm við lengd botnplötu og hliðar-
borðanna.
Botnplatan á að vera hefluð og
vel pússuð. Endar hennar verða
stuðarar bílsins. 90 mm frá fram-
enda botnplötunnar er rétt að strika
þvert yfir plötuna eftir vinkli. Ann-
að strik á að koma 10 mm frá fram-
endanum.
Bakið í stýrishúsinu á að falla
yfir botnplötuna báðum megin og
þarf að taka úr bakinu hæfilega
mikið fyrir þykkt botnsins. Einnig
má skera úr fyrir glugga í bak-
stykkið. Hliðarstykkin er best að
hafa með teiknuðum glugga. Þakið
þarf að þynna dálítið fram. Síðan
má negla þakið á bakið með 38
mm löngum nöglum og bera einnig
lím undir samskeytin. Eins og
greinilega sést á teikningunni koma
hliðarstykki stýrishússins 10 mm
niður fyrir botninn. Áríðandi er að
hliðarstykkin séu sniðin til eins og
teikningin sýnir. Hægt er að sníða
þau til með útsögunarsög og hefli,
spoijárni, þjöl og sandpappír.
Að því Ioknu má festa húsið sam-
an ofan á botninn og festa svo fram-
stykkið á milli hliðarstykkjanna.
Hurðimar koma síðast í stýrishúsið.
Vel má festa hurðirnar á hliðar-
stykkin með 30 mm löngum
kantlömum.
Ef tréhjól verða notuð, þá þarf
að bora 10 mm víð göt í miðju
þeirra. Dýlarnir tveir sem nefndir
eru í efnislistanum, eiga að leika
lausir í gróp undir botnplötunni.
Dýlarnir eiga nefnilega að geta
snúist með hjólunum og má ekki
vera þröngt um þá. Gott er að líma
lista með gróp fyrir dýlana, neðan
á botninn. Þegar öxlar og hjól eru
komin á sinn stað, má sníða pall-
borðin og saga hæfilega úr þeim
fyrir hjólunum. Svo verða þau límd
og negld utan á botninn. Öll stykk-
in þarf að pússa vel og rækilega.
Þak yfir sendibíl:
Það eykur notagildi þessa bíls
ef honum fylgir yfirbygging yfir
pallinn, eins og teikningin sýnir.
Má þá láta framgafl yfirbyggingar-
innar ná niður að botnplötu og
smella á milli hliðarborðanna. Að
aftan verða listar, eða bakhlið að
gegna því hlutverki.
Hreyfitakkar o.fl.:
Allir möguleikar á notkun, sem
hægt er að bæta við þessa lýsingu,
koma að notum í leik. Hjólin hreyf-
ast, e.t.v. hurðirnar, gírstöng, sæti
o.s.frv.