Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR ■SUNNUDAGUE" 2: DESEMBEK TTOO -4 r Sumarbústaðalóðir Til leigu eru stórar sumarbústaðalóðir á kyrrlátum, skógi vöxnum stað, í landi Stóra-Áss í Borgarfirði. Heitt vatn. Afhendingartími fyrri hluta árs 1991. Upplýsingar veittar í símum 93-51394 allan daginn og 91-30835 eftir kl. 18. FASTEIGIMASALA Suðurlandsbraut 10 Opið í dag kl. 13-15 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi SÍMAR: 687828, 687808 BRÁÐVANTAR ALLAR STÆRÐIR FASTEIGNA SELJENDUR VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR. VERSLUNAR- OG/EÐA ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI Til sölu stórgl. húsnæði í nýlegu verslunar- og þjónustuhúsi innarlega við Laugaveg. Húsið stendur milli 2ja gatna og er aðkoma að húsinu frá báðum götum. Húsnæðið er á tveimur hæðum. Efri hæðinni, sem er 357 fm er nú skipt í þrjár ein- ingar 97, 113 og 147 fm. Neðri hæðin er 171 fm verslunar- eða þjónustuhúsn. 7 bílastæði í lokuðu bílastæði fylgja eign- Einbýli/parhús HFJ. - NORÐURBÆR Til sölu stórglæsil. einbh. í hraunjaðrin- um I Noröurbæ Hafnarfj. Húsið er á tveimur hæðum m. bílsk. samtals 335 fm. Allgóð lán óhv. 2JA ÍBÚÐA HÚS Til sölu timburhús með tveimur íb. við Bræðraborgarstíg. Húsið er kj., hæð og ris, samtals 190 fm. ( kj. eru 2 stof- ur, 2 herb., eldh. og bað. Á hæðinni eru 2 stofur, 1 herb. og eldh. í risi 2 herb. baðherb., þvottahús og geymsla. Mjög góð lóð. KEFLAVÍK V. 3,3 M. 2ja herb. 62 fm nýl. íb. á 3. hæð. Áhv. 2,0 millj. frá húsnstj. I smíðum VESTURBÆR V. 7550 Þ. Höfum til sölu tvær 3ja herb. íb. á 1. og 2. hæð í fjórbh. við Smyrilsveg. íb. hafa.sérinng. Áfh. tilb. u. trév. með frág. sameign og lóð. Til afh. strax. HJALLAVEGUR V. 8,9 M. Vorum að fá f sölu parh. kj., hæð og ris samt. 140 fm. Mjög stórar svalir. Laust fljótl. NYTT HUSNSTJLAN Höfum til sölu 110 fm (br) íb. á 4. hæð í lyftuh. við Klapparstíg. Frábært útsýni. Stæði í lokuðu . bílahúsi. Til afh. strax. Rúmg. tilb. u. trév. og máln. Raðhús FUÓTASEL V. 13 M. Til sölu raðhús á þremur hæðum sam- tals 240 fm auk bílsk. Gert er ráð fyrir íb. í kj. Skipti á sérhæð í Hlíöum æskil. Sérhaeðir GRETTISGATA 100 fm sérhæð (götuhæð). Selst tilb. u. trév. Til afh. strax. Góð greiðslukjör. ÞRASTARGATA - EINB. Höfum til sölu tvö einbhús sem eru hæð og ris 143 fm. V. 10750 þús. og 116 fm. V. 8950 þús. Húsin afh. fljótl. tilb. u. trév. að innan en fullfrág. að utan. Lóð frág. KIRKJUTEIGUR Vorum að fá til sölu efri hæð og óinnr. ris. Á hæðinni eru 2 stof- ur, 2 svefnherb. (geta veriö 3), eldhús og bað. Stór bílsk. BÆJARGIL - GBÆ Einbhús, hæð og ris 194 fm með 30 fm sérbyggðum bflsk. Selst fokh. frág. að utan. Óvenjulega skemmtil. hönnun. HÆÐ OG RIS V. 8,5 M. Til sölu við Miðtún hæð og ris mikiö endurn. íb. Á hæö eru stofur, herb., eldh. með nýl. innr. og snyrting. i risi eru 4 góð herb. og svalir. Skipti á minni eign mögul. 4ra—6 herb. TAKIÐ EFTIR Erum með í sölu vandaða 4ra herb. endaíb. á 3. hæð við Jörfabakka. Gott hverfi. Áhv. ca 1100 þús. Laus fljótl. 3ja herb. HVERFISGATA Góð 3ja herb. 90 fm íb. á 2. hæð m/16 fm aukaherb. í kj. Mikið endurn. eign. ROFABÆR Góð 3ja herb. ib. á 2. hæð. Suöursval- ir. Góð sameign. HVERFISGATA V. 5,3 M. 3ja herb. 90 fm ib. í steinh. Laus strax. HVANNARIMI V.7.5M. Vorum aö fá nokkur raöhús v/Hvanna- rima til sölu. Hús þessi eru að grfl. 106,61 fm ásamt 44,74 fm risi svo og 25,63 fm innb. bílsk. Seljast fokh. en fullfrág. að utan. Tilb. til afh. í jan. 1991. Byggaðili: Mótás hf., Bergþór Jónsson. FAGRIHJALLI Parh. með innb. bílsk. samt. 200 fm. Selst fokh. að innan fróg. að utan. . STAKKHAMRAR V. 8,5 M. Vorum að fá í sölu 155 fm einbhús með 26 fm bílsk. Húsið er fokhelt en fullfrág. aö utan. Teikn. á skrifst. GARÐHÚS 4ra, 5 og 7 herb. íbúðir. Skilast tilb. u. trév. og máln. fljótl. TRÖNUHJALLI - 4RA Nú eru aðeins eftir tvær endaíb. í þessu stórskemmtil. húsi sem stendur frábærl. vel í Suöur- hlíðum Kóp. Afh. tilb. u. trév. og máln. Sameign fullfrág. Vandað- ur sameignarfrág. Til afh. strax. 2ja herb. FRAMNESV. V. 3,9 M. Vorum að fá í sölu 2ja herb. 62 fm íb. á 3. hæð. Suðursvalir. BERGSTAÐASTR. V. 4 M. Erum með í sölu mjög notalega íb. í timburh. sem er hæð og ris. Á hæðinni eru tvær saml. stofur, eldh., bað og svefnherb. Risið er nýtt sem svefnloft. Áhv. 1250 þús frá hússtj. VESTURGATA Ágæt 50 fm íb. á 3. hæð í steinh. Áhv. 2,0 millj. frá húsnstj. LAUGAVEGUR V. 2,9 M. 2ja herb. 50 fm íb. á 2. hæð. Atvinnuhúsnæði SKEMMUVEGUR V. 22,0 M. Erum með í sölu 560 fm iðnhúsnæði á einni hæö. Mögul. er á að selja í tveim- ur einingum. FISKISLÓÐ Höfum til sölu atvhúsnæði á tveimur hæðum samt. 264 fm. ÁLFABAKKI SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Erum með í sölu skrifstofuhúsn. á 2. og 3. hæð samtals um 380 fm. Húsið er nú þegar tilb. u. trév. og til afh. Góð bílastæði. Greiðslukj. 2 millj. út, eftirst. lánaðar til 7 ára. Hilmar Valdimarsson, jm Sigmundur Böðvarsson hdl. Ásgeir Guðnason, hs. 611548. ■■ Húsfélögin þurfa a<> veia viili til aö koma að gagni — segir Ásta Hlagnúsdóttir, framkræmdastjóri Húseigendafélagsins. í öllum fjölbýlishúsum eiga að starfa húsfélög. Þeim er ætlað að annast rekstur og taka ákvarðanir varðandi sameignina, en sem kunnugt er skiptist eign í fjölbýlishúsi í tvennt, séreign og sameign. íbúðirnar sjálfar eru séreign íbúðareigenda en aðrir hlutar eru sameign, þar með taldar lóðir. Mjög er það mis- jafnt, hve stjórnir húsfélaganna eru virkar. Sumum þeirra er stjórnað af röggsemi, bæði að því er varðar fjárhag og þau verkefni, sem ráðist er í. I öðrum er stjórnin lakari og lítil festa í öllum hlutum. Olíklegustu hlutir geta orðið ásteytingarefni í fjölbýlishús- um, sagði Ásta Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Húseigendafélagsins í viðtali við Morgunblaðið. — Gróf dæmi um misklíð- arefni í fjölbýlis- húsi felast gjarnan í því, að einn aðili tekur upp á því upp á sitt eindæmi að breyta útliti hússins að ein- hverju leyti t. d. að mála sinn hluta hússins í öðrum lit eða breyta útliti glugga. Þetta er ekki heimilt. Allir íbúð- areigendur fjölbýlishúss hafa rétt til ákvörðunar um útlit hússins. Því er óheimilt að breyta upphaflegu útliti þess nema í samráði við aðra eigendur og stundum þarf einnig leyfí byggingaryfirvalda. Það sem kemur helzt til kasta okkar ’hjá Húseigendafélaginu varðandi hús- félög í fjölbýlishúsum og innbyrðis samskipti íbúanna er einmitt ákvarðanataka af þessu tagi, en það er mjög algengt, að ekki sé rétt staðið að ákvörðanatöku um fram- kvæmdir. Sem betur fer leitar fólk oft til okkar áður en ráðizt er í fram- kvæmdir, en stundum ekki fyrr en eftir á. Þau mál eru gjaman mjög erfið viðureignar. Ásta Magnúsdóttir er fædd 1963 og alin upp í Garðinum. Hún gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Eftir stúdentspróf lá leið hennar í Hásskóla íslands, þar sem hún lagði stund á lögfræði. Hún lauk embættisprófí á síðasta ári og eftir Mognús Sigurðsson starfaði síðan í nokkra mánuði hjá bæjarfógetaembættinu í 'Keflavik, en réðst svo til Húseigendafélagsins sem framkvæmdastjóri í október í fyrra. ítarleg fundarboð — Það verður að leggja ríka áherzlu á, að fundarboð fyrir fundi húsfélaga séu rétt og ítarleg, heldur Ásta áfram. — Þar þarf að vera nákvæmlega tilgreind dagskrá fundarins og hvaða ákvarðanir eigi að taka, svo að fólk geti gert sér grein fyrir því, hvort því finnist ástæða til að mæta á fundinum eða ekki. En því er ekki að neita að stjórnir húsfélaga kvarta oft yfir lélegum mætingum á húsfundum, þrátt fyrir ítarlegar fundarboðanir með góðum fyrirvara. Við hjá Húseigendafélaginu þjón- um aðallega hagsmunum sameign- arinnar, að því er varðar fasteignina sjálfa, viðhald, umgengni, rekstur og allt þess háttar. En við starf- rækjum ekki sérstaka húsfélaga- þjónustu. Við leggjum okkur fyrst og fremst fram við að svara þeim fyrirspurnum, sem koma frá húsfé- lögum og veitum þeim eftir megni hvers konar.upplýsingar, þegar þau leita eftir því. Gjaldið fyrir þessa þjónustu er 1.400 kr. og panta þarf tíma fyrirfram, en skrifstofa okkar að Síðumúla 29 er opin frá kl. 9-2 frá mánudegi til föstudags. Ásta telur það ekki mjög al- gengt, að ítarlegar umgengnisregl- ur séu settar um sameignina í fjöl- býlishúsum. — Ég verð þess oft vör, að ekki er farið eftir neinum settum reglum, segir hún. — Það færist samt í aukana, að fólk spyij- ist fyrir um slíkar reglur hjá okk- ur. Húseigendafélagið hefur látið semja ítarlegan bækling með sam- þykktum fyrir húsfélög og við bend- um þeim á að hagnýta sér það úr þessum reglum, sem hentar. Síðan getur húsfélagsfundur samþykkt þær og látið þær reglur gilda. Flest- ir virðast þó láta hina opinberu reglugerð félagsmálaráðuneytisins nægja, en hún gildir, ef sérstök húsfélagssamþykkt hefur ekki verið gerð. — Oft kemur nýting á sameign- inni til okkar kasta, heldur Ásta áfram. — Það getur verið með þeim hætti, að einhver ein íbúð hafí helg- að sér hluta af sameigninni. Einnig stendur fólk oft í þeirri trú, að úr því að kostnað af sameign, bæði rekstri og viðhaldi, á að greiða í samræmi við eignarhlutfall, þá eigi notkunarrétturinn að samsvara eignarhlutdeildinni. Sem dæmi má nefna, að 100 snúrur séu í þvotta- húsi og einn íbúanná eigi 10% í sameigninni, þá megi hann bara nota 10 snúrur. En þetta er ekki rétt. Sérhver íbúi hefur umgengisrétt um sam- eignina óháð eignarhlutfallinu, að svo miklu leyti sem hann er ekki öðrum til tjóns eða trafala. Því er þýðingarmikið að ná samkomulagi um notkunartíma á þeim hluta sam- eignarinnar, sem margir þurfa að nota eins og þvottahús. Að sögn Ástu geta deilur í fjölbýl- ishúsum orðið mjög hatrammar og tekið á sig fráleitar myndir. Sem dæmi má nefna, að fyrir nokkrum árum ásökuðu íbúarnir í einni íbúð fólkið í íbúðinni fyrir ofan um að leiða óþef frá salerni niður með rafmagnsleiðslum. Það kæmi þess konar ólykt út úr rafmagnsinnst- ungum í íbúðinni fyrir neðan og ekki væri unnt að útskýra þess ólykt öðru vísi en með þessum hætti. Sáttfýsi nauðsynleg — Mér finnst stundum, sem fólk mætti vera sáttfúsara og tillitssam- ara, segir Ásta. — Einungis á þann hátt er unnt að leysa þau fjölmörgu og ólíku deilumál, sem upp geta komið í fjölbýlishúsum. í stórum húsfélögum rís yfirleitt ekki sams konar ágreiningur og í tvfbýlishúsum og hann er yfirleitt ekki eins persónulegur. — Fólk ger- ir þar einfaldlega ekki þá hluti, sem það kannski gerir í tvíbýlishúsum. Því fínnst einhvern veginn sem það eigi meira í tvíbýlishúsi. Enginn myndi t.d. koma fyrir frystikistu í sameiginlegu þvottahúsi í 40 manna blokk, enda þótt hann kynni að gera það í tvíbýlishúsi. Ásta telur, að margir líti ekki á tvíbýlishús sem fjölbýlishús og megi þar af leiðandi haga sér þar öðru vísi. — En fjölbýlishúsalögin gilda jafnt um tvíbýlishús sem um stóru blokkirnar, segir hún. — Samt er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.