Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 2

Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Petri Sakari er fæddur í Helsinki, en ólst upp með foreldrum sínum í Tampere, borginni sem stóð fyrir sérstakri ís- landsviku fyrir skömmu. Sjö ára gamall hóf hann fiðlunám, og reynir enn að halda fiðiukunnáttunni við þótt starf stjórnandajis taki mikinn tíma; hann leikur til dæmis í Finn- landi með Kauniainen-tríóinu, sem meðal annars hefur leikið á tónleik- um hér á landi, og svo leikur iiann kammermúsík þegar hann getur, hefur til dæmis leikið hér á tónleik- um Kammermúsíkklúbbsins. Hljómsveitarstjórn lærist ekki fyrir framan spegil „Þegar ég fékk áhuga á hljóm- sveitarstjórn var ég konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskól- ans í Tampere,“ segir Petri Sakari. „Það hafði áhrif að á þessum tíma voru í sjónvarpinu þættir Leonard Bernsteins með ungu tónlistarfólki. Þeir voru mér hvatning. Þá var ég 14 eða 15 ára, og ég byrjaði að læra hljómsveitarstjórn samhliða fiðlunáminu, og lagði einnig stund á nám í píanó- og óbóleik. Stjórn- andi verður að þekkja inná sem flest hljóðfæri. Sem nemandi var ég mjög heppinn, fljótlega byijaði ég að stjórna kammersveit tónlistarskól- ans, og síðan sínfóníuhljómsveitinni, þannig að í hverri viku stjórnaði ég leik annarrar hvorrar hljómsveitar- innar. Hljóðfæraleikai'i getur alltaf æft sig einn heima en stjórnandinn hefur bara tónlistina, hann þarf að æfa sig á hljómsveit. Nítján ára lauk ég £essu námi í Tampere og litlu seinna var ég ráðinn sem aðstoðar- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Tampere, en ég sá um aukaæfingar og alla tónleika í skólum. Rúmlega tvítugur fór ég í Síbel- íusarakademíið í Helsinki, með hljómsveitarstjóm sem aðalgrein. Þá stjórnaði ég mörgum hljómsveitum, áhugamönnum og hálfatvinnumönn- um, en vann aðallega með Háskóla- Sinfóníuhljómsveitin leikur í tónleikahöllinni í Tampere. Morgunblaðið/Einar Falur hljómsveitinni sem í vpru næstum 70 hljóðfæraleikarar. Ég var með þeim í fimm ár og við lékum mörg ^ stói' og erfið verk. Á sumrin sótti ég svo ýmis námskeið erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, Ítalíu og Sviss. 1981 lauk ég námi við aka- demíið og hef síðan stjórnað nær öllum hljómsveitum í Finnlandi, og mörgum öðrum víðsvegar um heim- inn.“ Það er áberandi að Finnar eiga marga unga og góða stjórnendur. „Tónlistarlíf í Finnlandi er mjög gott, og til dæmis höfum við um 20 atvinnuhljómsveitir, auk allra áhugamannanna. Þessi ijöldi kemur sér vitaskuld vel fyrir okkur stjórn- endurna, og hljómsveitirnar eru dug- legar við að bjóða til sín ungum stjórnendum. Hljómsveitarstjóri lær- ir ekki fyrir framan spegil eða af bókum, hann verður að stjórna stórri hljómsveit. I dag eru finnskir aðal- stjórnendur hjá sinfóníuhljómsveit- um í öllum höfuðborgum Norður- landa, og það segir kannski eitthvað um gróskuna." Svo komst þú til íslands. „Já, fyrst sem gestastjórnandi haustið ’86. Mér var aftur boðið vorið ’87, þá til að hljóðrita nokkur verk, og eftir það bauðst mér þessi staða sem ég tók við haustið 1988. Nú er því þriðja starfsár mitt á ís- landi. Nýr samningijr var gerður nýlega, og sá gildir fram á sumar 1992.“ Ást við fyrstu sýn Hvernig þótti þér Sinfóníuhljóm- sveit Islands vera fyrst þegar þú komst, í samanburði við aðrar sveit- ir? „Ég hreifst strax mjög af hljóm- sveitinni. Aginn var ákaflega góður og mér var .vel tekið. Samstarfið var gott, fyrsta_ verkið sem við æfðum saman var Ofullgerða sinfónían eftir Schubert, og ég hreifst af því hversu vel hljómsveitin lék þegar á fyrstu æfingunni. Það var mjög jákvæð upplifun og frá mínum sjónarhóli ást -V ...svartsyni ad ganani okkar, en bölsýnina aó iþrótt Hráskinniö er togaö og teygtyfir tregann í nýrri bók Sigfúsar Bjartmarssonar ÞAÐ ER heldur kalt og hart í sveitinni þar sem sögurnar í „Mýrar- englarnir falla“ eru settar á svið. Baráttan við eyðinguna virðist vonlítil eða fyrirfram töpuð. Oftar en ekki liggur þoka yfir sviðinu. Túnin eru kalin, yfir sveimar flugvargurinn, en mýsnar að naga undan öllu. Það er kannski ekki furða að sögumaður fái afturför og hnignun á heilann stöku sinnum, en þá grípur hann gjarnan til byssunnar eða annarra tóla. Þetta er fyrsta prósabók Sigfúsar Bjart- marssonar, en áður hefur hann sent frá sér ljóðabækur og nýlega kom einnig út safn sagna Jorge Luis Borges í þýðingu hans. Dæmigert er ekki til „Sögurnar gerast í einhverri ótil- tekinnni útsveit á Norðurlandi sam- kvæmt staðháttum," segir Sigfús, „á svokölluðum kalárum rétt fyrir 1970. Aðstæður eru samt ekki með öllu ólíkar því sem gerast núna, nema í dag eru harðindin af manna- völdum, búið að samningsbinda og iögleiða kyrrstöðu, sem almennt eða ævinlega verður að stöðnun og hnignun. Undir þessum sögum ligg- ur sú tilfinning að allt sé bundið og fast, bjargirnar séu bannaðar, það sé engin leið framundan nema þá afturförin. Það er nú svona ástæðan fyrir tregatóninum trú- lega, þó hann brjótist út á persónu- legan hátt. En það er ekki þar með sagt að húmorínn hverfi. Það er algengt í þessum heimi að við dap- urlegu andrúmslofti verði hálfkær- ingssvartsýni einmitt að grösugri nýrækt. Og það er best að ég taki strax kyrfilega fram að ég er ekki að reyna að setja fram eitthvert dæmigert sveitalíf. í fyrsta lagi er dæmigert ekki til. í öðru lagi er sýnin í sögunum bundin við skynjun eins manns, og ég held það þekki hann ekki mjög margir vel. Og þó ég taki, eins og títt er, umhverfi og aðstæður upp úr minninu þá er sögumaður samsettur og annað fólk upplogið." Mýs eru myrtar og mikið skotið af vargfugli. „Já það er nú flest á einhvern hátt táknrænt. En það er rétt, sögu- maður hatast við varginn. Hann sér í honum þá deild ógnana sem eitt- hvað er hægt við að eiga. Hann getur klekkt á varginum og þó hann gangi náttúrulega alltaf aftur og endalaust sé af músunum, þá er hægt að ná sýnilegum árangri og spyrna við fæti. Gagnvart alvar- legri ógnum er hann hinsvegar varnarlaus, til dæmis þeim sem koma að sunnan. Eða almættinu sem hann sér svona frekar á fornan hátt, gott og illt er sitt hvort andlit- ið á sama aflinu, en auðvitað er vá fyrir dyrum þegar það hristir af sér sinnuleysið og slenið. Varðandi dýradrápin þá hefur hann ekki nútíma pempíuviðhorf til þeirra. Það eru fyrir honum jafn eðlilegir verknaðir og búverkin eða hvað annað sem gera þarf. Maður- inn drepur til að komast af, það lögmál er lifandi í honum. Þetta er enginn úrkynjaður grænfriðungur. Og svo er hann eins og ég segi að beijast við eyðinguna með eyðingu. Og stríðið hefur gildi í sjálfu sér, þar er tilgangur. Þetta er nú ekki alveg óþekkt í mannkynssögunni. Og svo er í hina röndina eitthvað eftir af aldagamalli baráttu við náttúruna. Hann hefur reyndar ekki bara matarlegt viðhorf til hennar, í honum er smá rómantík líka og hann skiptir henni upp í gott og illt. Annars passar þetta sem ég er að segja æði misjafnlega eftir því hvar borið er niður í bókinni. Þar sem sögumaður er yngstur eru við- horfin ansi blönduð vegna þess að hann skilur ekki alveg allt það sem hann hefur lagt á minnið. Hann er barn að hluta en fullorðinn að hluta og talar mikið upp úr öðrum. Hann er að reyna að verða fullorðinn eins hratt og hann getur. Og það er á lífi í honum svolítið samhengi við fortíðina. Fyrir honum er barna- menningin .svokailaða ekki tjl. Að alast upp á svipaðan hátt og'þessi gerir þekkist víst ekki lengur hér á landi, „en er enn reglan í þriðja- heimslöndum og fátækrahverfum.“ Viðkvæmnisleg væntumþykja Hvernig er með tæknina, traktor- inn til dæmis, og er þetta ekki allt að því guðlegtilbeiðsla á byssunum? „Ja dráttarvélin er mjög Ijúfur hluti af náttúrunni, en sögumannin- um er hinsvegar meinilla við hesta, mikil framför að Iosna við þá. Og það er of mikið sagt að það sé eitt- hvað guðlegt við byssurnar. En það vita náttúrulega ekki nema þeir sem haí'a prófað að þetta er næstum því eins og galdur að taka bara í gikk- inn og það er dottinn fugl ofan úr loftinu, og það er í hæsta máta dularfullt, því loftið er eins og ann- ar heimur. Fyrir þeim sem finnst hann vanmáttugur gagnvart heim- inum er þetta kraftur og magnað vald.“ Þessi heimur er harður og erfíð- ur. „Já finnst þér það? Mér finnst þetta fullt af viðkvæmnislegri vænt- umþykju, og sjarma fyrir kaldran- anum, og ef það er erfitt þá er það bara sjálfsagt og eðlilegt; hefur allt- af verið þannig. Og svo þóttist ég gera ljósu punktunum einhver skil í þokkalega löngu máli. En sögu- manninum er jafn inngróið að heim- urinn fari versnandi, og að æðru- leysi sé mikil dyggð. Þetta er líka allt einræða, það má ekki gleym- ast. Allt er séð úr frá sömu sjónum og matið fer eftir hugarástandi hans. Af því leiðir viss einhæfni, hann lýsir þannig aldrei því sem alltaf hefur verið í kring um hann og er óbreytt. Það er væntanlega ljósari hlið lífsins, það sem vekur hlýju og öryggiskennd. Hann lýsir fyrst og fremst verkum og breyting- um, og breytingar eru yfirleitt til bölvunar, honum er fullkunnugt um það. En það er varasamt að taka allt bókstaflega sem hann segir, maðurinn er jú sjaldnast að tala við aðra. Hann þarf hvorki að afsaka né réttlæta, og ekki að vera hlut- laús og svo framvegis. En hann þarf að beijast við óttann og arf- genga vissuna um að allt fari á versta veg og að allt deyji þetta frá honum.“ í öllum sögunum koma fyrir fugl- ar og byssur. Þetta karlmennsku- andrúmsloft minnir stundum á. macho-viðhorf karlmanna í suður- amerískum sögum, til dæmis hjá Borgesi, en þú hefur einmitt nýver- ið þýtt smásagnasafn eftir hann. „Mér finnst ekkert karlmannlegt í þeim skilningi við þetta hjá mér. Hetjuskapur liggur oftast í öðru, en ég var að reyna að ná einhverju af hinni íslensku seiglu. Hitt er annað mál að hér í landi liggur ekkert ósvipaður arfur. Borges lýsir reyndar oftar heiglum en hetjum. Nema það sé samasem merki á milli, en þannig er það glettilega oft í raunveruleikanum. Hetjudáðin spretti af ragmennsku. Það er ekki alltaf mikill ljómi heldur yfir þessum svokölluðu karlmennskuviðhorfum hjá kallinum. Borges segir einhver- staðar frá stétt manna sem kölluð- ust „tigreros" og höfðu þann starfa að labba um slétturnar og bana jagúörum. Aðferðin var þessi; teppi vafið um annan handlegginn og kropið fram á annað hnéð. Þegar skepnan stökk var teppið til varnar en rýtingur rekinn upp og varð að ! hitta á hjartað. Þessir menn þóttu ekki merkilegir og enginn leit upp til þeirra. Þetta þótti skítverk. Eg held að það hafi líka alltaf þótt skítverk á íslandi að eyða vargi, og lítill ljómi yfir því.“ Þingeyingar ekki lengur montnastir Þú ert ekki að lýsa þessum sum- ardegi sem skólabörnin hafa lýst svo oft í ritgerðum. „Nei, en það kemur reyndar fyr- ir að er þurrkur hjá mér líka. Og það er víðar fallegt hjá mér þegar vel veiðist. Ég get ekki að því gert að mér finnst eðlilegt að ef það er fallegt að sjá og heyra í álftinni eða gæsinni, þá fái menn líka vatn í munninn yfir þessari yndislegu steik. Rómantíkin er sjálfsagt ábyrg fyrir þessu óeðli í bókmenntunum að fuglarnir og sætu dýrin séu bara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.