Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 B 3 við fyrstu sýn!“ Var það listræn áskorun að taka að sér stöðu aðalstjórnanda? „Vitaskuld. í mörg'ár var hljóm- sveitin án leiðandi aðalstjórnanda; það er ákaflega erfitt að móta sterka hljómsveit með gestastjórnendum einum saman. Ég hef alltaf sagt að það sé skylda aðalhljómsveitarstjór- ans að vinna skítverkin, hann verður að vera harður ef þörf er á, og slípa handverkið. Við vitum að gesta- stjórnendur hafa lítinn tíma og þeir geta ekki kafað djúpt í hlutina. Eng- inn breytir hljómi heillar hljómsveit- ar á viku eða tveimur, og því verður að vera stjórnandi til staðar sem er alltaf að vinna með hljómsveitinni. Á þann hátt vona ég að bæði ég og hljómsveitin hafi þroskast á síðustu árum, og í raun sýndi tónleikaferð okkar um Norðurlöndin á dögunum ljóslega að svo er. í fyrsta skipti fengum við tækifæri til að leika í raunverulegum tónleikasölum, og í það minnsta hljóma útvarpsupptökur sem gerðar voru ytra eins og þar leiki virkilega góð fyrsta flokks hljómsveit. Sem hún er! Það er ósanngjarnt að hljómsveitin þurfi að leika í Háskólabíói, ég held að al- menningur á íslandi skilji ekki hversu góð og mikilvæg þessi hljóm- sveit er.“ Salurinn hamlandi Svo þú ert ánægður með þann tíma sem þú hefur unnið hér? „Já, ég held að við höfum afrekað ýmislegt. Hljómsveitin er betri í dag en hún var áður en ég kom. Og ég vona að hún haldi þeirri þróun áfram og verði sífellt betri. En salurinn hamlar. Tónninn deyr um leið og hann yfirgefur hljóðfærið, jafnvægið er undarlegt, svo við verðum að beita brögðum og gera hluti sem eru í • raun rangir til að reyna að láta hljómsveitina hljóma vel. Þess þyrft- um við ekki í góðum sal. En það er ekki bara hljómburðurinn, heldur er sviðið alls ekki nógu gott heldur. Það er of vítt og ætti að vera dýpra, þrepin eru of þröng, hækka alltof fljótt, og til dæmis fer illa um streng- ina í þeim þrengslum.“ Þú minntist á tónleikaferðina um Norðurlönd, og fyrstu tónleikarnir voru einmitt í Tampere, gömlu heimaborginni þinni. Hvernig var að koma þangað með heila sinfóníu- hljómsveit í farteskinu? „Það var auðvitað mjög skemmti- legt. Ég fann að margir finnar bjuggust ekki við góðri hljómsveit frá Islandi, en eftirá hitti ég gamla félaga og þeir virtust bæði undrandi og ánægðir. Þeir vissu ekki hvað þeir áttu að segja, en að lokum sagði einn: „Til hamingju. Þín hljómsveit er betri en okkar!“ Og ég gat leyft mér að vera ánægður. En auðvitað eru allir tónleikar jafn mikilvægir." Hvernig var ferðin annars? „Við héldum fimm tónleika. Til að byija með voru þrennir tónleikar í Finnlandi, og það var þægilegt því við höfðum alltaf dags leyfí á milli. En síðan lékum við í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn strax á eftir; ferð- irnar voru erfiðar, menn hvíldust ekki sem skyldi, en samt held ég að okkur hafi alltaf tekist vel upp. Og ekki síst í Kaupmannahöfn." Dómar voru alls staðar mjög lof- samlegir, og einhvers . staðar var strengjasveitinni hælt sérstaklega. „Það kemur mér ekki á óvart. Háskólabíó er verst fýrir strengina af öllum hljóðfærunum, en þegar við leikum í góðum tónleikasölum heyr- ist að strengjasveitin er alveg frá- bær. En ég verð að viðurkenna að ég hef verið harður við strengjaleik- arana, og það kemur kannski til af því að sjálfur er ég fiðluleikari og hef mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig strengir eiga að hljóma í sinfóníuhljómsveit." Fjölmiðlar verða að sinna hljómsveitinni betur Hvað hefur þú að gera með mótun dagskrár næstu ára, varðandi tón- leika og hljóðritanir? „Það er starfandi verkefnavals- nefnd, og ég starfa með henni að undirbúningi dagskrárinnar. En þeg- ar kemur að útvai-psupptökum er það Ríkisútvarpið sem tekur ákvarð- anir um hvað það vill hljóðrita. Á hverju ári vinnum við í fimm vikur fyrir útvarpið, og það ræður hvernig þeim tíma er varið; ég get engu ráðið um það þótt ég vildi. En ef ég minnist á nauðsynlegar breytingar þá þyrfti að fjölga í * strengjasveitinni. Annars fær hún ekki að njóta sín sem skyldi. Það er lykilatriði ef við eigum að leika áfram í þessum sal. Svo þarf nauðsynlega að halda fleiri skólatónleika. Þeir eru alltof fáir. í skólunum eru áheyrendur framtíðarinnar og það verður að byija snemma að veiða þá. Ekki má ég gleyma þætti sjónvarpsins, en það hefur komið mér mjög á óvart að það virðist.ekki hafa áhuga á hljómsveitinni. Samt hefur sjón- varpið samning við hana sem er nær ekkert nýttur. Sjónvarp er mjög góður miðill til að kynna tónlist í, og ég hef jafnvel stungið upp á því að hljómsveitin leiki í sjónvarpssal. En því miður hafa engin viðbrögð borist og mér þykir það leitt. Fjöl- miðlar verða að sinna sinfóníuhljóm- sveitinni betur, hún á fullan rétt á því!“ Þú ert ungur en hefur þegar öðl- ast mikla reynslu sem stjórnandi. Hvað tekur við þegar samningi þínum lýkur hér 1992? „Þótt það hljómi undarlega, þá er ég ekki mikill framagosi. Ég skipulegg líf mitt ekki langt fram í tímann; maður veit aldrei hvað kem- ur uppá. Ég hef verið mjög ánægður með Sinfóníuhljómsveit Islands, og ég get þroskað mig enn frékar með henni. Én ég kem einnig fram víða annars staðar sem gestastjórnandi og það er mjög mikilvægt, ég kynn- ist ólíku fólki og vinn við mismun- andi skilyrði. í augnablikinu hef ég þannig of mikið að gera ef eitthvað er.“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson eitthvað upphafið og fallegt. Ekki svo að skilja að það hafi verið eitt- hvert markmið hjá mér að gera mikið úr veiðieðlinu vegna þess að svo margir hafa litið þetta öðrum augum. En ef ég þytófyrir bragðið meiri villimaður en þorri þjóðarinn- ar, j)á er ég bara stoltur yfirþví.*1 I upphafssögunni er eins og hrun sé afstaðið, hún gerist greinilega síðar en þær sem á eftir koma. í síðustu sögunni er svo söguheifnur- inn horfinn og líkast því að höfund- ur skeri sögumann. Er þá allt að fara til andskotans. „Já, þessi saga er búin að minnsta kosti. Það er hins vegar ekki neitt samasem merki út í víðara samhengi. Eins og ég sagði þá er þessu ekki ætlað að vera dæmigert og hvað þá altækt. En ef menn vilja hafa þetta af spá- sagnaættinni þá er ekkert við því að segja, nema að bókin er að vísu lélegur áróður. Hitt er annað mál og stærra að þessi árin fer fram rújög alvarleg þróun í landinu. Ef þau öfl sem vilja hagræða dreifbýl- inu alveg í drep hafa sitt fram, og eru samtímis að bijóta niður sjálf- straust landsbyggðarfólks með skipulegum hætti, þá sé ég ekki annað en alvöru fjölbreytni í menn- ingu okkar muni stöðugt hraka. Nú er líka búið að opna fyrir að trillukallar verið keyptir upp smám saman. Ef þróunin verður áfram þessi er hætt við að verði ansi dauf- legt bakland og lítill jarðvegur fyrir menningu í landinu. Þetta tekur einhveija áratugi, en þá gæti skað- inn verið orðinn óbætanlegur, alveg sama hvað þeir fara í mörg mál- ræktarátök og mennjngarvikur. Menn þurfa ekki að ímynda sér að verði til einhver gullaldar Aþena í Reykjavík. Ef hér þróast upp enn frekara borgríki en orðið er þá verð- um við ekki annað en menningar- legt úthverfi. Og það eru voveifleg merki á lofti. Þingeyingar eru til dæmis ekki lengur mqntnustu menn í heimi. I staðinn eru komnir aðrir, Jón Páll, sem er nógu saklaust og skemmtilegt, en í þeim flokki eru líka sýnu verri menn, því miður.“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson 4.' Æviiaga hugmynda Helgispjall Matthías Johannessen Engin hálfvelgja, enginn hörgull á skoðunum, stundum reitt hátt til höggs og kveðið fast að orði. Bók sem ffæðir, gleður, reitir þig til reiði og agar hugsun, mál og mennsku. Meitlaðar greinar og leiftrandi hug- renningar skálds sem er hvort tveggja í senn, sjáandi og rýnandi. & & Ein af fegurstu Ijóðabókum höfuðskálds á okkar dögum. Hér er túlkuð sú skynjun sem dýpst og innst stendur f persónu- leikanum. Endurútgáfa Ijóða eftir skáld sem hefur varðveitt „upprunalegt eðli sitt og tilfinningalíf í heimi nútímans sem er margt betur gefið en að þyrma slíku að fyrra bragði“. h íb IÐUNN ♦ VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.