Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
4-
Föng úr
f ortiö
nútiö
„Eitt sinn um vor - það var víst vorið sem Bretinn hernam landið - höfðu mér
áskotnast vatnslitir og fór strax með þá og litla teikniblokk út í hraun. Þar riðu
bændur hjá á leið í smalamennsku. I kyrrðinni heyrði ég, að þeir ræddu um að
þessi sonur hans Sigurðar í Uthlíð væri víst eitthvað undarlegur; einn að teikna úti
í hrauni ... Strákurinn væri víst ekkert fyrir fé. Þvílík framtíð."
Gísli Sigurðsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessi litli drengur var Gísli
Sigurðsson, sem í dag
opnar sýningu á olíu-
myndum á Kjaivals-
stöðum. Hann teiknaði
fjöllin sundur og saman - kunni
utanað hvert gil og hvernig gróður-
torfurnar teygðust uppeftir hlíðun-
um eins og fatnaður í henglum. Til-
komumestar þóttu honum Jarlhett-
urnar og Langjökull í baksýn. „Mér
finnst það raunar ennþá,“ segir Gísli,
„og ef ég á annað borð mála lands-
lag, þá er það auðnin með Jarlhet-
turnar eins og skörðóttan tanngarð
að baki. Einhvern veginn finnst mér
áhrifameira að hafa í huga þetta
sérstaka svæði, þennan ákveðna
berangur, fremur en að skálda það
alveg. En alla nákvæma staðfræði
læt ég lönd og leið, nær lagi væri
að segja að ég máli tilfinninguna sem
eftir stendur.
Ég hef málað eina endurminningu
frá þessari grýttu slóð. Sá atburður
Quo vadis?
Rœtt við Gísla Sigurðsson, sem opnar sýningu
á olíumálverkum á Kjarvalsstöðum í dag
Fólk víll sinn söguþróð
eg engar refjar
HVERSDAGSHÖLLIN, í samnefndri skáldsögu Péturs Gunnarssonar,
er hús sem stendur skammt frá Landakotskirkjunni, hús þar sem býr
stór fjölskylda; afi, amma, foreldrar, og börn. Þar er sambýli þriggja
kynslóða. Sögumaðurinn horfir aftur um þrjátíu ár, til þess tíma þeg-
ar hann var að alast upp; hugrenningar kvikna um einstakar persón-
ur, um leikara, kvikmyndir og ljósmyndir, og um hverfið. Pétur er
vinsæll höfundur, bækur hans hafa selst mjög vel margar hverjar,
og því hefur hann upp á siðkastið verið umsetinn af fjölmiðlafólki
og áhugasömum einstaklingnm. Allir vilja heyra eitthvað um söguþráð-
inn, en Pétur veit ekki alveg hvað hann á að segja.
Fólk vill fá útdrátt,“ segir
Pétur, „ og það er hálf-
gert' snuðerí að endur-
segja texta sem maður
hefur verið að skrifa; þó
auðvitað sé einhver söguþráður og
andrúmsloft sem hægt er að kom-
mentera á.“
Þá er best að hvíla þá endursögn
í bili. Það eru liðin fimm ár frá síð-
ustu skáldsögu þinni.
„Já, Sagan öll kom út 1985, og
Hversdagshöllin var byrjuð að fæð-
ast þegar hún var á endasprettinum.
Þetta efni hefur síðan verið meira
og minna á skrifborðinu hjá mér
síðan, en ég hef þó stundum lagt
það til hliðar og sinnt öðru; gaf út
greinasafn 1987, Vasabók í fyrra,
sem var allt annars eðlis. Þar voru
hvorki sögur eða greinar, heldur
athuganir og allskonar hugleiðingar.
En Hversdagshöllin var alltaf í gerj-
un. Mér lætur ágætlega að vinna í
tömum, það kemur ailtaf að því að
maður skrifar sig upp að vegg, og
þá er ráð að fjarlægjast um tíma,
leggja í salt, og koma ferskur til
verksins seinna.“
Þetta er fyrsta bókin eftir að
flokknum um Andra lauk, var
kannski erfitt að komast frá þeim
söguheimi og skápa nýjan? .
„Ja, yrkisefnin koma að innan og
leita á. Formlega séð eru Andrabæk-
urnar sagðar í þriðju persónu, en
samt klofnar Sagan öll, og þar skýt-
ur einnig upp fyrstu persónu frá-
sögn, sem að því leyti til kann að
hafa verið fyrirboði að Hversdags-
höllinni.“
Og formlega byggir þú enn mikið
á stuttum köflum.
„Það er rétt að mínar bækur eru
settar saman úr atriðum sem eru
ekki mjög löng, og gefa ákveðið
frelsi. Ég er hræddur við og mótfall-
inn ákveðinni klisju í skáldsöguform-
inu. Það er svo rosalega plægður
akur, að það er hætt við að í hann
séu komin djúp hjólför og jafnvel
færibönd, þú segir fyrstu setninguna
og hitt getur komið sjálfkrafa. Það
eru ákveðnir kækir í skáldsögunni
og í minni aðferð felst ákveðin við-
leitni til að sneiða hjá þessum klisjum
og kækjum með atriðaskiptunum.
Þar get ég losað um mig og fundið
nýja fleti.“
Við erum epísk þjóð
Þetta býður upp á ákveðið ljóð-
rænt frelsi.
„Já, og það er einmitt hlutur sem
ég leyfði mér algjörlega í vasabók-
inni; þar eru atriðin bara nokkrar
setningar. Þá bók hafði ég afspyrnu
gaman af að vinna, gat leikið mér
með brotin og þurfti ekki að hafa
söguþráð. En annars vill lesandinn
söguþráð. Við erum epísk þjóð, frá-
sagnarhefðin er mjög sterk, fólk vill
sinn söguþráð og engar refjar."
Má þá taka það sem svo að þú
hafir ekki gaman af að spinna sögu-
þráð, brotin veiti meiri gleði?
„Það má örugglega til sanns veg-
ar færa. Að vísu er full sterkt að
segja að ég hafi ekki gaman af sögu-
þræði, en ég vil alls ekki að hann
taki af mér völdin. Ég vil geta hægt
á frásögninni, leikið mér að orðun-
um, og sukkað í málinu."
En þá komum við að því að þú
segir ákveðna sögu í bókinni.
„Já, vissulega er ákveðin saga og
ákveðin framvinda. Hún snýst mikið
um þetta hús og þijár kynslóðir sem
búa í húsinu. Þessu persónugalleríi
tengjast ýmsir þræðir sem liggja frá
húsinu og að. ‘Sögumaðurinn hefur
alist upp í því, og er að horfa til
baka þijátíu árum seinna."
Þú talaðir um epíkina og frásagn-
arþörfina, en íslendingar eru líka
sólgnir í ævisögur. Er þetta sjálfs-
ævisaga að einhveiju leyti?
„Nei. Þó ólst ég upp í svona fjöl-
skylduhúsi, og það er víst ekki svo
algengt. Ég hef reynslu af svona
húsi sem verður kjalfesta og þunga-
miðja í lífinu, en ég er alveg fijáls
af þeirri reynslu í sögunni, ég bý til
persónur í þéssa hversdagshöll; en
set hana þó niður í hverfið sém ég
ólst upp í. Sagan gerist í nágrenni
við Landakotskirkju, þetta er eins-
konar vem-leiku: Ákvéðið gefið
ástand er tekið, ísland og allt sem
því fylgir, en síðan er skáldað inn
í; leikið með tilbúna atburðarás.
Þetta er veruháttur allflestra skáld-
sagna. Gengið er út frá ákveðnum
ramma og afgangurinn er skáld-
skapur.“
Vitund barnsins stendur nærri
skáldskapnum
Það fer ekki hjá því að tónninn
virki á köflum sem nostalgískur,
enda er það árátta hjá jnönnum að
setja bernskuna í goðsagnalegt sam-
hengi.
„Eg held það megi tala um nost-
algíu í bókinni að því leyti að lífið
er glatað á vissan hátt. Það er þó
hægt að endurheimta það í minning-
unni, en því fylgir viss söknuður.
Orðið nostalgía er ekki svo vitlaust
í þessu samhengi, það þýðir víst
orðrétt að langa aftur á tiltekinn
stað, og það er einmitt lóðið með
sögumanninn, hann munar aftur í
bernskuna í húsinu.
- segirPétur
Gunnarsson um
brotaform, Ijóð-
rœnu ogþráð í
nýrri skáldsögu
sinni
Barnið, og skynjun þess, er uppá-
haldsyrkisefni hjá mér. Heimsmynd-
ir barna og hvernig heimsmyndin
verður til með þeim. Ég hef gaman
af að skoða huglægar hugmyndir
okkar af veruleikanum; hvernig þær
verða til, þróast, og nýjar taka við.“
Mikið hefur verið talað um þessar
bernskusögur ungra rithöfunda, og
þær hafa jafnvel með neikvæðum
formerkjum verið kallaðar stráka-
sögur. En það hlýtur að vera spenn-
andi að nota ómótaða vitund barns
til að sýna heiminn? '
„Vitund barnsins stendur mjög
nærri skáldskapnum. Hún er frum-
læg, og að því leytinu til fersk. Allir
hafa verið börn og kynnst börnum,
og þegar við berum þær stöðnuðu
heimsmyndir sem við endum í, sam-
an við lifandi sýn og fijóar heims-
myndir bernskunnar, er það síðar-
nefnda vitanlega þakklátara yrkis-
efni. Barnið upplifir kannski eina
heimsmynd á dag á vissu þroska-
ferli, en okkar eru gatslitnar, út-
þvældar og margnota.“
Kvikmyndir koma mikið við sögu.
„Það helgast af því að sögumaður-
inn er bíófrík, eins og allir af þeirri
kynslóð, hann elst að hluta upp í
kvikmyndahúsum. Og þegar hann
leggur mat á fólkið umhverfis, þá
hefur hann hliðsjón af kvikmyndalei-
kurum og persónum kvikmyndanna.
Síðan er þarna ein persóna í bók-
inni, Frímann, sem er áhugakvik-
myndatökumaður, hann tekur kvik-
myndir á 8mm vél og sýnir í afmæl-
II