Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 5

Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 5
B 5 °g byggjast á mannlega þættinum í hverju verki. Á þessari sýningu er eitt portret; það er af Jóhanni Kol- beinssyni, fjallkóngi Gnúpveija um áratugi. Hann var eftirminnilegur og sérstæður eins og öræfin, sem voru ríki hans. Að minni hyggju skiptir sköpum ^ að myndlistarverk hafi andlegt inn- tak. Myndlistin er líka miðill og hún þarf að geta miðlað þessu andlega inntaki. Eg vil gera þá kröfu til mín t að mynd veki til umhugsunar og að hún miðli einhveiju andlegu inntaki og að það sé alveg „læsilegt“ af myndinni. Ef ég reyni að túlka ákveðna kennd, þá vil ég að einmitt sú kennd komist til skila - en ekki eitthvað annað. Samt er hægt að skilja heilmikið eftir fyrir hugarflug áhorfandans." Þú leitar fanga í mjög miklum andstæðum; nútíðarborgarsamfélagi og gömlu, grónu sveitasamfélagi. Álítur þú að borgarbarn nútímans eigi auðvelt með að skilja nátturuna og sveitalífið til hlítar? „Nei, eiginlega ekki. Og ég held að þetta gamla sveitalíf sé eins ljar- lægt nútímamanninum og Egils saga; það er að segja, það sem ég kalla gjarnan hestaverkfæraöldina. En mér finnst mjög gaman að hafa lifað þennan tíma og finnst skemmtilegt að segja frá honum í myndum. Þó geri ég mjög lítið af því á þessari sýningu. Myndirnar á henni snúast mest um sálfræði. Sumar fjalla bæði um sálrænt ástand og spurninguna um að lifa af á Is- landi. til dæmis það að lifa af vetur- inn. í myndum um vetrarkvíða er þessi óskaplega langa bið eftir vor- inu sem ætlar aldrei að koma - svo þegar það kemur verður það oftast nær ekki annað en framlengdur vet- ur. Svo eru sumar myndirnar af þessu tagi hrein allegóría, eða tákn- myndir um lífið hér á klakanum. Það líf er mér jafn hugleikið og sú snilld sem forfeður okkar skildu eftir sig, bæði í Völuspá og Sólarljóðum. - Því það er fyrst og fremst þessi til- vera manneskjunnar sem ég hef áhuga á, sama hvert ég leita - í nútíð, æsku eða arfleifð." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Þorgeirsbolinn í lífi liennar. var ekki ánægjulegur á meðan á honum stóð, en hann hefur orðið mér hugstæður síðar: Við vorum fimm saman í fjallaferð og villtumst í niðdimmri þoku á Skerslunum við Jarlhettur. Sú villa stóð meiripart dags; þá lyfti þokunni líkt og tjald væri dregið frá og við ætluðum varla að þekkja okkar hvunndagslega umhverfi. í myndinni læt ég okkur svífa í lausu lofti. Þannig var tilfinn- ingin.“ Á sýningunni sem Gísli opnar á Kjarvalsstöðum í dag birtist okkur þó ekki fjöll eða berangur - ekkert landslag, nema ef vera skyldi það stórbrotna landslag sem er innan í hveijum manni. Vitund hans er oftar en ekki tvískipt; hann er það sem sýnist og líka allt hitt, sem aldrei sést: Minningarnar, reynslan og arf- leifðin. „Mér finnst ég lifa í tveimur ólík- um heimum," segir Gísli. „Það eru annars vegar þessar fortíðarrætur í sveitasamfélagi kreppu- og stríðsár- anna og sem ég nota dálítið í mynd- um mínum. Hinsvegar er það nútim- inn og það líf sem við lifum núna. Þegar ég tala um nútímann á ég einnig við áhrif frá myndlist, bæði hér heima og erlendis. Mig langar til að nýta mér það sem ég hef upp- lifað í þessum tveimur heimum sem eru svo gerólíkir - en við þá bætist okkar eldforni bókmenntaarfur, bæði Völuspá og Sólarljóð." Eru myndirnar þá að einhveiju leyti endurminningar? „Nei, þær eru byggðar á minning- um. Það er að segja, myndirnar eru túlkun mín á minningunum. Ég geri Iíka mikið af því að túlka hugmyrd- ir í myndum mínum - bæði sálfræði- legar hugmyndir og aðrar. Fyrir mér er hlutverk myndlistarinnar að túlka; túlka samfélagið, túlka fortíðna og túlka hugmyndir.“ Hvað með þína hugmyndafræði? „Mín hugmyndafræði byggir, í fáum orðum sagt á því, að ég á rætur í íslenskum jarðvegi og þaðan koma mín föng að mestu leyti. Eng- - inn getur hinsvegar verið óháður sjálfri listasögunni eða samtímanum. Maður vinnur úr þeim safa, sem þessar rætur skila. Sumt snertir landið, sumt fólkið í landinu fyrr og nú, söguna og bókmenntirnar. En það liggur í hlutarins eðli, að mynd- list af þessu tagi verður frásagnar- leg, og ekkert er rangt við það. En hún getur og verður að vera skáld- skaparleg um leið. Þá er komið á lendur fantasíunnar, þar sem bæði er hátt til lofts og vítt til veggja. Skáldskaparlaus mynd getur hins- vegar einungis valdið mér leiða.“ Ég er nær alveg hættur að fást við hið svokallaða mótífmálverk. Það er, að byggja á ákveðinni fyrinnynd og mála eftir henni, hvort heldur það er uppstilling, fjall eða gata í bæ. Undantekning frá þeirri reglu eru þó portret, sem eru vitaskuld mótífmálverk með algerri sérstöðu Morgunblaðid/Einar Falur Pétur Gunnarsson isboðum. Þá rekur sögumaður augun í að þetta raunverulega fólk verður svo þvingað og óeðlilegt á filmu; heldur fyrir andlitið og hleypur úr myndrammanum. En aftur á móti er tilbúna fólkið í kvikmyndunum svo eðlilegt, að sögumaðurinn gælir við að skipa atvinnuleikara í hlut- verk hversdagsfólksiris umhverfis hann. Síðan eru líka vangaveltur um aðalhlutverkið; í kvikmyndum er alltaf einn sem fer með -það, en í raunveruleikanum gengur það svo illa, margir gera tilkall til þess og af því spretta togstreita, óánægja og hremmingar." Myndir eru miðlægar í sögunni Svo er faðir sögumannsins áhuga- ljósmyndari. Á sama hátt ert þú svo myndrænn rithöfundur, byggir mik- ið á myndum. „Já, myndrænan næstum því sér- kennir þessa bók - en málverk eitt mikið er í húsinu og mótar íbúa þess - svo myndir eru mjög miðlæg- ar í Hversdagshöllinni. Hún hefði þessvegna getað heitið Myndasaga." Og hún er lýrísk. „Það er ekki laust við að það sé keppikefli rnitt í þessari bók að reyna að láta setningarnar líkjast því sem þær eru að lýsa. Ég hugsa að þessi tilfinning um ljóðrænu geti sprottið af þessari tilraun til innlifunar, sem gætir einmitt oft í ljóðum eða í ljóð- rænum stíl. Þá er eins og sá sem heldur á pennanum renni. saman við viðfangsefnið. Þegar fjallað er um eitthvað sorglegt eiga setningarnar að smita frá sér sorginni, og setning- ar um gleði eiga að smita gleði. Þetta er markmið sem ég.mæni til.“ Punkturinn kom út 1976, og með honum breyttust áherslur í íslensk- um bókmenntum, formið skipti meira máli og húmorinn. Þú varðst metsöluhöfundur, er ekki ákveðin pressa á þér að fylgja velgengni fyrstu bókanna eftir? „Ég hef alltaf þrætt fyrir það, og meðvitað er það ekki, en auðvitað ómeðvitað. Það væri tilfinningalaus, maður sem ekki tæki mið af því andrúmslofti sem hann hrærist í. Ég er ekki frá því að mér hafi fund- ist þessi kvöð hvíla á mér með fyrstu sögurnar, að þæt' yrðu að ganga vel, en ég held að ég hafi losnað frá þesari tilfinningu með Sögunni allri. Þá hafði ég sjálfur gefið út Persónur og leikendur, sem hafði gengið mjög vel, og eftir það urðu einhver vatna- I skil í minni afstöðu, þetta hætti að skipta eins miklu máli hvernig sölu- tölurnar litu út. Mig langaði að skrifa góða bók og það varð keppikeflið.“ Eins og að hlaupa maraþon Menn hafa talað um að skáldsag- an á íslandi hafi breyst mikið á síð- ustu árum, til dæmis frá því að Punkturinn kom út. „Ég held að eðli málsins sam- kvæmt verði skáldsagan að vera í ' stöðugri breytiþróun. Rithöfundur stendur alltaf frammi fyrir því að ótal aðrir höfundar hafi fjallað um sama yrkisefnið, og hann verður að marka sérstöðu á einhvern hátt. Hann getur ekki skrifað sömu bók og einhver annan skrifaði á undan. Höfundur verður því að finna sinn stíl og sinn tón, bijóta til mergjar vandamál þar að lútandi - þannig að það kemur mér ekkert á óvart j að skáldsögur í dag séu ólíkar sögum sem voru skrifaðar fyrir fjórtán árum. Nákvæmlega eins og skáld- sögurnar fyrir fjórtán árum voru gjörólíkar sögunum þar á undan.“ Það er áberandi að höfundar byija gjarnan sem ljóðskáld. „Einmitt, sjálfur gaf ég fyrst út 4 ljóðabók. Bytjandi fer ógjarnan \ strax í skáldsögu. Hann æfir sig áður á einhveiju þar sem niðurstað- an er fyrr fengin; ljóðum eða smá- sögum, sem hægt er að virða fyrir sér sem heild, á meðan skáldsaga er margra ára vinna. Þetta er eins og að hlaupa maraþon, fyrst þarf að taka stutta spretti á æfingum! Ég lít því á þetta sem æfingaferli, plús það að ungdómsár fela í sér reynslu sem á margan hátt hentar fyrir ljóðið. Ég er ekki að meina að síðan þynnist allt út, og prósinn sé J eitthvað ómerkilegri en ljóðið. Alls ■ ekki. Skáldsagan var alltaf mark- l miðið hjá mér og ég þurfti að æfa : mig fyrir hana.“ 4 Viðtal: Einar Falur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.