Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
—
Zbig-
niew
Herbert
Keisaradraumar eru
yenjulegir draumar
llalfriJHII
ÉG ER sammála því sem oftar en einu sinni hefur verið orðað hér
í blaðinu að bókmenntatímaritin íslensku líkjast um of hvert öðru.
Þetta kemur m. a. fram í því að sömu höfundarnir skrifa þau
að mestu og í meginatriðum er lítill ágreiningur milli þeirra. Sem
betur fer eru þó dæmi um hið gagnstæða. Ritstjórar tímarita
hafa tilhneigingu til að leita alltaf til sama fólksins um efni og
reynslan er oft sú að erfitt er að fá annað fólk til að skrifa, ekki
síst það sem hefur eitthvað nýtt og mikilvægt að segja.
að sem hér hefur vérið sagt
gildir ekki síst um Tíma-
rit Máls og menningar og
Skírni. Ekki verður þó farið út í
samanburð að sinni, en áhuga-
sömum lesendum ráðlagt að gera
sínar eigin kannanir. Tímarit
Máls og menningar, 3. hefti þessa
árs, og hausthefti Skírnis eru
nýkomin út.
Minnsta tímarit landsins „fyrir
skáldskap" kom líka út fyrir
nokkru, annað hefti 1990, 36
blaðsíður í smáu broti. Þetta er
Ský sem þeir ritstýra skáldin
Óskar Árni Óskarsson og Jón
Hallur Stefánsson.
Ég kann vei við form Skýs og
ritstjórnarstefnu. Eftir nýja heft-
inu að dæma eru það einkum Ijóð
sem ritstjórarnir leggja áherslu
á, innlend og erlend.
Geirlaugur Magnússon þýðir
átta ljóð eftir Pólveijann Zbigniew
Herbert (f. 1924) sem er eitt af
helstu skáldum þjóðár sinnar,
einnig leikritaskáld og ritgerða-
höfundur. Hann er ekki með öllu
ókunnur á íslandi. Athyglin beind-
ist að honum strax á sjötta ára-
tugnum þegar hann var framar-
lega í flokki andófsskálda í hei-
malandi sínu. Herbert vinnur nú
að ritgerðasafni um Holland á
sautjándu öld og hafa birst kaflar
úr því sem vitna um mikla sögu-
lega þekkingu og óvænt sjónar-
hom skáldsins.
í Keisaranum, einu Ijóðanna
sem Geirlaugur þýðir eftir Her-
bert, er aðvörun til þeirra sem enn
eru með mynd af harðstjóranum
uppi á vegg. Slíkar myndir þarf
vissulega að fjarlægja og það
hafa þjóðir Austur-Evrópu verið
önnum kafnar við að undanfömu.
í öðru keisaraljóði, Keisara-
draumi, verður keisarinn „bjalla
sem hættir sér fram á gólfið/ í
ætisleit". Þá birtist skyndilega
risafótur lífvarðar hans sem er
reiðubúinn að kremja hann til
bana. Keisarinn æpir upp úr
svefninum á glufu til að fela sig
í og leitar hennar: „Gólfíð er slétt
og hált./ Keisaradraumar eru
venjulegir draumar."
Fleiri Ijóð Herberts: Dæmisaga
um rússneska útlaga, Heimför
ræðismannsins og Hakeldama eru
til marks um tilhneigingu hans
að yrkja um söguleg efni, liðnar
aidir sem aldrei eru ólíkar okkar
eigin. Þótt Herbert sé lært skáld
og oft háður klassískum minnum
og fræðum er hann víða skori-
norður í ljóðlist sinni eins og fleiri
pólsk skáld sömu kynslóðar kennd
við hið sögulega ár 1956, meðal
þeirra Tadeusz Rözewicz.
Pólsk samtímaljóðlist hefur
lengi þótt eftirtektarverð.
Czeslaw Milosz fékk Nóbelsverð-
laun 1980 og Wislawa Szym-
bcjrska (f. 1923) hefur þótt koma
sterklega til greina, en hróður
hennar fer nú vaxandi erlendis
eftir vissa einangrun heima fyrir.
Hún er afar hlédræg, fáar myndir
til af henni og er lítið gefin fyrir
viðtöl. Ljóðabækur hennar, átta
talsins, eru smákver. Eftir tíu ára
þögn sendi hún frá sér Fólk á
brú, 1986.
Ský kynnir fleiri erlend skáld
en Herbert. Ljóð og textar eru í
ritinu eftir bandaríska leikrita-
skáldið og kvikmyndaleikarann
Sam Shephard, hversdagsraun-
sæið meira áberandi hjá honum
en Herbert, m.a. í texta um dauð-
an sundfugl á miðju bílastæði.
Óskar Arni Óskarsson er þýð-
andi Shephards og einnar hæku
eftir landa hans, Etheridge
Knight.
Magnúx Gezzon þýðir Ijóð eftir
Danann Henrik S. Holck sem fjall-
ar um hvað auðvelt er að breyta
heiminum. Það hefur aftur á móti
þótt erfitt og nær óvinnandi hing-
að til.
Nokkur íslensk ljóð eru í Skýi,
, m.a tvö eftir Braga Ólafsson sem
eru líkt og mælt af munni fram,
rabbtónn setur svip á þau eins og
fleiri ljóð Braga sem er meðal
hinna frumlegri í hópi yngri
skálda.
Ský leiðir hugann að því að
tímarit þurfa ekki að vera stór
og þykk tii að hafa eitthvað að
segja, eiga erindi og ekki er nauð-
synlegt að þau séu öll eins.
J.H.
Kvöldlokkur
á jolaf östu
Tónleikar Blásarakvintetts Reykja-
víkur í Seltjarnarnesskirkju
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur sínar árlegu
Kvöldlokkur á jólaföstu með tónleikum næstkomandi
þriðjudagskvöld í Seltjarnarnesskirkju. Þessir tónleikar
kvintettsins eru hinir tíundu í röðinni og hafa löngu áun-
nið sér fastan sess I tónlistarlífi borgarinnar á aðventunni.
efnisskrá tónleikanna eru að vanda
serenöður (kvöldlokkur, þýð. Guðm.
Finnbogason) frá klassíska tíman-
um eftir Beethoven og Mozart en
einnig eftir tónskáldið Castil-Blazé.
„Við fréttum að félagar okkar í
Evrópu væru mikið að spila þetta
verk og fannst ástæða til að skoða
það nánar. Þetta er mjög skemmti-
legt verk eins og reyndar serenöð-
urnar eru yfírleitt,“ sagði Einar
Jóhannesson, einn fímmmenning-
anna í kvintettinum. „Serenöður eru
mjög hljómfalleg tónlist og óflókin,
án þess að vera beinlínis einföld.
Þetta er nánast tækifæristónlist
síns tíma, gerð til að létta fólki
skapið. Sem blásaratónlist er hún
mjög björt og hentar vel í skamm-
deginu."
„Serenöðurnar krefjast reyndar
fleiri blásturshljóðfæra en kvintett-
inn hefur á að skipa reglulega og
því bætast góðir félagar í hópinn
fyrir þessa kvöldlokkurtónleika,"
sagði Einar. Þeir sem fram koma
eru Daði Kolbeinsson, Peter
Tompkins, Kristján Þ. Stephensen,
Guðrún Másdóttir, Einar Jóhannes-
son, Sigurður I. Snorrason, Joseph
Ognibene, Þorkell Jóelsson, Haf-
steinn Guðmundsson og Björn Th.
Árnason. Þeir Daði, Einar, Joseph
og Hafsteinn skipa kvintettinn
ásamt Bernard Wilkinson flautu-
léikara sem reyndar tekur ekki þátt
í Kvöldlokkurtónleikunum þar sem
hljóðfæraskipan gerir ekki ráð fyrir
flautunni. „Bemard sinnir öðmm
verkefnum á meðan,“ segir Einar.
„Við höfum aldrei auglýst þessa
tónleika sérstaklega en þeim hefur
vaxið fylgi í gegnum árin og okkar
föstu áheyrendur hafa elt okkur
kirkju úr kirkju því við höfum aldr-
ei haldið tónleikana nema einu sinni
í sömu kirkju. Það er því tilhlökkun-
arefni að leika í Seltjarnamess-
kirkju núna.“
Blásarakvintettinn hefur gert
Verk eftir Mozart og Brahms
í Ytri-Njarövíkum ogHellu
TÓNLEIKAR verða haldnir í Ytri- Njarðvíkurkirkju á morgun,
sunnudaginn 9. desember og hefjast klukkan 15.00. Þórhallur Birgis-
son og Kathleen Bearden leika á fiðlu, Helga Þórarinsdóttir á víólu,
Nora Kornblueh á selló, Óskar Ingólfsson á klarinettu og Snorri S.
Birgisson á píanó. Næstkomandi laugardag, 15. desember verður
hópurinn síðan með tónleika í Ártúni 5 á Hellu, á vegum söngfélags
heilags Þorláks í Rangárþingi. Þeir tónleikar hefjast klukkan 16.00.
Aefnisskrá tónleikanna eru tvö
tónverk; klarinettukvintett í
A-dúr K 581, eftir Mozart
og píanókvintett í f-moll opus 34,
- eftir Brahms.
fyrstu tónleikar hópsins, með þess-
ari efnisskrá, voru á Grundárfirði
og til þessara tónleikaferða hefur
hann fengið styrk frá Félagi
íslenskra tónlistarmanna. „Til
þeirra er hægt að sækja um styrki
til þriggja kammermúsíktónleika
utan Reykjavíkur," segir Óskar Ing-
ólfsson, einn af forsvarsmönnum
hópsins. Þetta eru em ekki háir
styrkir, svo við verðum að halda
okkur í nágrenninu, vegna þess
hvað við eram mörg.“
Er mikill áhugi fyrir tónleikum
af þessu tagi utan Reykjavíkur.
„Ég veit það svei mér ekki. Það
virðast flestir listamenn hafa sömu
sögu að segja; aðsókn er ekki góð
og ég veit ekki hvernig stendur á
því. Kannski er fólk hrætt við þessa
músík. Eins og það haldi að það
þurfí að vera í einhveijum stelling-
um til að koma á tónleika. Ég hef
oft velt því fyrir mér, hvernig á
þessu stendur - því auðvitað viljum
við fá sem flesta áheyrendur; heis^
fylla húsin.
Fyrir nokkrum árum las ég bók
eftir Thoreau, bandarískan heim-
speking, sem einnig er rithöfundur.
Hann spyr, í bókinni, hvort les-
andinn myndi fara að heimsækja
Sókrates, ef hann byggi í næsta
húsi. Hann svarar því sjálfur um
hæl að Sókrates búi einmitt í næsta
húsi, því hann hefur skilið eftir all-
ar sínar sterkustu hugsanir á prenti.
Og þannig er það þegar maður fer
og hlustar á Brahms og Mozart;
það er eins og að kíkja inn til þeirra.
Kannski líkar manni við þá, kannski
ekki, en maður þarf hvorki að vera
í einhveijum stellingum eða formi
til þess.
Bæði þessi verk era aðgengileg;
ljúf og falleg, svo það er ekkert að
óttast."
ssv