Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 1
VIKUNA 15. — 21. DESEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 BLAÐ Ofsinn við hvítu línuna Spennumyndin Ofsinn við hvítu línuna (White Line Fe- ver) er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Þarsegir frá Carrol Jo Hummer sem er fyrrverandi orrustuflug- maður. Hann kaupir átján hjóla vörubíl, fer ásamt konu sinni til Arizona í leit að vinnu og hittir gamlan félaga sinn, Duane. Sá útvegar honum verkefni en þegar Carrol átt- ar sig á því að hann flytur ólöglegan varning segir hann starfi sínu lausu. Það er ekki vel séð og er hann laminn til óbóta. Carrol finn- ur sér löglegan varning til að flytja en fortíðin lætur hann ekki í friði. Hótanir og ofsóknir eru daglegt brauð. Maltin:-**^ SÚM Sjónvarpsþáttur um SÚM-hópinn sem um miðjan sjöunda áratuginn ruddi braut nýjum viðhorfum á ís- landi er á dagskrá Sjónvaps nk. sunnudag. Framm að þeim tíma var óhlutbundin myndlist (abstrakt) ríkj- andi hér á landi en tilkoma Súmmara markaði þáttaskil. Þeir veittu til landsins ýmsum erlendum hræring- um í myndlist og breyttu ríkjandi hugmyndum um hvað væri list með því að nota ýmis óhefðbundin efni til listsköpunar og fást við hugmynd- ir og kenndir sem ekki var venjan að fást við í myndlist. Enda fór list' Summara fyrir brjóstið á mörgum og má þar nefna Heysátu Sigurðar Guð- mundssonar á gólfinu í Gallerí SÚM og vörðu úr brauðum sem lögreglan fjarlægði af Skólavörðuholtinu áð kröfu heilbrigðisyfirvalda. í þættinum er rætt við eftirtalda Súmmara um þetta tímabil: Einar Guðmundsson, Elisabetu Gunnars- dóttur, Guðberg Bergsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Tómasson, Hrein Friðfinnsson og Sigurð Guð- mundsson. Þá er rætt við Kjartan Guðjónsson sem var í forsvari fyrir Felag íslenskra myndlistarmanna en Súmmarar lentu í hartrömmum deil- um við þann félagsskap. Umsjónar- menn eru Björn B. Björnsson og Sig- urður Hróarsson. Leikrit vikunnar, sem er á dagskrá Rásar 1 nk. fimmtudag, er nýtt íslenskt verk, „Ský“ eftir Árna Ibsen, sem jafnframt leikstýrir. í leikritinu segir frá gömlum manni sem glím- ir við óuppgert mál úr fortíðinni. Leikendur eru: Rúrík Haraldsson, Bríet Héð- insdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir. Árni Ibsen Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Utvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6 Vinsælustu myndböndin 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.