Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
MORGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 199a
B 3
Höfundarnir, Ólafur
Haukur Símonar-
son og Gunnar
Þórðarson, skiptu
með sér verkum
og eðlilega sá rit
höfundurinn um
orðin og tónlistarmaðurinn um tón-
listina. „Orðin urðu til fyrst, en við
ræddum alltaf saman um söguna,“
segja þeir félagar, þar sem þeir
hafa tekið sér örstutt hlé frá funda-
höldum og undirbúningi, til að ræða
um verkið. „Það hefur staðið til hjá
okkur í nokkur ár að vinna verk í
ætt við þetta, en vegna anna hefur
það dregist þar til nú. Þeir hjá Leik-
félagi Reykjavikur fengu okkur af
stað í fyrravetur, og þá settumst
við niður og byijuðum fyrir alvöru.
Síðasta árið hefur farið meira og
minna í þetta hjá okkur.“
— Úm hvað er þessi söngleikur?
„Þetta er gamanleikur," segir
Ólafur Haukur, „einhvers staðar á
mörkum söngleiks, leikrits og revíu.
Sönglistin er áberandi, nítján söng-
númer og mikið af annarri tónlist.
Kjarni sögunnar er sá, að lýst er
ástandinu hjá athafnamanninum
Manfreð Jónssyni, sem er að brjót-
ast í því að koma upp stærsta hót-
eli landsins, og hefur með sér sveit
vina og samstarfsmanna. Það geng-
ur brösulega, eins og vill nú verða
hjá okkar ágætu athafnamönnum,
en vonirnar eru miklar. Þegar verst
gegnir berst hjálp, erlendir fjár-
mögnunaraðilar blanda sér í málið.
En sú aðstoð er skilyrðum bundin,
svo þetta er allt málum blandið.
Manfreð stendur að lokum and-
spænis ákveðnu vali, og það er ekki
rétt að rekja söguna lengra."
— Tónlistin er allrahanda, rokk,
ballöður, erlend sveifla og íslensk.
„Ég reyndi að setja mig í ólíkar
stellingar, efnið baúð vel upp á það,“
segir Gunnar. 0g þeir félagar eru
ánaégðir með það hvað tónlistin er
fjölbreytileg: „Það vili alltof oft
brenna við í söngleikjum að músíkin
sé einstóna og lík. Eitt eða tvö núm-
er loða við eyrun, en hitt hljómar
allt eins.“ Olafur Haukur bætir
síðan við að hann telji að Gunnari
hafi tekist að búa til mörg númer
sem festist hugsanlega i áhorfend-
um.
Gunnar bregst af hógværð við
þessum orðum félaga síns: „Hljóm-
sveitin er alveg frábær, valinn mað-
ur í livetju rúmi, og Þórir stjómar
henni eins og herforingi. Það sam-
starf hefur verið sérstaklega
ánægjulegt."
Morgunblaðið/Einar Falur
Höfundar söngleiksins Á köldum klaka: Ólafur Haukur Símonarson
og Gunnar Þórðarson.
— Er ekki mikið verk að setja
upp svona stóran söngleik, á-stóru
sviði, og með mörgum leikurum?
„Það er algjör hrollvekja að setja
saman svona sýningu, og það ætti
að vera óframkvæmanlegt á þessum
sjö, átta vikum, við okkar íslensku
aðstæður. En við íslendingar eru
vanir því að framkvæma ófram-
kvæmanlega hluti! Hér er verið að
reyna margt í nýju húsi, en það virð-
ist allt ætla að smella þokkalega."
— Hafið þið tekið virkan þátt í
undirbúningnum?
„Já, já, við höfum verið hér upp
á hvern dag. Það er að mörgu að
hyggja þegar verið er að móta svona
sýningu hér í fyrsta skipti. Þetta
er allt annar handleggur en að
kaupa til landsins erlenda tilbúna
söngleiki, þar sem fylgja mynd-
bandsspólur með upplýsingum um
hvernig eigi að standa að hlutunum.
Það er auðvitað miklu meira gaman
að vinna sýningu alla leið, eins og
hér hefur verið gert. Segja sögur
úr okkar þjóðfélagi, sem tengjast
okkar /ólki.“
— Á að halda samstarfinu áfram
ef þetta fer allt að óskum?
„Það er aldrei að vita,“ segir Ólaf-
ur Haukur, „en ég held að Gunnar
sé orðinn veikur fyrir leikhúsinu."
— Er það rétt Gunnar?
„Já, þetta er geysilega skemmti-
leg vinna. Skemmtilegra en að vera
bara lokaður inni í hljóðveri við að
gera hljómplötur. Þetta er ný
reynsla, sem ég hef mikinn áhuga
á að vinna áfram að.“
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson
Tónlistarskólinn i
Reykjavik sextíu óra
Saga skólans
er samofin
tónlistarþróun
í landinu
Tónlistarskólinn í Reykjavík fagnar
sextugasta starfsári sínu á þessum vetri.
Fimmta október sl. voru liðin sextfu ár frá
þvf að skólinn var settur í hátfðasal
Menntaskólans f Reykjavík að viðstöddum
rúmlega þrjátfu nemendum. í vetur eru
nemendur skólans á þriðja hundraðið og
starfsemin og áherslurnar hafa vitaskuld
breyst ftfmans rás.
Tónlistarskólinn í Reykjavík
er elsti starfandi tónlistar-
skólinn á landinu og sá
skóli sem hefur útskrifað
næstum alla okkar atvinnutónlist-
armenn á þessum tíma,“ segir Jón
Nordal skólastjóri sem hefur stýrt
skólanum um rúmlega þriggja ára-
tuga skeið og leitt hann í gegnum
flestar og mestu breytingarnar sem
orðið hafa á starfseminni.
„í upphafi leysti skólinn úr
brýnni þörf þar sem enginn skóli
var í landinu til að kenna tónlist
og kennt var á ölium stigum tónlist-
arnáms en eftir því sem árin hafa
liðið hefur þetta orðið skóli fyrir
þá sem ætla að leggja fyrir sig
tónlist. Til dæmis má nefna að
1961 voru fyrstu tónmenntakenn-
arnir fyrir grunnskóla útskrifaðir
úr tónmenntakennaradeild sem tók
til starfa 1959. í framhaldi af þessu
voru smátt og smátt stofnaðar
kennaradeildir í hljóðfæraleik og
söng. Ein nýjasta deildin í skólan-
um er tónfræðadeildin, þar sem
kennt er á háskólastigi í tónfræðum
og núna hafa útskrifast nokkrir
hópar frá þeirri deild.“
Fyrsti skólastjóri Tónlistarskól-
ans var dr. Páll Isólfsson og gegndi
hann því starfi til ársins 1956.
Árni Kristjánsson tók þá við skóla-
stjórninni þar til Jón Nordal réðst
til starfans 1959. „Árni var auk
þess lengst af aðalkennarinn í
píanóleik og hafði unnið ómetan-
legt starf hér við skólann í yfir 50
ár þegar hann hætti kennslu fyrir
nokkrum árum,“ segir Jón.
Tónlistarskólinn var fyrst til
húsa í Hljómskálanum og haustið
1930 voru 4 kennarar ráðnir að
skólanum. Skólinn skipti nokkrum
sinnum um húsnæði áður en hann
komst í núverandi húsnæði í Skip-
holtinu. Eftir stríðið var skólinn um
skeið í Þjóðleikhúsinu, þaðan flutt-
ist hann aftur í Hljómskálann og
þaðan í Þrúðvang en frá 1963 hef-
ur skólinn verið til húsa á sama
stað í Skipholti 33. Húsakynni þar
eru reyndar löngu orðin of lítil því
þrátt fyrir takmarkanir á aðgöngu
að skólanum eru nemendur á þriðja
hundraðið og kennarar nærri sjötíu
talsins og er kennt í sex aðaldeild-
um; hljómborðsdeild, strengjadeild,
blásaradeild, söngdeild, tónmenn-
takennaradeild og tónfræðadeild
auk kennsludeilda í hljóðfæraleik
og söng.
„Upphaf skólans má rekja til
Hljómsveitar Reykjavíkur sem þá
hafði starfað um árabil en Tónlist-
arfélagið var síðan stofnað 1932
og hlutverk þess var að standa að
baki skólanum og reka hann. í .
gegnum tíðina hefur Tónlistarfé-.
lagið verið okkur sterkur bakhjarl
þó bolmagn þess hafi minnkað til-
finnanlega síðustu árin.“
Tveir af merkustu lærifeðrum islenskra tónlistarmanna, þeir Árni Kristjánsson píanóleikari og Björn
Ólafsson konsertmeistari.
Tónlistarskólinn í Reykjavík var
í upphafi stofnaður sem einkaskóli
með stuðningi tónlistarmanna og
tóhlistarunnenda í Reykjavík. Jón
bendir á að þó hlutverk skólans
háfi gjörbreyst þá sé rekstrarfor-
mið í grunninum ennþá hið sama.
„Það merkilega er að þrátt fyrir
stuðning frá ríki og borg á sama
hátt og aðrir tónlistarskólar lands-
ins njóta, þá hefur forystuhlutverk
skólans í tónlistarmennlun tæpast
verið viðurkennt í verki. Ef við
lítum til þess að Tónlistarskólinn
hefur um rúmlega þriggja áratuga
skeið menntað nánast alla tónlist-
arkennara landsins og flesta at-
vinnutónlistarmenn okkar þá er
forystuhlutverkið ótvírætt. Tón-
menntakennaradeildin hefur
nokkra sérstöðu þar sem til hennar
var stofnað í samvinnu við ríkið til
að bæta úr brýnni þörf í tónlistar-
kennslu grunnskólanna. Aðrar
kennaradeildir sem bæst hafa við
síðan hafa verið stofnaðar að eigin
frumkvæði skólans.“
Kennarar og nemendur Tónlistarskólans að loknu fyrsta starfsárinu vorið 1931. Á
myndinni má m.a. sjá skólastjórann dr. Pál Isólfsson í þriðju röð ofanfrá lengst til
vinstri. I sömu röð lengst til hægri er Björn Olafsson fiðluleikari og pilturinn framan
við dr. Pál er Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari. Stúlkan í annarri röð neðanfrá,
önnur frá hægri, er Margrét Eiríksdóttir en þau þrjú Björn, Rögnvaldur og Margrét
voru meðal mætustu kennara skólans um áratugaskeið.
Morgunblaðið/Einar Falur
Jón Nordal skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavik.
Framtíð listaskólanna í landinu
hefur verið talsvert til umræðu
undanfariii misseri og fyrir liggur
frumvarp til laga á Alþingi um
listaháskóla þar sem leiklist, mynd-
list og tónlist yrðu kenndar á há-
skólastigi. Ég spyr Jón hvernig
þessar tillögur snúi við Tónlistar-
skólanum.
„Það er talsvert langt síðan fyrst
var rætt um að gera Tónlistarskól-
ann að ríkisskóla og það var mikið
áhugamál mitt að svo yrði. En það
hefur gengið afskaplega hægt og
skrykkjótt að móta þessi lög og
satt að segja er framtíð skólans á
núverandi afmælisári afskaplega
óviss. Skólinn stendur á tímamót-
um og erfitt að spá hvernig best
er að reka hann áfram. Hvað snert-
ir lögin um lislaháskóla þá hefur
verið rætt um að þær deildir sem
þegar eru starfræktar hér á há-
skólasiigi féllu undir listaháskólann
en það er vandséðara hvernig öðru
starfi hans yrði öllu komið fyrir
innan listaháskóla. Égteldi það
mikinn skaða ef skólinn gæti ekki
haldið áfram með alla þá miklu og
fjölbreyttu starfsemi sem hér er
rekin. Eg hef talið það réttlætismál
að skólinn yrði gerður að ríkis-
skóla, þar sem stöður kennara sem
hér kenna á háskólastigi yrðu
metnar að verðleikum og einnig
. að nemendur sem hér stunda nám
á háskólastigi fengju ókeypis
kennslu á sama hátt og félagar
þeirra í öðrum æðri menntastofn-
unum landsins. Það er alveg hróp-
legt ranglæti að nemendur sem
vilj a leggj a fy rir sig tónlistarnám
á æðra stigi skuli vera þeir einu •
sem þurfa að greiða nám sitt fullu
verði. Þetta finnst mér vera aðalat-
riðið og þess vegna harma ég
hversu staðið hefur í mönnum að
framkvæma þessa breytingu."
Ein þeirra stefnubreytinga sem
skólinn hefur tekið í tímans rás er
að takmarka kennsluna við þá tón-
listarnemendur sem hyggja á
lengra og alvarlegra tónlistarnám
en almennir tónlistarskólar lands-
ins bjóða uppá. Úr Tónlistarskólan-
um í Reykjavík útskrifast þeir síðan
með burtfararpróf, einleikarapróf,
tónlistarkennarapróf, tónmennta-
kennarapróf eða með tónfræði sem
aðalgrein. Flestir þeir nemenda
sem útskrifast úr skólanum halda
síðan til enn frekara náms í tónlist-
arháskólum erlendis.
„Þessi stefnumörkun var á sínum
tíma hugsuð þannig að skólinn
myndi fyrr en seinna breytast í
ríkisrekinn tónlistarskóla. Það hef-
ur satt að segja reynst mjög erfitt
að reka skólann með þessu sniði
eftir lögum sem eru fyrst og fremst
sniðin fyrir tónlistarskóla sem
sinna kennslu á byijendastigi. Við
höfum reynt að brúa þetta eftir
bestu getu og þar hefur skólinn
fyrst fremst notið sinna frábæru
og ósérhlífnu kennara í gegnum
tíðina. Okkur hefur ekki reynst
erfitt að halda uppi háum gæðakr-
öfum í kennslunni þar sem kennar-
ar okkar hafa reynst mjög hæfír
og metnaðarfullir fyrir hönd skól-
ans.“
Hér verður reyndar að geta þess
að fleiri tónlistarskólar hafa bæst
í hópinn á síðustu árum sem út-
skrifa nemendur á efri stigum en
Jón segir það skoðun sína að æðri
tónlistarmenntun í fámenninu hjá
okkur sé best komin í einni stofn-
un. Því er reyndar ekki að leyna
að á sínum tíma þegar rætt var
um að Tónlistarskólinn í Reykjavík
yrði að ríkisskóla mætti sú hug-
mynd talsverðri andstöðu frá öðr-
um tónlistarskólum sem töldu sig
ekki síður eiga rétt til slíkrar viður-
kenningar. Má kannski segja að
málarekstur þessi hafi sífellt steytt
á þessu sama skeri.
Jón segir það ljóst að verði frum-
varpið um listaháskóla að lögum
þá breytist hlutverk Tónlistarskól-
ans óhjákvæmilega í kjölfarið.
„Þetta verður önnur stofnun en
verið hefur og þá er ljóst að tíma-
mót verða í sögu skólans," segir
Jón. Afmælisins verður minnst í
vetur og vor með röð af tónleikum
m.a. méð hljómsveit skólans og ein-
leikstónleikum þeirra tíu einleikara
sem útskrifast í vor. „Mér finnst
afskaplega brýnt að saga skólans
verði skrifuð og gerð úttekt á því
mikla brautryðjendastarfi sem hér -
hefur verið unnið í sex áratugi. Ég
vona samt að skólinn haldi áfram
blómlegu starfi sínu og að einhver
leið verði fundin til þess. Það væri
mikill skaði ef menntastofnun sem
búíð er að byggja upp í svo langan
tíma hyrfi úr skólakerfinu. Þetta
tel ég vera þau tímamót sem Tón-
listarskólinn stendur á nú þegar
hann er sextíu ára,“ sagði Jón
Nordal og því má kannski bæta við
að lokum að ekki er ólíklegt að þau
geti reynst hin afdrifaríkustu sem
Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur
staðið frammi fyrir.
Viðtal: Hávar Sigurjónsson