Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1990
aði sem undirleikari hjá söngvuram
sem vora að æfa sig fyrir óperahlut-
verk, en var ennþá í skólanum.
Þetta leiddi til þess að ég fór að
leika undir á æfingum og mjög fljót-
lega var mér boðið að stjóma hljóm-
sveitinni. Fyrsta starfið mitt hjá
Konunglega leikhúsinu vár að
stjóma hljómsveitinni í bamaleikriti
árið 1961 — en fyrsta heila óperan
sem ég stjómaði var „Ævintýri
Hoffmanns“ árið 1963.“
Út á hvað gengur nám hljóm-
sveitarstjóra?
„Þetta er nám sem lýtur sínum
eigin lögmálum. Það er mikið lagt
upp úr tækni, auk þess sem maður
verður að gerþekkja hvert hljóð-
færi; möguleika þess og hvemig það
virkar. En það er nú svo að mest
lærir maður af eigin mistökum. Það
þýðir ekkert að reyna að þjálfa upp
hljómsveitarstjóra með bókum.
Hann verður að hafa hljómsveit til
að vinna með. Annað gengur ekki.“
Nú virðast menn sérhæfa sig í
þessari grein, eins og kannski svo
mörgum öðram; sumir era eingöngu
í stjómun á sinfóníuhljómsveitum á
meðan aðrir stjóma eingöngu ópera-
hljómsveitum. Hvers vegna?
„Það er af praktískum ástæðum,
vegna þess að efnisskrá og mögu-
leikar hvorrar tegundar era svo
miklir. Ef þú ert óperustjómandi,
er það spuming um að læra vinnu-
brögðin í sambandi við hljómsveit-
ina, við kórinn og við einsöngvar-
ana. Því þarf maður líka að vera
til staðar þegar verið er leikstjórinn
er með sviðsæfíngar. Maður hefur
ekki mikinn tíma aflögu til að sinna
öðram störfum meðan maður vinnur
að óperauppsetningu — og þarf því
oft að segja „nei takk“.
Á meðan ég var í Ósló, buðum
við oft sinfóníuhljómsveitarstjóram
að koma og stjóma við óperana.
En svarið var yfirleitt það sama:
„Nei, ég hef ekki tíma til að læra
þetta.“ En svo era sumir sem geta
allt, eins og Karajan.“
Nú era liðin sextán ár frá því
Andersson stjórnaði uppfærslu á
Rígólettó síðast. Hvemig stóð á því
að hann kom til íslands núna?
„Það_ er nú enn ein tilviljunin.
Þegar íslenska óperan sýndi Pagl-
iacci, hringdi Garðar í einn af vinum
mínum til að biðja hann að koma
til íslands og bjarga sýningu. Sá
var upptekinn og benti Garðari á
mig. Hann hringdi með dags fyrir-
vara og ég kom. Þá voru liðin sex-
tán ár frá þvi ég hafði stjómað því
verki. Ég var mjög spenntur fyrir
því að koma til íslands, því þegar
ég var hjá Konunglega leikhúsinu
í Stokkhólmi var Jón Sigurbjömsson
að vinna þar. Garðar hafði líka sung-
ið í Ósló og Stokkhólmi, en ég misst
af þeim sýningum, þar sem ég var
að vinna erlendis — en mig hafði
langað tii að sjá hann.
Eg fékk tækifærið til að kynnast
honum og starfsemi íslensku ópe-
rannar í Pagliacci og varð því glað-
ur að fá tilboð um að koma aftur
til að stjóma Rígólettó. Það er mjög
gaman að vinna hér. Það er svo
miklu minni tjarlægð milli fólks hér
heldur en í Svíþjóð. Og þá er ég
að tala um starfsfólkið innan húss-
ins. Það era állir jafnir, hvað sem
þeir gera. Það er mikil samstaða
innan íslensku óperunnar og þetta
er meira eins og að vinna með einni
stórri íjölskyldu. Og þetta fólk „vill“
vinna. Það er ótrúlega mikil tilbreyt-
ing að vinna með fólki sem biður
ekki um annað en að fá að vinna.
Hér er líka fólk sem kann til
verka — og ég veit ekki hvort þið
gerið ykkur grein fyrir því héma
uppi á íslandi, en kór íslensku óper-
unnar er tvímælalaust besti ópera-
kór á Norðurlöndum.“
Nei, líklega gerum við okkur ekki
grein fyrir því, tökum því sem sjálf-
. sögðum hlut að allt sé mest og best
á Islandi. En það hlýtur að segja
mikið um það gríðarlega starf sem
unnið hefur verið hjá Islensku ópr-
unni, að áður en hefðin verður til
hér á landi, höfum við skákað óper-
um Norðurlanda, sem eiga sér ára-
tuga langa sögu.
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
Maóur lærir mest
af eigin mistökum
... besti óperukór á Norðurlöndum.
O
Rer Ake Andersson,
Morgunblaðið/Einar Falur
hljómsveita rstjcSri
RÍGÓLETTÓ, óperan um hirðfíflið; manninn sem hefur
ekki leyfi til að gráta — bara hlæja, er sem kunnugt er
sýnd hjá íslensku óperunni um þessar mundir. Að
uppsetningu á hverri óperu starfar venjulega mikill
mannfjöldi, og svo er að þessu sinni. Allir söngvararnir
eru islenskir, nema Kostas Paskalis sem fer með
titilhlutverkið, og er það með ólíkindum að svo fámenn
þjóð geti mannað hvert rúm í svo viðamikilli sýningu.
Þó er það svo, að enn er okkur nauðsynlegt að fá erlenda
listamenn til samstarfs, þar sem þeir færa með sér
reynslu af hefðinni og áralanga þjálfun í listgrein sinni.
Og víst er, að ekki er hljómsveitarstjórinn í Rígólettó,
Per Áke Andersson, neinn nýgræðingur í greininni.
Andersson, sem er sænsk-
ur, starfaði við Konung-
lega leikhúsið í Stokk-
hólmi frá 1961 til 1969
og á áraiium 1965 til 1971 var
hann kantor og kórstjóri við St.
Clara kirkjuna í Stokkhólmi. Frá
árinu 1969 hefur hann verið hljóm-
sveitarstjori við Norsku óperuna í
Ósló, og hefur sijómað uppfærslu á
ijöldamörgum óperam — eða þar
til á síðastliðnu ári, að þann réðst
sem tónlistarstjóri við Háskólann í
Uppsölum og stjómar Konunglegu
akademísku hljómsveitinni, en húh
er elsta hljómsveit Svíþjóðar, 363
ára gömul. Þess má og geta að á
næsta ári verður Andersson hljóm-
sveitarstjóri á sýningum Norsku
óperunnar, er hún heimsækir
Gautaborg með óperuna Anne Ped-
ersdotter. Hann verður einnig hljóm-
sveitarstjóri á hljómplötu, sem gefa
á út með þeirri óperu.
Andersson kemur frá litlu þorpi
í Suður-Sviþjóð — þorpi sem ekki
bauð upp á neina möguleika til að
stunda tónlistamám. „Þó fékk ég
einhveija smá hljóðfærakennslu í
æsku,“ segir Andersson, „en ég fór
ekki í tónlistarskóla fyrr en ég var
16 ára gamall. Það var svo erfitt
að fá kennara til að starfa úti á
landi."
En af hveiju valdir þú þá tónlist-
ina?
„Það var að mestu leyti tilviljun
sem réði því. Ég hafði mikinn áhuga
á tónlist og dróst mjög sterkt í þessa
átt. Foreldrar mínir gerðu sér grein
fyrir þvi að ég hefði einhveija hæfi-
leika — og að tónlistin heillaði mig.
Ég man til dæmis eftir því þegar
ég var smástrákur að faðir minn
þurfti að skreppa til Stokkhólms.
Þegar hann kom til baka hafði hann
með sér dagblað frá Stokkhólmi,
þar sem var grein um óperana —
með myndum. Ég trúði ekki að
þetta skyldi vera til. Leikhús þar
sem var sungið og allir þessir bún-
ingar og leikmynd — þetta var allt
eins og galdur. Þessi fyrsta vitn-
eskja mín um óperaflutning hafði
svo mikil áhrif á mig að ég held
að þama hafi kannski ákvörðunin
verið tekin.“
En það er langur vegur frá því
að búa í smáþorpi í Suður-Sviþjóð
og lesa um óperar, til þess að stjóma
hljómsveit við óperaflutning. And-
ersson var 19 ára gamall þegar
hann hóf að undirbúa sig af alvöru
fyrir ævistarfið, það er að segja að
læra hljómsveitarstjóm. En ekki er
þar með sagt að brautin sé greið,
þvi gífurleg samkeppni er á þessum
markaði. Hann fór þó fljótlega að
stjóma við Konunglega leikhúsið í
Stokkhólmi. En hvemig bar það að?
„Það var fyrir hreina tilviljun
líka,“ svarar Andersson. „Ég starf-
Per Áke Andersson