Morgunblaðið - 06.01.1991, Page 1
HEIMILI
{Htfgnsifrlafrtfe
SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991
BLAÐ
Verkfæri fyr-
ir heimiUó
Flestum fellur vel að taka sér
verkfæri í hönd til þess að
smíða, mála eða laga eitthvað,
sem þarf að lagfæra og slík
verk eru ekki lengur bundin við
að vera karlmannsstörf. Stað-
reyndin er sú, að við þurfum á
margvíslegum verkfærum að
halda, en þess verður að gæta
að kaupa vönduð og góð verk-
færi. Þetta kemur m. a. fram í
smiðjuþætti Bjarna Ólafssonar
hér í blaðinu í dag. Hann telur
síðan upp 20 verkfæri, allt frá
klaufhamri til brýnis og segir,
að iengi sé hægt að telja upp
ýmis verkfæri, en það fari eftir
áhugasviði og viðgerðarþörf á
heimilinu, hvað við veljum. Þar
sem oft þarf að grípa í bílvið-
gerð, er auðvitað þörf á úrvali
topplykla og misstórra fastra
lykla. O
Mýbyggínga-
lán 1955-1990
Lengst af hafa lán Hús-
næðisstof nunar ríkisins til
nýbygginga skipað hæstan
sess i útlánum hennar. Þetta
breyttist þó eftir tilkomu þess
lánakerfis, sem komið var á fót
1986, því að á síðustu 3-4 árum
hafa lán til kaupa á eidri íbúð-
um verið stærsti lánaf lokkur
Byggingarsjóðs ríkisins og
reyndar stofnunarinnar í heild.
Lánveitingar hennartil kaupa
á notuðum íbúðum hófust eftir
lagabreytingu 1970.
Á meðfylgjandi skýringar-
mynd er sýnt, hvernig nýbygg-
ingalán Húsnæðisstofnunar-
innar hafa þróazt frá upphafi
vega. Fjárhæðir hvers árs eru
framreiknaðar til verðlags í jan-
úar 1991, miðað við bygging-
arvísitölu. Tölur frá og með
1981 eru miðaðar við há-
markslán á þriðja ársfjórðungi
hvers árs, júlí-september. Ekki
er reiknað með rýrnun lánanna
vegna verðbólgu á útborgun-
artíma á þeim árum, sem ein-
stakir lánshlutar voru óverð-
tryggðir (þ.e. fram til lagabreyt-
ingarinnar 1986).
(Heimild: Fréttabréf Hús-
næðisstofnunar.)
Það eru mörg atriði, sem
taka þarf tillit til, þegar fas-
teignir eru metnar, en mats-
verðið þarf umfram allt að end-
urspegla markaðsverð þeirra.
Þetta kemur fram í viðtali við
Sverri Kristinsson, fasteigna-
sala í Eignamiðluninni, hér i
blaðinu í dag. Sverrir segir
svipaðan rhun vera á verði
gamals og nýs húsnæðis og
áður og enn sem fyrr séu sum
hverfi eftirsóttari en önnur.
Vesturbærinn er og hef ur alltaf
verið vinsæll og eignir þar selj-
ast yfirleitt fljótt og vel.
Ónnur eftirsótt hverfi í
Reykjavík eru Fossvogur, Háa-
leitishverfi og ákveðnir hlutar
í Breiðholti. Af nýjum hverf um
er Grafarvogurinn mjög vin-
sæll. Það eykur á eftirspurn
eftir íbúðum í nýju hverfunum,
að þær eru gjarnan með nýjum
húsnæðislánum. Við kaup á
þeim þarf því ekki að greiða
mjög háa útborgun. ^ ^
Hámarkslán til nýbygginga 1955-90
Hámarkslán Byggingarsjóös rtkisins tii nýbygginga á föstu ve
jan
1991
1.000
1955'56 '58 '60 ’62 '64 '66 ’68 70 72 74 76 78 '80 '82 '84 '86 '88 '90
MblJGól Heimild: Fréttabréf Húsnæðisstofnunar ríkisins
Mat á lasl-