Morgunblaðið - 06.01.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.01.1991, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 . y :*• HoUusta húsa ÞEGAR við skipuleggjum og reisum hið byggða umhverfi okk- ar, þá ætti það að vera augljóst markmið að umhverfið og ein- stakar byggingar verði heil- næmt. Þetta markmið er heldur engan veginn nýtt af nálinni. Afyrstu öld fyrir Krist birti róm- verski arkitektinn Vitruvius hinar svokölluðu „Fjórar bækur“ sínar um skipulag og arkitektúr. Snemma í ritinu er fjallað um hvernig velja skuli borgum góðan og heilnæman stað (m.a. með áherslu á heppilegt hita- stig). Strax og hann hefur fjallað lauslega um þátt borgarmúrsins þá snýr hann sér að umfjöllun um innri skipulagningu borgarinnar. Vitruvius leggur þar mikla áherslu á að götum sé snúið þannig að hverfi verði skjólsæl, þannig að vindur, raki og hiti/kuldi í sameiningu sýki ekki íbúana. Okkar eigin forgöngumenn um skipulagsmál (m.a. Guðmundur Hannesson læknir) bentu snemma á öldinni á nauðsyn þess að skipu- leggja hverfí þannig að næg birta bærist tilh úsa, og almennt að hafa heilnæmi íbúa í huga við byggingu húsa. í víðum skilningi er augljóst að umhverfí ræður öllu um hversu heilnæmt húsnæði hinum einstaka íbúa hlotnast. Umhverfinu má skipta í ytra og innra umhverfi. Ytra umhverfið er þá borgin, hverfið, veðráttan og mengunin svo eitthvað sé nefnt, en innra umhverfið sjálf vistarveran. Alltaf þarf að hafa ytra umhverf- ið í huga þegar það innra er skipu- lagt. Æskilegt er að ytra umhverf- ið sé svo gott frá heilnæmissjónar- miðum að ekki þurfi að gera sér- stakar ráðstafanir til að gera það innra heilnæmara heldur en það ytra (nema í undantekningartilvik- um). Skipulag bæja ræður mestu um svæðisval og innra skipulag hverfa, og þannig augljóst að strax í skipu- lagsvinnunni ráðast margir þættir. Þegar litið er til vistarvera, þá má skilgreina markmiðið þannig: Byggingar, þar með taldar allar lagnir og tæknibúnaður, skal skipu- leggja, byggja og halda þannig við, að nægjanlega heilnæmt andrúms- loft tryggi að heilsu notanda sé ekki hætt þegar húsið er notað eins og til er ætlast. í íslensku Byggin^arreglugerð- inni er skilgreining a hluta mark- miðsins í grein 7.6.1 (en greinin víðtækari að hluta): Byggingar skulu þannig hannað- ar og byggðar, að hlutar þeirra verði ekki fyrir skaðlegum áhrifum af völdum úrkomu, slagregns, snjóa, kraps, yfírborðsvatns, grunn- vatns, jarðraka, byggingarráka, þéttivatns eða loftraka, og rakaein- angrun þannig gerð, að sköpuð sé fullnægjandi heilbrigðis- og holl- ustuskilyrði. Vandamálið sem við er að etja er annars vegar mengun eða ert- andi efni í andrúmslofti sem berst inn vegna loftskipta eða á annan hátt, hins vegar mengun sem kem- ur til í sjálfum vistarverunum. Mengun þessi getur verið af ýmsum toga. Smáeindir í lofti geta verið ýmissar gerðar, t.d. vegna bruna (sót) eða slits efna_(asbest- þræðir, textílþræðir, ryk). í þessum flokki geta einnig verið lífræn efni, t.d. sveppagró og fijókorn. Ymsar lofttegundir sem t.d. myndast við niðurbrot efna geta einnig valdið óþægindum. Um marga þessara mengunar- valda gildir að mengunin (niður- brotið) vex með auknu rakastigi efnanna. Smáeindir safnast gjarnan á raka (kalda) fleti þar sem loft- ræsting nær ekki að fjarlægja þær, en komast út í andrúmsloftið ef flöt- urinn þornar. Af þessum sökum er iðulega lögð mikil áhersla á val byggingarefna, að rakastigi efna sé haldið innan hóflegra marka, rakaþétting á og í byggingarhlutum verði óveruleg, loftþéttileiki húsnæðis sé ásættan- legur, loftræsting góð og loks að þrif séu fullnægjandi. I grannlöndum okkar virðist áherla lögð á þessi atriði: í grannlöndum okkar virðist áhersla lögð á þesa þætti: Undirstöður t Tryggja að jarðraki valdi ekki vandræðum. Þekkt vandamál í Svíþjóð með gólfefni sem gefa frá sér óæskileg efni þegar gólfíð verður rakt vegna jarðraka (eða byggingarraka). Útiloft Staðsetning og lögun byggingar með tilliti til gæða útilofts. Dæmi: Umhverfi byggingar get- ur ráðið gerð loftræstibúnaðar (loft- Morgunblaðíð/Arni Sæberg ræst um glugga, eða vélræn) og staðsetningu loftinntaks. Skipulag bygginga Taka skal tillit til mengunar sem getur orðið, loftræstingu skal hátt- að þannig að mengun dreifist sem minnst innan byggingar. Dæmi: Skipulagningu húss skal háttað þannig 'að mengun berist ekki í óþörfum mæli um húsið, t.d. ætti anddyri ekki að vera hluti af gangakerfi hússins. Anddyri ætti jafnframt að vera aflokað (með vegg eða loftræstingu) þannig að raki og frjókom sem loðir við úti- fatnað berist síður inn í húsið. Æskilegt er að loka megi eldhúsi frá aðalmatstað og öðrum hlutum húss þannig að fíta og raki berist ekki um húsið. Sér loftræsting eld- húss og baðherbergis. Uppbygging Haga skal tæknilegum lausnum þannig að byggingarefni lendi ekki við þær aðstæður að þau gefi frá sér mengun til innilofts. Uppbygg- ing skal valin, gerð og viðhaldið þannig að byggingarhlutar séu nægjanlega þurrir með tilliti til val- inna efna. Byggingu og byggingarhluta skal gera þannig úr garði að hætta- á mengun að utan, frá grunni, að- liggjandi fasteignum, eða öðrum hlutum byggingarinnar, sé óveru- leg. Frárennslis- og hitakerfi skal skipuleggja og hanna þannig að hætta á skemmdum vegna leka og fylgikvilla þeirra sé óveruleg. Dæmi: Vali byggingarefna, gerð byggingarhluta og framkvæmd skal þannig hagað að efnin nái að losna við byggingarraka, fái jafn- vægisraka sem veldur ekki óheppi- legu niðurbroti, og að ekki eigi sér stað óeðlileg uppsöfnun raka. Gera verður kröfur til að raka- og vindvarnarlög séu valin og frá- gengin á viðunandi hátt (eftir að- stæðum!). Ganga þarf frá lagnakerfum þannig að auðvelt sé að fylgjast með þeim og lagfæra ef eitthvað fer úrskeiðis. Útfrá umhverfisaðstæðum og veðurfari skal lagt mat á hvort bygging og einstakir byggingar- hlutar muni fá nægjanlega loftræst- ingu, eða hvort gera þurfí sérstakar ráðstafanir. Lagt er til að sérhvert íbúðar- og vinnuherbergi skuli hafa opnan- lega glugga. FASTEIGNASALA STRANDGATA 28, SÍMI: 91-652790 Sími 652790 Opið í dag 13-15 Hringbraut — Rvík 3ja herb. ca 90 fm góð íb. m. aukaherb. í risi. Laus strax. Gott brunabótamat. V. 6,3 m. Strandgata Rúmg. 3ja-4ra herb., ca 100 fm íb. í risi í góðu steinh. V. 5,2 m. Hraunbrún Sérl. vel byggt og vandað nýl. timburh. á þremur hæðum á steyptum kj. Byggt á staðnum, alls ca 290 fm. Bílsk. Húsið er fullb. Sólskáli. Lóð frág. Rólegur og góður staður. V. 16,2 m. Reykjavíkurvegur Mikið endurn. járnkl. timburh. á þremur hæðum, alls 120 fm. Góö afgirt lóð. V. 7,9 m. Smyrlahraun 150 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt bílsk. 4 svefnh. Góð lóð. V. 11,8 m. 4ra herb. og stærri Kelduhvammur 4ra-5 herb. 125 fm miðhæð í þríb. m. bílskrétti. V. 8,2 m. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. íb. á efstu hæð í góðu nýmáluðuhúsi. Parket. Endurn. eldhús- innr. og innihurðar. V. 7,5 m. Suðurgata 6 herb. hæð og ris ca 130 fm í góðu tvíbh. Eignin er mikið endurn. s.s. þak, gler, rafm. o.fl. Áhv. húsnstj. ca 3,2 millj. Verð 7,7 milíj. Herjólfsgata Góð 5 herb. íb. á efri hæð í fjórb. Gott útsýni. Hraunlóð. V. 7,2 m. Hverfisgata Stór og rúmg. sérh. 174 fm á tveimur hæðum í tvíbh. Parket. Endurn. gler, rafm., hiti o.fl. V. 8,8 m. Breiðvangur í sölu óvenju stór íb. á tveimur hæðum, alls 222 fm. 7 herb., stofa, þvhús, búr o.fl. Parket. Áhv. húsnstjórn ca 2,2 millj. Skipti á 4ra-5 herb. íb. mögul. V. 9,8 m. Hólabraut 4ra herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Fráb. útsýni. Bílskúrsréttur. V. 6,5 m. Suöurgata Stór og myndarl. efri sérhæð ca 200 fm í vönduðu tvíbhúsi m/innb. bilsk. Vandaðar innr. V. ,11,4 m. Hjallabraut Góö 4ra-5 herb. íb. á efstu hæð í fjölb. Þvhús innaf eldhúsi. V. 7,2 m. Skólabraut Snotur 4ra herb. íb. á miðhæð rgóðu en gömlu húsi við Lækinn. V. 6,7 m. 2ja herb. Staðarhvammur Ný fullb. 76 fm 2ja herb. íb. í fjölb. Parket á gólfum. Sólskáli. Afh. fljótl. V. 7,8 m. 3ja herb. Hjallabraut 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð í fjölb. m. sérinng. Yfirbyggðar svalir. V. 6,9 m. Smyrlahraun Góð 3ja-4ra herb. 75 fm íb. á jarðh. í tvíbh. Nýtt þak. V. 5,2 m. Holtsgata Góö 2ja herb. risíb. Lítið undir súð ásamt geymsluskúr. Verð 3,7 millj. Sléttahraun Falleg og björt 2ja herb. íb., ca 65 fm á 1. hæð. V. 4,6 m. Seljaland — Rvík Góð einstaklíb. í nýl. litlu fjölb. V. 2,7 m. Laus strax. Garðavegur 2ja herb. mikið endurn. risíb. V. 3,5 m. Suðurgata Snotur einstaklíb. í nýl. húsi. Laus strax. V. 2,3 m. Vesturbraut Ósamþ. 2ja herb. á jarðhæð ásamt 60 fm bílsk. V. 3,0 m. Melhagi — Rvík 2ja herb. ca 70 fm á jarðhæð. V. 4,6 m. Skerseyrarvegur 2ja herb. íb. á 1. hæð í góðu timbur- húsi. Nýir gluggar og gler. V. 3,8 m. I smíðum Álfholt Vorum að fá 3ja-4ra og 4ra-5 herb. íb. í sölu á góðum útsýnisstað. Skilast tilb. u. trév. m.a. íb. m/sérinng. Teikn. á skrifst. TrauStur byggaðili. Lyndarberg Fallegt og vel hannað parhús á tveimur hæöum með innb. bílsk. Selst fullb. að utan og fokh. að innan. V. 8,7 m. Setberg — raðhús Gott raöhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Alls 222 fm. Afh. fljótl. tilb. utan, fokh. innan. V. 8,4 m. Setbergshlíð Til sölu 2ja, 3ja og 4ra-5 herb. íbúöir á besta stað í Setbergsfiverfi. Glæsil. útsýni. íb. seljast tilb. u. trév. eða fullb. Hús að utan og sameign fullb. Sérinng. í allar íb. Nánari uppl. hjá sölumönnum. ( Ingvar Guðmundsson, lögg. fasteignas., heimasími 50992. Jónas Hólmgeirsson, sölumaður, heimasími 641152. GARfíUR S.62-I200 62-I20I Skipholti 5 Gleðilegt nýtt ár! Símatími 13-15 2ja-3ja herb. Austurbrún. 2ja herb. 56,3 fm ib. á 3. hæð i háhýsi. Mjög snotur íb. og vinsæll staður. V. 4,6 m. Urðarstígur. 2ja herb. 60 fm ib. tilb. u. trév. á 2. hæð í nýend- urb. húsi. Verð 4,2 millj. Barónsstígur. 3ja herb. mjög snotur ib. á 3. hæð í góðu steinh. Góður staður. Verð 5,2 millj. Grettisgata - ódýr 3ja herb. 39 fm íb. á 2. hæð í járnkl. timburh. Sörlaskjól. 3ja herb. 76,5 fm góð kjib. í tvíbh. Sérhiti og inn- gangur. 4ra herb. Barmahlíð. 4ra herb. 108 fm íb. á 1. hæð i þríb. Mjög góð ib. Sérhiti. Sér- inng. Laus. Einbýlishús - raðhús Tunguvegur. Raðh., 2 hæðir og kj. að hálfu samtals 110,5 fm. Nýi miðbærinn. 5 herb. 117 fm endaib. á 3. hæð I blokk. íb. er rúm. tilb u. trév. Til afh. strax. Bílageymsla. Dvergabakki. 4ra herb. ib. á 2. hæð i blokk. Stórt herb. í kj. fylgir. Hagst. verð. Vesturbær. 4ra herb. gullfal- leg íb. á 2. hæö í þríb. Teikn. af stækkun á risi fylgja. Laugarnesvegur. 4ra herb. 106,9 fm íb. á 2. hæð í blokk. Bakkagerði. Einbh. hæð og ris á góðum stað í Smáíb- hverfi. Fallegur garður. Bílsk. Bergstaðastræti. Einbhús, 2 hæðir, 5 herb. íb. Bílsk. Skipti á góðri 3ja herb. íb. mögul. Háaleitishverfi. Einbh. m. innb. bilsk. samtals 265 fm. Vand- að hús. Góð staðs. Kópavogur. Einbh. m. innb. bilsk. Samtals 208,2 fm. Húsið er á mjög rólegum stað. Skipti á 3ja eða 4ra herb. íb. mögui. Miðborgin. Mjög fallegt og gott járnkl. timburh. 2 hæðir á steinkj., samtals 272,5 fm. Mjög vel staðs. Suðurgata. Þetta fallega og virðulega hús er til sölu. Leitið frekari upplýsinga. Vantar Höfum kaupendur að eft- irtöldum eignum: ★ 3ja herb. íb. m. bílsk. Mjög góðar greiðslur. Þarf ekki að afh. á næstunni. ★ Stórri blokkaríb. í Breiðholti (4 svefnherb.). ★ Raðhúsi í Breiðholti. ★ Rað- parhúsi í Grafarv. ★ Einbýlish. í Austurbæ Kóp., t.d. Hvömmum. Möguleg skipti á glæsil. blokkaríb. í Kóp. ★ Einbhúsi í Ártúnsholti - Sel- ási. Einnig vantar okkur allar stærðir blokkaríb. í Rvík, Kóp. Garðabæ og Hafnar- firði. eftir Bjöm Marteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.