Morgunblaðið - 13.01.1991, Side 1
1400
íbúðir
1200
1000
200
1971
1975
1980
1985
Ibúðasmíði í Reykjavík 1971-1990
(íbúðir í smíðum í byrjun hvers árs)
Nýsmíði
ibúóar-
húsnæðis
Fjöldi nýrra íbúða í smíðum
í Reykjavík undanfarin 20
ár hefur verið á biljnu 795-
1.509 árlega og er þá miðað
við fjöldann í byrjun hvers árs.
Náði fjöldi íbúða í smíðum
hámarki árið 1977 en fæstar
urðu þær árið 1981. í byrjun
síðastliðins árs nam fjöldi
íbúða í smíðum 1.118 og hafði
farið vaxandi frá árinu 1988
eins og sést á kortinu hér til
hliðar. Kortið sýnir glögglega
að miklar sveiflur hafa átt sér
stað í byggingu íbúðarhús-
næðis á undanförnum árum.
Um þessar mundir er alimik-
ið af nýbyggðu íbúðarhúsnæði
óselt á höfðuðborgarsvæðinu
og hefur því verið haldið fram
að verktakafyrirtæki eigi
500-600 íbúðir sem ekki hafi
tekizt að selja. f viðtali hér í
blaðinu í dag við Armann Örn
Armannsson, forstjóra bygg-
ingarfyrirtækisins Armanns-
fells hf., kemur fram að fyrir-
tækið hafi nú ákveðið að lækka
verð á nýjum íbúðum í Ásholti
um 200-1.200 þúsund krónur.
Jaf nframt tekur fyrirtækið á sig
40% kaupverðs í húsbréfum
án affalla.
2
SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
BLAÐ
Handrióá
tröppur
og stéttar
Þeir sem ungir eru og liðug-
ir, veita því síður athygli,
ef hált er úti en hinir, sem finna
strax til öryggisleysis og þora
tæpast út. Mikil bót er af því
að festa þá góðan handlista á
húsvegginn. Kostnaður við
þess háttar úrbætur þarf ekki
að vera mikill, enda mun oftar
vanta framkvæmdina fremur
en þær krónur, sem handrið
kostar.
Þannig kemst Bjarni Ólafs-
son m. a. að orði í þætti sínum
Smiðjan hér í blaðinu i dag, en
þar fjallar hann um handrið á
útitröppur, frágang við útidyr
og stéttar hjá húsum. Þar sem
ætlunin er að setja handrið
meðfram stétt heim að húsi,
þarf auðvitað að festa stoðir
niður. Stuðningsborð eða
handlista þarf síðan að festa
efst á þessar stoðir. Svona
handrið við gangstétt getur
veitt mikið öryggi ívondu
göngufæri.
2
Fasteigna-
tryggingar
Enginn þykist oftryggður,
þegar tjón verður. I viðtali
hér í blaðinu í dag gerir Ólafur
Björgvinsson, afgreiðslustjóri
hjá Sjóvá-Almennum hf., grein
fyrir helztu þáttum fasteigna-
tryggingar (húseigendatrygg-
ingar). Þar kemur m a. fram,
að tjón af innbrotum er mun
meira nú en áður. Fíkniefna-
neytendurnir steli ekki bara
öllu því, sem koma má í pen-
inga til fíkniefnakaupa, heldur
eiga þeir til að skemma og það
mikið. Þeir skera niður mál-
verk, stífla salerni og láta vatn
flæða út.
Ólafur telur, að vaxandi
skilningur sé hjá almenningi á
nauðsyn fasteigna- og fjöl-
skyldutrygginga. Tjón hafi farið
vaxandi á undanförnum árum
og taxtarnir á þessum trygg-
ingum séu ekki háir mið-
að við tjónin, sem þær
eiga að mæta.
Vatnsskaðar eru t.
d. mjög algengir í
sumum hverfum
borgarinnar.