Morgunblaðið - 13.01.1991, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
Höggvió áhns-
bréfíilmíilimi?
Armannsfell lældcar verd i Ásholti - Tekur
40% lcauprerós i húsbréfum án affalla
ÁRMANNSFELL hf. hefur ákveðið að lækka verð á íbúðutn þejm,
sem fyrirtækið er nú að fullgera í Ásholti í Reykjavík. Lækkunin
nemur 200.000-1.200.000 kr. á íbúð eða raðhús en algeng lækkun
er um 500.000 kr. Jafnframt býðst Ármannsfell til þess að taka sem
greiðslu húsbréf allt að 40% kaupverðs án nokkurra affalla. Kemur
þetta fram í viðtali því við Ármann Orn Ármannsson, forstjóra Ár-
mannsfells, sem hér fer á eftir.
Þið eru að auglýsa íbúðir í Ás-
holti með sérstökum kjörum.
— Já, það er rétt, við erum á
endasprettinum við að ljúka þessu
ve^ki og við höfum enn ekki selt
allar íbúðirnar þarna, en við viljum
bæði okkur ágætu viðskiptavina
vegna og okkar sjálfra, ljúka verk-
inu og koma íbúðunum í notkun
nú þegar.
Þið bjóðið íbúðir á sérstöku verði,
eða á lægra verði en áður, hvað
kemur til?
— Það er nú svo með okkur bygg-
ingamenn að við höfum yfirleitt
haft tilhneigingu til þess að miða
okkar söluverð við framleiðslu-
kostnað að viðbættum eðlilegum
hagnaði,.en í byggingariðnaði eins
og í annarri framleiðslu, ráða mark-
aðsöfl aðstæðum hveiju sinni. Þau
hafa ekki verið sérstaklega hagstæð
í nýbyggingariðnaði um alllangt
skeið og þess vegna einfaldiega lög-
um við okkur að markaðsaðstæð-
um. Við ákváðum að leita til þeirra
sem við töldum hæfasta, Eignamiðl-
unarinnar hf., til þess að verðmeta
þessar íbúðir. Niðurstaða þeirra er
sú að það verð sem sett var á íbúð-
irnar í upphafi, fyrir tveimur árum,
sé nú í hærri kantinum, þannig að
við einfaldlega lögum okkur að
markaðnum, nú um sinn, og þannig
teljum yið að þessar íbúðir muni
seljast á mjög skömmum tíma. Að
mínu áliti á raunverð nýrra íbúða
eftir að hækka fljótlega aftur.
Þið hafið þá tekið mið af mati
Eignamiðlunar, fimm hundruð þús*-
und til milljón króna lækkun á
hveija íbúð. Á það að auðvelda söl-
una.
— Lækkunin er nokkuð misjöfn
eftir íbúðum. Það sem ýmsir mundu
telja kannski dýrustu eignirnar, eru
sumar seldar. Við vorum kannski
of bundnir framleiðsluverði í okkar
verðmati upphaflega og nú má
segja að það sé gerður meiri verð-
munur á eignum. Hitt er svo aftur
annað mál, að ég er jafn sannfærð-
ur og ég var þegar við hófum þessa
byggingu í Ási að allar þessar íbúð-
ir eru afar góðar og þetta er ein-
stakt sérbýli í sambýli.
Nú afhendið þið þessar eignir
fullbúnar, og lóð er þegar fullfrá-
gengín og flestar íbúðirnar fullbún-
ar nú þegar eða í næsta mánuði.
Er það ykkar mat að það sé heppi-
legra að selja íbúðir fullbúnar held-
ur en t.d. tilbúnar undir tréverk?
— Það má segja að það sé ekki
bara okkar mat heldur er það nán-
ast allra sem stunda iðnað að vilja
afhenda fullbúnar vörur, ef þeir eru
ekki að afhenda vöruna til einhvers
annars sem fullgerir hana. Við höf-
um talið að íslenskur byggingariðn-
aður ætti ekki að vera heimilisiðn-
aður. Stjórnvöld hafa aftur á móti,
alla þessa öld, gjarnan viljað við-
halda þeirri baðstofumenningu að
byggingariðnaðurinn væri heimilis-
iðnaður. Við höfum nú viljað halda
öðru fram, að þetta væri fram-
leiðsluiðnaður eins og hann er í öll-
um nágrannalöndum okkar.
Hvað fylgir svo þessum íbúðum
og hvernig innréttingar eru þarna,
fylgja bílastæði hverri íbúð og
hvernig em gólfefni, efni í innrétt-
ingum og hvað er svona sérstakt
við sameign, frágang á lóð og öðru?
Geturðu nefnt einhveija þætti?
— Mjög margir hafa séð þessar
íbúðir og þessa sameign. Það er
dálítið flókið mál að útskýra. En
það má segja að fyrir okkur hafi
vakað að gera þarna nútímalega
sameign, þar sem séð væri fyrir
þörfum borgarbúans. Það fylgir
hverri íbúð sérmerkt bílastæði í
upphitaðri bílageymslu sem er und-
ir byggðinni. Hægt er að kaupa
viðbótar bílastæði fyrir þá sem eru
með tvo eða fleiri bíla. Þar er sér
þvottpðstaða með tækjum, og
sjálfsogðu sjálfvirk opnun inn í bíla-
geymsluna. Þarna er húsvarðaríbúð
og er gert ráð fyrir að húsvörður
sjái um rekstur hússins. Auk þess
er leikherbergi, sameiginlegur
einkagarður með upphituðum
göngustígum og gervihnattadiskur
svo að eitthvað sé nefnt. En sjón
er sögu ríkari. Ég fullyrði eftir sem
áður að þetta er byggð sem ekki á
sér sinn líka annars staðar á þessu
landi.
Þið bjóðist til að taka á ykkur
ákveðinn, stóran hluta, af afföllum
húsbréfanna. Hvers vegna?
— í fyrsta lagi er greiðsla með
húsbréfum staðgreiðsla. í öðru lagi
teljum við að afföll á húsbréfum séu
nú óeðlilega mikil. Við höfum þá
trú að það eigi eftir að jafna sig á
tiltölulega skömmum tíma. Til þess
að sýna að við höfum trú á þessu
kerfi, höfum við ákveðið fyrir utan
verðlækkun, eða aðlögun að mark-
aðsverði, að ef ákveðinn hundraðs-
hluti af kaupverði íbúðarinnar er
greiddur með húsbréfum, sem er
nú alls ekki í öllum tilvikum, þá
tökum við þau affallalaust upp að
ákveðnu marki. Þetta gerum við í
þeirri vissu, eða þeirri trú, að afföll-
in muni á tiltölulega skömmum tíma
minnka allverulega og við erum
ekki greiðslulega þannig staddir að
við þurfum að losa okkur við þessi
húsbréf, jafn skjótt og við fáum
þau.
SMIÐJAN
llandiió dð útítröppur
SENNILEGT er að spara mætti
allmikinn kostnað og óþægindi
sem árlega hlýst af beinbrotum
í hálku, ef víðar væru góð hand-
rið og stólpar til að halda í og.
styðja sig við hjá tröppum og
stéttum. Slíkum slysum fylgja
margháttuð óþægindi. Við ættum
öll að leita ráða til að fækka
þeim. Það er ómældur sársauki
sem fylgir slæmri byltu og þeim
meiðslum sem margur hlýtur við
slæmt fall og er þörf framkvæmd
að skera upp herör til þess að
færri hljóti tognun, mar og bein-
brot.
Skoðum tröppurnar
Þeir sem ungir eru og liðugir
veitá því síður athygli en hinir
sem finna strax til öryggisleysis og
þora tæpast út, ef hált er úti. Mik-
il bót er af því að festa góðan hand-
hsta á húsvegginn.
Kostnaður við
þessháttar úrbæt-
ur þarf ekki að
vera mikill, enda
mun oftar vanta
framkvæmdasemi
fremur en þær
krónur sem hand-
rið kostar.
eftir Bjarno
Ólafsson
Á mörgum húsum eru útitröppur
með steinsteyptu handriði og kann
að vera full þörf á að festa hand-
lista á steypta handriðið. Sumar
útitröppur hafa ekki nema fá þrep,
1-3 þrep. Samt sem áður er þörf á
að setja handlista eða stuðnings-
stólpa við svo lágar tröppur.
Lög eða reglugerð
Ég tel vera vöntun á skýrum
ákvæðum um frágang við útidyr
og stéttar hjá húsum. Við búum í
landi fólksins sem byggir húsin sín
sjálft og það er oft undir hælinn
lagt hvort nokkurt útihandrið er við
inngang húsanna. Byggingareglur
gera fyrst og fremst ráð fyrir að
handrið séu til þess að varna því
að fólk falli út af stigum eða pöll-
um, svölum og tröppum. Handfestu
til stuðnings fyrir óörugga fætur
sem ganga þurfa upp eða niður,
má ekki vanta. Úttektarmenn gæti
þess. Lagasmiðir eða reglugerða
hafa' vafalítið talið erfitt að setja
ákveðnar reglur um snjómokstur
við hús. Veðráttan er svo breytileg
og umhleypingasöm hjá okkur og
bæjar- og sveitarfélög sem láta
ryðja snjó af götum leigja til þess
vörubíla með snjóplóga, sem aka
oft hratt um göturnar og ryðja
snjónum upp á gangstéttir. Þeim
sem eru þá inni í íbúðum sínum,
er oft alveg ómögulegt að komast
frá húsinu. Það er tími til kominn
að hanna betri tæki sem geta t.d.
mokað snjónum upp á eigin flutnin-
gapall og ekið honum strax á brott.
Slík framkvæmd mundi auðvelda
gangandi vegfarendum að komast
leiðar sinnar og fækka stórlega
meiðslum fólks. Þesskonar ruðn-
ingstæki ættu ekki að vera miklu
seinvirkari, ef hönnun þeirra væir
góð.
Hér hefur góður handlisti verið festur á húsvegginn.
Sandpoki
Ekki má gleyma sandpokanum
sem þarf að vera til taks við hveij-
ar útidyr. Það er léttara að strá
sandkornum á hálkuna en að þurfa
á slysavarðsstofu. Hvar á þá að
afla sandsins? Vafalaust verða ein-
hveijir til þess að pakka sandi í litl-
ar umbúðir _sem fólk getur borið
heim til sín. í sumum bæjarfélögum
sjá gatnagerðarmenn um að útvega
fólki sandpoka.
Hvernig festum við
handlista?
í sumum járnvöruverslunum er
hægt að fá keyptar ágætar festing-
ar fyrir handlista. Einnig er hægt
að leysa þann vanda með því að
semja við smið, járnsmið eða tré-
smið. Festingar geta einnig verið
úr tré. Þar sem ætlunin er að setja
handrið meðfram stéttinni heim að
húsinu, þarf auðvitað að festa stoð-
ir niður. Sumstaðar má trúlega
skrúfa slíkar stoðir á jaðar gang-
stéttarinnar, en annarsstaðar þarf
að reka stoðirnarí jörðu. Stuðnings-
borð eða handlista þarf síðan að
festa efst á þessar stoðir. Hæfileg
hæð uppá handlistann mun vera
80 til 85 cm frá stéttinni.
Svona handrið við gangstétt get-
ur veitt mikið öryggi í vondu göngu-
færi.