Morgunblaðið - 13.01.1991, Qupperneq 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGIMIR
SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1991
35 ára reynsla tryggiröruggaþjónustu
Símatími kl. 1-3
Vantar 3ja herb.
Höfum traustan kaupanda aö
góöri 3ja herb. íbúð.
Vegna mikillar sölu vant-
ar okkur eignir af öllum
stærðum á söluskrá.
Dúfnahólar - 3ja
Falleg 3ja herb. íb. á 7. hæð. Suðursv.
Einkasala. Verð 5,5 millj.
Grettisgata - 3ja
3ja herb. góð íb. á 1. hæð í steinh.
Sérhiti. Verð 4,9 millj.
Sigtún - 4ra
Ca 90 fm lítið niðurgrafin og björt kj.íb.
Tvöf. verksm.gler. Sér hiti sérinng. Verð
4,9 millj.
Grettisgata - í smíðum
100 fm íb. tilb. u. trév. á götuhæð.
Sérinng. Til afh. strax. 2 einkabílastæöi
fylgja. Verð 5,8 millj.
Grenimelur - sérh.
Glæsil. ca 160 fm sérh. (1. hæð)
í þríbhúsi. 2 herb. ásamt bað-
herb. í kj. fylgja. Bílsk. Einkasala.
kAgnar Gústafsson hrl.,j
Eiríksgötu 4
Málflutnings-
og fasteignastofa
E
Fasteignasalon
EIGNABORG sf.
- 641500 -
Opið í dag kl. 13-15
Bráðvantar íbúðir
4ra og 5 herb. íbúðir.
Suðurhlíðar — 2ja
60 fm á 2. hæð. Suðursv. Tilb. u. trév.
Til afh. strax.
Fagrabrekka — 2ja
50 fm íb. í tvíb. Sérinng. Verð 3,8 millj.
Engihjalli — 3ja
90 fm á 4. hæð F-íb. Suðursvalir.
Nýmál. Laus strax. Þvottah. á hæö.
Verð 5,’8 millj. Áhv. 1,7 millj. Laus
strax.
Álfhólsvegur — 3ja
87 fm jarðh. m. sérinng. Nýjar
innr. Lítið áhv. Mikið útsýni.
Laugavegur — 3ja
100 fm á 2. hæð í steinsteyptu húsi.
Stór stofa. Sérbílast. Nýtt þak. Eign
í góðu ástandi. Laust 1. mars.
Kársnesbraut — 3ja
70 fm íb. á 1. hæð í fjórbýli. Suð-
ursv. Flísar á baði. Aukaherb. í kj.
Verð 6 millj.
Ásbraut — 4ra
100 fm á 3. hæð, endaíb. Suðursv.
Lítið áhv. Verð 5,8 millj.
Efstihjalli — 4ra
100 fm á 1. hæð í 2ja hæða
húsi. Suöursvalir. Parket.
Vandaðar innr. Einkasala.
Suðurhlíðar — Kóp.
4ra herb. íb. á 2. hæð. Afh.
tilb. u. trév. fullfrág. utan,
strax.
Fagrihjalli — parh.
Eigum eftir nokkur hús þegar upp-
steypt. Til afh. strax. Hagst. verð.
Hrauntunga — raðh.
Sigvaldahús á tveimur hæðum. Á
jarðh.'er 2ja herb. íb. Innb. bílsk.
Ýmis skipti mögul.
Birkigrund — raðhús
198 fm, tvær hæðir ásamt ki. í stein-
steyptu húsi. 5 svefnherb. Ahv. veð-
deild 2,8 millj. Bílskréttur.
Sviðsholtsvör — einb.
220 fm á Álftanesi, 4-5 svefnherb.
Timburhús byggt á staðnum. Fullfrág.
utan. Ræktuö lóð. Tvöf. bílskúr. Áhv.
veðdeild 2,1 millj.
Suðurlandsbraut 22
288 fm verslhúsn. á jarðhæð. Tilb.
undir máln. í dag. Ýmis greiðslukj.
Hlíðarhjalli — tvíb.
260 fm 2 íb. önnur 3ja herb.,
hin 6 herb. Afh. rúml. fokh.
Allt gler komiö og útihuröir.
Hitalögn frág. Lóö tyrfö og
bílaplan steypt. Tíl afh. strax.
EFasfeignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 12. s. 641500
Sölumenn: ||
Vilhjálmur Einarsson, hs. 41190,
Jóhann Hálfdánarson, lögg.
fasteigna- og skipasali, s. 72057.
Hús okkar og licimili
verda seint oftryggð
— segir Ólafur Björgtinsson hjá Sjóvá-Almennum
VÁTRYGGINGAR eru miklu algengari og víðtækari nú en áður
gegn margvíslegu tjóni t.d. af völdum bruna, vatnsskaða eða inn-
brota, enda þykist enginn oftryggður, þegar tjón verður. ÖIl hús hér
á landi eru skyldutryggð gegn bruna, í höfuðborginni hjá Húsatrygg-
ingum Reykjavíkur og annars staðar hjá þeim vátryggingarfélögum,
sem viðkomandi sveitarstjórnir semja við. Svokallaðar fasteigna-
tryggingar og fjölskyldutryggingar (heimilistrygingar) eru aftur á
móti fijálsar. Þeim er ætlað að tryggja gegn margvíslegu öðru tjóni,
sem orðið geta á húsi og heimili, eins og allir þekkja.
En er það svo víst, að allir geri sér næga grein fyrir því, hvað
er tryggt og hvað ekki? — Ég hef lúmskan grun um, að viðskiptavin-
urinn, sem kemur hér inn og kaupir sér fasteignatryggingu, lesi
ekki skilmálana, sagði Ólafur Björgvinsson afgreiðslustjóri hjá
Sjóvá-Almennum hf. í viðtali við Morgunblaðið. — Það er samt nauð-
synlegt, að hann lesi þá vandlega. Það nægir ekki, að sölumaðurinn
útskýri það stuttlega fyrir honum, hvað fasteignatryggingin vátrygg-
ir. Sama máli gegnir að sjálfsögðu um fjölskyldutrygginguna.
Ólafur er fæddur 1942 og alinn upp í Reykjavík. Hann hóf störf
þjá Almennum tryggingum 1961, en fór síðan til Englands 1962, þar
sem hann lagði stund á vátryggingar við verzlunarskóla. Eftir heim-
komuna hélt hann áfram starfi sínu hjá Almennum tryggingum og
síðan hjá Sjóvá-AJmennum, en þessi fyrirtæki sameinuðust fyrir
tveimur árum sem kunnugt er. Ólafur hefur fengizt við nánast allar
greinar trygginga, en þó lengst af við fasteigna- og heimilistrygging-
ar.
Þá fauk allt, sem fokið gat
Gamla húseigendatryggingin
átti sér ekki langa sögu, heldur
Ólafur áfram. — Hún var fyrst tek-
in upp 1969, þegar Elna fór yfir
Reykjavík, en Elna var leifamar af
aaHBBBIIIi hvirfilvindi. Breið-
holtið varð hvað
verst úti í þessu
ofsaveðri. Þar
fauk allt sem fokið
gat eins og þök,
bílar o. fl. Þessi
trygging var að
vísu komin þá og
við byijaðir að
eftir Magnús
Sigurósson
auglýsa hana. Þeir sem höfðu þessa
vátryggingu, fengu tjón sitt bætt
en aðrir ekki. Margir hlutu þarna
slæman skaða, því að þetta var
heljar mikill hvellur.
Þessi húseigendatrygging fól í
sér vátryggingu gegn vatnsskaða,
foki, innbroti, gleri, sótfalli, húsa-
leigutapi og ennfremur ábyrgðar-
tryggingu. Í nýju fasteignatrygg-
ingunni er búið er að bæta inn að
auki vátryggingu gegn skýfalli og
asahláku, tjóni af völdum frostspr-
ungna og snjóþyngsla, hreinlætis-
tækjatryggingu o. fl. Það er stöðugt
verið að auka við trygginguna og
gera hana víðtækari.
Ólafur víkur síðan að einstökum
liðum fasteignatryggingarinnar og
segir: — Hún felur í fyrsta lagi í
sér vatnstjónstryggingu, það er þau
tjón, sem verða á fasteigninni af
völdum vatnsskaða. Oft springur
rör í húsum. Þá þarf að bijóta nið-
ur að því, laga það, múra upp og
mála. Öft hlýzt mikið tjón af vatns-
flóðinu. Þess eru dæmi, að rör hafi
sprungið efst í blokkum og vatn
runnið niður eftir öllum hæðum og
alla leið ofan í kjallara. Þá er hægt
að ímynda sér tjónið, en allt saman
verður að bæta, því að þetta er
i/átryggt.
- Trygging gegn skýfalli og
asahláku er nýlega komin inn í fast-
eignatrygginguna, heldur Ólafur
áfram. — Það hefur oft gerzt í stór-
rigningum eftir frosta- og snjóa-
kafla, að það flæðir inn í kjallara.
Þetta hafa gjarnan verið býsna
þung tjón fyrir fólk. Áður var utan-
aðkomandi vatn ekki bótaskylt
heldur einungis vatn úr leiðslukerfi
innanhúss. Þetta er því nýtt. Rétt
er samt að benda á, að tjón af völd-
um sjávarfalla eða grunnvatns er
ekki bætt.
Frostsprungutrygging er einnig
nýr liður í fasteignatryggingunni.
Hún bætir tjón vegna frostspr-
ungna á vatnsleiðslukerfi innan-
húss, sem verður við það að hita-
kerfí hússins bilar skyndilega. Tjón
af völdum vatns er bætt úr vatns-
tjónstiyggingunni, sem greint var
frá hér á undan.
Fok- og óveðursstryggingin á að
ná yfir tjón, sem verður vegna ofsa-
veðurs er þök, veggir og gluggar
§úka eða brotna. Þá "er miðað við
11 vindstig og upplýsingar veður-
stofunnar um vindhraða. Enda þótt
veðurstofan' gefí ekki upp nema
9-10 vindstig, þá vitum við það
samt af reynslu, að á vissum stöðum
á höfuðborgarsvæðinu er vindhrað-
inn mun meiri t.d. í Álfheimum,
efst í Breiðholti og síðast en ekki
sízt í Engihjalla í Kópavogi. Það
getur verið ofsastormur á þessum
stöðum, þó að veðurstofan mæli
ekki nema 9-10 vindstig annars
staðar.
Ólafur segir óveðurstjónin ein-
mitt mjög algeng og að eftir þann
veðurofsa, sem gengið hefur yfír
mikinn hluta landsins að undan-
förnu, megi búast við miklum tjóna-
kröfum út á þessa óveðurstrygg-
ingu. Víða hafí t.d. þök fokið, svo
að stórtjón hafí hlotizt af.
Brottflutnings og húsaleigu-
trygging nefnist enn einn liður fast-
eignatryggingarinnar. — Henni er
ætlað að bæta það tjón, sem hlýzt
af því, að ekki er hægt að búa í
íbúð, á meðan verið er að gera við
hana vegna vegna skemmda af
völdum t.d. vatnskaða eða annars,
sem bótaskylt er samkvæmt fast-
eignatryggingunni, segir Ólafur. —
Stundum eru skemmdirnar það
miklar, að fólkið verður að flytja
annað um stundarsakir. Þá verður
að leigja fyrir það húsnæði t.d.
aðra íbúð og jafnvel á hótel, ef
aðrir kostir eru ekki fyrir hendi.
Bætur greiðast þó ekki fyrir lengri
tíma en 6 mánuði, enda á viðgerð
þá að vera lokið á húsnæðinu, þar
sem tjónið varð. Við höfum við-
gerðamenn á okkar vegum og þeir
ganga ávallt rösklega til verks við
að gera við hið skemmda húsnæði.
Meira tjón af innbrotum en
áður
Innbrotstryggingin er mjög mik-
ilvæg að mati Ólafs. — Innbrots-
þjófarnir hafa valdið munum meiri
skemmdum á fasteignum á undan-
fömum árum en áður, segir hann.
— Hér áður-fyrr vom innbrotsþjóf-
arnir kannski bara fyllibyttur og
þegar húseigandi kom heim, lá inn-
brotsþjófurinn þar sofandi og hafði
ekki gert annað af sér en að tæma
úr viskíflösku, sem hann fann í
vínskáp. Nú er komin til sögunnar
önnur tegund af innbrotsþjófum.
Það eru fíkniefnaneytendumir. Þeir
stela öllu, sem hægt er að selja til
að eiga fyrir einhverju, sem þeir
þurfa að nota. Þeir stela sjónvarps-
tækjum, hljómflutningstækjum og
yfirleitt öllu, "sem þeir geta komið
í peninga. Svo eiga þeir til að
skemma og það mikið. Þeir skera
niður dýr málverk, stífla salerni og
láta vatn flæða út.
í fasteignatryggingunni er enn-
fremur glertrygging, það er við
broti á rúðum. — Hún felur í sér,
að við borgum nýja rúðu og ísetn-
ingu hennar, segir Ólafur. — Trygg-
ingin nær samt ekki til þess, ef
rúður em rispaðar eða skemmdar
lítillega, heldur einungis ef þær
brotna. Tjón, sem undir þennan lið
falla, em töluverð. Oft em stórar
og dýrar verzlunarrúður brotnar
t.d. í verzlunum í Austurstræti.
Svona rúður kosta með ísetningn
tugi þúsunda króna.
En það má búa til svo sterkar
rúður, að jafnvel skriðdrekar komist
ekki í gegnum þær. Við hér höfum
velt því fyrir okkur, að setja slíkar
rúður í þessi hús. Enn hefur þó
ekkert orðið úr því. Það gler, sem
notað er þarna nú, er samt uiii 8-10
mm þykkt, en stenzt þó ekki
brennivínsflöskur og annað, sem í
þær er kastað.
Svokalluð brots- og hmnstrygg-
ing á að bæta tjón, sem verður, ef
loftklæðning eða innrétting dettur
niður. — Mér er minnisstætt óhapp
í íbúð í Breiðholti, sem búið hafði
verið f í 12 ár. Allt í einu heyrðust
þar skruðningar og þegar fólkið
kom á vettvang, þá hafði loftklæðn-
ingin fallið niður og ekki nóg með
það heldur hafði hún brotið mikið
af innbúinu, segir Ólafur. — Eldhús-
innréttingar og skápar hafa líka
tekið upp á því að hrynja allt í einu
niður með þeim afleiðingum, að það
leirtau, sem inni í þeim var, möl-
brotnaði.
Ábyrgðartryggingin felur í sér
vátryggingu gegn þeirri skaðabóta-
skyldu, sem fallið getur á húseig-
andann vegna eignarinnar. — Það
skapast oft hættuástand í kringum
hús, segir Ólafur. — Fólk dettur
fyrir framan þau í hálku og fær
grýlukerti í höfuðið, svo að raunhæf
dæmi séu nefnd. Snóþyngsli á hús-
þökum hafa fallið ofan á fólk og
bíla og valdið slysum og tjóni.
Bruni er undanskilinn í ábyrgðar-
liðnum. — Bmni af völdum íkveikju,
þegar krakkar kveikja í, fæst því
ekki bættur og það enda þótt for-
eldrarnir séu með heimilistryggingu
hjá vátryggingafélögunum. Það er
oft sem fólk skilur þetta ekki.
Krakkar kveikja í sinu, eldurinn
teygir sig inn í næsta garð og 40
ára gömul tré þar, há og falleg, em
þarmeð ónýt. Eigendurnir, sem em
að vonum í öngum sínum, snúa sér
að vátrygingarfélaginu og vilja fá
trén sín bætt. En þetta er ekki
bótaskylt. Foreldrar barnanna, sem
kveiktu í, geta verið bótaskyldir
vegna þeirra, en vátryggingin er
það ekki.
Engin brunatrygging í
fasteignatryggingunni
— Vert er að taka það skýrt fram,
að það er engin branatrygging inni
í fasteignatryggingunni, segir Ólaf-
ur. — Ef það kviknar í íbúðinni eða
húsinu, ber að snúa sér til Húsa-
trygginga Reykjavíkur og annars
staðar til þess vátryggingarfélags,
Dæmigert vatnstjón á fasteign. Þarna hefur þurft að mölva allt upp
staðinn fyrir þau gömlu. Svo þarf að fylla upp og múra. Nú nýverið
sjálfum rörunum, sem ekki var áður.
með loftborum og setja ný rör í
hefur verið tekin upp trygging á