Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
FRANC BOOKER:
17
Vildi sjá
heiminn“
ÞEGAR félögin i úrvalsdeildinni fá nýja útlendinga taka þau oft
mikla áhættu. Umboðsmennirnir í Ameríku spara ekki stóru orð-
in og segja ieikmenn sína í f remstu röð en oft kemur annað á
daginn. Reynslan hefur kennt manni að taka slíku með varúð.
Þannig var það þegar ÍR-ingar sögðu að nýi leikmaðurinn þeirra
hefði verið í 14 manna hópi hjá liðum í NBA-deildinni. Já já,
sagði maður, og ég heiti Steingrímur Hermannsson. Það er álíka
líklegt og að maður úr NBA-deildinni fari að spila með ÍR.
g n eftir fyrsta leikinn fór maður
Logi
B. Eiðsson
skirfar
að velta því fyrir sér hvort eitt-
hvað væri til í þessu. ÍR-ingar, sem
fram að þessu höfðu aðeins unnið
einn.leik, og reyndar
ekki verið sérlega
nálægt því að vinna
fleiri, stóðu í ís-
landsmeisturum
KR. Og framhaldið var enn ótrú-
legra. Liðið vann Snæfell í bikar-
keppninni og svo Hauka, Tindastól
og Val í úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir
töluverðar breytingar á liðinu var
það augljóst hver átti heiðurinn af
þessum stakkaskiptum; Banda-
ríkjamaðurinn Franc Booker.
Vildi sjá heiminn
Fyrsta spurningin er að sjálf-
sögðu hvað í ósköpunum maður á
borð við hann er að gera á Islandi:
„Ég var að beijast fyrir því að kom-
ast inní NBA-deildina og vantaði
herslumuninn. Eftir að hafa verið
hjá þremur liðum sagði ég við sjálf-
an mig að nú væri kominn tími til
að reyna eitthvað nýtt, gleyma
deildinni og sjá heiminn. Mig lang-
aði til að fara til Ástralíu eða Spán-
ar en ísland varð fyrir valinu. Ég
vissi nánast ekkert um landið en
allt sem ég hef séð hefur komið
mér skemmtilega á óvart. Ég gæti
haft meira uppúr krafsinu annars-
staðar í Evrópu en ég kann vel við
mig hér og sé alls ekki eftir því að
hafa komið.
Ætlaði í fótbolta
Booker, sem er 25 ára, er fædd-
ur í Augustin í Georgíu og er átt-
undi í röð tíu systkina. „Ég hafði
alltaf meiri áhuga á fótbolta [ruðn-
ing] og stefndi að því að ná langt.
Ég þótti góður í vörninni í körfu-
bolta en flestir sögðu mér að fram-
tíðin væri í fótboltanum. Á síðustu
stundu ákvað ég að taka körfubolt-
ann framyfir og fékk tækifæri til
að sanna mig í sumarbúðum. Þar
hitti ég Larry Brown, þjálfara
Kansas [núverandi þjálfara San
Antonio Spurs], og hann vildi fá
mig til Kansas, sem var eitt besta
liðið í háskóladeildinni. En ég ákvað
að fara til Bowling Green, sem var
skemmtilegur skóli með gott lið.
Þegar Booker útskrifaðist var
hann valinn af New Jersey Nets í
sjöundu umferð í háskólavalinu.
„Þjálfarinn bjóst ekki við miklu en
mér gekk vel og hann vildi halda
mér hjá liðinu og bjóða mér samn-
ing. En hvert lið má aðeins hafa
tólf leikmenn og hann þurfti því
„Það sem skipt-
ir mestu máli
núna erað
vinna og halda
ÍR í deildinni"
„Langaði til
^ að fara til
Ástralíu eða
Spánaren
Is and varð
fyrir valinu
að losna við einn bakvörð. Sá var
hinsvegar með langan samning sem
hann vildi ekki sleppa og ég varð
að taka pokann. Það sama gerðist
hjá Miami Heat og Cleveland Cav-
aliers. En ég átti svosem von á
þessu, það er erfítt að komast inní
deildina en ég hef ekki gefist upp,“
segðir Booker.
„Það er farið að gjósa“
Booker segir að sér hafi ekki lit-
ist á blikuna þegar hann kom til
Keflavíkur. „Það voru vandræði
með pappíra og ég þurfti að bíða
góða stund. Á meðan leit ég út og
það kom mér á óvart hve bjart var
yfír öllu en kuldalegt. En þó held
ég að það sé hlýrra hér en í Bow-
ling Green, eða öðruvísi kuldi og
ég sætti mig við veðrið. Það er líka
gam^an að geta hringt til vina sinna,
frá íslandi, og sagði að veðrið sé
gott en það sé farið að gjósa,“ seg-
ir Booker og hlær.
Margir góðir
Booker segir að geta íslenskra
leikmanna hafi komið sér á óvart.
Booker á fuliri ferð með knöttinn.
Morgunblaðið/Einar falur
Tölurnar
„Það eru margir mjög sterkir leik-
menn á deildinni." Hann nefnir sem
dæmi Pál Kolbeinsson, Jón Arnar
Ingvarsson, Magnús Matthíasson
og Pétur Guðmundsson. „Það sem
kemur mér hinsvegar á óvart er
hve lítið þeir æfa. í Bandaríkjunum
æfa menn þijá til fjóra tíma á dag.
Þar er alltaf hægt að komast í sal
og skjóta á körfu og menn æfa
Tölurnar hjá Franc Booker eru býsna
merkilegar og hér má sjá leiki hans með ÍR
í úrvalsdeildinni, hve mörg stig hann hefur
gert og hve margar þriggja stiga körfur:
iIR-UMFN.............. 99:106
KR-ÍR..................105: 91
IÍR—Snæfell............ 88: 93
ÍR—Haukar.............. 88: 80
ÍR—Tindastóll.......... 86: 82
Valur-ÍR............... 83: 93
Samtals..............545:549 321 (66)
Meðatal................ 91: 92 54 (11)
Booker gerir tæplega tvo þriðju stiga sinna
með þriggja stiga skotum og vítanýting hans
54 (10)
55 (15)
60 (14)
44 (10)
49 ( 3)
59 (14)
er um 77%.
!R-ingar fagna sigri
mikið sjálfir. Hér þurfa menn hins-
vegar að sætta sig við tæplega
klukkutíma á dag. Ég held að þetta,
og ómarkvissar æfingar, standi
körfuboltanum fyrir þrifum,“ segir
Booker.
Góður hópur
Booker segist kunna vel við sig
hjá ÍR. „Liðið er ein stór heild og
við eru mikið saman utan vallar.
Við höfum náð vel saman og það i
hefur mikið að segja fyrir liðið. í
körfubolta skiptir hugarfarið miklu
máli og ég hef séð verulega breyt-
ingu milli leikja. Það er líka gaman
að sjá að fólk kemur á leikina til
að hvetja okkur og nú erum við
farnir að spila sem lið, fullir af sjálf-
strausti. Það hefur mikið að segja.“
„Vil koma affur“
Þrátt fyrir að NBA-deildin sé
takmarkið segir Booker að hann
útiloki ekki að hann leiki með ÍR
næsta vetur. „Ég vil koma aftur
og það fer eftir því hvernig mér
gengur úti. En ég er ekki farinn
að veita því alvarlega fyrir mér.
Það sem skiptir mestu máli núna
er að vinna og halda ÍR í deildinni.“