Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 8
fam JHtvgnnÞIsifrife SKIÐI / HEIMSMEISTARAMOTIÐ I ALPAGREINUM Wiberg stal sigrin- um í stórsvigi „Skoplegt að ég hafi unnið gullverðlaun," sagði Pernilla Wiberg SÆNSKA stúlkan Pernilla Wi- berg sigraði mjög óvænt i stórsvigi kvenna á heimsbikar- mótinu í alpagreinum í Saal- bach í Austurríki á laugardag- inn. Það má segja að hún hafi v stolið sigrinum því ekki var búist við að hún blandaði sér ítoppbaráttuna þar sem hún var ekki einu sinni í fyrsta rás- hóp. Hún varð þar með fyrst sænskra kvenna til að vinna heimsmeistaratitil í alpagrein- um. Wiberg, sem er aðeins tvítug og byrjaði að keppa í heims- bikarnum í fyrra, kom sjálfri sér mest á óvart með því að sigra. „Það er mjög skoplegt að ég hafi unnið gTjJlverðlaun," sagði Wiberg brosandi. „Ég átti hreinlega ekki von á því.“ Wiberg náði sjöunda besta tíman- um í fyrri umferð, en í síðari ferð- inni náði hún frábærum tíma og var 0,16 sek. á undan Ulriku Maier frá Asturríki. Maier, sem varð heimsmeistari í risasviginu, vár með besta tímann í fyrri ferð, en keyrði síðari ferðina af mikilli varfærni. Traudl Haeeher vann fyrstu verð- laun Þýskalands á mótinu með því að ná í bronsverðlaunin. Vreni Schneider frá Sviss náði ekki að fylgja eftir sigrinum í svig- inu. Hún var 1,70 sek. á eftir Maier í fyrri ferð, en náði næstbesta tímanum í síðari umferð og það nægði henni aðeins í sjöunda sæti. Maier var ekki óánægð með silf- urverðlaunin. „Ég var mjög tauga- óstyrk fyrir síðari umferðina og gerði mistök í neðri hluta brautar- innar. En þrátt fyrir ailt, er hægt að vonast eftir meiru? Ég er mjög sátt við gengi mitt á mótinu,“ sagði Maier, sem varð fyrsta móðirin til að vinna heimsmeistaratitil í alpa- greinum er hún sigraði í risasviginu. „Þetta er bara fyrsti sigurinn af mörgum,“ sagði Jan Larsson, sem skipuleggur mót og þjálfun Wi- bergs. „Pemilla leggur mjög hart að aér á æfingum - stundum verð- . ur að stoppa hana af þar sem hún leggur of hart af sér.“ Wiberg lærði á skíðum í brekkum við heimabæ sinn, Nörrköpping, og ætlaði sér snemma að verða skíða- kona í fremstu röð. Fyrir tveimur , árum varð hún að láta skera sig upp vegna hnémeðsla og var frá keppni að þeim sökum í heilt ár. Hún hafði aðeins getað æft í nokkr- ar vikur er hún varð þriðja og fimmta í svigi heimsbikarsins, sem fram fór í re og Vemdalen í Svíþjóð, í fyrra. Svigið hefur verið hennar aðalgrein, en draumur hennar er « að verða alhliða skíðakona. Á sumr- in hefur Wiberg unnið við að bera út póst og heldur sér jafnframt í æfingu með því að notað hjól. Hún hjólar í fímm til sex tíma á dag til að koma póstinum til viðtakanda. llrslit / B7 Petra Kronberger. ÍÞRÚmR FOLX ■ PETRA Kronberger, skíða- kona frá Austurríki sem hefur af- gerandi forystu í heimsbikarnum, verður frá keppni vegna meiðsla í minnst þijár vikur. Hún sagðist vonast til að geta keppt að nýju í heimsbikarmótunum sem fram fara í Japan um næstu mánaðarmót. Kronberger varð fyrir meiðslum á hné í risasviginu á heimsmeistara- mótinu í Saalbach í síðustu viku. ■ A USTURRÍKI hlaut flest verð- laun á Heimsmeistaramótinu sem lauk í Saalbach á sunnudaginn. Alls komu 11 verðlaun í hlut Aust- urríkis og eru það besti árangur á HM síðan 1962. Austurríkismenn komust á verðlaunapall í öllu grein- um nema bruni karla. ■ ULRKA Maier, sem var fyrsta móðirin til að vinna HM-titil og landi hennar, Rudi Nierlich, voru þau einu sem náðu að vera titilinn frá HM 1989. Rudi Nierlich á fullri ferð í brekkunni. Á litlu myndinni fyrir ofan er sænska stúlkan Wiberg. en var kærður Rudolf Nierlich vann fimmtu gullverðlaun Austurríkis- manna á heimsmeistaramótinu í Saalbach á sunnudag, er hann sigr- aði í síðustu keppnisgrein mótsins — stórsvigi. ítalinn. Alberto Tomba hafði forystu eftir fyrri ferð en datt snemma í þeirri seinni. Fulltrúar fimm þjóða kærðu Ni- erlich strax eftir fyrri ferð; héldu því fram að hann hefði verið í brun- galla, sem er ólöglegt. Skv. reglum verður að komast ákveðið loftmagn inn í galla sem keppendur í stórs- vigi klæðast og hinir níðþröngu brunbúningar eru ekki meðal þeirra sem standast slíka loftstaðla. Nierlich varð að afhenda móts- höldurum búninginn og verður hann rannsakaður. En Nierlich sigraði og fékk gull- peninginn afhentan. Síðar kemur í Ijós hvort hann fær að halda pen- ingnum. „Það skiptir mig mestu máli að hafa sigrað fyrir framan 40.000 landa mína. Sigurinn var mikið meira virði en peningurinn,“ var haft eftir Austurríkismannin- Alberto Tomba. um, sem virtist allt eins eiga von á því að verðlaunin yrðu tekin af honum. Austurríkismenn stóðu sig best allra á þessu heimsmeistaramóti. Hafa ekki náð jafn góðum árangri síðan í Chamonix í Frakklandi 1962 er þeir fengu 6 gullverðlaun. Nú hlutu þeir 5 gull, 3 silfur og 3 brons. KORFUBOLTI Frestað vegna veðurs Ollum leilcjum úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik var frestað á sunnudaginn. í gær átti að reyna aftur með leik Þórs og Hauka en það gekk ekki vegna veðurs. Valur og Njarðvík mætast að Hlíðarenda í kvöld og laugadag- inn 9. leika Tindastóll og KR á Sauðárkróki. Fimmtudaginn 14. febrúar verða svo tveir leikir; Snæfell og Grindavík leika á Stykkishólmi og ÍR og ÍBK í Keflavík. Snæfell og ÍR áttu að leika á sunnudaginn í bikarkfeppní kvenna, en leikurinn verður fimmtudaginn 7. febrúar. NBA-DEILDIN Lakers með 15. sigur- leikinn i roð Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandarikjunum Magic Johnson rotaðist í leik LA Lakers gegn Chicago. Tveir stórleikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik á sunnudag; LA Lakers fékk Chicago Bulls í heimsókn og Phoen- ix sótti Detroit heim. Lakers hélt áfram á sigurbraut og lék 15. sigurleik- inn í röð og Phoenix átti ekki í erfiðleikum í Detroit. Lakers hafði forystu lengst af, en í lok þriðja leikhluta, þegar stað- an var 76:74, fékk Magic Johnson spark í höfuðið og rotaðist. Hann rankaði við sér um það bil fimm mínútum síðar, kvartaði um höfuð- verk og minnisleysi og var fluttur á sjúkrahús til öryggis, en reyndist ekki slasaður. Tony Smith, sem Lakers fékk í 2. umferð síðasta vals leikmanna úr háskólum, tók stöðu Johnsons og stjórnaði liði sínu til sigurs, 99.86. Hann lék mjög vel í fjórða leikhluta og að auki var vöm Lakers mjög góð — Chicago skoraði og síðan ekki söguna þeir, þegar fjórar og hálf mínúta voru til leiksloka. Byron Scott var stigahæstur hjá Lakers með 18 stig, en sex menn liðsins voru með 10 stig eða fleiri. Varamennirnir skoruðu samtals 36 stig, en „bekkurinn" hjá Chicago var aðeins með fjögur stig. Phoenix vann Detroit 112:97 o gmunaði mestu um stórleik Kevins Johnsons, sem skoraði 28 stig og þar af 20 stig í fyrri hálfleik. Urslit / B6 Staðan/ B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.