Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 3
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 B 3 Svíþjóð: „Besti leikur- inn minn“ - sagðiGunnar. Gunnarsson eftir fjórða sigur Ystad í röð Gunnar Gunnarsson átti mjög góðan leik og gerði sex mörk, þegar Ystad vann Skövde 25:20 á útivelli í úrslitakeppni sænsku úr- valsdeildarinnar í handknattleik um helgina. Þetta var fjórði sigur Ystad í röð og er liðið í fjórða sæti með 26 stig. Síðustu leikimir í fyrri umferð úrslitakeppninnar fara fram annað kvöld og mætir Ystad þá Redbergslid, sem vann Sávehof 23:22 á útivelli og er í 6. sæti með 22 stig. Söder, sem er í áttunda og neðsta sæti með 19 stig, vann efsta liðið, Drott, sem er með 37 stig, mjög óvænt, 27:23, og gerðu heimamenn síðustu fimm mörkin. Lugi er með 29 stig eftir 22:17 sig- ur gegn Irsta, sem er í 2. sæti með 30 stig. „Við höfum verið á góðri siglingu að undanfömu og þetta var senni- lega besti leikurinn minn í vetur,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið. „Það gekk nánast allt upp, við vor- um 12:6 yfir í hálfleik og komumst í 16:8, þannig að sigurinn var aldr- ei í hættu.“ Mjög þétt er leikið í úrslitakeppn- inni, en í seinni umferðinni, sem hefst um næstu helgi, snýst leikja- röðin við og mætast því Ystad og Redbergslid í tveimur leikjum í röð. Sex efstu liðin halda áfram í keppn- inni. Frakkland: Júlíus með sex mörk JÚLÍUS Jónasson gerði sex mörk er hann og félagar ■ Paris Asnieres sigruðu Strassbourg, 25:22, í frönsku 1. deildinni á sunnudagskvöldið. Venessiux og Nimes eru í efstu sætunum, hafa skorið sig nokkuð úr að sögn Júlíusar, og beijast um titilinn. „Síðan koma nokkur lið í hnút, þar á meðal við. Við eigum fræðilega möguleika á þriðja sætinu en til þess þurfum við helst að vinna alla þá leiki sem eft- ir eru,“ sagði Júlíus. Eftirsóttur Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hafa þýska félagið Gross- wallstadt og Bidasoa á Spáni bæði sýnt áhuga á að fá Júlíus fyrir næsta keppnistímabil en samningur hans í Frakklandi rennur út í vor. Hann fékk formlegt tilboð frá þýska liðinu en hafnaði því og á von á að heyra í forráðamönnum Bidasoa á næstunni. Þýska 2. deildarliðið Dankersen hefur nú bæst í hópinn, en Júlíus sagðist ekki reikna með að fara þangað þó hann ræddi við menn frá félaginu. Taldi mestar líkur á að fara til Bidasoa ef hann færði sig um set — en ætti allt eins von á að vera áfram hjá Asnieres. v FRJALSIÞROTTIR StórmótSI í Hafnarfirdi Hið árlega Stórmót Samtaka íþróttafréttamanna og Adidas fer fram í kvöld og að þessu sinni verður keppt í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði. Keppnis- fyrirkomulag verður nú með öðrum hætti en á fyrri mótum — fjórum liðum hefur verið boðið til keppni og leika allir við alla. Liðin s^m taka þátt í mótinu eru Fram, nýbakaður íslandsmeistari í innanhússknattspymu, KR, Valur og FH. Þá mætast Stjörnulið Óm- ars Ragnarssonar og lið íþrótta- fréttamanna á mótinu. í liði Ómars verða m. a. Laddi, Magnús Ólafs- son, Jón Ragnarsson og Ingi Björn Albertsson. Keppni hefst kl. 19.30. Leikirnir verða í þessari röð: 19.30 ..............FH-Fram 19.52 .............KR-Valur 20.14 .............. FH-KR 20.36 ...........Fram-Valur 21.00 .....Stjörn ulið Ómars - SÍ 21.18 .............FH-Valur 21.40 ..............Fram-KR 22.00........Verðlaunaafhending Þórdís Gísladóttir. bronsverðlaun íCosford Þórdís Gísladóttir náði sér ekki á strik á enska meistaramótinu í fijálsíþróttum innanhúss, sem fram fór í Cosford á sunnudag. Hún stökk 1,80 metra. BHI Þórdís fékk brons- Melwille verðlaun, stökk jafn skrifar langt og Julie Major. Sigurvegari varð enska stúlkan Debbi Marti, sem fór yfir 1,94 m. Þórdís þurfti þijár tilraunir til að komast yfir byijunarhæð sína, 1,75 m, og kostaði það hana silfurverðlaun- in. Hún komst hins vegar strax í fyrstu tilraun yfir 1,80 m. Henni mi- stókst svo þrívegis að komast yfir 1,85 ■ ATLIHilmarsson lék á ný með Granollers eftir að hafa verið frá í þijá mánuði vegna meiðsla. Atli skoraði þijú mörk í leik gegn Valencia. I SÆNSKI landsliðsmaðurinn Erik Hajas hefur gengið til liðs við Tres de Mayo og mun leika með því út keppnistímabilið. Með liðinu leikur Finninn Jan Rönneberg. ■ NÝJA Ólympíuhöllin í Granoll- ers, þar sem handknattleikskeppnin fer fram á ÓL í Barcelona 1992, verður vígð 18. júlí í sumar með landsleik Spánar og Frakklands. Höllin tekur 5.500 áhorfendur í sæti. ■ MJÖG öflugt mót fer síðan fram í höllinni 23. til 28. júlí, þar sem átta efstu þjóðimasr í HM í Tékkóslóvakíu mæta til leiks. Búið er að draga í riðla. A-riðill: Sov- étríkin, Spánn, Rúmenía og Þýskaland. B-riðill: Júgóslavía, Svíþjóð, Tékkóslóvakía og Ung- verjaland. SIGURÐUR Sveinsson er hreint óstöðvandi þessa dagana. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum með Atletico Madrid og réðu leikmenn Barcelona ekkert við hann þeg- ar úrslitakeppnin á Spáni hófst um helgina. Sigurður skoraði sex mörk gegn Barcelona - öll með þrumufleygum í seinni hálfleik, þegar Atletico vann Barcelona, 19:18, íæsispenn- andi leik. Sigurður lék vel og þá varði sænski markvörðurinn Thom- as Svensson eins og berserkur. Cabanas skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona. Júgó- FráAtla slavinn Vujovic Hilmarssyni skoraði 9/4 mörk áSpáni fyrir. Landi hans Portner náði sér ekki á skrik og skoraði aðeins eitt mark. Alfreð Gíslason var einnig í ham þegar Bidasoa vann Alecante, 24:21. Hann skoraði 8 mörk, en Pólveijinn Bogdan Wenta lér sér nægja þijú mörk. Kristján Arason skoraði tvö mörk þegar Teka vann Arrate, 22:23. Cabanas skoraði flest mörk, eða sex. Geir Sveinsson lék sem útispilari þegar Granollers tapaði, 24:29, fyr- ir Valencia. Mikið er um meiðsli í Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Sveinsson. herbúðum Granollers og var Geir því látinn leika fyrir utan. Hann náði ekki að skora. Caja Madrid vann Mapamsa 24:19. iÞRÚmR FOLK Gunnar Gunnarsson lék vel með Ystad. Barátta um 1. deildarsæti í Þýskaland: Hédinn Gilsson og félagar í efsta sæti Héðinn Gilsson og samheijar í Dusseldorf eru efstir í riðli sínum í þýsku 2. deildinni í hand- bolta. Eru með 31 stig og hafa WMRtRRRtk aðeins tapað Frá þremur stigum. JóniHalldóri Hameln hefur tap- Garðarssyni ag jafn fáum en á / Þyskalandi ,eik innj Hefur 2g stig. Héðinn lék vel og gerði 5 mörk um fyrri helgi er Diisseldorf sigr- aði Spándau Berlin á útivelli, 22:17, en var slakur, að eigin sögn, um helgina er lið hans vann Wuppeital 21:13. Héðinn lék ein- ungis í vöminni í síðari hálfleik. Hameln og Diisseldorf mætast um næstu helgi á heimavelli þess fyrmefnda og er það úrslitaleikur um það hvort liðið fer beint upp í l..deild. Lið númer tvö í riðlinum mætir svo liði úr hinum riðlinum í keppni um 1. deildarsæti. ■ Andreas Thiel, fyrrum mark- vörður v-þýska landsliðsins, verð- ur með Dormagen næsta tíinabil. Thiel hefur verið í marki Gum- mersbach í mörg ár. Petr Ivanescu hefur ráðinn tæknilegur ráðunautur hjá meist- araliði Tusem Essen, en hann er þó enn þjálfari hjá Niederwurz- bach, sem er næst neðst í 1. deild! Ivanescu þjálfaði Essen í nokkur ár á sínum tíma, og lék Alfreð Gíslason m.a. undir hans stjóm. Forráðamenn Essen-liðsins em . ekki ánægðir með frammistöðu liðsins undanfarið. Sovétmaðurinn Tútskjín, sem márgir telja besta handboltamann heims, hefur til dæmis verið frekar slakur með Essen í undanfömum leikjum. KNATTSPYRNA INNANHÚSS Úrslitakeppnin á Spáni: Sigurður lék Barcelona- menn grátt Alfreð Gíslason skoraði áttá mörkfyrir Bidasoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.