Morgunblaðið - 09.02.1991, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991
B 3
Nokkurs konar
gluggi í átt
að nýjungum
- segir Örn Óskarsson framkvæmda-
stjóri hátíóarinnar
Myrkir músíkdagar, tónlistarhátíð á vegum Tónskáldafélags ís-
lands, hefjast í dag og standa til 16. febrúar. Níu tónleikar og einn
fyrirlestur verða á hátíðinni. Að sögn Arnar Óskarssonar fram-
kvæmdastjóra hátíðarinnar er megintilgangur hennar að kynna
nýja tónlist.
Örn Óskarsson framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga.
Myrkir músíkdagar eru
hugsaðir sem tónleika-
veisla í myrkasta
skammdeginu en markmiðið með
hátíðinni er fyrst og fremst að flytja
nýja íslenska tónlist og koma henni
á framfæri. Það má segja að þetta
sé nokkurs konar gluggi í átt að
nýjungum," sagði Öm Oskarsson í
samtali við Morgunblaðið.
Myrkir músíkdagar voru fyrst
haldnir árið 1980 en eru nú árið
1991 haldnir í fimmta sinn.
„Fyrstu árin var þetta allt mun
smærra í sniðum. Það voru haldnir
fernir til fimm tónleikar í samvinnu
við starfandi tónlistarfólk á íslandi
en nú eru jafnframt fengnir erlend-
ir tónlistarmenn og á þessari hátíð
verður sjónum manna einkum beint
að Frakklandi. Við höfum náð góðri
samvinnu við menningardeild
franska sendiráðsins en ýmsir lista-
menn sem koma á hátíðina nú hefðu
verið ófáanlegir nema með hennar
hjálp,“ sagði Órn.
Alls verða níu tónleikar haldnir
á Myrkum músíkdögum og einn
fyrirlestur. Hinn nýstofnaði
Reykjavíkurkvartett mun ríða á
vaðið með tónleika sem jafnframt
eru fyrstu tónleikar kvartettsins.
Eingöngu verða leikin íslensk verk
á tónleikunum og eitt verk, Sjö
smámunir eftir Atla Heimi Sveins-
son, frumflutt. Edda Erlendsdóttir
píanóleikari heldur tónleika á morg-
un í íslensku óperunni og mun hún
m.a. frumflytja verk eftir Atla Ing-
ólfsson, A verso. Caput-tónleikar
verða haldnir á mánudagskvöld, þar
sem fram munu koma alls 22 hljóð-
færaleikarar. Einleikarar á Caput-
tónleikunum verða Bijánn Ingason
fagottleikari og Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari. Á tónleik-
unum verða flutt verk eftir fjögur
tónskáld og þ. á m. eitt verk frum-
flutt, Frískir menn og fölar meyjar,
eftir Lárus H. Grímsson. Manúela
Wiesler flautuleikari heldur ein-
leikstónleika á þriðjudagskvöld, þar
sem m.a. verður frumflutt nýtt verk
eftir Kjartan Ólafsson, Calculus,
sem samið var sérstaklega af þessu
tilefni. Le sextour á cordes de Lille,
sextett sem samanstendur af
frönskum hljóðfæraleikurum sem
spila víðs vegar um Evrópu, verður
með tónleika á miðvikudagskvöld
þar sem flutt verða verk eftir Luis
de Pablo, Arnold Schönberg, N’C
Thien Dao og Hjálmar H. Ragnars-
son. Verk Hjálmars, Adagio, verður
frumflutt á tónleikum sextettsins.
Kammersveit Reykjavíkur undir
stjórn Pauls Zukofskys verður með
tónleika á fimmtudagskvöld, þar
sem leikin verður tónlist eftir Jón
Nordal. Á föstudaginn mun sænski
slagverksleikarinn, Roger Carlsson,
leika á rúmlega fjörutíu hljóðfæri á
Kjarvalsstöðum. Sinfóníuhljómsveit
íslands í samvinnu við Myrka
músíkdaga heldur tónleika á laug-
ardag þar sem m.a. verður frum-
flutt verk eftir Hróðmar I. Sigur-
björnsson, Ljóðasinfónía, fyrir
hljómsveit, kór og fjóra einsöngv-
ara. Einsöngvarar með Sinfóníu-
hljómsveitinni verða Signý Sæ-
mundsdóttir, Jóhanna Þórhallsdótt-
ir, Jón Þorsteinsson og Halldór Vil-
hjálmsson en Hamrahlíðarkórinn og
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur munu jafnframt syngja í verk-
inu. Síðustu tónleikamir á Myrkum
músíkdögum verða sembaltónleikar
Elisabethar Chojnacka en hún hefur
getið sér gott orð fyrir flutning á
nútímasembaltónlist. Auk þessara
tónleika mun Atli Heimir Sveinsson
halda fyrirlestur um ópem sína
Vikivaka í Norræna húsinu næst-
komandi föstudag.
Aðspurður hvort Myrkir músík-
dagar yrðu' að einhvetju leyti frá-
bmgðnir því sem verið hefði undan-
farin ár sagði Örn að svo yrði og
það væri einkum þrennt sem gerði
það að verkurh að þeir væru nú
öðmvísi en áður.
„Tónlistarhátíðin í ár er einkum
frábmgðin fyrri hátíðum að því leyti
að umfang hennar er miklu meira.
Jafnframt höfum við ekki fengið
jafn marga erlenda gesti til okkar
áður. Áherslan sem að þessu sinni
er lögð á franska tónlist er frá-
bmgðin því sem áður hefur verið.
Edda Erlendsdóttir píanóleikari og
Elisabeth Chojnacka semballeikari
eru báðar búsettar í Frakklandi og
Sextettinn frá Lille kemur frá
Frakklandi. Frönsk músík verður
því mjög áberandi ásamt íslenskri
tónlist og við munum kynnast ýmsu
nýju. Tónlist eftir Iannis Xenakis
hefur t.d. nær aldrei heyrst hér á
landi áður en ég myndi segja að
það væri hvalreki fyrir íslendinga
að fá að heyra músík eftir Xenakis,
eitt virtasta tónskáld sem uppi hef-
ur verið á þessari öld. Á Islandi
hefur jafnframt lítið heyrst af
nútímasembaltónlist og því verður
forvitnilegt fyrir okkur að heyra
það sem Elisabeth Chojnacka hefur
fram að færa. Ég held að ég geti
lofað því að tónleikar hennar verða
óvenjulegir," sagði Örn.
„Um tónlistina sem flutt verður
á Myrkum músíkdögum er hins
vegar lítið hægt að fullyrða fyrir-
fram þar sem mest af þessu er
splunkuný tónlist en það er spenn-
andi fyrir alla að fara á tónleikana,
bæði þá sem eru á kafí í nútímatón-
list og þá sem þekkja hana síður.
Nýsköpun í listum er nauðsynleg
og mikilvægi slíkrar hátíðar, sem
leggur áherslu á hið nýja, því ótví-
rætt. Myrkir músíkdagar eru ekki
einungis haldnir til að gleðja eyrað
heldur er þetta í raun pólitísk tón-
listarhátíð, þar sem verið er að beij-
ast fyrir nýsköpun í tónlist,“ sagði
Örn að lokum.
urnar voru aðeins til útreikninga,
en síðar nýtti Xenakis þær einnig
til að mynda hljóð eftir gefnum
formúlum.
Engin landamæri
í notkun hljóðfæranna er Xenak-
is ekki bundinn af hugmyndum
hefðarinnar. Hann lítur á hljóðfærin
einfaldlega sem tæki til að fram-
kalla hljóð og skeytir ekki um þær
venjur sem hvert þeirra ber í far-
teskinu. Hefur hann átt ríkan þátt
í þeim rannsóknum á nýjum mögu-
leikum hljóðfæranna sem hafa ein-
kennt mikið af tónlist síðustu ára.
Alls kyns tónar og hljóð mynda
mynstur, eða hljóðmassa og línur
sem í raun er vandlýst með hugtök-
um tónlistarinnar. Það sem mótar
verkin eru fræði handan tónlistar-
innar sjálfrar, og það sem út kemur
eru hljóðskúlptúrar sem einnig
verða að teljast handan hefðbund-
inna landamæra tónlistarinnar.
Reyndar vinnur Xenakis gegn
öllum óþörfum landamærum í þekk-
ingu og list mannsins. Á yngri
árum, sem kommúnisti og skæru-
liði, dreymdi hann líka um afnám
pólitískra landamæra. Auk vísind-
anna getur tónlist hans endur-
speglað pólitískar hræringar og
jafnvel óhugnanlega reynslu hans
á stríðsárunum í Aþenu. Allt getur
orðið að tónlist, jafnvel heróp fjöld-
ans á götum Aþenu sem berst út
eins og bensín flýtur yfír vatnsflöt
þar til allt logar í átökum. (Xenak-
is kveðst hafa notað slíka minningu
í einu verka sinna.)
Eins og fyrr var greint hefur
Xenakis komist nærri því að afmá
mörkin milli aðferða tónlistar og
arkitektúrs. Hann hefur hannað
sali þar sem verk hans skyldu flutt
og sett upp allsheijar listaverk þar
sömu reglum. En stærsta skrefíð í
sameiningu listanna tveggja er
líklega vél sem hann hannaði ásamt
samstarfsmönnum sínum. Hún ger-
ir mönnum kleift að teikna tónlist-
ina með kúrfum og línum á flöt sem
tengist tölvu, en tölvan gefur sam-
stundis frá sér þau hljóð sem sam-
svara teikningunni. Með tækinu er
bæði hægt að hanna einstök hljóð
og draga upp stærri form. Tæki
þetta hefur verið notað með góðum
árangri í kennslu, en jafnframt má
nota það til hönnunar alvarlegra
verka. Einn helsti kostur þess er
hversu það einfaldar leiðina frá
hugmynd til hljóðs.
verka Xenakis að þau beri í sér
þann ferskleika sem einkennir hug-
mynd þegar hún fyrst vaknar. Hann
sveipar aldrei hugsun sína blæjum
eða hefur að henni formála. Tónlist-
in er svo beinskeytt að stundum
jaðrar við grimmd, og án efa héfur
hijúf áferð hennar styggt margan
fagurkerann.
Htjúfur einfaldleiki
Framan af starfsferlinum var
þessum róttæka Grikkja haldið utan
betri stofnana tónlistarheimsins.
Hann lifði sem eins konar utan-
garðstónskáld, sem þó átti sína
dyggu aðdáendur og stuðnings-
‘menneá'iÞ langffama reyndist ekkj
díJo uiæv tiixiov llöcj .mutTnö I
veijandi að láta sem hann væri
ekki til. Til þess var rödd hans of
sérstæð. Hugmyndir hans um nýt-
ingu vísindalegrar þekkingar til
tónsköpunar höfðu mikil áhrif á
yngri kynslóðir og að hluta til má
rekja stofnun Itineraire hópsins í
París til áhrifa hans. Itineraire tón-
skáldin boða nýja tíma í tónsköpun
þar sem snúa ber baki við ofur-
lækni seríalismans og byggja tónlist
á eðli hljóðsins sjálfs og á uppgötv-
unum sálar-hljóðeðlisfræðinnar
(psychoacoustique). Þekktustu full-
trúar þeirra eru gagnmerkt tón-
skáld eins og Gérard Grisey, Tristan
Murail og Hugues Dufourt. Þessi
tónskáld fóru að láta að sér kveða
um miðjan áttunda áratuginn og
nutu mikillar athygli. Það var fyrst
árið 1986 að heyrðist nóta eftir
Xenakis í höfuðvígi hins „rétta“
smekks, IRCAM í París.
Flest eru hljóðfæraverk Xenakis
fyrir stærri hópa, og hefur hann
mikið dálæti á slagverki og málm-
blásturshljóðfærum. Hljómsveitin
gefur honum besta leikvöllinn fyrir
byggingar og samspil furðulegra
hljóða og dularfullra formúla. Hið
einkennilega samband frumstæðs
eða hijúfs yfírborðs og flókinna
ferla í forminu er það sem gefur
hljómsveitarverkunum hinn auð-
þekkta Xenakis-blæ.
í einleiksverkum sýnir Xenakis á
sér aðra hlið. Þar á hann til að
gera ofurmannlegar kröfur til flytj-
andans, sem þarf að breytast í ein-
hvers konar vél til að koma öllu því
til skila sem nóturnar fela í sér.
Þannig myndast togstreita milli
verks og flytjanda sem að leikslok-
um vekur spurninguna: Var þetta
maður að reyna að ummyndast í
eðlisfræðilögmál, eða eðlisfræðilög-
mál að reyna að fá mannlega sál?
-r.uj-í isöngverkum■ ■ • notar->iXenakis
.SSei 5hii hbteioTt uJH'ng Is uins |
ósjaldan forn-gríska texta, til dæm-
is línur eftir Saffó, Æskýlos eða
Evrípídes, auk þess sem hann hefur
samið sviðsverk upp úr Óresteiu
Evripídesar. I þessum verkum tekst
honum að vekja tilfinninguna fyrir
hinu harðneskjulega en háþróaða
samfélagi sem textarnir fæðast í.
Hann lætur tónlistina myndast úr
eðlilegum áherslum hins forna máls
og lýsir hinni hispurslausu og skýru
hugsun í tónmáli sem virðist hafa
sömu einkenni.
Hið hlutlæga
Þrátt fyrir að kunnugleg hljóð,
grískir eða afrískir ryþmar og jafn-
vel laglínur geti flotið til okkar í
hljóðflaumi Xenakis og þótt kraft-
urinn veki með okkur sterkar til-
fínningar, skilur hlustunin oftast
eftir sig grun um að við stöndum
frammi fyrir hlut eða massa, sem'
einfaldlega er til og virðist alltaf
hafa verið til. Og hann er ekki þarna
til að tjá tilfinningar vesællar mann-
veru eða til að gæla við skynfæri
þess sem á leið hjá. Hluturinn er
þarna vegna þess að heimurinn er
eins og hann er, og við eigum ekki
völ á öðrum heimi.
Milan Kundera segir: „Xenakis
er í andstöðu við gervalla tónlistar-
sögu Evrópu. Útgangspunktur hans
er annars staðar: Ekki í framleidd-
um tóni sem hefur greint sig frá
náttúrunni til að tjá hið huglæga,
heldur í „hlutlægu" hljóði þessa
heims, í „hljóðmassa“, sem ekki
flæðir frá hjartanu, heldur berst
okkur að utan, eins og dans regns-
ins eða gnauð vindsins."
Fyrir Islendinga hljómar regnið
vísast kunnuglegar en tónlist Iannis
Xenakis. Á Myrkum músíkdögum
að þessu sinni, gefst tækifæri til
að athuga hvoru þeir kunna betur.
■ Höfundur er tónskáld = ■■'>•■" ■
.6ö[lrl iJJa ns ilultl sgsInuB[c mu öiv