Morgunblaðið - 09.02.1991, Page 5
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991
B 5
BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS
FAÐIR MINN,
SÓLIN - MÓÐIR
MÍN, JÖRÐIN
Samíski listamaðurinn Nils-Aslak Valkeapaa hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 1991 fyrir bókina Beaivi, áhcázan (Faðir minn,
sólin.)
Áillohas
Nils-Aslak Valkeapáa gengnr líka
undir nafninu Áillohas. Hann er
fæddur árið 1943, foreldrar hans
voru hreindýrabændur í Samalandi,
það eru norðurslóðirnar sem Svíþjóð,
Finnland og Noregur skiptu á milli
sín. Nils-Aslak býr nyrst í Finnlandi,
ekki langt frá norsku landamærun-
um. Hann ferðast hins vegar mikið,
hefur farið í hljómleikaferðir með
öðrum listamönnum um Norðurlönd,
Sovétríkin og Ameríku. Hann var
einn af frumkvöðlum Heimsráðs
frumbyggja og ritari þess frá 1978-
1981. Hann hefur líka verið mjög
virkur í útgáfumálum Sama og einn
af stjómarmönnum samíska rithöf-
undasambandsins.
Nils-Aslak Valkeapáá hefur kenn-
aramenntun, en hefur aldrei kennt.
Hann er hins vegar snjall myndlistar-
maður, tónskáld, söngvari og leikari
og samdi og söng tónlistina í samísku
bíómyndinni Leiðsögumaðurinn
(J,Veiviseren“) sem tilnefnd var til
Oskarsverðlauna. Og svo er hann
fírna gott ljóðskáld.
Meðal ljóðabóka hans eru Kveðja
frá Samalandi sem kom út 1971 og
er mikil baráttubók. Þar er bæði
höggvið og lagt vegna meðferðar
Norðurlandaþjóðanna á Sömunum
en Nils-Aslak lýsir henni sem „þjóð-
armorðinu þar sem enginn var drep-
inn eða beittur líkamlegu ofbeldi“.
Ljóðabókin Víðáttumar í brjósti
mér kom út 1985 og var lögð fram
til bókmenntaverðlauna Norðurland-
aráðs árið 1987. Það er líka pólitísk
bók, baráttubók, en réttlát reiði
skáldsins liggur ekki jafn mikið á
yfirborðinu og áður, lífsvisku Sam-
anna er þess í stað teflt gegn hinni
svokölluðu „siðmenningu" kúgar-
anna. Og þessi tónn er síðan ríkjandi
í nýju bókinni: Faðir minn, sólin.
Ljóð Nils-Aslak Valkeapáá hafa
verið þýdd á fjölmörg tungumál, hér
á íslandi hafa skáldin Einar Bragi
og Jóhann Hjálmarsson kynnt Nils-
Aslak Valkeapáá og þýtt ljóð eftir
hann. Ég ætla að joika þig.
„Joik“ er þjóðlagatónlist Samanna
og það er engan veginn auðvelt að
lýsa henni. Hún minnir svolítið á jóðl
en er í grundvallaratriðum frábragð-
in því, vegna þess að í joikinu skipt-
ast á ljóð og sérhljóðasöngur, koll
af kolli, lengi, og svo allt í einu
snarstansar söngvarinn jafn fyrir-
varalaust og hann byijaði. Samarnir
segja að joikið sé hringur, söngvarinn
gangi inn í hann og útúr honum
þegar honum þóknast. Það er án
endis, án upphafs, opið form.
Joik-ljóðin skiptast í tvo megin-
Nils-Aslak Valkeapaa
flokka: náttúrujoik og persónujoik.
Einu sinni var til joik um hina fornu
þjóðtrú en yfirvöld og trúboðar höm-
uðust gegn því og það dó út. Samarn-
ir leggja áherslu á að þeir joika ekki
um náttúru og fólk, heldur joika
þeir náttúruna og persónuna. Söng-
urinn endurgerir persónueinkenni
viðkomandi, söngurinn kallar persón-
una fram, verður hún.
Það er náttúrlega hægt að joika
um ákveðna persónu en það er nei-
kvætt og niðrandi og í grundvallar-
atriðum gegn eðli joiksins sem er
ekki háðslegt heldur jákvætt og vin-
samlegt. Joikið^ byggist á nánd en
ekki fjarlægð. Óp andardráttarins.
Franski súrrealistinn Antoinin
Artaud bjó til fyrirbæri sem hann
kallaði „óp andardráttarins" en þessi
óp notaði hann í leikritum sínum til
að hrekkja áhorfandann og fá hann
til að hætta að hugsa vitsmunalega
um alla skapaða hluti og leysa um
leið úr læðingi bæld og kvenleg öfl
í vitund hans. „Óp andardráttarins"
hljómar svona: „Ratara ratara ratara
Atara tatara rara. Otara otara kat-
ara.“-
Það er ólíklegt að Artaud hafi
þekkt Samaþjóðina lengst í norðri
eða hún hann en fátt getur legið
beinna við en að joika texta Art-
auds. Og joikið hefur í raun sömu
áhrif og „óp andardráttarins“.
Kannski var það þetta sem Kristján
fjórði Danakonungur skildi þegar
hann úrskurðaði joik Samanna svo
hættulegt að hann taldi nauðsynlegt
að leggja við því dauðarefsingu árið
1609.
Hirðinginn í okkur
Klassískt náttúrujoik kallar fram
í hugann hirðingjann í hjörtum okk-
ar, þrá eftir hinu óþekkta, eirðar-
leysi, víðáttur, vindinn og hina reglu-
bundnu og háttföstu hreyfingu sem
þó getur á hverri stundu orðið
ótrygg, breyst í jafnvægisleysi. Hún
getur líka stöðvast snögglega og
skilið eftir óminn af söng sem dó.
Joikið kallar ekki fram vitsmuna-
legar eða lærðar tengingar, heldur
fijáls hugrenningatengsl, það fer
leiðina sem liggur til dulvitundar
þess sem syngur og hlustar.
Þess vegna er joikið ekki bara
samísk heldur líka alþjóðleg tónlist.
Nils-Aslak Valkeapaá og fleiri sam-
ískir listamenn hafa joikað með indj-
ánum í Norður-Ameríku og frúm-
byggjum frá öllum heimshornum.
Nils-Aslak hefur líka sungið djass-
joik með bestu djassistum Finnlands.
Og loks hefur hann samið og sungið
inn á plötu sinfónískt joik á þeim
forsendum að joikið sé fyrir Samana
það sem klassísk tónlist sé fyrir aðra
Evrópubúa. Og fleiri Samar hafa
endurnýjað joikið: Mari Boini-Ped-
ersen heitir ung samísk kona sem
er kraftmikill og mjög góður rokk-
joikari, Antti Mikael Gaup joikar með
reggítakti.
Faðir minn, sólin
Einhver kynni að hugsa sem svo
að þau tilfinningalegu, ekki-vits-
munalegu áhrif sem ,joikið“' kallar
á, séu aðeins hugsanleg í tónlistinni,
tónaljóðum og bull-ljóðum eins og
ópum Artauds. Raunveruleg nánd
hverfi þegar talað sé um hana. Það
sé miskunnarlaust eðli tungumálsins
að byggja á fjarlægð, nota orðin sem
tákn fyrir það sem ekki er, að
minnsta kosti ekki hjá okkur, heldur
annars staðar. Táknið fáum við í
staðinn fyrir nándina. Og hvernig
er þá hægt að skrifa ,joikið“ án
þess að eyðileggja töfra þess. Er það
hægt?
Nei, það er ekki hægt. Og þó. Ég
held að Nils-Aslak Valkeapaa fari
langt með það í bókinni Faðir minn,
sólin. Og hann hefur raunar lýst
hugsun sinni annars staðar þannig:
„Joik er ljóðlist. Ljóðlistin dregur upp
inynd af lífinu sjálfu. Myndirnar
verða tónlist. Allt er hluti af öllu.“
Viska kynslóðanna
Faðir minn, sólin er mjög stór og
mikil bók og skiptast á ljósmyndir
og ljóð. Það tók sex ár að safna
myndunum í bókina, þær koma frá
einstökum ljósmyndurum, auk mann-
fræðistofnana hvaðanæva úr heimin-
um.
Ljósmyndir • frá síðari hluta
nítjándu aldar sýna véðufbitið gam-
alt fólk með andlit sem líta út eins
og skinnhandrit, saga þeirra er skráð
þar. Og á vinnulúnar hendur þeirra
sem hvíla í kjöltunni. Fyrirsæturnar
stara hvössu augnaráði á apparatið
fyrir framan sig þar sem ljósmyndar-
inn er í felum einhvers staðar inni í
svörtu klæði.
Flest þetta fólk er í jörðinni núna,
orðið hluti af henni og samkvæmt
gamalli samískri trú taka andar for-
feðranna sér bústað í náttúrunni.
Ef tré skal höggvið niður, ber fyrst
að slá það fast með axarskallanum
til að deyða það eða anda þess.
Og svo eru myndir frá Sámalandi,
sléttunum, Samatjöldunum, Sama-
brúðkaupi, fjölskyldumyndir, myndir
af hreindýrabændum með hjarðir
sínar, svo að nokkuð sé nefnt. Ljós-
myndirnar af þessari menningu sem
nú er horfin að mestu, mynda bak-
grunn og samhengi fyrir ljóðin, and-
ar forfeðranna fara á kreik og í
fjarska byijar lesandi að heyra - og
sjá - samíska lífsvisku ,joikaða“.
Maður og náttúra.
Ljóð Nils-Aslak Valkeapáá endur-
skapa sögu Samanna. Þau segja frá
gleðinni yfír að vera til, vera barn
sólar og jarðar, fætt til að fylgja
hrynjandi náttúrunnar og fylgja
hjörðinni frá vetraraðsetri til sumar-
aðseturs. Samískan hefur ekki orð
eða hugtök yfir „stríð“ eða „atvinnu"
eða „synd“.
Fyrstu ljóðin í bókinni era til-
beiðslukennd, goðsagnakennd, lýsa
tilurð Samanna og ákalla sól, jörð
og vind. Næst er tilvist Samanna
lýst í mörgum, fáorðum ljóðum, mest
náttúrumyndum þar sem kallað er á
stemmningar fremur en að byggð
sé upp frásögn.
Það er í fyrsta hluta verksins þar
sem nánd manns og náttúru skal
lýst sem glöggt má sjá spennuna á
milli þess að vera til eða tala um að
vera til. Uppsetning ljóðanna vinnur
gegn hinu fasta eða kyrrstæða við
hið skrifaða orð. Ljóðin flæða hingað
og þangað á blaðsíðunum og lesandi
verður að fylgja hreyfingu textans,
þögnum, punktaljnum og einstökum,
einmana orðum. í textanum er þann-
ig búin til hrynjandi, tónlist, það er
reynt að segja eitthvað sem orðin
vilja ekki segja.
Nils-Aslak Valkeapáá yrkir síðan
fund Samanna og „menningarinnar",
firringuna sem vex innan frá, vöntun
sem kemur upp þar sem ekkert vant-
aði áður, markaðstorgin, skólakerfið
og síðast en ekki síst lögin og regl-
urnar. Og hann yrkir þreytuna sem
sest að fólki þegar lífsgleðin er horf-
in. Einmanaleikann. Rótarslitin
hægu og sársaukafullu.
I lokastefum bókarinnar um dauð-
ann tekur svo aftur við lofsöngur
fyrstu ljóðanna, ákallið til hinnar lif-
andi jarðar þar sem „allt er hluti af
öllu“. Byggt var m.a. á eftirfarandi:
Nils-Aslak Valkeapáa, Café existens,
1988/Arild Linneberg, NL0,
1988/John Gustavsen, Nordica,
1990/ Gilles Deleuze, 1979 auk upp-
lýsinga frá samíska bókmenntafræð-
ingnum Harald Gaski, Tromsö.
Dagný Kristjánsdóttir
FYRSTA DEILD
- i BÓKMENNTUM NORÐURLANDA ÁRIÐ 1990
í NOREGI sýna stærstu blöð
landsins bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs mikinn sóma
ár hvert. Bækurnar sem til-
nefndar eru til verðlaunanna eru
kynntar rækilega og þannig geta
norskir lesendur kynnst því sem
ætla má að séu „fyrstu deildar
bókmenntir" frá hinum Norður-
löndunum. Og svo reyna menn
að geta sér til um úrslitin, hver
sé sigurstranglegur og hver
ekki.
Friðrik Rafnsson gerði þetta
sama í útvarpsþætti sínum, fékk
sérfrótt fólk til að kynna bækurnar
frá hinum ýmsu löndum og það var
skemmtilegt og til fyrirmyndar.
Danskir sagnameistarar
Nætursögur (Fortellinger om
natten) hét smásagnasafn sem
Danir lögðu fram til bókmennta-
verðlaunanna. Höfundurinn er ung-
ur maður, Peter Hoeg (f. 1957).
Nætursögur er önnur bók hans, en
hann vakti óskipta athygli strax
með þeirri fyrstu og verður áreiðan-
lega meiri háttar höfundur.
Nætursögur eru níu langar smá-
sögur, sem allar eiga það sameigin-
legt að aðalpersóna þeirra er ungur
maður með hugsjón. Hugsjón hinna
ungu manna getur verið alla vega;
Einn er ástríðufullur stærðfræðing-
ur sem dreymir um að fínna hina
endanlegu formúlu sem skýrt geti
þversagnimar, óreiðuna, gátumar
í mannlegu atferli. Annar trúir á
„framsæknar" hugmyndir nasism-
ans, sá þriðji trúir á hefð og skyld-
ur, sá fjórði á hjónabandið, sá
fimmti reynir að finna „raunveru-
leikann" o.s.frv. Flestar sögumar
gerast árið 1929, í stillunni fyrir
storminn í Evrópu.
I sögunum upplifa aðalpersón-
umar eins konar persónulegan
heimsendi. Hugsjónir þeirra reyn-
ast blekkingin einber og fyrirmynd-
irnar falla af stallinum, þeir verða
að byrja allt upp á nýtt eða eins
og einn ungi maðurinn segir bitur:
„Hvers konar réttlæti er það eigin-
lega, sem skyldar mann til að upp-
lifa allar þessar hörmungar til að
öðlast pínulítið innsæi?“
Peter Hoeg er mikill stílsnilling-
ur. Hann skrifar í takt við þann
sögutíma sem hann hefur valið
sér, sögurnar hefjast á ítarlegri
sviðsetningu þar sem sögumaður
gefur sér góðan tíma til að segja
allar þær hliðarsögur sem þjóna
kunna meginsögunni. Rödd sögu-
mannsins minnir mjög á Karen
Blixen og fleira minnir á gömlu
drottninguna, ekki minnst kímni
sagnanna eða íronía og dulúðin sem
leitar fram þegar persónumar nálg-
ast sín hættusvæði. Nætursögur
er afskaplega skemmtileg aflestrar
og bullandi sögumennska hennar
var sjaldséð í póst-módemískum
skáldsögum síðasta áratugar.
Hin danska bókin, MiIIi himins
og jarðar, eftir Svend Áge Madsen,
er líka smásagnasafn. Hún er líka
mjög góð og Ieggst djúpt í hugleið-
ingar um það hvemig frásagnirnar
móta veruleika okkar en ekki öfugt,
hvernig skáldsagan sem sannan-
lega er tilbúningur er í raun ekki
eftirmynd heldur fyrirmynd að lífi
okkar sem verður tilbúningur um
tilbúning.
Minningin
Um’þetta síðasta skrifar finnska
skáldkonan Eeva Kilpi líka í skáld-
sögu sinni Tímar vetrarstríðs (Vint-
erkrigets tid). Það er hrífandi bók
og hræðilega tímabær. Hún hefst
á þessum orðum: „Það verður
stríð."
Sagan er sögð frá sjónarhóli ell-
efu ára gamallar telpu sem lifír
friðsælu lífi með fjölskyldu sinni í
Hiitola árið 1940. Þá ráðastRússar
inn í Finnland og bernska telpunn-
ar er lögð í rúst.
* Ekki er minni undirritaðrar betra
en svo, að þegar ég var hálfnuð
að lesa bókina tók ég fram Finn-
landskortið mitt og ætlaði að sjá
söguslóðir bókarinnar en fann þá
hvergi svæðið. Þegar ég var búin
að lesa bókina vissi ég hvers vegna:
Karelía, þar sem telpan ólst upp,
var innlimuð í Sovétríkin eftir
Vetrarstríðið. Rótarslit sögu-
mannsins eru algjör, engin leið er
tilbaka, eftir Vetrarstríðið stendur
bernskuheimili hennar á erlendri
grund og hún er orðin útlagi í eig-
in landi.
Tímar vetrarstríðs er bók um
stríð skrifuð af friðarsinna. Boð-
skapur bókarinnar er skýr og ein-
faldur: stríð er eins og stórslys,
afleiðingarnar hörmulegar og ekk-
ert geturtréttlætt það. Mér skilst
að sumum Finnum hafí fundist
stríðslýsing bókarinnar hálfgerð
drottinssvik því að Vetrarstríðið
hafí lengst af verið sveipað dýrðar-
ljóma, verið ósnertanlegt í augum
heitra, finnskra þjóðernissinna.
En Tímar vetrarstríðs er líka og
ekki síður bók um minnið, um það
hve óáreiðanleg fortíð okkar getur
verið þegar við byijum að spyija
sjálf okkur um hvað gerðist.
„Þann 13. febrúar 1940 voru
gerðar þijár sprengjuárásir á Hiit-
ola úr lofti. Tuttugu og tvær sov-
éskar orrustuflugvélar tóku þátt í
þeirri þriðju.“ Þetta les hinn full-
orðni sögumaður í stríðsdagbók
sem hún hefur með höndum. Hún,
móðir hennar og systir auk föð-
urömmunnar og tveggja frænkna,
höfðu flúið þorpið sitt og Ieitað
skjóls hjá vinum á bóndabæ nokkra
kílómetra í burtu. Sögumaður er
þannig rétt hjá heimili sínu en hún
man ekki eftir neinu óvenjulegu
þann 13. febrúar 1940.
Hvað eftir annað spyr hún:
Hvers vegna man ég ekki eftir
þeim sögulegu atburðum sem ég
var vitni að? Hvers vegna man ég
smáatriði eins og grátkast mömmu,
ótta frænkunnar, magakveisu hjá
mér, tildragelsi unga fólksins
o.s.frv?
Pabbinn kemur í leyfí og sögu-
maður segir að það hljóti að hafa
skipt sig miklu máli, gert sig ham-
ingjusama - en hún minnist einsk-
is. Hún hefur upplýsingar sínar um
þetta frá öðrum.
Mér varð oft hugsað til dagbókar
Önnu Frank þegar ég las þessa
finnsku bók. Báðar eru telpurnar
í felum, mitt í stríðshörmungunum
og þó utan þeirra; stríðið eyðilegg-
ur æsku þeirra, læsir líf þeirra inni,
gerir þær ofumæmar og sljóar um
leið, gerir þær að stríðsbörnum.
Hin fínnska bókin sem tilnefnd
var til bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs var Ijóðabókin Staðim-
ir (Stadren) eftir Gösta Ágren, en
hann fékk hin virtu Finnlandia-
bókmenntaverðlaun í fyrra.
Sálardjúp
Armóður, faðir minn (Far
Armod) hét önnur norska bókin
sem lögð var fram til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Höf-
undurinn er frá Norður-Noregi og
skrifar á sömu mállýsku og Her-
björg Wassmo sem íslendingum er
að góðu kunn. Þetta var jafnframt
eina hefðbundna sálfræðilega
skáldsagan sem lögð var fram. Og
hún er ekki af verri endanum.
Armóður, faðir minn er fyrstu
persónu saga þar sem sagt er frá
uppvexti drengs, frá 4-9 ára aldri.
Sagan gerist í Norður-Noregi, við
sjávarsíðuna, það eru kreppuár og
líf fjölskyldunnar einkennist af
hamslausu basli og fátækt þar sem
þróunin er úr vondu í verra.
Drengurinn er alinn upp af móð-
urinni sem er forkur duglegur, hörð
kona sem berst eins og ljón gegn
hungri, skít og örbirgð. Hún heldur
lífínu í fjölskyldunni og stjórnar
öllum í kringum sig af miskunnar-
lausum aga. Drengurinn hefur
sterka þörf fyrir föðurinn, þörf fyr-
ir einhvern sem hann gæti samsam-
að sig til að sleppa undan ofvemd-
un og ægivaldi móðurinnar.
En faðirinn bregst næstum allt-
af. Ólánið eltir hann; bátarnir sem
hann er á fiska ekki, allt snýst
gegn honum, hann er alltaf of
seinn, aldrei þar sem tækifærin
hafa verið. Hann hefur líka gefíst
upp fyrir baslinu. Hann situr við
borðsendann dögum saman og
hefst ekki að, þó að heimilið sé
bjargarlaust. Hann á aldrei frum-
kvæði að neinu. Móðirin rekúr karl-
inn á sjóinn, hún Ieggur verkin í
hendur hans, brýnir hann og þus-
ar, en beiskja hennar og nudd hafa
Iítil áhrif á hann. Það eru ekki orð
hennar sem mestu máli varða í
sögu þeirra heldur það sem hún
þegir yfir.
Ástarfyrirlitning
Faðirinn í Armóðúr, faðir minn
er svo þögull að þegar drengurinn
er lítill heldur hann að „maðurinn
við borðsendann“ sé mállaus. En
hann þarfnast föðurins og smám
saman tekst honum að fá tilfinn-
ingar til þessa þögla manns, sem
er svo heillum horfinn. En samsöm-
un drengsins er merkt neikvæðn-
inni, eða þannig les ég bókina. Til-
finningar hans til föðurins eru sam-
settar úr ást og fyrirlitningu í jöfn-
um hlutföllum og það gerir texta
þessarar lágmæltu bókar spenntan
og þrunginn af sársauka.
Norsku bækurnar tvær virðast í
fljótu bragði jafn ólíkar og dagur
og nótt. Hin norska bókin sem lögð
var fram var ljóðabók Paal-Helge
Haugen: Hugleiðingar út frá Ge-
orges de La Tour (Meditasjonar
over Georges de La Tour). Georges
de La Tour (1593-1652) var
franskur málari og Paal-Helge
Peter Hoeg
Haugen yrkir með myndum hans,
málar annars konar myndir með
orðum sínum (joikar þessar myndir
hefðu Samarnir kannski sagt).
Ljóðabók Paal-Helge er mögnuð.
Paal-Helge hefur oft verið torskil-
inn, fjarlægur og óhlutstæður í ljóð-
um sínum og sögum. Það á hann
líka til í þessari bók. Fleiri ljóð
bókarinnar eru þó nánast líkamleg,
líkaminn er merkingarmið þeirra;
líkamlegt hungur, þorsti, sársauki,
nautn og þrá sem er ekkert ómögu-
legt, þekkir engin takmörk - önnur
en líkamans.
í norsku bókunum báðum lifir
einhvers konar „draumur um him-
ininn á bak við himininn" (sbr. Piu
Taftrup), en ekki veit ég hvar þá
himna er að finna í sænsku bókun-
um sem lagðar voru fram. Dóms-
dagur yfir ’68-kynslóðinni.
Svíar lögðu fram leikrit Eins-
dagsfyrirbæri (Endagsvarelser)
eftir Lars Norén. Norén hefur skrif-
að leikrit sem likt hefur verið við
verk Eugenes O’Neils og fleiri
Svend Áge Madsen
Kerstin Ekman
frægra manna. Við íslendingar
gætum hugsað til Birgis Sigurðs-
sonar. Leikrit Norén hafa verið
miskunnarlaus krufning á kjarna-
fjölskyldunni sem svo margir hafa
skammað og um leið greining á
þeim mynstrum sem liggja sjálfs-
verunni til grundvallar. En að þessu
sinni er það hin róttæka ’68-kyn-
slóð sem liggur á skurðborði
skáldsins.
Einsdagsfyrirbæri er þungt verk,
módernískt og krefst mikils af Ies-
anda. Persónurnar tala við sjálfan
sig, stundum við aðrar persónur,
yfir samræður sem fara fram á
milli þeirra. Stundum fara mörg
samtöl fram samtímis í tveimur
herbergjum á sviðinu og víxlast.
Þessi margradda, margbrotni texti
endurspeglar sambandsleysi per-
sónanna, einangrun þeirra og
„narsissíska" kreppu.
Fólkið í leikritinu er statt í veislu.
Þetta er hópur gamalla- vina og
fyrrum róttæklinga á fimmtugs-
aldri. Nú er hin róttæka fortíð
umbreytt í mynd af Gramsci á
veggjum, lærðar bækur í hillum,
snobbaðar athugasemdir eins og „
... þetta minnir mig á svolítið sem
gerðist þegar ég sótti tíma hjá
Adorno í Múnchen ..." Hin róttæka
fortíð er best gleymd, því þetta
fólk er orðið toppfólk í sænska
velferðarríkinu, ráðuneytisstjórar,
leikskáld, sjónvarpsstjörnur, blaða-
menn.
Það er skemmst frá að segja að
eftir því sem lækkar í glösunum
magnast játningar persónanna um
vonbrigði sín, ótta og martraðir,
en fyrst og síðast um hinn ægilega
tómleika og tilfínningafrera sem
leynist á bak við vellukkað yfirborð.
Það er margt í þessu leikriti sem
minnir á úrkynjaðan dauðadans
aðalsins í leikritinu „Les liasons
dangereuse“ - meira að segja
herfilegustu kvalalostaórar persón-
anna vekja takmarkaðan áhuga
þeirra sjálfra og vina þeirra. Og
fyrir utan húsið hamast hundurinn
(úlfurinn), tilbúinn til að gleypa
þennan heim svo að annar megi
rísa.
Hin sænska bókin er eftir þá
fírnagóðu skáldkonu Kerstin Ek-
man sem er ein af fáum konum sem
hlotið hefur sæti í sænsku Akadem-
íunni. Hún sagði sig úr henni í hitt-
eðfyrra í móttmælaskyni þegar
Akademían neitaði að fordæma
meðferðina á Salman Rushdie.
Bók Ekman heitir Kona hnífa-
kastarans og er ekki auðveldari
aflestrar né glaðlegri en leikrit
Norén. Þetta er prósalýrískur texti,
þéttar myndir og skelfilegar um
það hvernig kvenlíkaminn og kven-
leikinn er hlutaður sundur í orðum
og menningu sem hvorki vill né
getur annað en ráðist gegn því sem
ógnar hinu viðtekna.
Vestur í hafinu
Færeyingar lögðu fram Ijóða-
bókina Hvorkiskyn (Hvörkiskyn,
orðaleikur á færeysku: hvorugt
kynið/hvorugt skynið) eftir Carl
Jóhan Jensen (f. 1957). Einkunnar-
orð bókarinnar eru biblíutilvitun
sem hljóðar svo á færeysku: „Hví
krevur liendan slektin eitt tekin?
Sanniliga sigi eg tykkurn: lkki skal
nakað tekin verða givið hesi slekt!“
(„Hví krefst þessi kynslóð tákns?
Sannlega segi eg yður: alls eigi
mun tákn verða gefíð þessari kyn-
slóð.“ Mark. 8.12.)
Carl Jóhan neitar líka að gefa
lesendum sínum eitt, einhlítt tákn
svo að hægt sé að skilja ljóð hans
einum skilningi, enda trúir hann
sennilega ekki að slíkt tákn sé til.
Hvorugskyn er ákaflega þung bók,
öll umframorð eru skorin burt og
eftir stendur þéttur, margræður oft
torskilinn texti þar sem ofnar eru
saman tilvísanir í íslenskar forn-
bókmenntir, færeyska bókmennta-
hefð, franska heimspekinga og
fleira hnýsilegt. Skáldið leikur sér
að orðunum, afhjúpar merkingark-
eðjuna og allt þetta gerir ljóð hans
illþýðanleg. Og um leið náttúrlega
ögrun fyrir góðan færeyskumann.
Hið sama gildir að einhveiju leyti
um ljóðabók Grænlendingsins Hans
Anton Lynge, en ljóðabók hans í
norðrinu, þár sem ég bý (Nunanni
avani) er yndislega falleg. Ljóð-
mælandi er stúlkukorn sem lýsir
þorpinu sínu, fjölskyldu sinni, heim-
inum eins og hann lítur út í hennar
augum og eins og stóra, veika syst-
irin túlkar hann. Þessi heimur er
lítill en þó stór í augum barnsins,
fullur af lifandi goðsögum og sterk-
um tilfínningum. Hrollvekjandi eru
til dæmis sögurnar um menn sem
segja sig úr samfélaginu í reiði
sinni og hætta að vera manneskjur
og verða „qivittoq". Þegar stúlkan
stækkar minnkar bernskuheimur-
inn og hún yfirgefur þorpið sitt
eins og svo mörg grænlensk ung-
menni.
Hans Anton Lynge leikur sér líka
að málinu, grínast með grænlensk-
una, beitir margræðni og merking-
artilvísunum sem þýðandinn, Kirst-
en Thisted, reynir að segja frá og
útskýra eins og mest hún má, en
auðvelt er það ekki.
Og frá íslandi voru lagðar fram
bækurnar Hringsól (1987) eftir
Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Bréf-
bátarigningin (1989) eftir Gyrði
Elíasson, tvær frábærar bækur sem
- ætti ekki að þurfa að kynna fyrir
íslendingum.
Dagný Kristjánsdóttir
UM BOK-
MENNTA-
VERÐLAUN
NORÐUR-
LANDARÁÐS
Bókmenntaverðlaunin
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs eru veitt í tengslum við
fund Norðurlandaráðs ár hvert.
Verðlaunin eru veitt fyrir bók-
menntaverk sem skrifað er á ein-
hveiju Norðurlandamálanna.
Markmið verðlaunanna er að vekja
áhuga Norðurlandabúa á bók-
menntum og menningu hver ann-
arra.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið
1962, þá var verðlaunaupphæðin
50.000 danskar krónur. Nú er
upphæð verðlaunanna 150.000
danskar krónur eða rúmar 1.400
þúsund íslenskar krónur.
Dómnefndin
I dómnefndinni sitja tíu dóm-
nefndarmenn, tveir frá hveiju”'
Norðurlandanna: íslandi, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Dómnefndarmenn eru skipaðir af
ráðherranefnd Norðurlandaráðs til
fjögurra ára. Enginn dómnefndar-
maður getur setið lengur en tvö
fjögurra ára tímabil. Auk dóm-
nefndarmannanna er skipaður
einn varamaður og um hann gilda
sömu reglur.
Hægt er að leggja fram bók-
menntaverk á samísku, græn-
lensku og færeysku og sé það
gert tekur fulltrúi þessara mál-
svæða sæti í nefndinni auk reglu-
legra meðlima.
Sigurður A. Magnússon, rithöf-
undur, og Dagný Kristjánsdóttir,
lektor, sitja í dómnefndinni srf Is-
lands hálfu. Varamaður er Þórður
Helgason, kennari.
Valið
Dómnefndir hvers lands þurfa
að hafa skilað rökstuddri tilnefn-
ingu fyrir 15. nóvember ár hvert
og þá eru bækurnar sem lagðar
eru fram sendar dómnefndar-
mönnum. Þeir eiga að hafa fengið
allar bækurnar 15. desember. Is^
lendingar þurfa að ganga frá sínu
vali mun fyrr því að það verður
að þýða íslensku bækurnar á eitt-
hvert Norðurlandamálanna fyrir
15. nóvember.
Dómnefndin öll heldur fund sinn
í kringum 20. janúar og þar er
verðlaunaverkið valið. Atkvæða-
greiðsla fer fram eftir föstum regl-
um og er mjög formleg. í fyrri
umferð mega menn ekki greiða
bókmenntaverkum eigin lands at-
kvæði, í seinni umferð eru greidd
atkvæði um verkin sem flest at-
kvæði hafa fengið og meirihluti
ræður hinu endanlega vali.
Bókmenntaverðlaununum og
tónlistarverðlaunum Norðurlanda-
ráðs er síðan úthlutað við há-
tíðlega athöfn á meðan á fundi
ráðsins stendur í síðustu viku
febrúar.
Verðlaunahafar
Á tímabilinu 1962-1990 hafa
Svíar ellefu sinnum fengið verð-
launin, Finnland og Noregur fimm
sinnum hvort, Danir fjórum sinn-
um, íslendingar þrisvar og Færey-
ingar tvisvar.
Ólafur Jóhann Sigurðsson fékk'
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-/
ráðs árið 1976, Snorri Hjartarson^;
árið 1981 og Thor Vilhjálmss’oiV
árið 1988.
Konur hafa aðeins tvisvar (áT.;
28 árum) fengið bókmenntaverð- '
launin, þ.e. Sara Lidman árið 1980
og Herbjörg Wassmo árið 1987. ~jf i