Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 1
72 SIÐUR B/C/D 50. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgiinblaðsins Bandamenn vinna fullnaðarsigur í stríðinu fyrir botni Persafióa: Irakar fallast á allar ályktan- ir öryggisráðsins án skilyrða Nikosíu, Washington, Lundúnum, Kúveitborg, Riyadh, Bagdad. Reuter. BANDAMENN unnu fulinaðarsigur í stríðinu fyrir botni Persaflóa í gær eftir sex vikna linnulausar loftárásir og hundrað klukkustunda stórsókn á landi sem gerði her íraka óvígan. George Bush hafði til- kynnt vopnahlé frá klukkan fimm í gærmorgun eftir að fjölþjóðaher- inn stökkti íraska hernámsliðinu í Kúveit á flótta og írösk stjórnvöld féllust á allar tólf ályktanir Sameinuðu þjóðanna um innrásina í Kúv- eit. Leiðtogar bandamanna beina nú athyglinni að því hvernig tryggja megi varanlegan frið og öryggi í Mið-Austurlöndum eftir stríðið og bresk sljórnvöld sögðu að írakar yrðu að eyðileggja allar eldflaugar sínar og gjöreyðingarvopn. John Major, utanríkisráðherra Bretlands, lét svo um mælt að umheimurinn ætti að eiga sem minnst viðskipti við Irak á meðan Saddam Hussein væri þar við völd. Bandarísk stjórn- völd sögðu að ekki mætti aflétta banni Sameinuðu þjóðanna við vopna- sölu til íraks. Reuter Lokum stríðsins fyrir botni Persaflóa var fagnað víða um heim í gær. A myndinni kætast eiginkonur breskra hermanna, sem börðust í stríðinu, yfir sigri bandamanna í breskri herstöð í Þýskalandi. Það létti einnig yfir fólki í arabaríkjum og í ísrael, þar sem innfellda myndin var tekin. Stríðið kostaði tugþúsund ir íraskra hermanna lífið Saddam Hussein íraksforseti fyr- irskipaði hermönnum sínum að virða vopnahléð. „Við gleðjumst yfir því að endi hefur verið bundinn á stríðið því þá þurfa synir okkar ekki að úthella blóði sínu og öryggi þjóðar- innar er tryggt," sagði í yfirlýsingu yfirstjórnar íraska hersins. írösk stjómvöld voru þó enn herská og sögðu að íraksher hefði kennt bandamönnum holla lexíu, sem hefði valdið þeim miklum áhyggjum, bæði í hernaðarlegu og pólitísku tilliti. Friðurinn hélst í gær þrátt fyrir skærur við íraska hermenn, sem að sögn bandamanna vissu ekki að þeir ættu að leggja niður vopn. Allar 42 herdeildir Iraka á átakasvæðunum voru óvígar, að sögn yfirmanna fjöl- þjóðahersins. Bandarískir og breskir hermenn gengu úr skugga um að ekki leynd- ust sprengjur í sendiráðum Kúveit- borgar og sendiherra Bretlands kom tii borgarinnar að nýju í gær. Til- kynnt var í Washington að James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, færi í heimsókn til borgar- innar í næstu viku. Einnig er gert ráð fyrir að hann heimsæki Saudi- Arabíu, Egyptaland, Sýrland og Tyrkland og talið er að hann ræði við þarlend stjórnvöld um endurupp- bygingu í Mið-Austurlöndum eftir stríðið og öryggismál. Stjórnarerind- rekar í arabaríkjunum sögðu að leið- togar arabaríkja legðu áherslu á að nú bæri að leita lausna á deilu araba og Israela. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu að bandamenn þyrftu að beita sér fyrir því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að írakar skuldbindu sig til þess að eyðileggja allar eldflaugar sínar og gjöreyðingarvopn sín. Fulltrúar í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna báru saman ráð sín en ekki var efnt til formlegs fundar í gær. Bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram ályktunartillögu um friðarskilmála. Búist er við að Bandaríkjamenn og Bretar krefjist þess að írakar skili. stríðsföngum sínum og vísi á jarðsprengjur, sem þeir komu fyrir, áður en öryggisráð- ið' samþykki formlega ályktun um vopnahlé. Sjá fréttir á bls. 23-25 og miðopnu. Washington, Lundúnum, Kiyadh, Nikosíu. BANDAMENN tóku 175.000 íraska hermenn til fanga í stríðinu fyrir botni Persaflóa, að sögn heimildarmanna innan breska hersins í gær. Yfirmenn hers Saudi-Arabíu áætla að allt Reuter. að 100.000 íraskir hermenn hafi fallið eða særst i stríðinu. Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post hafði eftir saudi-arabískum embættismönnum í gær að 85- 100.000 íraskir hermenn hefðu fall- ið eða særst, flestir í loftárásum bandamanna áður en landherinn lét til skarar skríða gegn íraska her- námsliðinu í Kúveit aðfaranótt sunnudags. Franski hernaðarsér- fræðingurinn Jean-Lois Dufour sagði hins vegar að íraksher kynni að hafa misst allt að 150.000 her- menn. „Ef tala fallinna er lægri sýnir það að loftárásir bandamanna hafi ekki tekist sem skyldi," sagði hann. Norman Schwarzkopf, æðsti yfirmaður alls herafla bandamanna, sagði aðeins að „mjög, mjög marg- ir“ írakar hefðu fallið. Lítið væri eftir af Íraksher og nágrannaríkjum íraks stafaði ekki lengur hætta af honum. Heimildarmaður innan Bandaríkjahers í Riyadh sagði að aðeins um 10-20.000 íraskir her- menn hefðu verið undir vopnum er stríðinu lauk. Um 620.000 íraskir hermenn voru á átakasvæðunum í Kúveit og suðurhluta íraks er stór- sókn bandamanna hófst. Heimildar- menn innan breska hersins sögðu að bandamenn hefðu tekið 175.000 íraska hermenn til fanga. Yfirmenn Bandaríkjahers segja að 79 bandarískir hermenn hafi fallið, þar af um 60 í landhernaði, auk þess sem 213 hafi særst og 44 sé saknað. Þeir segja það ganga kraftaverki næst hversu lítið mann- fall bandamanna hafi verið í stríðinu. Sextán breskir hermenn féllu og tólf er saknað en ekki var vitað í gær um mannfall í röðum hermanna af öðrum þjóðernum. Yfirvöld í írak sögðu áður en landhernaðurinn hófst að rúmlega 7.000 óbreyttir borgarar í landinu hefðu beðið bana í loftárásum bandamanna. Tugþúsundir íraskra barna kynnu einnig að deyja af völdum sjúkdóma og matvælaskorts vegna stríðsins. Mikilvæg mannvirki í írak, svo sem olíuhreinsunarstöðvar, orkuver og brýr, voru eyðilögð í loftárásun- um, sem bandamenn sögðu aðeins beinast að hernaðarlega mikilvæg- um skotmörkum. Scud-eldflaugar íraka á ísrael kostuðu fjóra menn lífið og hundruð manna særðust. Mannskæðasta Scud-árásin var gerð á Saudi- Arabíu á mánudag, er 28 banda- rískir hermenn biðu bana. Danir og Litháar semja um að koma á stjórnmálatengslum Kaupmannahöfn. Frá Ólafi I*. Stnphensen, blaðamanni Morgunbiaösins. Utanríkisráðherrar Danmerkur og Litháens undirrituðu í Kaup- mannahöfn í gær samning um gagnkvæmt samstarf á ýmsum svið- um. í samningnum lýsa þeir Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráð- herra Danmerkur, og Algirdes Saudargas, utanríkisráðherra Lithá- ens, því yfir að löndin tnuni á ný taka upp stjórnmálatengsl er ástandið leyfi. Á svipuðum tíma og samningur- inn var undirritaður barst forsætis- nefnd Norðurlandaráðs harðorð orðsending frá sovéska sendiráð- inu í Kaupmannahöfn, þar sem gefið var í skyn að stuðningur Norðurlandanna við sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkjanna kynni að stofna í hættu því sem áunnist hefði í lýðræðisþróun, einingu, stöðugleika og virðingu fyrir mannréttindum í Evrópu. í orð- sendingunni er sérstaklcga Ijallað um ákvarðanir Islendinga og sagt að ályktun Alþingis um stjórn- málatengsl við Litháen bijóti í bága við þjóðarrétt og hafi áhrif til hins verra á samskipti íslands og Sovétríkjanna. Þrátt fyrir viðvaranir Sovét- manna sagði Uffe Ellemann-Jen- sen í samtali við Ritzau-fréttastof- una að Danmörk „liti á bæði tákn- ræna og raunverulega þýðingu samningsins, sem eins konar viður- kenningu á Litháen." Sjá fréttir á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.