Morgunblaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 2
8 ___________________________________________reei sham .i auoAauTaöq QiGAjewuoflOM
~2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
Sjónvarpið:
Dregið úr útsending-
um Sky eða hætt
Stöð 2 tekur ákvörðun um áframhald
Kópavogi Loðnuhrognafrysting hafin:
Óvenjuleg flugvél millilendir ““
Flugvél af gerðinni Beechcraft Starship millilenti á Reykjavíkurflugvelli í gær á leið til Danmerkur, en vélin
er átta sæta og af nýrri gerð, sem er all frábrugðin hefðbundnum flugvélum. Ekkert stél er á vélinni og
er hæðarstýrið framan á nefi hennar, en hreyflarnir snúa aftur.
útsendingar frá CNN eftir helgina
„EG BYST við að mjög fljótt verði dregið verulega úr útsendingum
Sky eða þeim hætt,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er
hann var spurður hvert yrði framhald útsendinga Sjónvarpsins á
Sky fréttastöðinni nú þegar stríðinu við Persaflóa er lokið. Páll
Magnússon sjónvarpssfjóri Stöðvar 2 segir að ákvörðun varðandi
útsendingar frá CNN verði tekin eftir helgina, en hann sagði ljóst.
útvarpsráðs í dag, föstudag. Bjóst
hann við að dregið yrði verulega
úr útsendingunum á næstunni eða
þeim hætt.
Páll Magnússon sagðist ekki taka
endanlega afstöðu varðandi fram-
hald útsendinga frá CNN fýrr en
eftir næstu helgi. „Þetta breytir
auðvitað stöðunni og við erum ein-
mitt að ræða um þetta núna, en
það verða örugglega breytingar."
að þeim yrði örugglega breytt.
Markús Öm Antonsson sagði að
ekki væri búið að ákveða framhald-
ið. Það væri til umfjöllunar hjá
stofnuninni og yrði rætt á fundi
Fjórir
árekstrarí
HARÐUR árekstur tveggja
fólksbifreiða varð á Nýbýlavegi
í Kópavogi í gærkvöldi. Engin
slys urðu á fólki en bílarnir eru
mikið skemmdir eftir árekstur-
Japanir vilja kaupa fjögur
mn.
Þrír aðrir árekstrar urðu í um-
ferðinni í Kópavogi í gær. Tveir
árekstrar urðu á sama stað, á
gatnamótum Álfhólsvegar, Álfa-
heiði og Þverbrekku. Þá varð
árekstur á Digranesvegi í gærdag.
Enginn slasaðist í þessum óhöppum
en talsverðar skemmdir urðu á bif-
reiðunum, samkvæmt upplýsingum
lögreglu.
þús. tonn af loðnuhrognum
24 þúsund tonn af loðnu mælast við Dyrhólaey
EFTIR var að veiða um 55 þúsund
tonn síðdegis í gær af 175 þúsund
tonna loðnukvóta. Miðað við 5-6%
Framboð fijálslyndra kjósenda:
Þj óðarflokkurinn
hafnar samvinnu
STJÓRN Þjóðarflokksins hefur hafnað erindi Borgaraflokks, og fleiri
aðila um sameiginlegt framboð til Alþingis í nafni samtaka frjáls-
lyndra kjósenda. Að sögn Garðars J. Guðmundssonar, kosningastjóra
Borgaraflokksins í Reykjavík, er reiknað með að framboð verði tilbúin
í næstu viku, „en ég býst ekki við að framboðslisti verði birtur fyrr en
að að loknum landsfundi SjáIfstæðisflokksins,“ sagði hann.
Aðspurður um ástæður þess sagði Morgunblaðið að hann hefði ekki
Garðar að miklar væringar væru nú
í Sjálfstæðisflokknum. Var hann þá
spurður hvort aðstandendur fram-
boðsins væru þá að reikna með
stuðningi frá sjálfstæðsmönnum og
sagði hann það hugsanlegt.
Garðar staðfesti að Jón Magnús-
son lögmaður væri einn þeirra sem
rætt hafi verið við um þátttöku í
fyrirhuguðu framboði þessara aðila
í Reykjavík. Hann sagði þó að ekki
hefði verið rætt um ákveðin fram-
boðssæti í þessu sambandi, undirbún-
ingur væri ekki kominn á það stig.
Jón Magnússon sagði í samtali við
verið beðinn um að taka sæti á fram-
boðslistanum. „Það hefur ekkert ver-
ið talað við mig þannig beint. Það
eru ákveðnir einstaklingar sem hafa
verið að kvaka eitthvað í eyrun á
mér en ekkert ákveðið," sagði Jón.
Vildi hann engu svara um hvort hann
gæfi kost á sér til þátttöku í framboð-
inu. „Það er sjálfsagt alltaf ástæða
til að gera einhvern usla í þessu aft-
urhaldssama framsóknarþjóðfélagi,
sem allir flokkar styðja, en spuming-
in er hvar farvegurinn liggur og
hvar rétt sé að láta niður bera,“ sagði
hann.
meðalnýtingu fást um 3 þúsund
tonn af hrognum úr þessum 55
þúsund tonnum. Fyrir 3 þúsund
tonn af loðnuhrognum fást um 170
milljónir króna, miðað við verðið,
sem Norðmenn vilja að Japanir
greiði. Verðið fer hins vegar eftir
því hversu mikið framleitt verður
af loðnuhrognum hér og í Noregi.
Hugsanlegt er að Norðmenn sjó-
frysti loðnuhrogn og ekki er hægt
að setja kvóta á þá frystingu, eins
og landfrystingu í Noregi.
Loðnuhrognafrysting hófst hjá
Miðnesi hf. í Keflavík og Brynjólfi
hf. í Njarðvík í gær en þá var einnig
búið að landa loðnu til hrognatöku
í Vestmannaeyjum og Grindavík. Þá
var búist við að tekið yrði á móti
loðnu til hrognatöku í Reykjavík og
á Ákranesi, Eskifirði og Neskaupstað
í nótt eða í dag. Einnig verður reynt
að frysta loðnuhrogn á Reyðarfírði
og Þórehöfn.
Norðmenn hafa boðist til að selja
Japönum loðnuhrogn fýrir 135 jen
kílóið, eða 56,70 íslenskar krónurT
og segjast geta framleitt 5 þúsund
tonn á þessari vertíð. Japanir vilja
kaupa allt að 4 þúsund tonn af loðnu-
hrognum héðan en markaður er fyr-
ir um 6 þúsund tonn í Japan, að
sögn Gylfa Þórs Magnússonar fram-
kvæmdastjóra hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna.
Gylfi Þór segir að Japanir vilji
kaupa af okkur 800 tonn af heil-
frystri loðnu fyrir sama verð í jenum
og í fyrra, eða um 100 jena (42ja
króna) meðalverð fyrir kílóið. Fyrir
800 tonn fengjust því um 34 milljón-
ir króna, Hins vegar sé einungis
búið að heilfrysta rúm 100 tonn og
áhugi á heilfrystingu minnki þegar
loðnuhrognafrysting hefjist.
Loðna veiddist í Breiðafírði í gær
og rannsóknaskipið Árni Friðriksson
mældi 24 þúsund tonn af loðnu við
Dyrhólaey. Sveinn Sveinbjömsson
leiðangursstjóri segir að þessi mæl-
ing breyti engu. Hann hafí mælt 350
þúsund tonn í Faxaflóa, þegar búið
var að veiða 110 þúsund tonn af 175
þúsund tonna kvóta. Mæld voru sam-
tals 525 þúsund tonn en fískifræð-
ingar vilja að 400 þúsund tonn fái
að hrygna.
Sveinn segir að loðnan við Dyr-
hólaey sé smá hrygningarloðna og
því að öllum líkindum úr 50 þúsund
tonna loðnugöngunni, sem rann-
sóknaskipið Bjarni Sæmundsson
mældi við Hvalbak. Þau 25 þúsund
tonn, sem Árni Friðriksson mældi
við Stokksnes, séu trúlega komin inn
á Breiðafjörð. Árni Friðriksson var
í Meðallandsbug síðdegis í gær á
austurleið en skipið verður trúlega í
loðnuleit til föstudags í næstu viku.
Sjávarborg GK landaði loðnu hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins (SR) á
Raufarhöfn í gær. Það er í fyrsta
skipti, sem loðnu er landað á Raufar-
höfn á þessu ári en þar hafa verið
boðnar 4.600 krónur fyrir tonnið.
Verð á loðnumjöli hefur lækkað
um 7%, úr 300 sterlingspundum fyr-
ir tonnið í 280 pund, eða um 30
þúsund krónur, að sögn Jóns Reynis
Magnússonar framkvæmdastjóra
SR. Hann segir að verð á mjöli hafi
hins vegar haldist í 340-350 banda-
ríkjadölum, eða um 19 þúsund krón-
um, fyrir tonnið. „Það gengur ekki
beint illa að selja mjöl og lýsi núna
en við fáum ekki það verð, sem við
viljum fyrir þessar afurðir," segir Jón
Reynir.
Hátíð í Ólafsfirði:
Múlagöngin form-
lega opnuð í dag
Nauðasamningsumleitanir KRON:
Kröfuhafar fái greidd 25%
af um 171 milljóna skuld
Á FUNDI sem haldinn verður í skiptarétti Reykjavíkur næstkom-
andi miðvikudag munu á sjötta tug aðila sem eiga útistandandi
almennar kröfur hjá KRON, Kaupfélagi Reylyavíkur og nágrenn-
is, taka afstöðu til þess hvort þeir fallist á frumvarp til nauðasamn-
inga og gefi KRON eftir 75% af 171,7 milljóna króna kröfum. Til
að nauðasamningar komist á verður frumvarpið að hljóta sam-
þykki þriggja fjórðu hluta kröfuhafanna, sem eigi að minnsta
kosti þrjá fjórðu kröfufjárhæðarinnar.
Samkvæmt frumvarpi að
nauðasamningi sem stjórn KRON
lagði fram í skiptarétti í 'desemb-
ermánuði býðst félagið til að
greiða 25% af ótryggðum kröfum
innan fímm mánaða. Um fullnað-
argreiðslu verður að ræða og er
miðað við stöðu krafna þann 28.
nóvember sl. Stjórnin telur sér
ekki unnt að veita neina tryggingu
fyrir efndum samningsins.
Meðal þeirra sem lýst höfðu
stærstu kröfunum áður en innköll-
unarfrestur rann út voru Lands-
banki íslands sem gerði 22,8 millj-
óna króna kröfu vegna yfirdráttar
á hlaupareikningi, Gjaldheimtan í
Reykjavík gerði tæplega 28,2
milljóna króna kröfu, skuld við
Verslunardeild SIS nam 41,7
milljónum og 10,4 milljóna króna
krafa barst frá Búvörudeild SÍS.
MÚLAGÖNGIN verða formlega opnuð í dag og verða hátíðarhöld
í Ólafsfirði í tilefni dagsins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, verður viðstödd opnunina og verður hátíðardagskrá allan
daginn og fram eftir nóttu.
Óskar Þór Sigurbjörnsson, for-
seti’ bæjarstjórnar, sagði mikla
gleði vera ríkjandi þar. „Við ætlum
að gera þennan dag eftirminnileg-
an. Forseti Islands heiðrar okkur
með nærveru sinni og ýmsir aðrir
gestir verða viðstaddir. Hátíðin
hefst kl. 13 með skrúðgöngu frá
bænum og að göngunum. Þar
verður stutt vígsluathöfn og síðan
kaffiboð í félagsheimilinu. Forset-
inn flytur þar ávarp og létt tónlist
verður leikinn á meðan kaffiveit-
ingar verða bornar fram. Samsýn-
ing nokkurra Ólafsfírðinga verður
í félagsheimilinu og teikningar
barna verða sýndar í barnaskólan-
um. Um kvöldið verður síðan tón-
listardagskrá þar sem Öm Magn-
ússon píanóleikari leikur og dans-
leikur verður síðan fram eftir
nóttu.“
Óskar sagðist búast við al-
mennri þátttöku bæjarbúa í há-
tíðarhöldunum og sagði að flest
fyrirtæki ætluðu að gefa frí frá
hádegi.
Hafist var handa við göngin í
október 1988 og 19. desember í
fyrra voru þau tekin óformlega í
notkun. Síðustu daga hefur verið
unnið við að leggja síðustu hönd
á göngin og að sögn Óskars hafa
þau reynst vel síðan þau voru opn-
uð.
„Göngin breyta geysilega miklu
fyrir okkur. Við erum búin að
reyna það nú þegar þrátt fyrir
gott tíðarfar í vetur. Mesta breyt-
ingin er að geta farið ferða okkar
áhyggjulaus miðað við það sem
áður var,“ sagði hann.