Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 4

Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 4
, ,FQS-%y D^GUR ,1 - AfiZ. ,1991 VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 1. MARZ YFIRLIT í GÆR: Um 200 km suðaustur af Hornafirði er 1000 mb iægð sem þokast norður. Um 900 km suður af Hvarfi á Græniandi er víðáttumikil 968 mb lægð sem hreyfist mjög hægt norðaustur. SPÁ: Þykknar upp með vaxandi suðaustan- og austanátt um landið sunnanvert en norðaustanlands verður hægvíðri og nokkuð bjart veður fram eftir degi. Allhvasst og slydda eða rigning við suður- ströndina þegar liður á kvöldið. Hlýnandi, fyrst sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustan- og austan- átt. Slydda og síðar rigning um landið sunnanvert og súld við aust- urströndina. Skýjað en úrkomulítið norðanlands. Hiti 2 til 6 stig, hlýjast suðaustanlands. 10 Hitastig: 10 gráður á Celslus \7 Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: -Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * Xm ▼ *« / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 skýjaft Reykjavík 1 léttskýjaö Bergen 1 léttskýjað Helsinki +3 skýjaö Kaupmannahöfn +1 alskýjað Narssarssuaq +16 léttskýjað Nuuk , +15 snjókoma Ósló +2 skýjað Stokkhólmur +2 snjókoma Þórshöfn 5 rigning Algarve 15 súld Amsterdam 1 rigning Barcelona 12 skýjað Berlín 1 alskýjað Chicago +1 snjóél á slð. kist. Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 2 alskýjað Glasgow 5 mistur Hamborg 1 alskýjað Las Paimas 18 skýjað London 5 þokumóða LosAngeles 13 alskýjað Lúxemborg 3 súld Madríd 8 rigning Malaga 15 alskýjað Mallorca 15 skýjað Montreal +10 léttskýjað New York 2 léttskýjað Orlando 14 alskýjað París 7 skýjað Róm 14 þrumuveður Vín 3 mistur Washíngton vantar Winnipeg +14 snjókoma Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda: Bætur almannatrygg- inga hækka um 2,8% BÆTUR almannatrygginga hækka um 2,8% í dag, 1. mars. Akveðið var að bætur almanna- Seðlabankinn: Ríkisstjórn- inni svarað fljótlega JÓHANNES Nordal seðlabanka- sljóri segir að þeim tilmælum ríkisstjórnarinnar til Seðlabanka Islands að ná fram lækkun raun- vaxta með beinum aðgerðum eða fyrirmælum verði svarað fljót- lega. I bréfi viðskiptaráðherra til Seðla- bankans var bent á ákveðnar leiðir sem kannaðar yrðu til að ná fram lækkun raunvaxta. Jóhannes Nordal sagðist ekki vilja tjá sig um erindi ríkisstjómarinnar að svo stöddu. „Við höfum þegar sent ríkisstjóminni skýrslu um vaxtamálið, en það var gert í lok síðasta mánaðar. “ trygginga tækju sömu hækkun og laun á almenna vinnumarkað- inum um mánaðamótin og er þá tekið tillit til sérstaks viðskip- takjarabata sem gefur 0,3% hækkun umfram samninga. Að sögn Ástu R. Jóhannesdóttur, deildarstjóra í Tryggingastofnun ríkisins, var í fyrstu talið að vinna vegna greiðslna tryggingabóta væri of langt komin til að hægt hefði verið að greiða út þessa 0,3% við- bótarhækkun um þessi mánaðamót. „Það var hins vegar ákveðið á fundi á miðvikudagskvöld að láta þessa viðbótarhækkun koma til fram- kvæmda strax með öllum ráðum, þar sem seinkun greiðslunnar hefði getað valdið ruglingi. Það var lögð mikil áhersla á að afgreiða þesa hækkun nú,“ sagði Ásta. Eftir hækkunina nemur full tekjutrygging 21.746 kr. á mánuði, heimilisuppbót 7.392 kr., sérstök heimilisuppbót 5.084 kr., grunn- lífeyrir 11. 819 kr., meðlag 7.239 kr., fæðingarstyrkur 24.053 kr. og fæðingardagpeningar á dag eru 1.008 kr. eftir hækkunina í dag. Emi kosturinn að byg-gja á tillögum sjömannanefndar STJÓRN Landssamtaka sauðfjárbænda telur að ekki sé annarra kosta völ en að gera nýjan búvörusamning sem byggi í flestum atrið- um á þeim tillögum sem fram koma í áfangaskýrslu sjömannanefnd- ar. Stjórnin leggur áherslu á að leitað sé leiða til að aðstoða bænd- ur við þá framleiðniaukningu sem að er stefnt, en að sögn Jóhannes- ar Kristjánssonar, formanns LS, er gerð sú krafa að samsvarandi hagræðing verði við slátrun og sðlu afurðanna, og sama krafa verði gerð um lækkun kostnaðar á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og sölumeðferðar sauðfjárafurða. Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda fjallaði um áfangaskýrslu sjömannanefndar og drög að nýjum búvörusamningi á þriðjudaginn, og í samþykkt stjórnarinnar er lögð áhersla á að aðlögun sauðfjárfram- leiðslunnar að innanlandsmarkaði náist að mestu eða öllu leyti með óþvinguðum uppkaupum fram- leiðsluréttar og öllum ráðum verði beitt til að komast hjá þvinguðum uppkaupum. Stjórnin viðurkennir kosti þess að láta. nauðsynlega fækkun ganga yfir sem fyrst, en telur eðlilegt að inn í búvörusamn- ing komi ákvæði, sem takmarki möguleika þeirra sem lítið eða ekk- ert beitiland hafa, og þar sem hætta sé á ofnýtingu lands verði sett tak- mörk á stækkun búa. Þá verði að gera þá kröfu að þeir sem kaupa eða taka á leigu greiðslumörk geri grein fyrir að þeir hafí nægjanlegt beitiland. í samþykktinni segir ennfremur að tryggja þurfi að bændur geti haft áhrif á að auka sölu sauðfjár- afurða, til dæmis með samráðs- nefnd fulltrúa bænda, afurðastöðva og annarra þeirra er annast með- ferð og sölu kindakjöts. Lögð verði áhersla á að greíða framleiðendum í samræmi við verðmæti innleggs, og mismunun eftir flokkum raskist ekki frá því sem nú er. Þá komi inn ákvæði í búvörusamning þess efnis að afurðastöðvar skili til bænda þeim fjármunum sem þær fá til að greiða afurðir með. Þá áréttar stjóm LS þá stefnu samtakanna að ekki skuli mismuna bændum efttir búsetu eða öðru hlið- stæðu, en vilji ríkisvaldið styrkja- bændur til búsetu á einstökum svæðum, eða þá sem búa við ein- hveijar sérstakar aðstæður, skuli framlögum til þess haldið aðgreind- um frá framlögum vegna búvöru- samnings. Nokkuð er af Heklu dregið UNDANFARNA daga hefur heldur dregið af Heklu. Gos er þó enn í fjallinu en hraunflæði hefur minnkað um þriðjung siðustu daga. Gos var í Heklu í gær en nokkru minna en undanfarna daga. Jarð- vísindamenn mældu hraunárnar á sunnudag og kom þá í ljós að árnar eru þrjár, en voru fímm fyrir viku og hraunflæðið hefur minnkað um þriðjung frá því síðustu mælingar voru gerðar. Kristín Pétursdóttir, Björn Jakobsson, Brynjólfur Stefánsson, Hallgrímur Þórmarsson og Ögmundur Jónasson. Ovenjulegt landafræðinám og krakkar sem lítinn áhuga hafa haft á náminu fengu mörg níu eða tíu í þessum prófum," sagði Jóna Sveinsdóttir kennari í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur nemanda í tólf ára bekk eru krakk- arnir mjög ánægðir með þetta form landafræðikennslunnar. „Þetta er búið að vera mjög gam- an og við erum búin að læra miklu meira í landafræði heldur én í venju- legri kennslu. Við byijuðum á því í hópnum að tala saman um landið sem við áttum að sjá um og bjugg- um síðan til bæklinga. í gær opnuð- um við svo ferðaskrifstofurnar og höfum verið að kaupa og selja ferð- ir í dag og í gær,“ sagði Guðný í samtali við Morgunblaðið. ÞAÐ iðaði allt af lífi og fjöri í börn í skólanum höfðu þá komið Melaskólanum í gær þegar blaða- á laggirnar „ferðaskrifstofum" mann og ljósmyndara Morgun- og kepptust við að kaupa og selja blaðsins bar að garði, en tólf ára ferðir til hinna ýmsu landa. Um var að ræða þátt í landafræði- námi tólf ára barna í skólanum. „Við tókum upp á því fyrir tveim- ur mánuðum að kenna bömunum landafræðina með þessum hætti og það hefur gefist mjög vel. Við skipt- um þeim í hópa og hver hópur kynnti sér tiltekið 'land. Þau bjuggu síðan til bæklinga um landið, heim- sóttu ferðaskrifstofur og settu svo á laggirnar sínar eigin ferðaskrif- stofur hér í skólanum . Auk þess voru próf í hverri viku í einu ákveðnu landi svo þau lærðu um öll löndin. Þetta kom mjög vel út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.