Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
Marsmánuður gegn
meini - krabbameini
eftir Almar Grímsson
Á liðnu ári 1990 stóð Krabba-
meinsfélag íslands fyrir þjóðarátaki
gegn krabbameini. Þetta var í þriðja
sinn sem efnt var til sérstaks þjóð-
arátaks gegn krabbameini. Árið
1982 tók fólkið í landinu svo vel
undir óskir félagsins um stuðning
að unnt var að festa kaup á og inn-
rétta hús Krabbameinsfélags ís-
lands, Skógarhlíð 8, sem síðan hefur
verið nefnt „Húsið sem þjóðin gaf“.
Árið 1986 var nýtt þjóðarátak gegn
krabbameini með höfuðáherslu á
auknar rannsóknir á orsökum
krabbameins og markvissar aðgerð-
ir til stuðnings þeim sem verða fyr-
ir barðinu á krabbameini. Krabba-
meinsfélaginu var þá sem endranær
forkunnar vel tekið og tókst með
stuðningi þjóðarinnar að stofna
rannsóknastofu í sameinda- og
frumulíffræði og setja á fót tilrauna-
verkefni sem nefnt er Heimahlynn-
ing og miðar að því að styðja krabb-
ameinssjúka þannig að þeir geti svo
lengi sem unnt er lifað eðlilegu lífi
og búið í heimahúsum. Jafnframt
því var stórefld þjónusta við upplýs-
ingar og ráðgjöf.
Árið 1990 var ákveðið að helga
marsmánuð sérstaklega baráttunni
við krabbamein og var hann nefndur
„marsmánuður gegn meini — krabb-
ameini“. I framhaldi af því var efnt
til þriðja þjóðarátaks, eins og áður
segir. Þá leitaði Krabbameinsfélag
íslands stuðnings þjóðarinnar við
að auka fræðslu um krabbamein,
að efla grunnrannsóknir um orsakir
krabbameina og að efla stuðning
við þá sem verða fyrir barðinu á
krabbameini.
Hvað fræðsluna snertir var mikil
áhersla lögð á það að gefín yrði út
bæklingur um árvekni sem beindist
fyrst og fremst að fullorðnum karl-
mönnum á íslandi. Ástæða þessa
var sú að tekist hefur með öflugu
og markvissu leitarstarfí að ná mjög
miklum árangri í að greina legháls-
krabbamein á forstigum og brjósta-
krabbamein á byijunarstigum. Á
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt samhljóða á fundi skól-
amálaráðs Kennarasambands Is-
lands 25. janúar sl.
„Vígbúnaðar- og styijaldar-
fregnir berast í æ ríkari mæli inn
á heimilin með fjölmiðlun. Þessi
fréttflutningur hefur oft skaðlegar
afleiðingar á tilfinningalíf og geð-
heilsu óharðnaðra barna og ungl-
inga. Sjónvarp er þar áhrifaríkast.
Skólamálaráð Kennarasambands
íslands varar alvarlega við þessari
hættu. Það hvetur því foreldra,
MARS
MÁNUÐUR GEGN MEINI
- KRABBAMEINI
Krabbameinsfélag íslands
hinn bóginn hefur ekki verið unnt
að koma á skipulagðri hópleit að
algengustu krabbameinum hjá körl-
um, svo sem blöðruhálskirtils- og
ristilkrabbameinum.
Krabbameinsfélag íslands valdi
sér einkunnarorðin „Til sigurs —
gegn krabbameini" í átakinu 1990.
Þetta eru stór orð en fiestir þeir sem
starfa daglega í baráttunni við
krabbamein voru sammála um það
að eygja mætti mikinn árangur í
starfi með enn efldum forvamarað-
gerðum, auknum árangri í lækning-
um og ekki síst með markvissri
endurhæfíngu og stuðningi við
krabbameinssjúka og aðstandendur
þeirra.
Viðtökur þjóðarinnar við beiðni
Krabbameinsfélags íslands um
stuðning í þjóðarátaki 1990 voru
með eindæmum góðar og söfnuðust
rúmlega 53 milljónir króna. Að söfn-
un lokinni ákvað stjórn Krabba-
meinsfélags íslands að framvegis
yrði þjóðinni árlega kynnt í mars-
mánuði hvernig miði í baráttunni
við krabbamein og hvernig staðið
er að því að efna þau fyrirheit sem
gefin voru í fjársöfnun.
Krabbameinsfélag íslands
40 ára
Á þessu ári eru 40 ár síðan
Krabbameinsfélag Islands var
stofnað. Það var 27. júní 1951 að
fulltrúar frá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur, Krabbavörn í Vest-
mannaeyjum og Krabbameinsfélagi
Hafnaríjarðar komu saman á fundi
í Rannsóknastofu Háskólans og
skóla, fjölmiðla og stjórnvöld til að
efla hvers konar friðaruppeldi, sem
hjálpi börnum og heimilum að vinna
gegn spillandi áhrifum linnulausra
frásagna og mynda af skemmdar-
verkum og styijöldum, sem tortíma
í æ ríkara mæli lífi og verðmætum.
Skólamálaráð KÍ leggur jafn-
framt áherslu á að skólum verði
gert kleift að stórefla fræðslu um
virðingu fyrir öllu lífí og nauðsyn
friðsamlegra samskipta allra
manna og þjóða. Séð verði fyrir
handhægu námsefni til kennslu um
friðarmál og verndun náttúrunnar."
ákváðu að stofna til landssamtaka
í baráttunni við krabbamein. Þessi
þijú félög sem stóðu að stofnun
Krabbameinsfélags íslands höfðu
öll hafíð starf sitt árið 1949 og voru
þar á ferð áhugasamir, bjartsýnir
og framsýnir menn og konur sem
ákváðu að ráðast til atlögu við
krabbamein eða eins og einn forvíg-
ismannanna orðaði það „fá aðstoð
allra hugsandi manna í þessari bar-
áttu við vonleysi, bölsýni og upp-
gjöf“.
Ekki stóð á stuðningi almennings
fremur en endranær. Stofnuð voru
félög í byggðarlögum víða um land
og síðustu árin hefur einnig verið
stofnað til sérstakra samtaka sem
vinna að stuðningi við krabbameins-
sjúklinga. Nú eru fimm svonefndir
stuðningshópar starfandi sem eru
aðilar að Krabbameinsfélagi íslands
en það eru Samhjálp kvenna stofnuð
1979, Stómasamtökin stofnuð 1980,
Ný rödd stofnuð 1980, Samhjálp
foreldra stofnuð 1983 og Styrkur,
samtök krabbameinssjúklinga og
aðstandenda, stofnuð 1987. Þessir
stuðningshópar vinna ómetanlegt
starf, bæði í forvörnum og stuðningi
við einstaklinga sem orðið hafa fyr-
ir barðinu á krabbameini. Krabba-
meinsfélögin hafa einnig unnið
ómetanlegt starf í skipulagningu
leitarstarfs um allt land og þijú
aðildarfélaganna hafa launaða
starfsmenn á sínum vegum. Krabb-
ameinsfélag Reykjavíkur hefur frá
stofnun þess unnið markvisst
fræðslustarf, einkum í reykinga-
vörnum og starfar fyrir hönd heild-
arsamtakanna að fræðslu í skólum
landsins um skaðsemi reykinga. Þar
hefur náðst mikilsverður árangur.
Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis hefur um nokkurra ára
skeið unnið markvisst starf á sínu
svæði í fræðslu og forvörnum og
stuðningi við krabbameinssjúklinga
og á síðasta ári sýndi Krabbameins-
félag Austíjarða þann dug að ráða
sér sérstakan starfsmann til að
sinna fræðslu-, forvarnar- og stuðn-
ingsverkefnum á starfsvæði þess.
Félagsmenn í krabbameinsfélögum
víðs vegar um landið eru nú um 12
þúsund og sýnir það hvað best hver
hugur landsmanna er.
Krabbameinsleit
Frumkvöðlar krabbameinssam-
takanna áttu sér þann draum að
heija skipulega leit að krabbameini
þannig að það mætti greinast á
frumstigum og stórauka líkur á
bata. Arið 1964 var hafin leit að
krabbameini í ieghálsi og forstigum
þess. Áður hafði Krabbameinsfélag
Reykjavíkur hafíð rekstur á al-
mennri krabbameinsleitarstöð sem
Krabbameinsfélag íslands tók við
árið 1958. Þetta leitarstarf Krabba-
meinsfélagsins vakti strax áhuga
hér innanlands og ekki síður at-
hygli erlendis og með árunum kom
árangur í ljós. Hægt var að sýna
fram á að greining ieghálskrabba-
meins á forstigum með hóprannsókn
bæri mjög mikinn árangur og var
Almar Grímsson
„Krabbameinsfélag ís-
lands mun á vordögum
senda öllum fullorðnum
karlmönnum bækling
til aðstoðar þeim til að
sýna árvekni um fyrstu
einkenni.“
fækkun dauðsfalla að sjálfsögðu
mikilsverðasta sönnun þess. Árið
1984 staðfesti Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunin (WHO) þetta með
sérstakri viðurkenningu til Krabba-
meinsfélags íslands og íjárstuðningi
til þess að efla innköllunarkerfí í
leitarstöðinni.
Árið 1985 var opnuð röntgendeild
í kjölfar þess að félaginu höfðu ver-
ið gefin tvö röntgentæki til mynda-
töku af bijóstum. Þá hafði um nok-
kurra ára skeið verið mikil umræða
um það hvort fýsilegt væri að hefja
hópleit meðal kvenna á íslandi að
bijóstakrabbameini. Fljótt náðist
almenn samstaða um að það væri
ekki einungis fýsilegt heldur nauð-
synlegt og sýndu heilbrigðisyfírvöld
það í verki með því að staðfesta
samning við Krabbameinsfélag ís-
lands um skipulega leit að krabba-
meini í bijóstum. Sá samningur var
liður í heildarsamningi þar sem
Krabbameinsfélagi íslands var falið
að sjá um skipulega leit að krabba-
meini í leghálsi og bijóstum. Þessi
samningur bar það einnig með sér
að auðveldara varð fyrir konur að
þiggja tilboð um slíka skoðun, ekki
síst fjárhagslega. Með þessum
samningi var formlega viðurkennt
af hálfu heilbrigðisyfirvalda að skip-
ulagi og framkvæmd þessa þáttar
í heilbrigðisþjónustu væri best kom-
ið fyrir hjá Krabbameinsfélagi ís-
lands. Náið samstarf við heilsugæsl-
ustöðvar og sérfræðinga er þó
grundvallaratriði til að sá árangur
náist sem raun ber vitni og er
ánægjulegt að skýra frá því að
mæting kvenna í krabbameinsleit
hefur stöðugt aukist undanfarin ár
og var í árslok 1990 miðað við
þriggja ára mætingu 81 af hundraði.
Rannsóknir
Árið 1954 hóf Krabbameinsfélag
íslands skrásetningu krabbameina,
samkvæmt dánarvottorðum, upplýs-
ingum frá rannsóknastofum og
sjúkrahúsum og hófst þar með
rekstur Krabbameinsskrár á ís-
landi. Með þeirri skrá var stofnað
til ómetanlegs upplýsingabanka um
faraldsfræði krabbameina. Vegna
smæðar þjóðarinnar og góðrar
skráningar er ísland sérlega vel í
stakk búið til faraldsfræðilegra
rannsókna og hefur þessi aðstaða
lagt grunn að merkilegum faralds-
fræðilegum rannsóknum sem hafa
vakið athygli erlendis.
í kjölfar þjóðarátaks 1986 var
félaginu geit kleift að ráðast í það
stórvirki að stofna rannsóknastofu
í sameinda- og frumulíffræði. Þessi
rannsóknastofa var formlega tekin
í notkun í marsmánuði 1988 og starf
hennar tileinkað Vigdísi Finnboga-
dóttur forseta Islands, sem er vernd-
ari Krabbameinsfélags íslands.
Rannsóknastofunni er ætlað mikið
hlutverk í rannsóknum á orsökum
krabbameina.
VViðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. 'ÆmmM. v/ ML
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ÆT
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir. jBkp'- >■ '■' *&! SyflBgpjp
Laugardaginn 2. mars verða til viðtals Guðrún Zoéga, formaður félagsmálaráðs og í stjórn veitu-
stofnana, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar og í byggingarnefnd aldraðra.
V v> m m V' 'y’ y V' V V ^ ^ ^
KSÍ varar við
stríðsfréttum
Aðstoð við sjúklinga og
aðstandendur
í þjóðarátaki 1986 var einnig lögð
sérstök áhersla á að bæta aðstöðu
og efla stuðning við þá sem verða
fyrir barðinu á krabbameini. Stofn-
að var til Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins sem miðar að aðstoð
við sjúklinga og aðstandendur í
heimahúsum og að auka upplýsing-
ar og ráðgjöf um krabbamein. Jafn-
framt réðst Krabbameinsfélagið í
það með stuðningi Rauða kross ís-
lands og kvenfélagsins Hringsins
að kaupa íbúð í nágrenni Landspítal-
ans til að hýsa aðstandendur krabb-
ameinssjúkra barna af landsbyggð-
inni meðan á meðferð stæði. Þessi
íbúð hefur komið í góðar þarfir og
í þjóðarátaki 1990 var lögð áhersla
á að slík aðstaða yrði í boði fyrir
fleiri. Um þessar mundir eru
Krabbameinsfélag Islands og Rauði
krossinn að festa kaup á íbúð til
þess að mæta brýnni þörf aðstand-
enda krabbameinssjúklinga af
landsbyggðinni. Þá er unnið mark-
visst að því að tryggja heimahlynn-
ingu krabbameinssjúklinga og að-
standenda sess í heilbrigðisþjónustu
framtíðarinnar.
Fræðsla og forvarnir
Hornsteinn í starfsemi krabba-
meinssamtakanna um 40 ára skeið
hefur verið að stuðla að aukinni
fræðslu og menntun, bæði lærðra
og leikra. Fræðsla um reykinga-
varnir hefur verið markviss um ára-
tuga skeið enda eru reykingar helsti
áhættuvaldur um krabbamein og
hjartasjúkdóma. Félagið hefur einn-
ig í fræðslustarfi sínu lagt mikla
áherslu á heilbrigðar lífsvenjur,
þ. á m. mataræði og nú síðustu
árin hefur félagið staðið árlega fyr-
ir svonefndu heilsuhlaupi Krabba-
meinsfélagsins. Félagið hefur gefið
út margvíslegt fræðsluefni og má
þar nefna Krabbameinsbókina sem
gefin var út fyrir rúmu ári.
Auk þess að leggja áherslu á
heilbrigðar lífsvenjur leggur Krabb-
ameinsfélag íslands nú áherslu á, í
átaki gegn krabbameini í marsmán-
uði, að Islendingar sýni árvekni um
fyrstu einkenni krabbameins. Okkur
íslendingum öllum til farsældar er
heilbrigðisþjónustan hér með því
besta sem þekkist og öflugur stuðn-
ingur er meðal lækna, hjúkruna-
rfræðinga og annarra heilbrigðis-
starfsmanna um forvarnir. Enginn
skyldi setja fyrir sig að leita læknis
ef einhver grunur er um sjýkdóm
og ganga þá léttari á braut þegar
sannast að ekkert er að og einnig
gleðjast yfir að hafa verið árvökull
um einkenni sem leiða til því betri
lækninga því fyrr sem þau greinast.
Krabbameinsfélag íslands mun á
vordögum senda öllum fullorðnum
karlmönnum bækling til aðstoðar
þeim til að sýna árvekni um fyrstu
einkenni. Þótt þessi bæklingur sé
sendur karlmönnum er hann að
sjálfsögðu ætlaður öllum íslenskum
fjölskyldum til stuðnings. Ástæða
þess að hann er sendur eingöngu
karlmönnum er að með því vill
Krabbameinsfélag íslands sýna
þeim fram á að þótt ekki sé hægt
að bjóða þeim hópleit eins og kon-
um, hefur Krabbameinsfélagið að
leiðarljósi stuðning við alla þjóðfé-
lagshópa í baráttunni við krabba-
mein.
Lokaorð
Um leið og ég sendi lesendum
þessarar greinar góðar óskir leyfi
ég mér að vitna til_ orða verndara
Krabbameinsfélags íslands, Vigdís-
ar Finnbogadóttur forseta íslands,
sem hún mælti í sjónvarpsþætti sem
nefndur var „Átak til sigurs“ árið
1990. Forseti íslands var spurður
hvernig efla mætti enn frekar starf
Krabbameinsfélags íslands til sig-
urs gegn krabbmeini. Forseti Is-
lands sagði: „Með því að sem allra
flestir geri sér ljóst að þetta getur
hent okkur öll, hvern einasta mann.
Ekki síst verðum við að muna að
það getur hent einhvern sem okkur
þykir ákaflega vænt um, og það er
ennþá verra heldur en það hendi
mann sjálfan."
Ilöfundur cr npóteknri og
formuöur Krnblmmcinsfélngs
íslánds.