Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. MARZ 1991 17 Það er okkar ábyrgð! eftir Sigurð Rúnar Sæmundsson Börnin okkar þurfa að eiga sér skjól, einhvern stað og manneskju sem veitir þeim öryggi. Enginn ef- ast um að við foreldrar erum best til þess fallin að veita þeim þetta skjól og öryggi. Enginn heldur því fram að þetta hlutverk geti aðrir tekið að sér oggegnt jafn vel. Börn- in eru á ábyrgð okkar! Þetta gildir um alla velferð barn- anna og þar með heilsu þeirra. Vissulega getum við haft áhrif á heilsufar barna okkar á margan hátt. Þetta á sérlega vel við um tannheilsu þeirra. Þekktar eru að- ferðir til að minnka til muna flesta tannsjúkdóma og jafnvel koma al- gerlega í veg fyrir þá. Samkvæmt framansögðu er það skylda okkar sem foreldra. Það er okkar ábyrgð! Matarvenjur bams byija að mót- ast strax eftir fæðingu. Barn sem elst upp við sætan mat vill hafa mat sætan þegar okkar leiðbeinandi hönd sleppir tökunum á matarvali þess. Slíkt át á sætum mat skemm- ir tennur. Það er því mikilvægt að barnið venjist því að matur hafi stundum annað bragð en sætt. Börn virðast af eðlishvöt sækjast í sætt. Það gæti hafa verið þáttur í að lifa af í erfíðri baráttu frummannsins fyrir lífí sínu. Nú á dögum er hins vegar engin hætta á að barn fái ekki næga orku úr mat sínum. Þess vegna gætum vð þess að hóf sé á sykurneyslu ungbarna, stjórnum matarsmekk barnanna og færum þeim þar með betri heilsu. Það er okkar ábyrgð! Sykurneysla ungbarna er oft óhófleg. Sá ósiður að setja hunang á snuð er á hröðu undanhaldi sem betur fer. Slíkt skemmir tennur ungbarna með undraverðum hraða. Tennur bama sem sofna gjarnan með pelann sinn eru í stórhættu, nema í pelanum sé vatn. Notum aðrar aðferðir til að svæfa barnið. Margt fólk er í tíma og ótíma að ota sælgæti að börnum og vill með því gera þeim gott. Það er hins vegar misskilningur að börn missi einhvers af lífsins gæðum við að fá ekki sælgæti. Lífsins gæði eru merkilegri en það. Alger óþarfi er að börn kynnist sælgæti snemma í bernsku. Þau sakna ekki þess sem þau vita ekki af. Leiðum bömin inn á hófsamar brautir í sykurneyslu. Það er okkar ábyrgð! Rétt notkun flúors er afar árang- ursrík aðferð til að minnka hættuna á tannskemmdum hjá börnum okk- ar. Flúor er steinefni sem skortur er á í umhverfi okkar hér á ís- landi. Þetta kemur niður á tann- heilsu barnanna. Við getum bætt þennan skort með flúorskolun tanna í skólum, flúorlökkun tanna hjá tannlækni og flúorbætingu tann- krems. Börn okkar eiga að nota flúortannkrem tvisvar á dag. Not- um þetta undraefni gegn tann- ■ BÚLGARÍUFÉLA GIÐ á ís- landi, sem ér ferða- og kynningar- félag, heldur aðal- og skemmtifund sunnudaginn 3. mars nk. í Korn- hlöðunni í Torfunni, Bankastræti 2 kl. 15.00. Á dagskrá verða stutt aðalfundarstörf og fjallað verður um breytingarnar í Búlgaríu. Juli- ana Grigorova hagfræðingur frá Sofía segir frá og svarar spurning- um. Kennt verður að matreiða búlg- arskan rétt og kannaður áhugi fólks á ferð til Búlgaríu í ágúst í sumar. ■ SIGLINGAFÉLAGIÐ Ýmir heldur sunnudaginn 3. mars 1991 upp á 20 ára afmæli sitt. Félagið var stofnað 3. mars 1971 og hefur starfsemi verið lífleg allt frá upp- hafí. í tilefni afmælisins er félögum og öðrum velunnurum boðið til kaffisamsætis í félagsheimili Ýmis í Vesturvör 8 í Kópavogi. Húsið verður opið á afmælisdaginn frá kl. 14.00-17.00......... „Börn sem alast upp með hreinan munn, vilja í öllum tilfellum hafa tennur sínar hreinar síðar á lífsleiðinni." skemmdum. Það er okkar ábyrgð! Allir eru sammála um að börn eigi að læra hreinlæti. Það þykir orðið sjálfsagt í samfélagi manna að þrífa vel sinn búk. Hreinlæti er líka mikilvægur þáttur í þeim árangri sem við höfum náð í að fyrirbyggja sjúkdóma. Þetta á sér- lega vel við um tannsjúkdóma. Hreinar tennur skemmast ekki og tannhold við þær sýkist ekki. Mikil- vægt er því að þrífa vel tennur barna okkar. Tennur þarf bæði að bursta og hreinsa með tannþræði. Vafasamt er að börn öðlist nægan hreyfiþroska til að gera þetta svo fullnægjandi sé, fyrr en við átta til tíu ára aldur. Foreldrar ættu að hafa tannhreinsiáhöldin í sínum höndum sem allra lengst. Mikilvægt er að slaka sem minnst á kröfum um hreinlæti í munninum, minna Sigurður Rúnar Sæmundsson gerir til þó gleymist öðru hvoru að þvo á bak við eyrun. Barn sem elst upp með hreinar tennur vill sjálft hafa hreinan munn „Hreinar tennur skemmast ekki og tann- hold við þær sýkist ekki. Mikilvægt er því að þrífa vel tennur barna okkar.“ síðar á lífsleiðinni. Ölum börn okkar upp með hreinan munn.Það er okkar ábyrgð! Vandi og ábyrgð uppalenda er stór. Þær eru margar hætturnar og vítin að varast þegar ala á upp barn. Tannheilsa barnsins er aðeins eitt örlítið 'brot af því sem þarf að gæta að. Þessi litli þáttur er hins vegar vel viðráðanlegur og hér er tækifæri fyrir okkur foreldra að standa okkur vel í uppeldinu. Iiöfundur er tannlæknir í Reykjavíkogá Vopnafirði. TRAUSTUR 0G ENDINGARGOÐUR MITSUBISHI □ Dieselhreyílll/bensínhreyfill □ Eindrif/aldrif □ Burðargeta = 1200 kg □ Flatarmál vörupalls = 2,8 - 3.4 m2 □ Innirými fyrir farangur Verðfrákr. 977.280 PALLBÍLL ÁRSINS ÍU.S.A. PICKUPTRUCK NYJVNG! 5 manna fólksbíll með vörupalli Tengjanlegt aldríf Verð kr. 1.330.440 MITSUBISHI MOTORS V'. ' IhIHEKL/VHF ilLaugavegi 170-174 Sími 695500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.