Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
Afmæliskveðja:
Magnea Þorkels-
dóttir biskupsfrú
Áttatíu ár er langur tími, sem
ævi manns, en skammt í sögu jarð-
ar. Öldin líður og allt verður gömul
saga. Nú eru ekki nema níu ár þar
til nýtt ártal fær nýstárlegan svip
og minnir á þau ártöl í mannkyns-
sögu, sem höfðu 2000 fyrir Krist.
í vorri æsku höfðu öll ártöl frá
1100 byijað á 11, 12, 13, 14, 15
og 1911 fæddist afmælisbarnið, 1.
mars.
Við vorum komin á 1920-30 e.Kr.
o.s.frv. Og nú er bráðum komið
ártalið 2000 eftir Krist. Og 2020
eftir Krist verða allir horfnir inn í
sögu eða gleymsku, sem ungir voru
á morgni 20. aldar, sem voru í lífi
og starfí aldarinnar. Þeir sem með
einhveijum atburðum hafa unnið
til þess að geymast í sögu og að
vísu nokkrir fleiri sem við ýmsa
atburði koma. Þeir geymast þar,
ef saga verður enn rituð á íslandi.
Séra Sigurbjörn var vígður prest-
ur að Breiðabólstað á Skógarströnd
árið 1937. Þangað fóru þau hjónin
með tvær ungar dætur og hófu þar
búskap.
Eg hygg að stundum líði fyrir
sjónir herra Sigurbjöms biskups,
ung og fríð og nettvaxin hárprúð
kona, með síðar glóbjartar fléttur,
þar sem hún bíður stundum með
tvær ungar dætur við hlið sér, úti
á hlaði, máske með ungan dreng á
armi, bíður þess úti að þeir vinirnir
komi heim, presturinn og brúni
gæðingurinn hans, eftir að sést
hefur til ferðar sem allt nágrennið
þekkir af geystum sprettinum.
Unga prestskonan úr Reykjavík var
þama í ólíku umhverfí æskuáranna.
Sagt hefur mér verið að frú
Magnea væri hæst út úr Kvenna-
skóla Reykjavíkur, eða svo minnir
mig. Og víst að hún fékk hæstu
verðlaun í handavinnu. En aldrei
hef ég heyrt hana minnast á það.
Kvennaskólinn var talinn strangur
og mjög góður, þar var mikið bók-
nám og handavinna.
Fyrst eftir að unga stúlkan
Magnea lauk námi í Kvennaskólan-
um saumaði hún skautbúningá og
bæði balderaði og skatteraði þá.
Vann síðar á skrifstofu. Talin úr-
vals skrifstofumaður.
Áður en prófessor Sigurbjörn
vígðist til biskups saumaði frú
Magnea sinn skautbúning sjálf.
Hún balderaði í treyjuna og skatter-
aði í pilsið. Frú Magnea gekk alltaf
í íslenskum búningi og gerði það
íslandi til sóma sem biskupsfrú
bæði utanlands og innan. Hún
klæddist honum sérlega vel. Frú
Magnea er líklegasta eina konan
sem hefur gengið um Öskju á upp-
hlut eða peysufötum. Það var á
sumardegi.
Árið 1813 fæddist í Danmörku
sá maður er Danir halda mikið upp
á sem heimspeking og hugsuð, en
var þar mjög umdeildur á sinni tíð,
Sören Kirkegaard. Hann skrifaði
meðal annars um konuna, hvemig
hin ágætasta kona ætti að vera,
og setti náttúrlega fram mynd hinn-
ar fullkomnustu konu, eftir sínu
áliti.
Ég leyfí mér að endursegja hér
lítinn kafla úr þeirri lýsingu og
nokkrar setningar á víð og dreif,
því að lýsingin er langt mál. Sören
kvartar yfir hávaða og hégóma
þess tíma, þar með fjölmiðlum
Kaupmannahafnar. Svo segir hann:
„Kona! Enn er hægt að trúa þér
til að vera dæmið upp á þann heyr-
anda, orðsins og lesara, sem ekki
gleymir. Þú hlýðir orði postulans:
Konan þegi í söfnuðinum, það er
siðsamlegt. Þögn hennar er vitnis-
burður'þess að hún geymi orðið
-------------------wk----|
djúpt inni fyrir. Trúir þú ekki á
þögnina? Það geri ég. Þögn, vald.
Ég skal lýsa slíkri konu fyrir þér.
Heyranda orðsins, sem ekki gleym-
ir því. En gleymdu þá ekki yfir
þeirri lýsingu að verða eins. Sem
sagt, hún talar ekki í söfnuðinum.
Hún predikar heldur ekki á heimili
sínu um trúna, það er ókvenlegt.
Hún er heidur ekki utanvið, langt
í burtu, eins og annars staðar.
Þú situr og talar við hana og þar
sem þú situr, segir þú við sjálfan
þig. Hún er þögul. Hvað þýðir þessi
þögn? Hún sér um sitt hús, er al-
staðar nálægt, eins og af allri sinni
sál, jafnvel við það smæsta, hún
er glöð, stundum spaugsöm, hún
er gleði hússins jafnvel framar en
börnin. Og þar sem þú situr og
horfír á hana, hugsar þú með sjálf-
um þér, hún er þögul: Hún er þög-
ul — hvað þýðir þessi þögn? Og ef
sá sem sjálfur stendur næst henni,
sá sem hún er bundin óleysanlegu
bandi, sá sem hún elskar af öllu
sínu hjarta og hefur kröfu til ein-
lægni hennar.
Ef það gæti hugsast að hann
segði blátt áfram við hana: Hvað
hugsar þú um? Hvað þýðir þögn
þín? Segðu mér það. Hún segir það
ekki beint. Víkjandi segir hún
máske, það mesta. Kemurðu með
til kirkju á sunnudaginn? Svo talar
hún um annað. (Prestskona spyrði
náttúrlega ekki þannig — athuga-
semd höfundar). Eða hún segir:
Viltu lesa eina predikun upphátt
fyrir mig á sunnudaginn? Svo talar
hún um aðra hluti. Hvað þýðir þögn-
in? Við skulum ekki leita framar
svars við því. Ef hún segir ekkert
beint út við sinn eiginmann, þá
geta aðrir ekki ætlast til þess að
þeir fái svar við því. Nei, fáumst
ekki meira um það. En athugum,
að þessi þögn er einmitt það sem
vér þurfum með, ef Guðsorð á að
fá ofurlítið vald yfir mönnunum.“
Á öðrum stað talar Kirkegaard
um móður og barn og kallar barnið
hina elskuðu byrði hennar. Þannig
lýsir hann ást móður sinnar.
Þegar ég les lýsingu spekingsins,
með þeim ótal tilbrigðum sem hann
setur fram í hugleiðingum sínum,
sem „ídealið", þá kemur mér í hug
biskupsfrúin sem nú er áttræð. Og
svo fer ég eftir þeirri ráðleggingu
hans, að grufla ekki nánar út í það
sem öðrum er hulið. Ég leyfi mér
aðeins að minna á lýsingu Sörens.
Sú lýsing er langt mál.
Börn þeirra biskupshjóna 8 að
tölu eru öll á lífi. Átta börn vissu
alltaf að móðir þeirra var heima.
Hún var aldrei leið á að sinna þeim.
Eitt barn í miðjum hópnum, átta
ára drengur, sagði við mig: „Hún
mamma er oft að bródera á kvöld-
in, þegar hún hefur ekkert að gera.“
Sören hefði verið hrifinn af þessum
orðum drengsins. Hann hefði túlkað
þau sem valdið, sem hann lýsti,
valdið í þögn og æðruleysi. Sören
talaði um ljúflega orðræðu hinnar
þöglu konu. Ég ætla að endursegja
hér smásögu sem frú Magnea sagði
mér einu sinni, á Mosfelli. Sagan
er um gamla konu og ungan pilt.
Gamla konan fór til kirkju á hveij-
um messudegi. Ungi maðurinn
spurði hana einhvern tíma, hvað
hún hefði upp úr þessum kirkju-
göngum, hveiju hún væri nær.
Gamla konan svaraði: „Þegar þvott-
urinn minn er orðinn óbragglegur,
eða ekki nógu hvítur, þá fer ég
með hann og legg hann út á dögg-
vott gras, síðan heldur döggin
áfram að falla á hann. Næsta morg-
ingasemi ráðamanna. Skólaganga
hluta þegnanna á æðri skólastigum
er hins vegar nauðsyn, einnig í veiði-
þjóðfélagi og tillit til þess verður að
taka.
Langflestir þeirra þegna sem
ganga menntaveginn gera það ekki
til þess að græða fé heldur til þess
að störf þeirra megi koma að auknu
gagni í þjóðfélaginu.
Langskólanám styttir hinsvegar
starfsævi þeirra, og því er jafnræði
fólgið í því að þeir geti á styttri starf-
sævi aflað sér sambærilegra ráðstöf-
unartekna. Læknir sem lýkur námi
hálf fertugur þarf á miklum vergum
tekjum að halda til að tapa ekki á
skólagöngu sinni. Að leggja sérskatt
á starfsréttindin er viðurstyggð, sem
ætti að fordæmast jafnt af háum
sem lágum í þjóðfélaginu.
Meðan unglæknadeilan stóð sem
hæst mátti lesa í blaðinu stórletraða
frétt: „Lækningaleyfið lækkað úr
50.000 kr. í 5.000 kr.“ Skýringin á
þessari stórfrétt var svona:
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hefur ákveðið að
lækka gjald fyrir almennt lækninga-
leyfi úr 50.000 í 5.000 krónur, en
það olli mikilli reiði meðal ungra
lækna þegar gjaldið var margfaldað
fyrirvaralaust í fyrra. Aðstoðarlækn-
ar á sjúkrahúsum höfðu gert það
að skilyrði fyrir samningum um kjör
sín að lækningaleyfið yrði lækkað,
og er því talið að þessi ráðstöfun
fjármálaráðherra geti greitt fyrir
samningum. Af hálfu ijármálaráðu-
neytisins er hins vegar lögð áhersla
á að þetta sé ekki samningsatriði,
heldur hluti af stærri breytingu á
reglugerð um aukatekjur ríkissjóðs.
Samkvæmt drögum að breytingum
á reglugerðinni er breytt ýmsum
gjöldum, samkvæmt tillögum fag-
ráðuneyta. Guðmundur Bjarn'ason
heilbrigðisráðherra leggur til lækk-
un lækningaleyfisins. Að sögn Marð-
ar Árnasonar, upplýsingafulltrúa
fjármálaráðuneytisins, verður þessi
breyting einmitt núna vegna þess
að tillögur frá sjávarútvegsráðu-
neytinu bárust ekki fyrr.
Þótt þessi greinargerð sé næsta
un þurrkar sólin döggina og ég tek
þvottinn minn inn seinna um dag-
inn. Þá er hann orðinn mjallahvít-
ur. Ég veit ekki hvernig það gerist.
Það er eitthvað líkt að fara til kirkju
og heyra Guðs orð. Minnir þessi
frásögn ekki á það sem Sören seg-
ir um orðræðu hinnar þöglu konu?
Eftir þijú ár á Breiðabólstað varð
séra Sigurbjörn Hallgrímskirkju-
prestur í Reykjavík, fyrir jólin 1940.
Prestshjónin fluttu vorið 1941 til
höfuðstaðarins frá Breiðabólstað.
Þá var Hallgrímskirkja ekki til
nema sem hugmynd. En vakninga-
predikarinn ungi fékk svo að segja
allt ísland til þess að unna því
málefni. Nú stendur sú fagra kirkja
á Skólavörðuhæð.,
Skálholt tengir saman í sögu tvö
stórmenni andans, sem sátu mesta
gæðing allra tíma, fák orðsins, af
óviðjafnanlegri snilld. Herra Jón
Þorkelsson Vídalín og herra Sigur-
björn Einarsson. Vídalín var biskup
í Skálholti, en herra Sigurbjörn sat
þar ekki sem biskup. Hann tengist
Skálholti fyrst og fremst sem sá
er með mætti orðsins endurreisti
Skálholt úr hálfrar annarrar aldar
niðurníðslu.
Þegar séra Sigurbjörn var orðinn
prófessor við Háskóla íslands, hóf
hann að koma á Skálholtshátíðum.
Hann safnaði saman áhugamönn-
um þess málefnis og vakti Suður-
land af svefni. Áður en hann var
orðinn biskup reis hin fagra Skál-
holtskirkja í miklu grænu túni, sem
betur fór, á gömlum kirkjugrunni
aldanna. Annað hefði verið hörmu-
leg mistök. Og þegar Sigurbjörn
prófessor var orðinn biskup, gerði
hann Skálholt að prestssetri. Hóf
það úr þeirri niðurlægingu að vera
um áratugi annexía frá Torfastöð-
um. Skálholtshátíðir voru haidnar
á Þorláksmessu á sumri. Yfir þeim
hefur hvílt blessun hins sæla Þor-
láks. Biskupshús reis þar einnig,
skóli og sumarhús fyrir barnastarf,
í biskupstíð þeirra hjóna.
Um öll hans miklu ritstörf og
bækur samdar þýddar og útgefnar
má sjá í bókinni „Sigurbjörn bisk-
up. Ævi og starf" sém Sigurður
A. Magnússon tók sama og skrifaði
um. Biskupshjónin hafa séð miklar
Haraldur Ásgeirsson
„Langflestir þeirra
þegna sera ganga
menntaveginn gera það
ekki til þess að græða
fé heldur til þess að
störf þeirra megi koma
að auknu gagni í þjóð-
félaginu.“
óskiljanlegt er ljóst af henni að rík-
inu hefír tekist að egna unglækna
gegn sér. Ávinningur af því varð
víst ekki stór.
Unglæknar eru nokkuð margir,
og þeir reyndust harðir í viðræðufor-
sendum sínum. Því var rétt að fella
niður 5Q-00 kr. skattinn. Hinsvegar
kom engin krafa fram um að fella
niður 75.000 kr. skattinn, sem settur
var á sérfræðinga með sömu reglu-
gerð. Ætli það þurfi að kosta aðra
læknadeilu?
Höfundur er verkfræðingur og
fyrrvernndi forstjóri
Rnnnsóknnstofnunar
byggingariðnnðarins.
Læknaskattar og
laumugreiðslur
eftir Harald
Asgeirsson
lækkað
Lækningaleyfið
iúr 50.000 kr. í 5.000 kr.
Sérsköttun á starfsréttindi lækna
hefír komið nokkru róti á hugi
margra, þótt læknastétt hafí sýnt
málinu mikið umburðarlyndi. Reglur
um þessi mál eru settar af stjóm-
völdum, án samráðs. í því felst að
þær eru á ábyrgð stjórnmálamanna,
en jafnframt samþykktar af fagráð-
unautum, hinum lögfróðu embættis-
mönnum.
Grundvöllur skattlagningarinnar
var sagður vera að með réttindum
sínum fengju læknar aðgang að al-
veg sérstæðri auðlind.
Áður var lært að lækna til að
líkna, ekki til að auðgast
Skatturinn var ákveðinn 50.000
kr. á veitt læknisréttindi og 75.000
kr. á öll aukin sérfræðiréttindi. Mat
á upphæð aðgangseyrisins getur
vart byggst á öðru en geðþótta, og
spurningin um réttmæti eða tilgang
skattsins er 'afar áleitin.
Dregið er í efa að læknar hafi
almennt svo miklar tekjur að það
réttlæti sérskatt á embættispróf
þeirra. Matsreglurnar verða að þola
dagsljós. Auðlindin er ekki áberandi
í viðskiptalífínu eða hinu byggða
umhverfi. Víst eru til eignamenn í
læknastétt, en sem betur fer spretta
slíkir menn upp úr öllum stéttum
þjóðfélagsins. Þess vegna má benda
á að ef skatturinn er réttlætanlegur
kemur fram fjöldi ónýttra skatt-
stofna. Nefna má fískimannapróf,
f Taliö geta greitt. fyrii' samningum lækna
l SAMNINGAFL'NDL'R f deilu HjúkrahÚNKlu-krin o«; hinn opinbera ntúú
lanirt fritnl A jr»nrkvölcliú. Miamunandi bjartaýni v»r rfKjandi nu-ilal
MimuinK«nianna. samkvæml hrimildum Mor^unbladHÍnr, I'íí voru
lu-knnr «llu bjartHýnni á HumninKn <-n fulltrúar rfkininn <»KT IU-ykjavík-
urlmrirar, Skridur lii'fur v«*riú á Hamningnvidrirðum nlúustu da«a
«*ftir maritra vikna lijakk I aania fari.
tillÖR
Hjávarútv<;(fHr<
neytinu bárusl «ikki fyrr
I fréttatilkynninKU frú Burnaspit-
nlu Hrlntpiins nojfir aú aðgerðir að-
Htoúnrlwknn hafi komiú nér mjöKjllu 1
fyrir harnadcild l^nndnpitalanH vn({naj
iiljöK umfanKHtnikillur , br&ðaþjðn
UHtu deildai
meistarapróf, verslunarréttindi, og
svo öll þessi réttindi, sem þegnamir
afla sér í framhaldsskólum hér eða
erlendis. Þessari skattlagningu fylg-
ir líka sá stóri kostur að skatturinn
er innheimtur áður en þegnarnir
fara að afla framfærslutekna.
Skatturinn er menntunarskattur
sem fram kemur í veiðiþjóðfélagi,
þar sem háskólamenntun er ekki í
hávegum höfð. Það er af hinu illa
að etja stétt gegn stétt svo sem
gert hefir verið með sérákvæðum
stjórnvalda nú og skapar það mikinn
óróa, sbr. deilur við BHMR að und-
anfömu.
í þessu litla þjóðfélagi er mikill
kjarasamanburður óhjákvæmilegur,
en því miður er hann oft byggður á
röngum forsendum. Launasaman-
burð á ekki að gera á vergum laun-
um, eins og svo oft ber við, heldur
á æviráðstöfunartekjum.
Stéttarfélag verkfræðinga var
stofnað á grundvelli slíkra ævitekju-
útreikninga. Með tölvísi var leitt í
Ijós að sérfræðingar voru vanlaun-
aðir í opinberum störfum. Stjómvöld
afþökkuðu strax tilboð SV um samn-
inga um jafnræði við aðrar atvinnu-
stéttir á þeim gmndvelli.
Ekki skal því haldið fram að þetta
sé sú eina rétta leið til þess að koma
á ævitekjujöfnuði í landinu. Engra
slíkra leiða hefir hinsvegar verið leit-
að, og hefur það váldið því stórslysi
að launakerfí ríkisins hefur verið
eyðilagt. í stað þess að binda rök-
ræður um kjaramál við skilgreindar
forsendur, er nú þrasað um óraun-
hæfar launaflokkahækkanir og met-
ist á grundvelli vergra launa. Afleið-
ing af þessu er svo að launaupphæð-
ir mega helst ekki koma fram í dags-
ljósið, og því eru teknar upp allskon-
ar laumugreiðslur í ólíkustu myndum
í öllum stéttum, en upplýsingar um
þær liggja ekki á lausu, þótt margt
sé nú hægt að birta. Verst er þó að
úthlutunarreglumar eru líka á
huldu, og því er stöðugt uppi ávæn-
ingur um að slíkum hlunnindum sé
úthlutað eftir geðþótta ráðamanna.
í launadeilum á „vinnumarkaðn-
um“ eru kröfumar jafnan harðastar
um lægstu launin. Náist hinsvegar
einhveijar „kjarabætur" ganga þær
yfir allan markaðinn, og þegar að
er gáð sést að meðaltekjur á „mark-
aðnum“ eru oft tvisvar til þrisvar
sinnum hærri en það sem karpað
var um.
Launamunur milli atvinnustétta í
þjóðfélaginu er ofur eðlilegur og víst
er launamunur innan allra stétta,
og fer þá eftir ýmsu öðru en tilfinn-