Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 19
hugsjónir rætast. Má segja að verið
hafi frá sigri til sigurs. Það er því
óhætt að óska frú Magneu til ham-
ingju með 1. mars 1991. Nú hlýtur
að vera gleðilegt fyrir hana að horfa
yfir þann mikla árangur í hljóðlátu
ævistarfi, sem var þó umfangsmik-
ið. Sigrarnir ekki minni inn á við.
Gæfuríkt starf. Ég minnist biskups-
dætra, tveggja elskulegra ungra
stúlkna. Frú Gíslrún er handavinnu-
kennari, maður hennar Kjartan
Ólafsson. Frú Rannveig er hjúkr-
unarfræðingur, gift séra Bernharði
Guðmundssyni. Þorkell, tónskáld,
lærði fyrst að leika á píanó hjá
móður sinni. Kona hans, Barbara,
amerísk. Allra prestanna minnist
ég sem ungra drengja sem voru
sérlega hugkvæmir og skemmtileg-
ir viðtals. Séra Árni Bergur er sókn-
arprestur, Áskirkju í Reykjavík,
kona hans er Lilja Garðarsdóttir.
Dr. Einar guðfræðiprófessor við
Háskóla íslands, kona hans Guðrún
Edda Guðmundsdóttir. Séra Karl,
prestur í Hallgrímskirkju, kona
hans Kristín Guðjónsdóttir. Ungt
fólk hefur talað við mig um þá tvo
þjónandi presta í Reykjavík, sem
mikla predikara. Og er ég því sam-
mála. Séra Björn, prestur í Svíþjóð,
kona hans Ingda, sænsk. Gunnar,
yngsti sonurinn, hagfræðingur,
kona hans Lillian, dönsk.
Hér sést að miklir hafa sigrar
þeirra hjóna verið bæði inn á við
og út á við. Best verður heimilislíf-
inu kynnst í frásögn Rannveigar
Sigurbjörnsdóttur í bók biskupsins.
Öll kynni af þessari stóru fjölskyldu
voru og eru sérlega góð og upp-
byggileg. Þótt eigi stæði auður bak
við prests- og biskupshjónin, höfðu
þau bæði gjöfula hönd. Heimilis-
risna var stöðug og höfðingsskapur
að öllu.
Þessar línur eru ritaðar til þess
að óska afmælisbarninu til ham-
ingju með blessunarríkt starf og
þeim biskupshjónum báðum. Svo
og öllum börnum þeirra og næstu
venslamönnum. í bók biskups er
hægt að lesa um börn, tengdabörn
og barnabörn þeirra hjóna.
Þakkir og kveðjur frá húsi mínu.
Rósa B. Blöndals
Afmælisbarnið er að heiman í dag.
Gallerí
Samskipti
opnað
NÝTT arkitektúrgallerí verður
opnað kl. 18.00 í dag, föstudag-
inn 1. mars, í húsnæði Sam-
skipta í Síðumúla 4, Reykjavík.
Ber sýningarsalurinn nafnið
„Gallerí Samskipti“ og er ætlað-
ur tii kynningar á íslenskum
arkitektúr, arkitektum og hug-
smíðum þeirra.
. Valinn verður arkitekt hvers
mánaðar og honum boðið að sýna
verk sín og hefur það fallið í hlut
Guðjóns Bjarnasonar arkitekts og
myndlistarmanns að opna hið nýja
gallerí.
Guðjón Bjarnason lauk meist-
araprófi í byggingarlist frá Col-
umbía-háskóla í New York árið
1989 og hefur starfað sem aðstoð-
arkennari við Rhode Isl. School
of Design og gestakennari við
Pratt-háskólann í Brooklyn.
Á sýningunni eru fjöldamörg
verk, teikningar, líkön og sam-
starfsverkefni í íslensku og er-
lendu umhverfi er mörg hver hafa
hlotið viðurkenningar á undanf-
örnum árum.
Sýningin er opin á virkum dög-
um frá kl. 8.00-18.00 og 10.00-
14.00 á laugardögum og lýkur 1.
apríl nk.
Þú svaJar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. MARZ 1991
19
Kóramót í Víðistaðakirkju
KIRKJUKÓRAR Kjalarnespró-
fastsdæmis munu halda, laugar-
daginn 2. mars, kóramót í Víði-
staðakirkju. 16 kórar eru í pró-
fastdæminu sem nær frá Suður-
nesjuin fram hjá Kópavogi og
Reykjavík allt upp á Kjalarnes.
Einnig tilheyra Vestmannaeyjar
Kjalarnesprófastsdæmi.
Kórarnir hittast að morgni og æfa
sameiginlega nokkur lög, sem hafa
verið undirbúin á heimaslóðum. Kl.
17.00 verða svo tónleikar í Víðistaða-
kirkju þar sem hinir ýmsu kórar
syngja hver fyrir sig og svo munu
allir syngja saman og mynda þar
með um tvö hundruð manna kór.
Áheyrendur eru hjartanlega vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
I2utcuzcv
Heílsuvötur
nútímafólks
SOEVARAKEPPNDi
... og það verður spennandi keppni.
í kvöld ráðast úrslitin í KARAOKE SÖNGVARAKEPPNI FM 957 OG ÖLVERS.
Að lokinn spennandi undankeppni þar sem 24 söngvarar reyndu með sér eru nú
aðeinslO eftir sem keppa um titilinn: KARAOKE SÖNGVARINN 1991.
• •••••••••••••••••
Urslitakeppnin fer fram í Danshúsinu Glæsibæ í kvöld og í beinni útsendingu
á útvarpsstöbinni FM 957 (í stereo). Urslitakeppnin og útsendingin hefjast
kl. 22.00 stundvíslega en húsið opnar kl. 21.00. Tekið verður á móti
gestum með Gula Páfagauknum, hátíðarfordrykk í anda keppninnar.
Mið averð er kr. l.OOO, ath. takmarkað upplag.
Laddi og félagar verða með puttana í skipulagningu kvöldsins og því er
aldrei að vita hvað ge+ist.
Keppt verður um glæsileg verðlaun og um þátttöku í
KARAOKE SÖNGVARAKEPPNI í GLASGOW.
l.sæti Ferb fyrir 2 til Glasgow á Karaoke söngvarakeppni og PIONEER samstæða.
2.sæti 21" Elektratec sjónvarpstæki.
3.sæti Elektratec videótæki.
Einnig verba sérstök verblaun veitt fyrir svibsframkomu á úrslitakvöldinu.
KEPPENDUR DOMNEFND
1. Björn Þórisson 2. Heibrún Anna Björnsdóttir 3. Ásgeir Már Helgason 4. Ingibjörg Jónsdóttir 5. Gubrún Oddsdóttir 6. Jóhanna Harbardóttir 7. Kristin Leifsdóttir 8. Inga Sæland 9. Sólborg Baldursdóttir JO.Árni Jón Bggertsson 1. Sverrir Hreibarsson / FM 9S7 2. Anna Björk Birgisdóttir / FM 957 3. Magnús Páll Halldórsson / Ölver 4. Mark Brink / Ölver 5. Jónatan Garbarsson /\Steinar hf. 6. Ragnar Bjarnason / söngvari 7. Bllen Krístjánsdóttir / söngkona 8. Gestir kvöldsins
Komdu á spennandi úrslitakeppni í Danshúsinu Glæsibæ í kvöld OG MÆTTU TÍMANLEGA,
því vegna útsendingar á FM 957 hefst dagskráin kl. 22.00 stundvíslega. Þetta verður
hörð og spennandi keppni milli 10 frábærra söngvara.
<y> PIONEER
OLVER
GLÆSIBÆ
FM#957
.. .alltaf einu skrefi framar
CD PIONCeR