Morgunblaðið - 01.03.1991, Side 20
IL' iííoi X'Akit i n’joAd'JT&OT aiaAjamjöflOM
20 :---------‘----------- MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR J. MARZ T'991
Sameining útgerðarfyrirtækja á Akranesi
Sameiningin
er heillaspor
- segir bæjarstjóri
SAMEINING fyrirtækjanna er
heillaspor fyrir Akranesbæ og
bæjarstjórinn telur að það marki
tímamót í sögu bæjarins þcgar
Haraldur Böðvarsson og co. verð-
ur gert að almenningshlutafélagi.
Hann telur að hagsmunum fólks
verði vel borgið.
„Það vita allir sem þekkja til Har-
aldar Böðvarssonar og co. og sögu
fyrirtækisins að ekki verður gengið
fram með offorsi í endurskipulagn-
ingu og þaðan af
síður uppsögn-
um. Ég held
þetta sé heilla-
spor. i
Menn verða að
hafa i huga að
ef það þarf að
hagræða þá er
betra að gera það
í tíma frekar en
að lenda með allt
á hælunum þegar fyrirtækið er að
verða stopp. Forráðmenn fyrirtækj-
anna eru að taka þetta skref til þess
að verða á undan. Það verður bænum
sérstaklega til framdráttar þegar
Haraldur Böðvarsson verður gert að
almenningshlutafélagi, það markar
tímamót í sögú Akraness.“
Gísli sagði að búið væri að ijalla
um skipulagsmál fyrirtækjanna mjög
lengi. Leitað hafí verið að leiðum til
að koma við hagræðingu og eftir að
Akranesbær seldi hlut sinn í Síldar-
og fískimjölsverksmiðjunni hefði ver-
ið ákveðið að sameina fyrirtækin.
Gísli sagði nokkuð ljóst, að miðað
við þann hlut sem Haraldur Böðvars-
son og co. ætti í Síldar- og fískimjöls-
verksmiðjunni og um leið Heima-
skaga, verði Haraldur Böðvarsson
og co. með meirihluta.
Gísli var spurður hvort eitthvert
samhengi væri á milli sameiningar-
innar nú og þess að Akranesbær
seldi sinn hlut í Síldar- og fískimjöls-
verksmiðjunni.
„Það er ekki samhengi þar á milli
að því leyti að við höfum haft þetta
á bak við eyrað þegar bærinn seldi.
Það mátti hins vegar búast við því
að haldið yrði áfram þeirri vinnu sem
unnin hafði verið við endurskipulagn-
ingu fyrirtækjanna. Það má vel vera
að það hafí auðveldað mönnum að
ganga til verks eftir að Skeljungur
kom inn í fyrirtækið," svaraði Gísli.
Varðandi efasemdaraddir um að
sala bæjarsjóðs á hluta sínum í Síld-
ar- og fískimjölsverksmiðjunni og
kaup á hluta í Hafeminum stuðlaði
að uppbyggingu atvinnulífsins á
Akranesi sagðist Gísli sannfærður
um að þeim peningum væri vel varið.
„Það lá alveg ljóst fyrir að ef ekk-
ert hefði verið gert í sambandi við
Haföminn hefðum við tapað 40-60
atvinnutækifærum. Miðað við það
verð sem er á skipum og á kvóta,
sem reyndar er alveg út úr kortinu,
þá er ég sannfærður um að þessum
peningum var vel varið.“
Gísli
Morgunblaðið/Þorkell
Athafnasvæði hins nýja fyrirtækis á Akranesi. Niður við höfnina sést Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan.
Stóra rauða húsið er Haraldur Böðvarsson og co. og Heimaskagi er húsið á milli sem er með bláu þaki.
Meirihlutafulltrúar:
Sameiningin
af hinu góða
MENN í meirihluta bæjarstjórnar
telja sameininguna af hinu góða
og segja enga ástæðu til að ætla
að störfum hjá fyrirtækinu fækki
verulega. _
Hervarð Gunnarsson, þæjarfull-
trúi, formaður verkalýðsfélagsins og
formaður atvinnumálanefndar, segist
ekki hafa trú á að störfum fækki
mikið við sameininguna. Frystihúsin
séu með tvær vinnslulínur sem báðar
verði að manna.
„Auðvitað hefur sameiningin ein-
hver áhrif, en ég hef enga ástæðu
til að ætla að verið sé að sameina
fyrirtækin til að fækka störfum. Svo
fremi sem atvinnutækifærum fækkar
ekki þá er hagræðing af hinu góða.
Tíminn mun leiða í ljós hvernig til
tekst,“ sagði Hervarð.
Jón Hálfdánarson, sem á sæti í
bæjarstjóm og atvinnumálanefnd,
segist telja eitt stórt fyrirtæki hafa
betri samkeppnisstöðu en tvö lftil sem
berðust í bökkum.
„Eflaust hafa einhverjir áhyggjur
af því að störfum fækki, en ekki ég.
Menn mega ekki horfa til of skamms
tíma. Sameiningin er af hinu góða,“
sagði Jón.
Skynsamlegt en tregablandið skref
til styrktar atvinnuiífi á Akranesi
- segja framkvæmdastjórar hins nýja fyrirtækis
SAMEINING sjávarútvegsfyrirtækjanna, Haraldar Böðvarssonr og co.,
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf., Heimaskaga og Sigurðar hf.,
á Akranesi er merkileg fyrir margra hluta sakir. Elsta starfandi útgerð-
arfyrirtæki landsins, fjölskyldufyrirtækið Haraldur Böðvarsson og co.,
verður gert að almenningshlutafélagi og hið nýja fyrirtæki verður
eítt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Forráðamenn fyrirtækjanna
sem sameinast ségja að stigið hafi verið skref inn í framtíðina. Skynsam-
legt skref, sem ef til vill er stigið með nokkrum trega, en sé stigið til
að renna styrkari stoðum undir atvinnulíf á Akranesi.
Haraldur Sturlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Haraldar Böðvarsson-
ar og co., og Valdimar Indriðason,
framkvæmdastjóri Sfidar- og físki-
mjölsverskmiðjunnar hf., voru sam-
mála um að tilfinningar fólks væru
blendnar. „Það eru margir sem hafa
unnið hjá fyrirtækjunum í áratugi
og auðvitað eru tilfínningar fólks
blendnar við svona átak, en þó fyrstu
skrefin séu þung þá er betra að stíga
þau frekar en að gera ekkert. Þetta
eru fyrstu skrefin í langri ferð og
ég vona að þeir sem stjóma hinu
nýja fyrirtæki beri gæfa til að gera
það vel,“ sagði Valdimar.
Mikilvægt að sameining
fyrirtækjanna takist vel
Haraldur tók í sama streng og
bætti því við að sameiningin væri
gerð til að styrkja stoðir fyrirtækj-
anna. „Fyrirtækin eiga sér langa
sögu í atvinnulífínu hér og það er
eðlilegt að nokkurs trega gæti, en
við teljum að til lengri tíma litið sé
þetta mikilvægt skref. Það er mikil-
vægt að sameiningin takist og fyrir-
tækið gangi vel. Við stefnum að því
að bjóða út ný hlutabréf á almennum
markaði í haust. Þá geta Skagamenn
og aðrir landsmenn keypt hlut i þessu
sameinaða fyrirtæki og þannig fetum
við í fótspor annarra sjávarútvegs-
fyrirtækja sem eru á almennum
hlutabréfamarkaði. Nokkrar umræð-
ur hafa verið í gegnum árin um sam-
einingu, en viðræður um sameiningu
nú tóku um tíu daga. Það er rétt að
taka fram að það er ekki búið að
sameina fyrirtækin. Það liggur fyrir
samkomulag frá 85% hluthafa fyrir-
tækjanna um að leggja til við hlut-
hafafundi að ganga til sameiningar
og því á enn eftir að ganga formlega
frá sameiningunni," sagði Haraldur.
„Þetta er skref fram í tímann og
við töldum rétt að stíga það nú þeg-
Haraldur "Valdimar
ar allt er í góðu lagi hjá fyrirtækjun-
um. Við förum ekki út í sameining-
una þvingaðir af einu né neinu,“
sagði Haraldur. Valdimar var sam-
mála þessu og bætti því við að það
hafi verið mjög ánægjulegt. að geta
tilkynnt bönkum og öðrum peninga-
stofnunum um sameininguna meðan
hlutirnir værú í góðu lagi.
Svipaður fjöldi starfsmanna
Haraldur og Valdimar héldu fundi
með starfsmönnum á miðvikudags-
morgun og sögðu þeim tíðindin. Þeir
voru sammála um að fyrirtækin
hefðu verið mjög heppin með vinnu-
afl á Akranesi. Haraldur sagði að
hljóðið í starfsfólkinu hefði verið
gott en auðvitað hefði fólk velt því
fyrir sér hvort það héldi vinnunni.
„Það starfa rúmlega 300 manns hjá
fyrirtækjunum og starfsmannafjöld-
inn verður svipaður eftir sameining-
una. Fyrst um sinn verður ekki ráðið
í ný störf. Við munum væntanlega
selja eitt loðnuskip án kvóta, Rauðs-
eyna, en áhöfnin fer á nýjan togara
sem fyrirtækið Haförninn er að fá,
þannig að enginn missir vinnu vegna
þess,“ sagði Haraldur.
'Ákveðið hefur verið að hið nýja
fyrirtæki heiti Haraldur Böðvarsson
og eo., enda er það elsta starfandi
útgerðarfyriræki landsins og báðir
aðilar væru sammála um að halda
langa sögu fyrirtækjanna í heiðri.
Hið nýja fyriræki kemur til með
að eiga og reka fjóra togara með
um 10 þúsund tonna kvóta í þorsk-
ígildum. Þijú loðnuskip, með tfjóra
kvóta, eru í eigu fyrirtækisins en
áætlað er að selja eitt þannig að loðn-
uskipin verða tvö með fjóra kvóta.
Heildarvelta fyrirtækjanna í fyrra
var tæplega tveir milljarðar.
„Það á eftir að fara nákvæmlega
ofan í hvernig rekstur frystihúsanna
verður. Þau eru hlið við hlið, sem
er hagkvæmt, og það býður upp á
mikla möguleika varðandi sérhæfða
vinnslu. Varðandi síldar- og físki-
mjölsverskmiðjuna þá verður hún
rekin áfram enda eru síldar- og físki-
mjölsverksmiðjur orðnar tiltölulega
fáar hér við Faxaflóann," sagði
Valdimar.
Starfsfólk treystir
stjómendum fyllilega
STARFSFÓLK fyrirtækjanna, sem rætt var við, er bjartsýnt á framt-
íðina og segist treysta stjórnendum hins nýja fyrirtækis fyllilega til
að sjá til þess að starfsmönnum fækki ekki.
Morgunblaðið/Þorkell
Björn Jónsson verksmiðjustjóri við skilvindurnar
„Ég held að sameining sé af hinu
góða. Það er orðin það mikil sam-
keppni um allan afla og í þeirri bar-
áttu hlýtur að vera hagkvæmara og
betra að vera með eitt stórt fyrir-
tæki en tvö lítil," sagði Björn Jóns-
son verksmiðjustóri hjá Sfidar- og
fiskimjölsverksmiðjunni.
Björn sagðist ekki hræddur við
að starfsfólki fækkaði mikið. „Það
er sjálfsagt óhjákvæmilegt að starfs-
fólki fækki eitthvað en ég held það
verði ekki mikið. Svo gæti það auð-
vitað gerst að fyrirtækið stækkaði
og blómstraði þannig að starfsfólki
fjölgaði," sagði hann.
Starfsmenn á vélaverkstæði sfid-
arverksmiðjunnar sögðust ekki
hræddir um að fækkað yrði hjá þeim,
nóg væri að gera og viðgerðir gætu
ekki beðið enda væri lögð áhersla á
að halda fyrirtækinu í fullum rekstri.
Allir starfsmenn sem rætt var við
töldu að stórt og vel stætt fyrirtæki
væri samkeppnishæfara en tvö minni
og því væri sameiningin af hinu góða.
Menn bentu einnig á að fréttir af
sameiningunni væru svo nýtilkomnar
að varla væri hægt að segja mikið
um málið að svo stöddu. Tíminn einn
gæti leitt í ljós hvaða áhrif samein-
ingin hefði.
Nokkrir aðilar, sem ekki starfa
hjá fyrirtækjunum, virtust ekki eins
sannfærðir um ágæti sameiningar-
innar, eða yfírtökunnar eins og sum-
ir orðuðu það. Bentu þeir á að óhjá-
kvæmilegt væri að hagræðingu
fylgdu uppsagnir starfsfólks. Fyrir-
tækið gæti til dæmis varla verið með
tvær skrifstofur, tvö vélaverkstæði
og það væri alveg ljóst að í það
minnsta eitt skip yrði selt, ef ekki tvö.
Einnig voru nokkrir á því að sam-
einingin væri áfall fyrir meirihluta
bæjarstjómarinnar. Fyrir síðustu
kosningar hefði verið rætt um að
efla atvinnulífið á staðnum. Bærinn
seldi sinn hlut í Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjunni, til þess að færa til fé
og efla þannig atvinnulífið. Bærinn
keypti nýverið hlut í Hafeminum og
fyrirtækið keypti togara sem kemur
til Akraness um helgina. Þar áttu
að skapast ný atvinnutækifæri en
nú mun áhöfnin af Rauðsey, sem
Haraldur Böðvarsson og co. ætlar
að selja, fara á nýja togarann.
HB og co. á
40% í SFA
HARALDUR Böðvarsson og co.
(HB) á Akranesi er elsta starf-
andi útgerðarfyrirtæki á ís-
landi, stofnað 1906. Síldar- og
fiskimjölsverskmiðja Akraness
hf. (SFA) var stofnuð árið 1937
þannig að saga fyrirtælyanna
er löng.
Haraldur Böðvarsson og co. er
hlutafélag í eigu afkomenda
stofnandans og eru hluthafar níu
talsins. SFA er almenningshluta-
félag, eitt hið elsta á landinu,
með á annað hundrað hluthafa
og á HB 40% í fyrirtækinu. Skelj-
unugur á 24% og Olís 16%.
Akranessbær átti hlut í SFA
en seldi Skeljungi hlut sinn í fyrra
fyrir rúmar 50 milljónir.
Fyrirtækin sem nú verða sam-
einuð era HB, SFA, Heimaskagi
og Sigurður hf. Heimaskagi, sem
rekur frystihús, erdótturfyrirtæki
SFA. Sigurður er dótturfyrirtæki
HB og rekur eitt loðnuskip.