Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 22
æ.
M()KpUNJ31 .AI),!!) FÖSTUDAGUR j..#AK% ,iai)l
"t
Flokkur þjóðernissinna
vann sigur í Bangladesh
Pólland og Tékkóslóvakía:
með kosningunum en ekki var vit-
að um álit þeirra á fullyrðingu
Khaledu.
Forystumenn beggja stóru
flokkanna eru konur; fyrir Þjóðem-
issinnum fer áðurnefnd Khaleda
en formaður Awami-bandalagsins
er Sheikh Hasina, dóttir Mujiburs
Rahmans, fyrsta forseta ríkisins.
Khaleda er ekkja Ziaurs Rahmans
herhöfðingja sem tók við völdum
eftir að Mujibur var myrtur 1975
en Ziaur var sjálfur myrtur 1981.
Mohammad Ershad hershöfð-
ingja, sem stjórnað hafði með ein-
ræðisaðferðum í níu ár, var velt
af stóli í desember eftir fjölmennar
mótmælaaðgerðir. Þótt hann sitji
í varðhaldi, sakaður um spillingu
og valdníðslu, fékk hann að bjóða
sig fram og sigraði í fimm kjör-
dæmum en alls fékk flokkur hans
35 þingsæti. Algengt er að fram-
bjóðendur fari fram í fleiri en einu
kjördæmi.
íbúar Bangladesh, sem var hluti
Pakistans fram til 1970, eru 110
milljónir og flestir múslimar. Um
62 milljónir voru á kjörskrá. Þjóð-
artekjur eru með þeim lægstu í
heimi og misskipting auðs mikil.
Reuter
Begum Zia Khaleda, leiðtogi flokks þjóðernissinna í Bangladesh,
lyftir höndum í bæn við legstað eiginmanns sins í gær.
Dhaka. Reuter.
Þjóðernissinnaflokkurinn í Bangladesh hlaut flest þingsæti í
fyrstu lýðræðislegu kosningunum sem haldnar hafa verið í tvo
áratugi í landinu. Er síðast fréttist var flokkurinn búinn að tryggja
sér 137 af alls 287 þingsætum þar sem úrslit voru ráðin en alls
eru þingsætin 300. Awami-bandalagið kom næst, hafði fengið 85
þingsæti.
Ólíklegt er talið að þjóðemis-
sinnar geti myndað stjórn án
stuðnings smáflokka. Begum Zia
Khaleda, leiðtogi þjóðemissinna,
óskaði þjóðinni til hamingju með
sigur í langri baráttu fyrir lýðræði
en sagði að'sigur flokksins hefði
orðið enn stærri ef ekki hefðu kom-
ið til umtalsverð kosningasvik.
Erlendir eftirlitsmenn fylgdust
Herforingjastjórnin í Tælandi:
Stjórnarskrá sett
til bráðabirgða
Bíintrkok. Reuter.
Bangkok. Reuter.
TÆLENSKA herforingjastjórn-
in tilkynnti í gær að hún myndi
setja Iandinu nýja stjórnarskrá í
Linares:
Karpov segir
brögð í tafli
dag, föstudag. Yrði hún í gildi
til bráðabirgða og til þess ætluð
að auðvelda að færa völdin í
hendur stjórn óbreyttra borgara.
Leiðtogar herforingjastjórnar-
innar sem rændi völdum í Tælandi
í síðustu viku vísuðu í gær á bug
fréttum þess efnis að Bhumibol
konungur hefði neitað að sam-
þykkja uppkast þeirra að stjómar-
skrá.
Linares. Reuter.
GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í
skák, Iagði Míkhaíl Gúrevitsj í
fjórðu umferð stórmótsins í Linar-
es á Spáni sem tefld var á miðviku-
dag. Anatóiíj Karpov, fyrrum
heimsmeistari, var ekki sáttur við
gang þeirrar skákar og sakar
Gúrevitsj um að hafa leyft Kasp-
arov að vinna.
Helstu úrslit í fjórðu umferð urðu
annars þau að Karpov og Júsúpov
gerðu jafntefli, Ljubojevic vann
Beljavskíj, ívantsjúk lagði Kamskíj,
Gelfand vann Salov og jafntefli varð
í skákum Speelmans og Timmans
og Ehlvests og Anands.
Staða efstu manna að loknum fjór-
um umferðum er þessi: 1. Júsúpov
3 'h vinningur 2.-3. Beljavskíj og
ívantsjúk 3 v. 4.-7. Ljubojevic,
Timman, Anand og Kasparov 2 'h v.
Áður höfðu heimildarmenn innan
hersins sagt að konungur hefði
hafnað uppkastinu þar sem í því
hefði verið gert ráð fyrir að bráða-
birgðastjórn, sem herforingjaráðið
hefur heitið að skipa, fengi dóms-
vald. Hafa herforingjamir jafn-
framt lofað að efna til lýðræðis-
legra kosninga innan hálfs árs, en
stjórnmála- og menntamenn drógu
í gær í efa að þeir gætu staðið við
þau loforð og sögðu að seinagangur
við að semja og birta nýja bráða-
birgða stjórnarskrá lofaði ekki
góðu. Gert var ráð fyrir því í gær
að Sunthom Kongsmompong, leið-
togi b'yltingarinnar, færi til kon-
ungshallarinnar í borginni Chiang
Mai og kynnti Bhumibol nýja stjóm-
arskrá sem gerð yrði opinber síðar
um daginn.
Risastór stytta af Enver Hoxha felld af stalli í miðborg Tirana, höfuð-
borg Albaníu.
Albönum leyft að eignast bíla
Vínarborg. Reuter.
ALBANSKA ríkisstjórnin hefur gefið út tilskipun þar sem óbreyttum
borgurum er í fyrsta sinn í 40 ár leyft að eignast einkabíla, að sögn
albönsku fréttastofunnar ATA.
Albanía var eina kommúnistaríki
Evrópu sem bannaði alla umferð
einkabifreiða. Enver Hoxha, leiðtogi
albanska kommúnistaflokksins, tók
þá ákvörðun en hann þótti dyggasti
stalínistinn áf þjóðarleiðtogum í
Austur-Evrópu eftir stríð. Hoxha lést
árið 1985 og hefur Ramiz Alia, eftir-
maður hans, gripið til umbóta á sviði
þjóðmála. Hann er þó talinn vera að
herða tökin á ný og óttast stjórnar-
andstæðingar að yfirtaka hersins á
völdum í landinu sé yfirvofandi.
Alia hefur boðist til þess að halda
þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu um
hvort reisa eigi á ný þær styttur af
Hoxha sem felldar vora af stalli í
mótmælaaðgerðum í síðustu viku.
Styttur af Hoxha er að finna í öllum
borgum og bæjum landsins og hafa
stjórnarandstæðingar fellt margar
þeirra af stalli síðustu daga. Stjórnin
virðist þó ekki ætla að bíða eftir nið-
urstöðum atkvæðagreiðslu af því tagi
því í gær var hafist handa við að
reisa styttur sem felldar höfðu verið
af stalli í borgunum Korce í suður-
hluta landsins og Fier í vesturhlutan-
um. Hermt var að öflugur hervörður
hefði verið við stytturnar er endur-
reisnarverkið var unnið.
Samið um hernaðarsamstarf
Varsjá. Reuter.
Vamarmálaráðherrar Póllands og Tékkóslóvakíu undirrituðu
samning um hemaðarsamstarf á miðvikudag. Tveimur dögum
fyrr var hernaðarsamstarfi Varsjárbandalagsins slitið.
Samkomulag varð um það í við-
ræðum Piotrs Kolodziejczyks,
vamarmálaráðherra Póllands, og
Lubos Dobrovskys, starfsbróður
hans frá Tékkóslóvakíu, að ríkin
tvö myndu hafa með sér hemaðar-
samstarf á átján sviðum, meðal
annars hvað varðar vamarstefnu,
þjálfun liðsforingja, vopnafram-
leiðslu og vopnakaup. Einnig til-
kynntu ráðherrarnir að ríkin tvö
myndu hafa sameiginlega afstöðu
í afvopnunarviðræðunum í Vínar-
borg. Þeir fullyrtu að hemaðar-
samstarf ríkjanna væri ekki afleið-
ing þess að Varsjárbandalagið
væri að líða undir lok.
Tékkóslóvakía, Ungveijaland
og Pólland hafa lýst því yfir að
þau vilji slíta pólitísku samstarfí
Varsjárbandalagsins strax á þessu
ári í framhaldi af því að hernaðar-
samstarfinu lauk formlega á
mánudag.
Skipting
í fjórhjóladrif
á fullri ferð.
5 þverbitum, sem tryggir mikinn styrk.
yfirbyggingarinnar og afburða
dráttargetu.
Sjálfstæð fjöðrun ■
með gormum ásamt
nitrogasdempurum að
framan.
___I Ný 155 ha V6 4.0
EFI vél. Tölvustýrð
innspýting.
Hi Fjögurra þrepa
sjálfskipting eða
5 gíra beinskipting.
■i Vökva- og veltistýri.
Hraðafesting.
Öflug miðstöð.
Loftkæling.