Morgunblaðið - 01.03.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
uðu þjóðanna hittist til að taka þær
ákvarðanir sem nauðsynlegar eru
til að stríði þessu ljúki.
Akvörðunin um að hætta stríðs-
aðgerðum er háð því að írakargeri
hvorki árásir á hersveitir banda-
manna né skjóti Scudflaugum gegn
einhveiju öðru landi. Ef írak brýtur
gegn þessum skilyrðum hafa her-
sveitir bandamanna frelsi til að
hefja aðgerðir á ný.
Við öll tækifæri sem gefist hafa
hef ég skýrt írösku þjóðinni frá því
að ágreiningur okkar hefur ekki
verið við hana heldur við leiðtoga
hennar og fyrst og fremst við Sadd-
am Hussein. Þetta stendur óhagg-
að. Þið, íraska þjóðin, eruð ekki
óvinir okkar. Við sækjumst ekki
eftir tortímingu ykkar. Við höfum
farið vel með íraska stríðsfanga.
Hersveitir bandamanna háðu þetta
stríð einungis sem lokaúrræði og
biðu með tilhlökkun eftir þeim degi
að írak yrði stjórnað af fólki sem
væri reiðubúið að lifa í sátt og
samlyndi með nágrönnum sínum.
Við verðum nú að byija að horfa
lengra fram á við en hvað varðar
sigur og stríð. Við verðum að
bregðast við áskorunum þess efnis
að friður verði tryggður. Við mun-
um áfram ráðfæra okkur við band-
amenn okkar líkt og við höfum
hingað til gert. Þegar höfum við
hugleitt vandlega og gert áætlanir
um það sem við tekur að loknu
stríði. Hefur Baker utanríkisráð-
herra þegar hafið viðræður við
bandamenn okkar um vandamál
Mið-Austurlanda. Það getur ekki
fundist og mun ekki finnast neitt
fullkomið, bandarískt svar við öll-
um vandamálunum en við getum
hjálpað og stutt löndin á þessu
svæði og orðið að aflvaka friðar. í
þessum anda mun Baker utanríkis-
ráðherra halda til þessa heimshluta
í næstu viku til að hefja viðræður
á ný.
Þetta stríð er nú að baki. Fram-
undan er hið erfiða verkefni að
tryggja frið sem gæti reynst sögu-
legur. En í kvöld skulum við vera
stolt af þeim árangri sem náðst
hefur. Við skulum þakka þeim sem
stofnuðu lífi sínu í hættu. Við skul-
um aldrei gleyma þeim sem létu líf
sitt.“
George Bush Bandaríkjaforseti í ávarpi:
Þetta er sigur mann-
kynsins og réttlætisins
Washington. Reuter.
BUSH Bandaríkjaforseti tilkynnti um sigur bandamanna í ávarpi
til bandarísku þjóðarinnar aðfaranótt fimmtudagsins. Ávarpið var
flutt klukkan tvö að íslenskum tíma, eða nákvæmlega sex vikum
eftir að forsetinn tilkynnti í sambærilegu ávarpi að lofthernaður
gegn Irökum væri hafinn. Lýsti Bush því yfir að bandamenn
myndu hætta stríðsaðgerðum klukkan fimm um morguninn að
íslenskum tíma, hundrað klukkustundum eftir að landhernaður
hófst.
ABS bremsukerfi að -
aftan. Sjálfvirk driflæsing.
„Kúveit hefur verið frelsað. Her
Iraks hefur verið sigraður. Hernað-
armarkmiðum okkar hefur verið
náð. Kúveit er aftur í höndum
Kúveita," sagði Bandaríkjaforseti í
upphafí ræðu sinnar. „Við tökum
þátt í fögnuði þeirra, fögnuði sem
einungis þær raunir sem þeir hafa
þurft að fara í gegn um skyggja á.
í kvöld blaktir fáni Kúveit á ný
yfir höfuðborg fijálsrar og sjálf-
stæðrar þjóðar, og fáni Bandaríkj-
anna hefur verið dreginn að hún
við sendiráð okkar.
Fyrir sjö mánuðum drógu
Bandaríkin og heimurinn mark-
alínu. Við lýstum því yfir að árásin
á Kúveit myndi ekki verða liðin. í
kvöld hafa Bandaríkin og heimur-
inn efnt þetta loforð. Þetta er ekki
stundin fyrir mikla hrifningu, og
alls ekki stund til að hreykja sér,
en þetta er rétta stundinn fyrir
stolt, stolt yfir hermönnum okkar,
stolt vegna vina okkar sem stóðu
þétt við hlið okkar í vandanum, og
því fólki sem með styrk sínum og
ákveðni gerði sigurinn skjótan,
ákveðinn og réttlátan. Og innan
skamms munum við opna faðm
okkar til að fagna komu hinna frá-
bæru hersveita okkar til Bandaríkj-
anna.
Ekkert eitt land getur lýst því
yfir að sigurinn sé þess. Þetta var
ekki einungis sigur fyrir Kúveit
heldur sigur fyrir bandamenn alla.
Þetta er sigur Sameinuðu þjóð-
anna, sigur mannkynsins, sigur
laga og reglna og réttlætisins."
Bandaríkjaforseti lýsti því síðan
yfir að eftir viðræður hans við varn-
armálaráðherra sinn, forseta her-
ráðsins og bandamenn hefði verið
ákveðið að hætta hernaðaraðgerð-
um. Það færi síðan eftir afstöðu
íraka hvort þessi ákvörðun yrði að
varanlegu vopnahléi. Bush greindi
frá þeim skilyrðum sem bandamenn
settu fyrir vopnahléi:
„írak verður að sleppa undir eins
úr haldi öllum stríðsföngum úr röð-
um bandamanna, einnig þegnum
ríkja sem ekki eiga aðild að átökun-
um og skila jarðneskum leifum
þeijra sem hafa fallið.
írak verður að láta lausa alla
þá Kúveita sem haldið er föngnum.
Irak verður líka að gefa kúveiskum
yfirvöldum upp staðsetningu og
gerð allra sjó- og jarðsprengna.
Irak verður að hlíta að fullu öll-
um viðeigandi ákvörðunum Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna. I því
felst að írakar verða að fella úr
gildi yfirlýsinguna frá því í ágúst
Tveggja þrepa
blaðfjöðrun að aftan,
tölvuvalin til að mæta
nákvæmlega hleðslu
bílsins hverju sinni.
G/obus?
Lágmúla 5, sími 681555
Reuter.
George Bush, Bandaríkjaforseti, flytur ávarp sitt til bandarísku þjóð-
arinnar aðfaranótt fimmtudagsins.
um innlimun Kúveits og fallast á
að Irak beri skylda til að greiða
skaðabætur fyrir þann missi, þann
skaða og þau sár sem árás þeirra
hefur valdið.
Bandamenn krefjast þess af rík-
isstjórn íraks að hún tilnefni yfir-
menn úr heraflanum sem innan 48
stunda hitti samsvarandi yfirmenn
úr röðum bandamanna, á stað inn-
an átakasvæðisins, sem síðar verð-
ur skilgreindur, til að ræða hernað-
arlegar hliðar vopnahlésins.
Þar að auki hef ég beðið Baker
utanríkisráðherra að leggja fram
beiðni um að Öryggisráð Samein-
FORD EXPLORER
Loksins
alvöru jeppi
sem sameinar
svo meistaralega
lúxusbílinn, hörkutólið
- og frábært verð.
Finndu muninn...