Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
Ekki samstaða á þingi
um vegaáætlauir
Sjálfstæðismenn gera sérstaka bókun
VEGAÁÆTLANIR, langtíma
áætlun til 2002 og vegaáætlun
fyrir árin 1991-94, voru til fyrstu
umræðu í sameinuðu þingi í gær.
Undantekningarlítið er reynt að
ná víðtækri samstöðu um vega-
málin. Að þessu sinni hefur það
ekki fyllilega tekist. Sjálfstæðis-
menn telja ríkisstjórnina og
stjórnarflokkanna vilja vera ein-
ráða um þessi mál.
Stuttar þingfréttir
Sóttvarnarlög
Frumvarp til sóttvarnarlaga hef-
ur verið lagt fram. í október 1988
skipaði heilbrigðisráðherra nefnd
sem falið var það hlutverk að endur-
skoða farsóttarlögin frá 1958, sótt-
varnarlögin frá 1954, ýmis sérlög
um varnir gegn ákveðnum smit-
sjúkdómum, s.s. berklavarnarlögin
frá 1939, lögin um varnir gegn
kynsjúkdómum frá 1978 með síðari
breytingum, og lögin um varnir
gegn holdsveiki frá síðustu alda-
mótum. Nefndin lauk störfum
haustið 1989. Frumvarp til sótt-
vamarlaga sem hún samdi var lagt
fram á 112. löggjafarþingi en náði
ekki fram að ganga.
í frumvarpinu er kveðið á um
skipulag sóttvarna, réttindi og
skyldur heilbrigðisyfirvalda — og
sjúklinga. Lögð er áhersla á skjótt
viðbrögð og ábyrga hegðan en þess
má geta að í 15. gr. stendur: „Ef
maður, haldinn smitsjúkdómi, fellst
,ekki á að fylgja reglum um um-
gengni við aðra eða að rökstuddur
grunur er um að hann hafi ekki
fylgt slíkum reglum getur sóttvarn-
arlæknir ákveðið að hann skuli
lagður inn á sjúkrahús í einangrun
eða að hann skuli einangraður með
öðrum hætti. Um þessa dvöl skulu
gilda ákvæði lögræðislaga nr. 68,
30. maí 1984, sbr. 3. mgr. 13. gr.
Þurfi einangrun að vara lengur en
15 daga skal gera kröfu fyrir dómi
um sjálfræðissviptingu, sbr. 19. gr.
lögræðislaga."
Þessar vegaáætlanir eru báðar
lagðar fram í formi tillagna til þing-
sályktunar og eru á margan hátt
samtvinnaðar. í áætlunum er m.a.
kveðið á um framkvæmdaröð og
ijárupphæðir til hinna ýmsu fram-
kvæmda og verkþátta. I langtímaá-
ætluninni er gert ráð fyrir að verja
78.122 milljónum til vegamála, þar
af 23.740 á árunum 1991—94. Af
einstökum liðum má nefna að til
nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu
eru ætlaðar 6.725 milljónir. Til stór-
verkefna, jarðganga og jarðaþver-
ana (þ.e.a.s. vegatenging þvert yfir
fjörð með brú og • uppfyllingu),
6.789 milljónir. Gert er ráð fýrir
því að fjármagn til vegaáætlunar
komi alfarið frá mörkuðum tekju-
stofnum, bensíngjaldi og þunga-
skatti, ef frá er talið 350 milljóna
króna framlag úr ríkissjóði til fram-
kvæmda við Vestfjarðagöng á
þessu ári.
Steingrímur J. Sigfússson sam-
gönguráðherra sagði eðlilegt að
ræða langtímavegaáætlun og
vegaáætlun fyrir 1991—94 saman.
Sú síðastnefnda væri hluti og nán-
ari útfærsla langtímaáætlunarinn-
ar. Ráðherrann fór nokkrum orðum
um forsögu langtímaáætlunarinnar.
Á síðasta ári hefði hann skipað
samstarfshóp undir stjóm vega-
málastjóra til að gera nýja
langtímaáætlun um vegafram-
kvæmdir, í hópnum voru fulltrúar
stjórnmálaflokkanna, auk fulltrúa
samgönguráðuneytis og Vegagerð-
arinnar. Þessi hópur hefði unnið
mjög ötullega að gerð áætlunarinn-
ar.
Samgönguráðherra sagði rétt að
geta þess að fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hefðu gert sérstaka bókun
— sú bókun hefði ekki fylgt tillögum
nefndarinnar þegar þær hefðu kom-
ið til sín og fylgdu því ekki þing-
skjalinu. Ráðherra las síðan svo-
hljóðandi texta:
Þar sem ráðherra hefur tekið
ákvörðun um að leiðir til fjáröflunar
og skipting fjármagns milli rekstr-
ar- og fjárfestingarliða skuli vera í
höndum ríkisstjórnar og stuðnings-
flokka hennar á Alþingi lýsum við
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfir,
að við lítum svo á að ráðherra og
ríkisstjórn vilji ekki lengur leita eft-
ir pólitískri samtöðu um gerð vega-
áætlunar og langtímaáætlunar um
vegagerð. Við áskiljum okkur allan
rétt til að endurmeta stöðu okkar
í þessari nefnd út frá breyttum for-
sendum. Reykjavík 13. febrúar
1991.
Það var samt von og trú sam-
gönguráðherra að sem víðtækust
samstaða gæti náðst hér eftir sem
hingað til. Hann vænti þess í fjár-
veitinganefnd og þingmannahópum
kjördæmanna yrði eftir föngum
reynt að ná samstöðu.
Breyttar áherslur
Samgönguráðherra greindi frá
eldri langtímaáætlun en samkvæmt
henni átti að veija tilteknu hlutfalli
af þjóðarframleiðslu til vegamála;
þetta hefði ekki gengið fyllilega
eftir. Ræðumaður benti á að tveir
stærstu útgjaldaliðirnir nýbygging-
ar og sumarviðhald hefðu að jafn-
aði fengið einungis % þess sem
ætlað hefði verið. Því væri horfið
að því ráði að treysta á hina mörk-
uðu tekjustofna. Meðal þess sem
gera þyrfti væri að ná upp slaka í
bensíngjaldi og þungaskatti — og
bæta innheimtu þungaskatts.
I ræðunni kom fram að í þessari
nýju vegaáætlun væru nokkuð
breyttar áherslur. Bundið slitlag
hefði haft nokkurn forgang enda
fátt þjóðhagslega hagkvæmara.
Ráðherra sagði ljóst að nokkuð hlyti
að draga úr hraða við þær fram-
kvæmdir þegar gengi á ódýrari
vegakafla og mörg dýr verk gætu
ekki beðið nema takmarkaðan tíma.
Margar brýr gerðust nú æði gamlar
og þreyttar. Og á höfuðborgar-
svæðinu — þar sem umferðaslysin
og þrengslin væru mest — væri
gerð ýmissa umferðarmannvirkja
orðin aðkallandi. Og á landsbyggð-
iríni væru ýmsir erfíðir þröskuldar
sem yrði að komast yfir — eða gegn-
um. Samgönguráðherra nefndi
jarðgangagerð og fjarðaþveranir.
Breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun:
Ekki hægt að vera með
kerfi sem byggir á biðröð
- segir félagsmálaráðherra
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur á þessu þingi
mjög beitt sér fyrir margháttuðum breytingum í húsnæðismálum. í
fyrradag lagði hún fram enn eitt frumvarpið um breytingu á lögum
um húsnæðisstofnun ríkisins sem kveður m.a. á um, hvernig lánakerf-
inu frá 1986 skuli lokað. Og í gær mælti hún fyrir þessu frumvarpi
í efri deild. Þótt hér sé um stjórnarfrumvarp að ræða er ekki all-
g)ör einhugur í stjórnarhðinu.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra gerði í sinni fram-
söguræðu nokkra grein fyrir að-
draganda þessa máls, m.a. mörgum
nefndarálitum og skýrslum um
ágalla lánakerfisins frá 1986. „Nið-
urstaðan er sú að lánakerfið frá
1986 var reist á sandi. Meiru var
lofað en unnt var að standa við og
þess vegna hrundi kerfíð á örfáum
mánuðum. Það er ekki hægt að
vera með húsnæðislánakerfi sem
byggir á biðröð sem mæld er í
árum.“ Jóhanna reifaði nokkuð hús-
bréfakerfið og framkvæmd þess.
„Húsbréfakerfið leysir lánakerfíð
frá 1986 fyllilega að hólmi.“
Félagsmálaráðherra gerði grein
fyrir einstökum greinum frum-
varpsins, m.a. því að Byggingasjóð-
ur ríkisins mun eftirleiðis aðeins
vera með takmarkaðar lánveitingar
til sérstakra hópa. Mun þar vera
um að ræða lán til bygginga heim-
ila fyrir aldraða og dagvistarstofn-
anir fyrir börn og aldraða, sérstök
lán til einstaklinga með sérþarfir,
lán eða styrkir til tækninýjunga í
byggingariðnaði. Byggingasjóður-
inn skal einnig annast þau lán sem
veitt hafa verið. Lögð er til sú breyt-
ing á lánskjörum að ríkisstjórninni
verði heimilt að ákveða að vaxta-
kjör breytist á lánum er nýir eigend-
ur íbúða yfirtaka þau sem áhvílandi
lán.
í frumvarpinu er ákvæði til
bráðabirgða þar sem tekið er á
málum þeirra umsækjenda sem eru
í biðröð kerfisins frá 1986; hafa
fengið lánsloforð eða bíða eftir
þeim. Haldið er opinni leið til lán-
veitinga fram til 1. mars 1994. Það
kom fram í ræðu félagsmálaráð-
herra að stefnt væri að því að af-
greiða þessar umsóknir innan
þriggja ára. í tengslum við þau lán
væri nauðsynlegt að lífeyrissjóðir
kaupi skuldabréf af Húsnæðisstofn-
un ríkisins til að unnt væri að veita
umrædd lán úr Byggingarsjóði
ríkisins. Samtals þarf um 10-11
milljarða króna til að afgreiða þær
umsóknir sem bíða afgreiðslu og
ekki hafa verið afgreiddar með láns-
loforðum. í ræðulok lagði félags-
málaráðherra til að málinu yrði
vísað til annarrar umræðu og fé-
lagsmálanefndar.
Að ósk þingmanna stjórnarand-
stöðu var frekari umræðu um málið
frestað. Mjög stuttur tími hefði lið-
ið frá því að málið var lagt fram
uns það var tekið fyrir. Töldu menn
þörf á meiri tíma til að kynna sér
betur svo mikilvægt og viðamikið
frumvarp.
Frumvarp þetta er flutt sem
stjómarfrumvarp en þó er ljóst að
innan stjórnarliðsins eru skiptar
skoðanir. Alexander Stefánsson
(F-Vl) sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þetta frumvarp hefði ver-
ið knúið í gegn á aukafundi í þing-
flokki framsóknarmanna. — En ein-
stakir þingmenn áskildu eér rétt til
að hafa alla fyrirvara á um þetta
frumvarp. Alexander var lang-
þreyttur á því að gengið væri gegn
stefnu framsóknarmanna. — Ekki
hvað síst varðandi málefni þessa
ráðherra, þ.e.a.s. félagsmálaráðher-
rans.
Halldór Blöndal
Þessar breyttu áherslur hefðu
reyndar þegar komið fram vorið
1989 þegar verkefnaflokkurinn
stórverkefni hefði verið tekin upp.
Ráðherra fór í gegnum ýmsa
þætti áætlunarinnar, markmið og
kostnað, og rakti margháttaðan
talnafróðleik og fór orðum um ýmsa
verkþætti. Hann lagði áherslu á að
hvergi yrði slegið slöku við í vega-
málum. Hann bað þess að þessar
þingsályktanir fengu skjóta af-
greiðslu og lagði til að þeim yrði
vísað til íjárveitinganefndar.
Villandi plagg
Halldór Blöndal (S-Ne) gerði
grein fyrir bókun sjálfstæðismanna.
Halldór taldi ekki annað fært en
að bókunin kæmi fram í þingskjal-
inu og krafist þess að þingsályktun-
artillagan yrði endurprentuð. Eins
og það væri nú, væri það í hæsta
máta villandi. Og hann frábað sér
höfundarétt af mörgu sem þar
stæði.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra kvaðst myndu beita
sér fyrir því að þingskjalið yrði
endurpréntað. Hann taldi það mis-
tök hjá Halldóri Blöndal að afneita
svo góðu plaggi, en það væri rétt
að ýmsar grundvallarhugmyndir
um fjáröflun hefðu verið ræddar
innan ríkisstjórnarinnar og stjórn-
arflokkanna. Síðan mælti ráðherra
fyrir vegaáætlun næstu fjögurra
ára. Ræða hans var til þess að gera
stutt og dró dám af framsöguræðu
hans fyrir langtímaáætluninni enda
hafði hann fyrr bent á að þessar
áætlanir væru samtvinnaðar og
umræðan sameiginleg fyrir báðar.
Þingmenn ræddu lengi dags
vegamálin og þessar áætlanir.
Halldór Blöndal (S-Ne) ítrekaði
sína gagnrýni á málsmeðferð, en
einnig taldi hann tekjuöflunarhlið
áætlunarinnar næsta óljósa og
óvissa. Ríkisstjórnin ætlaði sér að
hækka gjöldin, hann minnti á þjóð-
arsáttina og taldi þessar aukaálög-
ur ekki vera í þeim anda sem aðilar
vinnumarkaðins maéltust til. Pálmi
Jónsson gagnrýndi hve seint þessar
áætlanir væru fram komnar; minnti
á að þinglok yrðu eftir hálfan mán-
uð. Hann taldi gagnrýni Halldórs
Blöndals styðjast við rök, honum
sýndist enn vera mikið starf óunnið
við langtímaáætlunina. Þingmenn
ýmsir minntu á þær framkvæmdir
sem þeir söknuðu helst. T.d. var
þingmönnum af Vesturlandi og
Vestfjörðum mjög þvert um geð,
að til brúar — eða þverunar — yfir
Gilsfjörð skyldu einungis vera ætl-
aðar 15 milljónir á fyrsta tímabili.
Alexander Stefánssyni (F-Vl) var
engin launung á því að fram-
kvæmdir í þéttbýli drægu til sín
umtalsverðar fjárupphæðir frá öðr-
um framkvæmdum. Hann og Eiður
Guðnason (A-Vl) skiptust á hug-
myndum um þessi efni. Eiður
greindi frá væntanlegri þingsálykt-
unatillögu um endurskoðun á
ákvæðum vegalaga um þjóðvegi í
kaupstöðum og kauptúnum. Það
mátti ráða af máli Eiðs að hann
teldi kostnaðarhlutdeild vel stæðra
sveitarfélaga ekki með öllu óhugs-
andi, var Reykjavík nefnd í því sam-
bandi. Málmfríður Sigurðardóttir
(SK-Ne) hefði óskað eftir metnað-
arfyllri vegaáæltun til að styrkja
byggð í landinu.
Kristinn Pétursson (S-Al)
kynnti breytingartillögu sína um
sérstakan mannvirkjasjóð sam-
Steingrímur J. Sigfússon
gönguframkvæmda. Þessum sjóði
yrði heimilt að taka innlend og er-
lend lán til stórframkvæmda. Þetta
væri réttlætanlegt því vegamálin
væru arðvænleg tjárfesting en ekki
eyðsla. Ólafur Þ. Þórðarson (F-
Vf) sagði m.a. að mönnum hætti
til að tala um skatta af umferðinni
en þeir yrðu að líta á Vegagerðina
sem fyrirtæki sem þyrfti sín þjón-
ustugjöld. Steingrímur J. Sigfús-
son samgönguráðherra taldi vel
koma til greina að auka sjálfstæði
Vegagerðarinnar um eigin rekstur
og fjárhag. Og tæki sú tilhögun
e.t.v. mið af því fyrirkomulagi sem
Póstur og sími hefði á sinni starf-
semi. Auk fyrrgreindra tóku Friðjón
Þórðarson (S-Vl), Stefán Valgeirs-
son (SFJ-Ne) og .Ólafur Kristjáns-
son (S-Vf) þátt í umræðunni.
Þessum tillögum til þingsálykt-
unar var vísað til fjárveitingar-
nefndar og síðari umræðu.
Stuttar
þingfréttir
Skýrslur
Skýrslur hafa verið áberandi
á leslista þingmanna undan-
farna daga. í sameinuðu þingi
í síðustu viku var gerð grein
fyrir skýrslum um norrænt sam-
starf: Skýrsla íslandsdeildar
Norðurlandaráðs um norrænt
samstarf, skýrsla um starf norr-
ænu ráðherranefndarinnar, og
skýrsla um vestnorræna þing-
mannaráðið.
Á dagskrá sameinaðs þings
síðastliðinn mánudag voru
nokkrar skýrslurtil umfjöllunar:
Skýrsla íslandsdeildar Alþjóða-
þingmannasambandsins um 84.
þing sambandsins í Punta del
Este í Úrúgvæ 15.-20. október
1990 og ráðstefnu sambandsins
um afvopnunarmál í Bonn
21.-25. maí 1990. Einnig var
flutt skýrsla þingmannanefndar
Fríverslunarsamtaka Evrópu,
EFTA. Ennfremur skýrsla um
42. þing Evrópuráðsins. Og þar
að auki skýrsla frá félagsmála-
ráðherra um Alþjóðavinnumála-
þingið í Genf 1990.
Allt fyrirgreint lesmál fjallar
með einhveijum hætti um ut-
anríkismál eða samstarf við
aðrar þjóðir. I gær var til um-
ræðu skýrsla félagsmálaráð-
herra um framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar til ijögurra
ára um aðgerðir til að ná fram
jafnrétti kynjanna.
Greiðslujöfnun
fasteignaveðlána
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra mælti í gær í
efri deild fyrir frumvarpi um
breytingu á lögum um greiðslu-
jöfnun fasteignaveðlána til ein-
staklinga nr. 63./1983. í grein-
argerð segir m.a. að samkvæmt
núgildandi lögum um greiðslu-
jöfnun fasteignaveðlána, njóta
allir húsbyggjendur eða húskau-
pendur greiðslujöfnunar ef mis-
gengi verður, óháð eignum og
tekjum. Með því að fella mis-
gengi vegna raunvaxtahækkun-
ar burt úr lögunum sé verið að
tryggja að þeir sem eigi rétt á
vaxtabótum, fái raunvaxta-
hækkun bætta.