Morgunblaðið - 01.03.1991, Síða 31
081
Gúmmívinnslan hf.:
Sundlauginni færð-
ar gúmmíhellur
GÚMMÍVINNSLAN færði Sundlaug Akureyrar að gjöf 17 fer-
metra af gúnuníliellum í gær, en þær eru framleiddar hjá fyrirtæk-
inu úr úrgangsgúmmíi. Með gjöfinni vill Gúmmívinnslan vekja
athygli á mikilvægi endurvinnslu og endurnýtingu í þjóðféiaginu
og því að endurvinnsla þýðir ekki að verið er að framleiða gagn-
slitlar vörur, heldur er þarna á ferðinni nauðsynlegar og hagnýt-
ar vörur sem stuðla að öryggi þeirra sem þær nota.
Framleiðsla gúmmíhellna er
nýjung hér á landi og erlendis,
en þar ytra eru hellurnar einkum
framleiddar úr hrágúmmíi. Hjá
Gúmmívinnslunni eru hellurnar
framleiddar úr úrgangsgúmmíi.
Meginmarkmið fyrirtækisins hef-
ur frá upphafi verið að endurvinna
og endumýta hjólbarða; notaðir
hjólbarðar eru sólaðir og gúmmíið
sem til fellur við sólninguna er
nýtt til endurvinnslunnar.
Eiginleikar gúmmíhellanna em
m.a. að þær dempa högg við fall,
verða ekki hálar þó þær blotni,
em hita- og hljóðeinangrandi, og
slit og endurþol þeirra er gott.
Hellurnar henta því vel við sund-
laugar og potta, á gangstíga og
tröppur sem og bamaleikvelli.
Markmið Gúmmívinnslunnar er
að efla endurvinnslu ýmiskonar
og mun fyrirtækið leggja aukna
áherslu á þróunarvinnu í þeim
efnum, en dýrmæt þekking og
reynsla hefur myndast í fyrirtæk-
inu á hvers konar endurvinnslu.
Sú þekking er helsti styrkur þess
og er stefnt að því að nýta hann
til fullnustu á næstu árum við
vöruþróun, framleiðslu og mark-
aðssetningu á endurunnum vömm
bæði á innlendum og erlendum
markaði, en fyrirtækið hefur
þreifað fyrir sér í útlöndum með
sölu á gúmmímottum.
Gúmmívinnslan var stofnuð
árið 1983 og era aðaleigendur
Þórarinn Kristjánsson, sem er
framkvæmdastjóri og á 50% í fyr-
irtækinu, Möl og sandur, Dreki
og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar.
Morgunblaðid/Rúnar Þór
Við afhendingu gjafarinnar: Frá vinstri: Þóra Regína Þórarins-
dóttir markaðsstjóri, Þórarinn Kristjánsson framkvæmdastjóri
Ingi Björnsson formaður stjórnar Gúmmivinnslunnar og Þor-
steinn Þorsteinsson sundlaugarvörður.
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar samþykkt:
Ráðstöfunarfé bæjarsjóðs- og
fyrirtækja verður 129,5 millj.
Dalvík.
FJÁRHAGSÁÆTLUN Dalvíkurbæjar var samþykkt samhljóða á
fundi bæjarstjórnar Dalvíkur á þriðjudaginn. Tekjuforsendur áætlun-
arinnar eru þær sömu og árið 1990 að öðru leyti en því að álagning
fasteignagjaída íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,4% í 0,375%. Við af-
greiðslu áætlunarinnar var haldið við það meginmarkmið að greiða
niður skuldir sem þó eru ekki umtalsverðar. Til ráðstöfunar hjá
bæjarsjóði upp í afborganir lána og fjárfestingar eftir rekstrarkostn-
að eru 27% af tekjum eða um 44,5 miHjónir króna.
ur hefur lækkað að raungildi und-
anfarin ár og hefði hækkun bygg-
ingavísitölu verið fylgt við ákvörðun
gjaldskrár ætti hver rúmmetri vatns
að kosta um 50% meira en nú er.
Þetta þýðir að hitaveitan hefur
haldið aftur af gjaldskrárhækkun-
um sem svarar til 11,2 milljóna
króna miðað við árssölu eða um 22
þúsundir króna á hvert veitunúmer
í bænum.
Helstu framkvæmdir á vegum
bæjarfyrirtækja em endumýjun
aðveituæðar hitaveitu, bygging
miðlunartanks fyrir vatnsveitu og
endurnýjun á hafnarvog og uppfyll-
ing við norðurgarð.
Fréttaritari
Ungir píanó-'
nemendur
leika á
tónleikum
YNGRI nemcndur píanódeildar
Tónlistarskólans á Akureyri
leika fjölbreytta efnisskár á tón-
leikum sem verða í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju ái
morgun, laugardag kl. 17.
Nemendurnir em á aldrinum
7-15 ára og leiká m.a. verk eftir
tónskáld sem sérstaklega er
minnst á þessu ári, svo sem Moz-
art og Prokofieff. Einnig verða
leikin verk eftir Hafliða Hallgríms-
son oá Elías Davíðsson, en þeir
eiga báðir merkisafmæli í ár. Að-
gangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Borgarbíó:
Glæpir og af-'
brot sýnd
umhelgina
KVIKMYNDIN Glæpir og afbrot
(Crimes and Misdemeanors)
verður sýnd í Borgarbíói um
helgina, 2. og 3. mars kl. 17 og
síðan á mánudag kl. 19.
Sýningamar em á vegum Kvik-
nrfndaklúbbs Akureyrar í samvinnií
við Borgarbíó. Mynd þessi hefur
hvarvetna hlotið góða dóma.
Leikstjóri og handritshöfundur
er Woody Allen og á meðal leikara
í myndinni má nefna Martin Land-
au, Alan Alda, Anjelica Huston,
Mia Farrow, Sam Waterson og
Woody Allen.
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar er
ófélagsbundinn klúbbur fólks sem
áhuga hefur á kvikmyndum og vill
stuðla að að því að fá fyrr til sýn-
inga á Akureyri myndir sem eru í
kvikmyndahúsum höfuðborgarinn-
ar auk þess að leggja áhei’slu á
evrópskar kvikmyndir. Allir áhuga-
nienn um góðar og hlélausar mynd-
ir eru því velkomnir á sýningar þær*
sem klúbburinn stendur að.
í heild er ráðstöfunarfé bæjar-
sjóðs og bæjarfyrirtækja 129,5
milljónir króna. Þar af hefur bæjar-
sjóður einn og sér 76 milljónir
króna. Til fjárfestinga verður varið
53 milljónum króna og er grunn-
skólabygging stærsta framkæmdin
en ráðgert er að taka 2. áfanga í
notkun í haust. Aðrar stærstu fram-
kvæmdir em að ráðgert er að veija
7,1 milljón króna til gatna og gang-
stétta og 8,7 milljónum króna til
íþrótta- og æskulýðsmála. Helstu
málaflokkar þar em upbygging
íþróttavallar, bygging þjónustuhúss
í skíðalandi og hesthúsahverfi í
Ytra-Holti.
Fjárfrekustu rekstrarliðir áætl-
unarinnar eru fræðslumál, en til
þeirra verður varið 34,2 miiljónum
króna, yfirstjórn bæjarins fær 23,7
milljónir og félagsmál fá 20,2 millj-
ónir króna. í heild hækka rekstrar-
gjöld að frádregnum tekjum í
rekstri um 24% frá áætlun ársins
1990 en sameiginlegar tekjur um
14%. Þessi hækkun rekstrarút-
gjalda skýrist að mestu í því að nú
er áætlað að veija meira fé til við-
halds fasteigna bæjarins og þá er
meiru fé varið til félagsmála en á
síðasta ári.
Fjárhagsáætlunin sýnir trausta
stöðu bæjarfyrirtækja og við fyrri
umræðu kom fram í máli bæjar-
stjóra að vatn frá hitaveitu Dalvík-
HÓ í Ólafsfirði:
Reynt að halda uppi
samfelldri vinnu
MÚLABERG ÓF landaði 60 tonnum lijá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar í
gær. Að undanförnu hefur fremur lítið hráefni borist að landi sökum
gæftaleysis.
Jóhann Guðmundsson fram- Bekkur landaði um 60 tonnum hjá
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss HÓ í gær og verður unnið úr þeim
Óláfsfjarðar sagði að frekar illa afla næstu daga, en Sólbergið land-
gengi að halda uppi samfelldri vinnu,' aði í síðustu viku.
„Þetta er barningur frá degi til Rækjuvinnslan hefur ekki verið í
dags,“ sagði hann, „en það er mest gangi um nokkurn tíma og sagði
um vert að vinnan sé samfelld." Jóhann að hún myndi væntanlega
Múlabergið, sem áður hét Ólafur hefjast með vorinu.
Ágreiningur um upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn:
Gremjulegt að borgin
hætti samstarfi núna
- segir Þorleifur Þór Jónsson fulltrúi í Ferðamálaráði
MIKLAR umræður urðu um uppbyggingu upplýsingamiðstöðva fyrir væri u.þ.b. 3,2
ferðamenn á fundi Ferðamálaráðs sem haldinn var á Akureyri á
föstudag, en eins og fram hefur koinið hefur Iteykjavíkurborg ákveð-
ið að segja sig úr samstarfi um upplýsingamiðstöð ferðamála sem
rekin er í lteykjavík, af borginni, Ferðamálaráði og ferðamálasam-
tökum landshlutanna. Búið er að koma upp upplýsingamiðstöð fyrir
ferðamenn í Reykjavík og snýst ágreiningurinn um þá ákvörðun
ferðamálasamtaka landshlutanna að knýja á um að hafist verði handa
um samskonar uppbyggingu á landsbyggðinni.
Þorleifur Þór Jónsson fulltrúi í
Ferðamálaráði og stjórnarmaður í
Upplýsingamiðstöðinni sagði að
mönnum þætti ansi gremjulegt að
nú, þegar búið væri að byggja upp
upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn
Reykjavík og komið að uppbygg-
ingu út á landsbyggðinni, skyldi
borgin draga sig út úr samstarfinu.
„Það er alveg ljóst að landshluta-
samtökin sem sum hafa lagt allt
sitt í þetta eru mjög, óhress með
þessa ákvörðun, sérstaklega eftir
að forsvarsmenn borgarinnar hafa
stillt málinu þannig upp, að þar sem
Ferðamálaráð borgi hvort eð er
framlag landshlutasamtakanna, þá
sé eins gott að ráðið borgi allt sam-
an. Þetta er ekki rétt, ferðamála-
samtök landshlutanna fá sameigin-
lega til ráðstöfunar í ár 2,5 milljón-
ir króna frá Ferðamálaráði og það
fé hefur verið notað til að standa
við okkar skuldbindingar varðandi
uppbyggingu upplýsingamiðstöðv-
arinnar í Reykjavík," sagði Þorleif-
ur Þór, en hann sagði að hlutur
landshlutasamtakanna í rekstrinum
milljónir króna.
Astæðu ágreiningsins sagði hann
vera þá að landshlutasamtökin hafí
verið farin að knýja á um það
ákvæði i stofnsamningi þar sem
segir að stefnt skuli að uppbygg-
ingu á landsbyggðinni. Þorleifur
sagði að um væri að ræða stórt og
mikilvægt atriði varðandi uppbygg-
ingu ferðaþjónustunnar og aðilar
víða um land væm tilbúnir til að
leggja umtalsvert fé í þessa upp-
byggingu, en m.a. hefur stjórn
Ferðamálaráðs haft til skoðunar
umsókn Selfossbæjar þar sem bær-
inn er reiðubúinn að leggja fram
yfir 50% af kostnaði og þá sagði
Þorleifur að Akureyrarbær hefði
stutt upplýsingamiðstöðina í bæn-
um með ríflegum framlögum.
Á fundi Ferðamálaráðs á föstu-
dag var skipaður fimm manna
vinnuhópur til að leita lausna varð-
andi þetta mál.