Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. MARZ 1991
A annað hundrað
(yririðki og
stofnanir eru
ræstar daglega
Á hverjum degi
eru rðstir um
70.000 ferm
Hreingerningar
Aöalrðstingar
Teppahreinsun
Gluggaþvottur
Brunarðstingar
Hreinlðtisvöru-
sala
Fjölbýlishúsa-
þnf
Gardínuþrif
Föst viövera
öryggisvaröa á
Föst viðvera
öryggisvaröa við
rýrnunareftirlit.
Verndaöur
flutningur á
verömðtum
milli staöa.
Verkefni þar
sem þörf er íyrir
ákveönar
öryggisaögerðir
timabundiö.
Til
stjórnstöövar
eru tengd um
átta hundruö
innbrota-
viövörunarkerfi.
Til
stjórnstöövar
eru tengd um
sjötiu
brunaviövörunar-
kerfi.
Til
stjórnstöövar
eru tengdií um
fimmtíu
árásahnappar.
Til
stjórnstöövar
eru tengdar
ýmsar gerðir
tðkniviövarana
svo sem vakt á
kðlum,
lofthitastigi,
m I
fiskeldis-
stöðvum og II.
Hönnun, sala og
uppsetning á
öllum tegundum
innbrotaviö-
vörunarkerfa
jafnt úti sem
inni
Hönnun, sala og
uppsetning á
öllum tegundum
brunaviövörunar
kerfa.
Hönnun, sala og
uppsetning á
öllum stærðum
aögangskorta-
kerfa. Kerfi fyrir
allt aö 1024 dyr
og 25000
notendur.
Hönnun, sala og
uppsetning á
öllum stæröum
og geröum
myndavélakerfa.
Neyöarhnappar,
viövörunar-
búnaöur fyrir
kæla og frysta,
vatnsviövörunar-
kerfi, kerfi til
nota viö
rýrnunareftirlit
og fl.
Securitas á sakamannabekk
fyrir því sé hundrað
prósent vissa. Við full-
yrðum hins vegar að
starfsfólk fyrirtækisins
sýnir hundrað prósent
viðleitni við að koma í
veg fyrir innbrot."
eftirHannes
Guðmundsson
Setningar, s.s. — öryggisgæsla
Securitas klikkar, — Securitas yfir-
sást, — innbrot og skemmdarverk
framin þrátt fyrir öryggisgæslu
Securitas, hafa komið fyrir sjónir
almennings gegnum fjölmiðla og
gefið jafnan tóninn um að eitthvað
hljóti að vera bogið við þjónustu
fyrirtækisins.
En þvert á móti, og sem betur
fer, er sjaldnast um það að ræða.
Heldur stafar það af því að fjölmiðl-
ar hafa ekki kynnt sér þá þjónustu
sem fyrirtækið rekur og greina
jafnan á mjög villandi hátt frá því
sem fram hefur farið. Misskilningur
íog þekkingarleysi einkenna -alla
opinbera umfjöllun. Fjölmiðlum er
þó kannski nokkur vorkunn þar sem
forráðamenn Securitas hafa af
ýmsum ástæðum ekki talið heppi-
legt að upplýsa almenning í smáat-
riðum um þessa þjónustuflokka fyrr
en nú og að gefnu tilefni.
Meðferð Ríkisútvarpsins á inn-
broti í Menntaskólann við
Hamrahlíð fyrir skömmu var með
slíkum fádæmum að ljóst var að
viðbragða frá Securitas var þörf.
Grundvallaratriði eðlilegrar frétta-
mennsku voru þar þverbrotin og til
vansæmdar þessum fjölmiðli. Um-
fjöllunin skaðaði Securitas verulega
eins og sjá má af viðbrögðum fólks
sbr. blaðagreinar og fleira. Heil
starfsstétt var dregin í gapastokk
og gert lítið úr og starfsemi Securit-
as dregin í efa, hvort tveggja full-
komlega að ósekju.
Fjölþætt þjónusta Securitas
- Securitas er fyrirtæki sem auk
umfangsmikillar ræstingarþjónustu
hefur að meginhlutverki að þjón-
usta einstaklinga, fyrirtæki og
stofnanir af ýmsum stærðum og
gerðum, taka að sér úrlausn vanda-
samra viðfangsefna fyrir þessa að-
ila og skapa þeim aukna öryggis-
kennd með einum eða öðrum hætti.
Þetta er gert með markvissu fyrir-
byggjandi starfi og inngripi í hvers
'konar vandamál sem upp geta kom-
ið, reyndar oft við all óvenjulegar
aðstæður. Starfsemi öryggisgæslu-
fyrirtækja á borð við Securitas er
fjarri Iagi einskorðuð við innbrota-
varnir og málum tengdum þeim.
En á hinn bóginn þar sem um inn-
brotavarnir er að ræða hefur Secur-
itas staðið sig vel og verið mjög
farsælt í þau 12 ár sem liðin eru
frá stofnun fyrirtækisins, sem
merkja má af viðgangi starfseminn-
ar. Undir merki Securitas starfa
nú u.þ.b. 340 starfsmenn í ýmsum
deildum og hafa mismunandi verk-
efni með höndum sbr. skýringar-
mynd. Það er fleira öryggi en inn-
brotavarnir og ættu lesendur að
kynna sér vandlega skýringar-
myndir og texta í því sambandi.
Mikil öryggisgæslustarfsemi fer
fram hjá fjölmörgum fyrirtækjum
sem hefur ekkert beint gildi í sam-
bandi við innbrotavarnir. Við köll-
um það að lágmarka áhættu innan
fyrirtækisins og er þá horft á eld-
hættu, sprengihættu, vatnstjón, eft-
irlit með hita- og rakamælum, al-
mennum frágangi glugga og hurða
ásamt eftirliti með heilu vélasam-
stæðunum sem eru látnar ganga í
framleiðslu yfir nóttina svo fá dæmi
séu nefnd. En fyrirtækið rekur eins
og sjá má af meðfylgjandi myndum
mjög margþætta starfsemi sem tek-
ur á fjölmörgum þáttum öðrum en
innbrotum eins og fram hefur kom-
ið. Það er í raun furðulegt að allur
almenningur telji þessa starfsemi
endalausan eltingaleik við ótínda
glæpamenn, þvert á móti er sá þátt-
ur einungis einn rekstrarþáttur af
mörgum og ekki afgerandi umfram
ýmsa aðra þjónustuþætti Securitas.
Þjónustu fyrirtækisins er skipt í
fimm meginþætti sem aftur grein-
ast í þrengri sérsvið. Auk ræstinga
er um eftirfarandi fjögur öryggis-
svið að ræða.
Staðbundin gæsla
Staöbundin gæsla er sú öryggis-
gæsla kölluð þegar öryggisvörður
eða öryggisverðir hafa fasta viðveru
í sömu byggingunni eða á sama
athafnasvæðinu. Það eru aðallega
stór fyrirtæki með viðkvæma starf-
semi sem þurfa að viðhafa há-
gæða-öryggisgæslu sem kaupa
þessa þjónustu, s.s. bankar, olíufé-
lög, ýmis iðnfyrirtæki o.fl. Stað-
bundin gæsla getur oft falið í sér
aðgangseftirlit sem og rýrnunareft-
irlit með framleiðsluvörum. í þess-
ari tegund öryggisgæslu er hægt
að sameina fyrirbyggjandi eftirlit
sem og öflugar innbrotavarnir. Oft
er tæknibúnaður, s.s. myndavélar
o.fl., notað til aðstoðar þessu eftir-
liti til að auka enn frekar virkni
þess.
Farandgæsla
Hlutverk farandgæslu er fyrst
og fremst fyrirbyggjandi eftirlit
innan fyrirtækja.
Þessi tegund öryggisgæslu er
hvað mest áberandi enda fara fjöl-
margir öryggisverðir Securitas á
bílum milli bygginga víðsvegar um
borgina. Þannig ferðast þeir frá
einum stað til annars og sinna eftir-
liti sínu. Öryggisverðir farandgæslu
sjá um verðmætaflutninga sem er
ört vaxandi þjónusta við fyrirtæki
sem þurfa að safna saman fjármun-
um og flytja í banka. Eins og kunn-
ugt er hafa rán og ofbeldi farið
vaxandi hérlendis og árásir á fólk
við flutninga á peningum að sama
skapi. Því hefur þróunin orðið svip-
uð hérlendis og þekkist í öðrum
löndum, flutningur fjármuna fer
fram undir eftirliti þjálfaðra öryggi-
svarða eða af þeim sjálfum.
Öryggisverðir farandgæslu eru
einnig sérþjálfaðir til að, sinna út-
köllum til aðstoðar öldruðum, fötl-
uðum og sjúkum sem hafa neyðar-
hnapp tengdan Securitas. Vegna
þess hve víða þessir öryggisverðir
fara er ekki komist hjá að þeir sinni
hinum almenna borgara við hinar
ýmsu kringumstæður sem upp geta
komið.
Undir þessa deild falla alls konar
sérverkefni, s.s. gæsla við Elliða-
árnar, sýningat' o.m.fl.
Stjórnstöð Securitas
Stjórnstöðin er mikið tæknivirki
og má segja að hún sé hjarta fyrir-
tækisins. Þaðan er allri öryggis-
gæslunni stjórnað ýmist með fjar-
skiptatæki eða öðrum tækníbúnaði.
Öll viðvörunarkerfi sem Securitas
setur upp eru tengd inná stöðina
og stjórnar hún öllum viðbrögðum
ef neyðarboð berast. Stjórnstöðin
hefur með ýmiss konar þjónustu
að gera, s.s. neyðarþjónustu fyrir
ferðamenn í samvinnu við Flug-
björgunarsveitina og Hjálparsveit
skáta, móttöku bilanatilkynninga
vegna þjónustu fyrirtækja á tölvu-
sviði o.fl. Ef rafmagn fer, heldur
neyðarrafstöð stjórnstöðinni gang-
andi.
Tæknideild
Hlutverk tæknideildar er að
flytja inn og selja öryggisbúnað á
öllum sviðum öryggismála. í flest-
um tilvikum er um flókinn hátækni-
búnað að ræða. Sjá nánar mynd.
Jafnframt fer stór hluti starfsins í
hönnun öryggiskerfa að aðstæðum
viðskiptavina.
Lokaorð
Securitas hefur aldrei sagt að
koma megi í veg fyrir innbrot þann-
ig að fyrii' því sé hundrað prósent
vissa. Við fullyrðum hins vegar að
starfsfólk fyrirtækisins sýnir
hundrað prósent viðleitni við að
koma í veg fyrir innbrot. Securitas
hefur frá upphafi leitast við að finna
öryggisgæslunni, sem starfsgrein,
þann fai'veg að þar séu gerðar kröf-
ur til þeirra sem ætla sér að veita
þjónustu, og á það auðvitað fyrst
og fremst við um kröfur til okkar
sjálfra. Fyrirtækið hefur kostað
miklu til við þjálfun þeirra manna
sem eiga að móta og stjórna þeirri
þjónustu, sem fyrirtækið býður,
með því að senda þá á námskeið
erlendis hjá virtustu fyrirtækjum á
sviði öryggismála.
Það er von Securitas að með
þessari grein hafi tekist að upplýsa
á skiljanlegan hátt í hverju starf-
semi fyrirtækisins er fólgin og jafn-
framt hafi fordómum verið eytt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Securitas hf.
Hafnarborg:
Yfirlitssýning Kjart-
ans Guðjónssonar
Yfirlitssýning á verkum
Kjartans Guðjónssonar listmál-
ara verður opnuð í Hafnarborg
á morgun, laugardag. Auk þess
sýnir Kjartan nýjar myndir í
Listhúsinu Vesturgötu 17.
I formála sýningarskrár segir
listamaðurinn að það sé kannski
fullmikið sagt að kalla sýninguna
yfirlitssýningu. „Það mætti segja
að ég hafi litið um öxl. Margar
myndanna hafa aldrei verið sýndar
áður, einkum þær eldri, en stiklað
er á stóru yfir mismunandi tíma-
bil,“ segir í formálanum.
Sýning Kjartans Guðjónssonar
í Hafnarborg spannar árin 1943-
1990. Hún stendur til 17. mars.
Kjartan Guðjónsson.