Morgunblaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991
35
Dökka hliðin á háaðlinum
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Sýknaður!!! — „Reversal of For-
tune“
Leikstjóri Barbet Schroeder.
Handrit Nicholas Kazan. Kvik-
myndatökustjóri Luciano Tovoli.
Aðalleikendur Glenn Close, Jer-
emy Irons, Ron Silver, Uta Hag-
en. Bandarísk. Sovereign Films
1990.
Það fór um peningaaðalinn á
Nýja Englandi er fréttist að einn
meðlimur hans, milljónamæringur-
inn Sunny von Bulov, væri fallinn
í dauðadá og kringumstæðurnar
ekki með felldu. Því þarna, á
strandlengjunni frá Long Island
norður undir Boston, er saman-
kominn í köstulum sínum rjóminn
af háaðli bandarískra og alþjóð-
legra auðjöfra. Einkum þó hinn
ljósfælni ameríski aðall sem hleypir
ekki nema útvöldum innum garðs-
hliðin og umgengst aðeins jafn-
ingja. Fátt er honum verr við en
hverskonar hnýsni í hvað er á seyði
bak við luktar dyr hinna ótrúlegu
höfðingjasetra. Stjamfræðileg
auðæfi eiga að vernda einkalífið.
Þetta er bakgrunnur myndarinnar
um von Biiiov málið.
Sunny (Close) var ein af útvöld-
um íbúum Newport á Rhode Is-
land. Um æðar seinni manns henn-
ar, Claus van Biilov (Irons), rann
blátt blóð ættstórra aðalsmanna
gamla heimsins, en það er einmitt
ákaflega eftirsótt til kynblöndunar
í peningaaðli norðausturstrandar-
innar. En auðlegð tiyggir ekki ást.
Það kemur í ljós að hún er farin
að fölna er myndin hefst. Von
Biilov tekinn að halda við unga
fegurðardís og hin lífsleiða Sunny
getur ekki hugsað sér að ganga
aftur í gegnum skilnaðarmál. Hún
leitar lífsfyllingar í óhóflegu lyfja-
áti sem að lokum verður þess vald-
andi að hún fellur í dauðadá. Börn
hennar frá fyrra hjónabandi ráða
einkaaðila — í anda umhverfisins
— til að rannsaka hörmuleg örlög
hennar og sökinni er komið á stjúp-
ánn, heimsborgarann, kvennagull-
ið, hrokagikkinn von Biilov.
Sá útsmogni, danskættaði ar-
istókrat er ekki á þeim buxunum
að kyngja málalokum. Ræðut'
frægan lagaprófessor við Har-
vard-háskóla, lagarefinn Dershow-
itz (Silver). Sá fær 100 daga til
að áfrýja og kemur sér upp her
snjallra aðstoðarmanna sem hann
sækir einkum í hóp nemenda sinna.
Myndinni er ekki ætlað að svara
spurningunni hvort von Biilov sé
sekur eða ekki á fullnægjandi hátt.
Hann er vissulega sýknaður en
hvað gerðist í svefnherbergi hjón-
anna unt ögurstund veit enginn
nema þau sjálf. Líkur eru færðar
að ýmsum hugsanlegum lausnum
gátunnar og hver verður að dæma
fyrir sig.
Það er vissulega forvitnilegt að
kíkja í gegnum skráargatið á líf
aðalsins, í þessari höil er það hið
rammasta óeðli að vilja taka sér
eitthvað fyrir hendur og líf auðkýf-
inganna sorglega firrt allri lífslöng-
un og heilbrigðum lífsvenjum.
Myndin er unnin af snjöllum og
vandvirkum kvikmyndagerðar-
mönnum, hin dökkleita paradís
dregin upp af listrænni fag-
mennsku í smáu sem stóru. Um-
hverfið, búningar, leikmunir,' eru
hannaðir af traustasta fólki í grein-
inni og það er unun að virða íýrir
sér þessa ómennsku veröld auðæfa
einsog hún birtist í smekkvísi á
heimsmælikvarða í húsgögnum,
klæðaburði, skartgripum, fram-
komu, hvar sem litið er í stóru og
ekki síður smáu.
Stjarna myndarinnar er þó engu
að síður breski stórleikarinn Jer-
emy Irons í sínu besta hlutverki til
þessa dags. Ef hann fær ekki
Óskarsverðlaunin er ég illa svikinn.
Hann er nánast fullkominn sem hið
hrokafuila stertimenni, það skín af
honum reisn hins eðla blóðs um
aldir aftur. Dregur upp persónu
sem er í senn glæst, óræð og hættu-
leg í tíguleik sínum. Þetta er afar
erfitt hlutverk, maðurinn þarf
sífellt að bera höfuð og herðar yfir
aðra (en Sunny), og skrikar aldrei
fótur. Og við vitum aldrei hvar við
höfum hann. Irons skilar þessu öllu
ótrúlega vel. Close gefur honum
lítið eftir og bráðsnjöll er sú lausn
handritshöfundar að nota sem
sögumann; leggja henni orð í munn
í dauðadáinu. Silver sleppur vei
fyrir horn í hlutverki lagaprófess-
orsins og sum atriðin með honum
og hinum bráðvel valda hjálpar-
mannaflokki eru einar þær bestu í
myndinni. Hinn þýski Schroeder
hefur hafið feril sinn með miklum
ólíkindum vestan hafs. Fyrst hin
persónulega og eftirminnilega
Barfly og nú engu síðra verk, í
senn svo andstyggilegt en glæst.
Schroedeí' hefur greinilega gaman
af að fást við þessar andstæður.
til að feta mjóan veg réttvísinnar
mislukkast. Sömuleiðis kynni henn-
ar af karlpeningnum.
Ósköp dapurleg saga en sögð á
léttan hátt og það örlar á bjartsýni
svona annað slagið. Janine er vissu-
lega veik á svellinu en hún býr
yfir óvenjulegri hreinskilni og ein-
lægni, hún er skæð og brothætt í
senn. Gainsbourg í aðalhlutverkin
leikur þennan uppreisnargjarna
karakter af dijúgu innsæi og
sjarma, sömuleiðis Billery (D/va) í
hlutverki gamla frændans. Hand-
ritið er byggt á söguþræði sem
fannst í dánarbúi Truffauts. Það
hefði mátt búa yfir meiru af töfrum
hins snjalla kvikmyndargerðar-
manns sem féll frá svo langt fyrir
aldur fram.
Skæð sú stutta
Regnboginn
Litli þjófurinn - „La Petit Voul-
euse“
Leikstjóri Claude Miller. Hand-
rit Miller, Luc Beraud, Annie
Miller. Byggt á hugmynd Fran-
cois Truffaut. Aðalleikendur
Charlotte Gainsbourg, Didier
Bezace, Simon De La Brosse,
Raoul Billery. Frakkland 1988.
Gainsbourg leikur stelputrippið
Janine sem fátt gengur í haginn.
Hún er í blóma lífsins, sæt og sex-
tán. En aðstæðurnar eru bágar.
Móðirin stungin af til Ítalíu, sjálf
elst hún upp hjá drykkfelldri móð-
ursystur og rosknum frænda og fer
lítið fyrir ástúðinni en meira fyrir
fátæktinni. En eins og flestar aðrar
ungar stúlkur dreymir haha um
betra líf og reynir að bæta sér upp
gráma hversdagsleikans með vin-
sælasta flóttameðali þessara tíma
(Frakkland er að byija að rétta úr
kútnum eftir seinna stríð), langset-
um í kvikmyndahúsum. En það
dugar ekki til, hún er kræf og þjóf-
ótt og hnuplar skartklæðum úr
tískuverslunum, þær tilraunir enda
með ósköpum. Til að bæta gráu
ofaná svart hyggst hún rupla hús
Drottins og tilraunir hennar síðan
A TVINNUHÚSNÆÐI
Ármúli 38- 160fm
160 fm atvinnuhúsnæði til leigu við Ármúla
38. Mjög hentugt fyrir teiknistofu, tölvu- og
hugbúnaðarþjónustu o.þ.h.
Upplýsingar í síma 685316 (Gyða).
TILSÖtU
Hlutabréf í Júpíter hf.
Til sölu eru 47,5% alls hlutafjár í Júpíter hf.,
sem er eigandi loðnuskipsins Júpíters RE 161.
Upplýsingar veitir undirritaður.
Tryggvi Agnarsson hdl.,
Garðastræti 38, '
Reykjavík.
Sími 2 85 05.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Aðalfundur
badmintondeildar KR
Aðalfundur badmintondeildarinnar verður
haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 20.45 í
KR-heimilinu.
Stjórnin.
Aðalfundur
Húseigendafélagsins
Á aðalfundi Húseigendafélagsins, sem hald-
inn verður í Skipholti 70 1. mars nk. kl.
18.00, flytur dr. Pétur Blöndal erindi um
eignaskatta á Norðurlöndunum.
Stjórnin.
Sveitarstjórnamenn í
Reykjavíkur- og Reykja-
neskjördæmum
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
minna á fund með þingmönnum um jöfnun
atkvæðisréttar á morgun, laugardag, í
íþróttahúsi Bessastaðahrepps kl. 10.00 ár-
degis.
Frummælendur verða:
Þorkell Helgason, prófessor, Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl. og fulltrúar frá þeim
stjórnmálaflokkum, sem eiga þingmenn í
þessum kjördæmum.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 12= 172318'/2 = 9.0.
I.O.O.F. 1 = 172318<h = Sp.
; VEGURINN
V Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kóp.
Kl. 20.30. Samkoma fyrir ungt
fólk. Jesús hefur lausn á þínum
vanda. Verið velkomin.
Frá Guðspeki-
fólaginu
IngóHutrnti 22.
Askríftartfml
Ganglera ar
39673. ,
i kvöld kl. 21.00 flytur Birgir
Bjarnason erindi eftir Sigvalda
Hjálmarsson, „Snjórinn sem féll
í gær", I húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22.
Á morgun, laugardag, er opið
húsfrákl. 15.00 til kl. 17.00 með
stuttri fræðslu og umræðum kl.
15.30. Áfimmtudögum kl. 20.30
er hugleiöing og fræðsla um
hugrækt fyrir byrjendur. Allir eru
velkomnir og aðgangur ókeypis.
FERÐAFÉLAu
© ÍSLANDS
jLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Snæfellsjökull
áfullu tungli
1 .-3. mars
Allir eiga þá ósk heitasta að
ganga á Snæfellsjökul og nú er
tækifærið að komast þangað
utan hefðbundinna páska- og
hvítasunnuferða. Svefnpoka-
gisting á Görðum. Tilvalið að
hafa með göngu- eða fjallaskíði,
en ekki skilyrði. Sund á Lýsu-
hóli. Brottför föstudag kl. 20.00.
Námskeiði í ferðamennsku að
vetrl er frestað til 16. mars.
Skíðagöngunámskeið fýrir byrj-
endur áætlað á sunnudaginn
3. mars.
Vetrarfagnaður
Ferðafélagsins
9.-10. mars á Flúðum
Viðburður í félagsstarfi vetrarins
sem enginn ætti að láta fram
hjá sér fara. Brottför laugardag
kl. 09.00, en einnig hægt að
koma á eigín vegum. Göngu-
ferðir á laugardeginum. Vetrar-
fagnaður í fétagsheimifinu
Flúðum á laugardagskvöldinu.
Fordrykkur; glæsileg máltíð;
góð skemmtiatriði í umsjá
skemmtinefndar FÍ. Dansað
langt fram á nótt. Frábær gisti-
aðstaða í herbergjum. Heitir
pottar á staðnum. Allir velkomn-
ir, jafnt félagsmenn sem aðrir.
Hagstætt verð. Pantið tíman-
lega á skrifstofunni Öldugötu 3,
símar 19533 og 11798.
Telefax: 11765.
Ferðafélag Islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Fimmtudagur 7. mars
Aðalfundur
Ferðafélagsins
Aðalfundur Ferðafélagsins verð-
ur haldinn fimmtudagskvöldið
7. mars í Sóknarsainum, Skip-
holti 50a, og hefst hann stund-
víslega kl. 20.00. Venjuleg að-
alfundarstörf. Félagsmenn eru
hvattir til að fjölmenna. Athugið
að atkvæðisrétt og kjörgengi
hafa þeir einir, sem greitt hafa
árgjald 1990 og gengið í félagið
fyrir áramótin.
Ferðafélag Islands.
HÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14601
Tunglskinsganga
föstudag 1. mars kl. 20. Katla-
hraun - Selatangar. Fjörubál
og miðnæturrómantík í stór-
brotnu umhverfi Selatanganna.
Brottför frá BSÍ - bensínsölu,
stansað. á Kópavogshálsi, í
Garðabæ við Ásgarð og við Sjó-
minjasafnið í Hafnarfirði.
Gengið til baka úr Kringlunni
niður í miðbæ er sýning Útivistar
i Kringlunni lýkur. Laugardaginn
2. mars, verður lagt af stað kl.
16 frá sýningarbás Útivistar.
Gengið suður í Leynismýri. Það-
an að gömlu þjóðleiðamótum
allra landshluta. Þá verður hald-
ið eftir þjóðleiðinni niður í miðbæ
að skrifstofu Útivistar i Grófinni.
Ekkert þátttökugjald.
Árshátíð Útivistar
Það stendur mikið til hjá Útivist
um þessar mundir, því nú nálg-
ast árshátíðin óðum. Skemmti-
nefndin hefur lagt nótt við dag
við undirbúning og æfingu
skemmtiatriða. En sjón er sögu
rikari. IVIætum öll á þessa bestu
skemmtun ársins sem verður
haldin i Básnum f Efstalandi
9. mars nk. Hátíðarfordrykkur.
Ljúffengur matur. Stórhljóm-
sveit Guðmars frá Meiri-Tungu
leikur fyrir dansi. Dansað til kl.
02. Allir velkomnir.
Brottför frá BSÍ kl. 18.30.
Miðar og pantanir á skrifstofu.
Sjáumst öll!
Útivist.
Svigmót ÍR
Reykjavíkurmeistaramót
verður haldið í Bláfjöllum laugar-
daginn 2. mars nk.
Dagskrá:
13-14 ára. Fyrri ferð:
Stúlkur skoðun 9.00-9.30.
Stúlkur start 9.45-10.30.
Drengir skoðun 9.45-10.15.
Ðrengir start 10.30-11.15.
Seinni ferð:
Stúlkur skoðun 11.15-11.45.
Stúlkur start 12.00-12.45.
Drengir skoðun 12.00-12.30.
Drengir start 12.45-13.30.
15-16 ára Fyrri ferð:
Skoðun 13.15-13.45.
Start 14.00-14.45.
Seinni ferð:
Skoðun 14.00-14.30.
Start 14.45-15.30.
Fararstjórafundur föstudaginn
1. mars kl. 19.30 í fundarher-
bergi SKRR.
Mótsstjórn.
NÝ-UNG
j< FU M & K FUK
Samvera fyrir fólk á aldrinum
20-40 ára í kvöld í Suðurhólum
35. Bænastund kl. 20.10. Sam-
veran hefst kl. 20.30. Hver er
Guð? Hvað vill hann með mig?
Helgun. Séra Magnús Björns-
son kemur og ræðir um efnið.
Ungt fólk á öllum aldri er velkom-
ið.
Alþjóðlegur bænadagur
kvenna
Almenn samkoma í sal Hjálp-
ræðishersins við Kirkjustræti í
kvöld kl. 20.30. Vilborg Jóhann-
esdóttir og Kjellrun Langdal
segja frá Kenya. Hugleiðing: Lilja
S. Kristjánsdóttir. Samskot til
kristniboðs. Allir velkomnir.