Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 36

Morgunblaðið - 01.03.1991, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1991 Minning: Olína M. Þormar Fædd 1. marz 1898 Dáin 19. febrúar 1991 Það var á síðsumardegi fyrir tæp- um tveim árum að ég heimsótti Lauf- ás við Eyjafjörð með fjölskyldu minni. Veðrið var milt og fjöllin spegluðust í lygnum firðinum. Yfir öllu hvíldi friður og ró. Náttúrufeg- urð staðarins hreif mig og hugurinn reikaði til liðinnar tíðar. Þetta var í fyrsta skipti sem mér gafst tæki- færi til að skoða gamla bæinn undir leiðsögn föður míns og hlusta á hann rifja upp bernskuminningarnar. Á vegg í framstofu bæjarins hangir mynd af fallegri konu í peysu- fötum. Þetta er mynd- af ömmu minni, Ólínu Mörtu Þormar, sem verður borin til grafar í dag, 1. mars, en þá hefði hún orðið níutíu og þriggja ára gömul. Hún var fædd árið 1898 á Þóroddsstöðum í Ölfusi en foreldrar hennar voru Jón Ólafs- son bóndi og kona hans Guðrún Gísladóttir. Myndin við hlið hennar er af afa, séra Þorvarði G. Þormar en hann var prestur í Laufási í 80 ár, frá árinu 1928 til 1958. Þau giftu sig árið 1934 og fluttust að Hofteigi á Jökuldal þar sem elsti sonur þeirra, Guttormur, er fæddur. Við gengum eftir bæjargöngunum inn í eldhúsið þar sem má sjá ýmis áhöld sem amma notaði til matar- gerðar á sínum tíma oe inn í gamla hlóðareldhúsið þar sem hún vann að sláturgerð. Mér varð hugsað til þess að amma hefur lifað tímana tvenna eins og örbylgjuofninn henn- ar ber vitni um. í norðurenda baðstofuloftsins er hjónaherbergið. Pabbi minn, Hall- dór, næstelsti sonur þeirra hjóna, er fæddur í þessu herbergi en Hörð- ur,,.yngsti sonurinn, er síðasta barn- ið sem fæddist í þessum gamla torf- bæ. Nýtt hús var reist í Laufási og þótt amma ætti áfram annríkt voru störfin léttari. Ávallt var mannmargt á heimilinu og gestkvæmt. Amma var mannglögg og félagslynd og rifj- aði oft upp ýmsa skemmtilega at- burði frá þessum árum. Árið 1958 fluttust amma mín og afi til Reykjavíkur, en afi var þá mjög heilsuveill. Mínar fyrstu minn- ingar eru frá þeim tíma er þáu bjuggu á Kirkjuteigi í Laugarnes- hverfi. Þótt ég væri alin upp erlend- is voru tengslin við ömmu og afa mjög sterk og ég minnist sumarleyf- Lokaátak hafið til að koma söluskráningu í fullkomið lag Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir. Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á söluskráningu í verslun og þjónustu. Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt- rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir- tæki um allt land til að kanna ástand og notk- un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem- ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð- ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega voru samþykkt á alþingi. Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom- inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís- bending um full og heiðarleg skattskil og neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam- eiginlegan sjóð landsmanna ve'rður byrðin léttari á hverjum og einum. Full skattskil samkvæmt settum reglum eru grundvallar- forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis- grundvelli. Ui iIb Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum! Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra - með ykkar mál á hreinu. Öryggi í viðskiptum ™heiöarleg skdttsliil! RARMALARAÐUNEYTIÐ Im jj_ UUi Pl Jh JL 1J WtiýmwM'si anna á íslandi. Amma tók mig þá gjarnan með sér á Þjóðminjasafnið, þar sem hún vann um árabil, sýndi mér og sagði frá. í eldhússkápnum hennar voru alltaf til kleinur og pip- arkökur. Afi dó árið 1970 og tíu árum síðar flutti amma í Sólheima 23 þar sem hún bjó til dauðadags. Við amma vorum vinkonur. Eftir að ég flutti til landsins leið vart sá dagur að við amma töluðum ekki saman. Við ræddum um heima og geima og áttum trúnaðartraust hvor annarrar. Amma fylgdist vel með öllu sem var að gerast. Okkur Snorra þótti vænt um hve mjög hún bar hag okkar fyrir brjósti. Hún spurði alltaf um Iíðan dætra okkar og bað fyrir þeim ef lasleiki steðjaði að. Hún hvatti til dáða í byggingarfram- kvæmdum okkar og það sýndi skýrt áhuga hennar að hún óskaði eftir því að sjá húsið að innan eftir að það var fokhelt fyrir aðeins þremur mánuðum. Við vorum svo lánsöm að fá tækifæri til að verða við þeirri ósk hennar. Amma bjó ein og hélt heimili fram á síðustu stund. í sumar er leið kom í ljós að amma var með langt geng- inn krabbameinssjúkdóm. Þegar halla tók undan fæti eftir áramótin kom fósturdóttir hennar, Vilborg Guðmundsdóttir, frá Akureyri til að styðja hana og annast. Villa ólst upp hjá ömmu og afa í Laufási frá átta ára aldri eftir að hafa misst móður sína. Amma dó á heimili sínu þann 19. febrúar. Það var hennar einlæg ósk að dvelja á eigin heimili til hinstu stundar. Þetta var meðal annars mögulegt með stuðningi frá fjöl- skyldu hennar. Sérstakar þakkir ber að færa Valgerði Sigurðardóttur lækni hjá Heimahlynningu Krabba- meinsfélags íslands, hjúkrunarfræð- ingunum Guðrúnu Jóhannsdóttur og Lilju Steingrímsdóttur, sem stund- uðu hana af alúð síðustu mánuðina. Án aðstoðar þeirra hefði ekki verið auðvelt að uppfýlla þessa ósk. Blessuð se minning hennar. Ásdís Birna Þormar Hvað er aldur? Aldur er afstætt fyrirbæri og sumir verða ekki gaml- ir þótt þeir nái háum aldri. Þannig var hún Ólína, amma mín. Þótt hún hafi lifað í 93 ár, var hún svo ung í anda, að aldurinn gleymdist. Minnið var svo gott, að hver unglingur mætti vera stoltur af, einnig góða skapið og bjartsýnin, sem einkenndu hana. Stutt er síðan við röltum í huganum saman niður í bæ, rétt eftir aldamótin. Amma sagði frá og við gleymdum stund og stað, sáum fyrir okkur húsin og fólkið, sem þar bjó. Hún mundi svo vel eftir fólkinu og vissi deili á því. Áhugi hennar var svo mikill og ég undraðist hvað hún var vel inni í ættfræði og tengsl- um milli manna. Eiginlega er ekki mjög langt síðan, en samt hefur svo margt gerzt síðan amma fæddist. BIBLÍUNA «9 Sálmabókina handa fermingarbörnum vorsins. Hið ísl. biblíufélag (Puljbranööstofu Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sími 17805. Opið 3-5 e.h., föstud. 10-12 f.h. V J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.